Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 64
SYKURLAUST FRÁ WRIGLEY’S SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Ikenze var full- ljós frestun á "skreiðarkaupum í BRÉFI dagsettu 2. júli 1984, frá viðskiptaráðuneytinu í Nígeríu til Mike Ikenze ræðis- manns íslands, kemur fram að ákveðið hafi verið að fresta ákvðrðun um innflutning á skreið um óákveðinn tima vegna skorts á gjaldeyri. 13. júli fékk Ikenze 300 þúsund pund frá íslenskum skreiðarframleiðend- um til að iiðka fyrir sölusamning- um um skreið sem sagðir voru nánast frágengnir til undirritun- ar. Skreiðarframleiðendur hafa und- ir höndum kvittun fyrir pundunum 300 þúsund, frá Felix Kalu fulltrúa Ikenze fyrir hans hönd, þar sem segir að ef sölusamningurinn verði ekki undirritaður muni þeir tryggja að þessi 300 þúsund pund verði endurgreidd. A grundvelli þessa hafa skreiðarframleiðendur nú stefnt Ikenze fyrir rétt og krafist endurgreiðslu þessarar §árhæðar sem hafi verið umboðslaun til Ikenze. í bréfi sem fslenskum stjóm- völdum barst frá Ikenze í september segir hann að kvittuninni hafí verið ætlað að fela þá staðreynd að féð væri í raun og veru ætlað í mútur. Hann segist aldrei hafa rætt við skreiðarframleiðendur um að fá sjálfur greiðslur af einhveiju tagi. Sjá innlendan vettvang bls. 56. Frumvarp um matvælaeftirlit í Bandaríkjunum; Þurfum ekki að öttast frumvarpið - segir Friðrik Pálsson, forstjóri SH FRIÐRIK Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, segir að ef ekkert felist meira í frumvarpi, sem lagt hefur verið fram á Bandaríkjaþingi um skyldubundð eftirlit með ma. sjávarafurðum, en að tryggja gæði þessara afurða þurfi íslend- ingar ekkert að óttast i því efni. 0 „Það hefur verið lögð gífurlega mikil áhersla á það, af hálfu íslend- inga, að hafa öflugt eftirlit með gæðum þeirra matvæla sem héðan eru flutt til Bandaríkjanna," sagði Friðrik. Frumvarpið sem lagt var fram á fimmtudag, og sagt frá í Morgun- blaðinu á laugardag, kveður á um skyldubundið eftirlit með matvæl- um. Þar er einnig kveðið á um að allur fiskur og skelfískur, sem seld- ur er í Bandaríkjunum, verði skoðaður og athugað hvort í honum finnist ormar eða sníklar. Til þessa hafa engar reglur gilt um eftirlit með sjávarafurðum. Búist er við að frumvarpið verði samþykkt sem lög innan 6 mánaða. Reykjanesbrautin: Þrír á 130 km hraða Keflavfk. LÖGREGLAN I Keflavík hefur nú á nokkrum dögum tekið þtjá ökumenn sem voru langt yfir löglegum hraða á Reykjanes- brautinni. Ökumennirnir óku á um 130 kflómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 slys hafa orðið á fólki og mikið eignatjón. BB Síldarviðskipti: Morgunblaðið/RAX Tunnuþétting Þétting trétunna fyrir síldarsöltun heyrir hugsanlega brátt sögunni til. Plasttunnur verða sífellt algengari og líkur eru taldar á að þær leysi gömlu trétunnumar af hólmi áður en langt um lfður. Hætt er við því, að gömlum söltunaijöxlum af báðum kynjum þyki þá „sjarminn“ að einhveriu leyti farinn af söltuninni. Sanuiinganefnd til Moskvu til viðræðna um síldarsölu km á klst. Talsvert hefur verið um harða árekstra á svæði lögreglunnar í Keflavík að undanfömu þar sem Aðeins ein rúða brotin ^ÐEINS ein rúða var brotin í miðborg Reykjavíkur á föstu- dagskvöld, en yfirleitt hefur miðborgin verið glerbrotum stráð eftir helgar. Að sögn lögreglu var talsverður hópur unglinga á ferli í miðborginni —^ föstudagskvöldið. SAMKOMULAG tókst f gær milli síldarútvegsnefndar og Sovét- manna um að gera enn eina tilraun til að setjast að samninga- borði. Enginn árangur hefur orðið af samningaumleitunum þeim, sem farið hafa fram með telexskeytum að undanfömu að ósk Sovétmanna. í gær var ákveðið að samninga- menn ftá síldarútvegsnefnd, þeir Gunnar Flóvenz framkvæmdastjóri, Einar Benediktsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri og Kristmann Jóns- son formaður nefndarinnar, héldu áleiðis til Moskvu í dag, sunnudag. Vegna ástandsins á Moskvuflug- velli út af langvarandi dimmviðri er óvíst hvenær samningamennimir komast til Moskvu. Gunnar Flóvenz sagðist í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að framhaldsviðræð- umar gætu hafist á þriðjudags- morgun. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Fyrir nokkru náðust samningar um sölu á saltsfld til Svíþjóðar og Finnlands, samtals 59.000 tunnur af hausskorinni og slógdreginni síld og síldarflökum. Búist er við að söltun upp í þá samninga ljúki í þessari viku. Af afla síðustu ver- tíðar voru fluttar út 278.000 tunnur, þar af 200.000 til Sovétríkj- anna en samningar við náðust ekki fyrr en í byijun nóvember síðastlið- ið haust. Veiðar hafa gengið nokkuð vel enda mikið af síld á Austfjörðum. Hafa að minnsta kosti tveir bátar þegar lokið kvóta sínum. Vegna þess að samningar hafa ekki náðst við Sovétmenn hefur verið minni kraftur á veiðinni en ella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.