Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 62 ijc i bivii rvirMyndanna Verður sýnd á næstunni í Háskólabíói Riddari götunnar RoboCop er löggumynd um vélmenni með sál Háskólabíó sýnir innan skamms lögreglumyndina RoboCop, sem frumsýnd var í Bandaríkjunum í sumar og Hollendingurinn Paul Verhoeven leikstýrði. Myndin ge- rist í náinni framtíð og segir frá löggunni Murphy í Detroit (Dallas fer með hlutverk borgarinnar) sem óþokkagengi skýtur bókstaflega í tætlur. Löggæslan hefur verið flutt (einkageirann og lögreglufyrirtæk- ið Security Concepts tekur leifarn- ar af Murphy og gerir úr þeim vélmenni, RoboCop,. Það er risa- vaxið ósigrandi stálmenni, lögga sem vinnur allan sólarhringinn, hlær að byssukúlum og er ónæm fyrir mútum. En á bak við víraflæk- ur, stálbrynjur og tölvuskipanir þessa traustvekjandi riddara gö- tunnar lúrir sálin hans Murphys og mannlegar tilfinningar löggunn- ar sem var. Þessi fyrsta Hollyvoodmynd Verhoevens, sem annars er þekkt- ur fyrir listrænar evrópumyndir sínar, hlaut glimrandi aðsókn í Bandaríkjunum og yfirleitt góða dóma þótt kvartað hafi verið yfir RoboCophasarblaðlð. ofbeldinu í henni (sumt af því varð að klippa í burtu svo myndin yrði ekki bönnuð fólki innan 17 ára). En RoboCop er meira en bara löggumynd. Hún þykir líka hárbeitt satíra á harðneskjulegar risasam- steypur og glettin lýsing á frétta- þjóðfélagi framtíðarinnar (eða okkar). Þegar yfirmaður (Ronnie Cox) risasamsteypunnar sem gerir RoboCop er að kynna aðra og miklu klunnalegri gerð af stállöggu á stjórnarfundi og hún bilar og skýtur einn framkvæmdastjórann segir hann: „Ég er viss um að þetta er aðeins smábilun." [ at- burðarás myndarinnar er reglulega skotið inn fréttaþáttum. „Gefðu okkur þrjár mínútur og við gefum þér heiminn," segir fréttaskýrand- inn og segir svo frá því að Stjörn- Leikstjórlnn, Paul Verhoeven. ustríðs-stöð úti í geimnum hafi óvart skotiö á heilsuhæli í Santa Barbara og tveir fyrrverandi forset- ar landsins hafi farist. Enginn skyldi fara í grafgötur með það að Verhoeven fer í Með erklóvlnlnum. þegar hann bjó það til. Flest vél- menni sýnast sterkleg en heimsku- leg. Þetta er sterklegt og fágað." Peter Weller leikur RoboCop. RoboCop hrelnsar til f borglnnl. hvívetna eftir hinni gullnu reglu ameríska kvikmyndaiðnaðarins; hasarinn fyrst. „Ég held að mark- miðið hjá mér só að tengja saman evrópska kvikmyndahefð við þá amerísku - eitthvað í líkingu við það sem David Lean hefur gert: áhugaverðar persónur plús has- ar,“ segir Verhoeven í nýlegu viðtali við American Film. „Ég vona að myndir mínar búi yfir hrjúfum krafti og séu ekki of mikið að þykj- ast vera listrænar. Ég átti alitaf í vandræðum með listrænar evróp- skar myndir; mér fannst þær leiðinlegar. Amerískar myndir kenndu mér að hreyfing er mikil- vægari en samtöl og persónur." Þegar Verhoeven er spurður út í hið mikla ofbeldi í mynd sinni segir hann að það sé nú ekki svo mikiö: „Það er aðeins í nokkrum atriðum, held ég. Sérstaklega þeg- ar Murphy er drepinn. Frá því ég tók að mór að gera myndina vildi ég að dauði hans yrði sérstaklega grimmilegur. Það var nauðsynlegt, hugmyndafræðilega og dramatískt séð. Hann hefur ekki haft tíma til að vinna samúö áhorfandans, hann hefur ekki gert neitt minnis- stætt áður en hann er drepinn. Þess vegna verður dauði hans aö vera eftirminnilegur." Það tók langan tíma að þróa vélmennabúninginn. Leikarinn Peter Weller, sem fer með hlut- verk Murphy/RoboCops og vill svo til að er langhlaupari, var tíu tíma að koma sér í búninginn fyrsta daginn og stundum var hitinn inni í honum næstum óbærilegur. „Vél- menni hafa tilhneigingu til að vera kjánaleg," segir Verhoeven. „Þeg- ar viö litum yfir tökur dagsins sáum við hvað gekk og hvað ekxi, hvaða sjónarhorn á vólmennið voru not- hæf og hver ekki. Bob Bottin, hönnuður vólmennisins, fór mjög eftir vöðvabyggingu mannsins Sýnd í Regnboganum Allen á öldum Ijósvakans Á öldum Ijósvakans (Radio Days), fimmtánda myndin sem Woody Allen skrifar handrit að og leikstýrir, er nú sýnd í Regnbogan- um. Þetta er lítil mynd frá Allen og i henni leika margir af samstarfs- mönnum hans á síðustu árum en hún gerist við upphaf seinni heims- styrjaldarinnar og snýst að mestu um Ijúfar öldur Ijósvakans og mannlífiö í kringum hinn unga Joe, sem er miðpunktur myndarinnar og gæti vel verið Allen sjálfur. Myndin segir frá þeim löngu horfna tíma þegar útvarpið eitt réð lögum og lofum á heimilinu og tengdi fólk beint við umheiminn. Hver átti sér sínar útvarpsstjörnur, ekki síst Joe litli. Allen kemur ekki fram í myndinni en er sögumaður. Meðal leikara í myndinni er að sjálfsögðu Mia Farrow, sem býr með Allen og hefur leikið í fimm síðustu myndum hans, og Dianne Wiest, sem var svo eftirminnileg í Hönnu og systrum hennar en lék líka í Kaírórósinni, Danny Aiello og Jeff Daniels fara með lítil gesta- hlutverk og einnig hinn gamalkunni Allenleikari Tony Roberts. Síðast en ekki sist kemur svo Diane Keaton fram í Á öldum Ijós- vakans en þessi gamla vinkona Allens hefur verið í sex öðrum myndum hans. Þegar myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum f febrúar sl. talaði Allen um tímann sem myndin ge- rist á þegar útvarpið var eitt um að skemmta fólki heimafyrir: „Þetta var sórlega rómantfskur tími. Hugrakkir ungir menn kvöddu elskurnar sínar og héldu í stríðið og það var gríðarlega mikið sungið um það. Þetta var einfaldari tími og tónlistin sem maður heyrði þá í útvarpinu var ekki hávært, tryll- ingslegt rokk. Hún var indæl. Maður kveikti á útvarpinu og heyrði í Benny Goodman og Glenn Miller. . . Útvarpið átti sterk ítök f fólki. Maður gat varla beðið eftir því að fara á fætur á morgnana og sitja heima og hlusta á útvarp- ið allan liðlangan daginn." Og áfram heldur Allen: „Allt landið var tengt saman með út- varpinu. Við upplifðum öll sömu hetjurnar og grínarana og söngvar- ana. Það voru risar ( skemmtana- iðnaðinum. Þetta voru einu sinni svo stór nöfn en núna eru þau öll gersamlega horfin. Allar þessar frábæru hetjur og dularfullu per- sónur sem við lifðum með þegar óg var ungur eru fallnar í gleyms- kunnar dá eða þær lifa ( minning- um svo örfárra. Það segir manni svolítið. Það tók þeim enginn fram þegar ég var að alast upp. Við höldum að við sóum svo vinsæl á meðal almennings, svo fræg, en eftir því sem tímar líða gleymumst við Ifka. Það kennir okkur lítillæti." Wallace Shawn, Mla Farrow og Tony Roberts f A öldum Ijósvakans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.