Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 63 Lou Diamond Phillips laikur Ritchie Valene í La Bamba. Sýnd í Stjörnubíói: Rokk og ról og Ritchie Valens Stjörnubíó hefur tekið til sýninga rokkmyndina La Bamba er dregur nafn sitt af samnefndum smelli sem hljómað hefur talsvert í út- varpinu i sumar en varð til árið 1959. Myndin gerði það gott í Bandaríkjunum yfir sumarmánuð- ina og vakti upp gamlar minningar um hinn unga rokkara Ritchie Va- lens og hans stutta frægðarferil en Valens lést í flugsiysi aöeins 17 ára gamall. La Bamba er sannarlega um hinn ameríska draum um fátæka strákinn sem nær frægð og frama. Ricardo Valenzuela eins og hann hét þegar hann var fátækur verka- maður í Kaliforníu var ameríkani af mexíkönskum ættum og tónlist- in var hans líf og yndi. En hann hafði ekki mikinn tíma til að marka spor í rokksöguna. Eftir átta mán- aða hraðferð á stjörnuhimininn fórst hann ásamt Buddy Holly i hörmulegu flugslysi, en haföi þá þegar átt þrjár plötur á topp-tíu listanum í Bandaríkjunum með lög- unum „Come On Let’s Go“, „Donna" og „La Bamba". Það eru heil 14 ár liðin frá því annar framleiðandi myndarinnar, Taylor Hackford sem raunar er þekktari fyrir leikstjórn (An Officer and A Gentieman), og Daniel Val- des, bróðir Luis Valdes leikstjóra La Bamba, urðu á einu máli um að það væri tilvalið að kvikmynda söguna um æfi Ritchie Valens. Litl- ar sem engar heimildir voru til um rokkarann en þeir komust að því hvert hans rétta nafn var og að hann hafði búið í San Fernardo dalnum nálægt Los Angeles. Danny Valdez leitaði að fjölskyldu hans í tvö og hálft ár og þegar hann fann hana loks treysti hún ekki kvikmyndagerðarmönnunum nema rétt mátulega. Þegar Valdez reyndi fyrst að kynna Connie, móður Valens, fyrir Taylor Hack- ford sagði hún einfaldlega að hún treysti ekki mönnum með tveimur eftirnöfnum. Það var ekki fyrr en Valdez sýndi fjölskyldunni kvik- mynd af Ritchie syngja „Come On Let's Go“, einu kvikmyndina sem til er af honum og fjölskyldan hafð aldrei séö, að ísinn fór að bráðna. Þegar Hackford haföi fengiö fengið leyfi fjölskyldunnar til að kvikmynda æfi rokkarans snéri hann sór til bróður Daniels, bróður Daniels, leikritaskáldsins Luis Valdez, og bað hann um að gera handritið. Og seinna settist Luis einnig í leikstjórastólinn. „Ef Ritchie væri enn á lífi væri hann aðeins ári yngri en ég,“ sagði leikstjórinn. „Það sem er svo sór- stakt viö hann er að hann fiutti menningu S-Ameríku inní megin- strauma bandaríska rokksins og gerði það sem engum hafði auðn- ast jafn vel, að taka mexíkanskt alþýðulag, „La Bamba“,og gera það að rokklagi." Lou Diamond Phillips leikur Ritchie Valens en La Bamba er fyrsta stóra myndin sem hann leik- ur í. „Ritchie bjó yfir innri krafti og bjartsýni sem snerti fólk. Hlut- verk eins og þetta kemur aðeins einu sinni á æfinni, þetta er mjög sórstök mynd fyrir mig,“ segir hann. Phillips er frá Texas og hef- ur gert mikið af því að leika. Hann hefur m.a. komið fram f Dallas og Miami Vice í sjónvarpinu. Að lokum má geta þess að hljómsveitin Los Lobos útsetur gömlu Valenslögin fyrir myndina. Kasparov auglýsir gosdrykki Sevilla, Reuter. GARY Kasparov, heimsmeistari í skák, birtist í fyrsta skipti í sjón- varpsauglýsingu á vesturlöndum á föstudag er hann kynnti spænskum neytendum ótvíræða kosti tiltekinna gosdrykkja. Auglýsingin er 20 sekúndur að lengd og var hún sýnd í spænska sjónvarpinu en svo flestum mun kunnugt eigast þeir Kasparov og Anatoly Karpov við í Sevilla á Spáni þar sem fram fer einvígi þeirra um heimsmeistaratitilinn í skák. í aug- lýsingunni situr Kasparov við skákborð og við hliða hans glæsi- kvendi eitt. Skákmeistarinn þrífur einn manninn af borðinu og kemur þá í ljós að hann er gæddur þeim undursamlega eiginleika að vera jafnframt upptakari. Sviptir Kasp- arov því næst tappa af gosdrykkj- arflösku. Talsmaður Kasparovs vildi ekki láta uppi hvað hann hefði fengið greitt fyrir viðvikið en bætti við að yfirvöldum íþróttamála í Sovétríkj- unum hefði verið skýrt frá því að Kasparov hygðist leika í auglýsing- unni. Fjöldamorð í Kólombíu Bogota, Reuter. ELLEFU manns féllu og ellefu til viðbótar særðust er óþekktir menn hófu skothríð á langferða- bifreið um 100 kílómetra norður af Bogota, höfuðborg Kólombíu, á föstudag. Að sögn bæjarstjórans í Ar- anche, sem er nærri árásarstaðnum, hófu tólf menn klæddir sem her- menn skothríð á langferðabifreiðina auk þess sem þeir vörpuðu hand- sprengjum. Útgöngubann er í gildi í Aranche vegna tíðra ófhæfuverka á þessum slóðum. Bæjarstjórinn kvaðst ekki telja að skæruliðar hefðu verið að verki heldur ótíndir glæpamenn. meðöHu Álstiginn frá Zarges er al- hliöa lausn - plásslítill, léttur og meðfærilegur en gefur næstum óendanlega mögu- leika á uppsetningu - Allt frá lítilli tröppu í góöan vinnupall. - Frá Zarges bjóöum við einnig ýmsar aðrar geröir stiga og vinnupalla. LEITIÐ UPPLÝSINGA. A. KARLSSOn HF. HEILDVERSLUN-SÍMI: 27444-PÓSTHÓLF: 167-BRAUTARHOLT 28-REYKJAVÍK VKIHG'S ÓSKAR EFTIR AÐ RÁDA UMBOÐSMANN Viking Dekk A/S er norskt fyrirtæki sem framleiðir hjólbarða. Á síðustu 4 árum hefur sala okkar tvöfaldast og þá sérstaklega á útflutningsmarkað. Við höfum hug á að hefja sölu á vetrar- og sumar stálradialdekkjum okkar á Islandi. Dekkin eru framleidd í Noregi fyrir hvaða veður sem er. Við óskum því eftir að komast í samband við gamalgróið fyrirtæki í bílavið- l skiptum sem yrði umboðsaðili okkar íslandi. Áhugasömum er velkomið hafa samband á ensku við sölustjóra okkar, Trond Simensen, til að fá nánari upplýsingar. WlKINGDEKKA/S Sími: (47-2)15 32 90 Tetex: 74107 vdasn Telefax: (47-2) 15 14 47 Vitaminveien 9 - N-0485OSLO4 - NORWAY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.