Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR LESBÓK 247. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Prentemiðja Morgunblaðsins Leiðtogafundur í Washington 7. desember: Samið í fyrsta sinn um fækkun kjamavopna ÍRonald Reagan Bandaríkjaforseti og Eduard Shevardnad- ze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, fagna árangursríkum við- ræðum á blaðamanna- fundi í Hvíta húsinu í gær. Stólræða páfa við lok biskupaþings Jóhannes Páll páfí II flytur stólræðu í Péturskirkj- unni í Róm við lok fundar biskupa þar sem fjallað var um hlutverk leikmanna innan kaþólsku kirlg- unnar. í ræðunni sagði páfí meðal annars að staða kvenna innan kaþólsku kirlgunnar, sem hefði verið eitt aðalviðfangsefni fundarins, myndi verða til umQöllunar í postullegu bréfí um fundinn. Seinni hluta fundarins réðu íhaldssamari öfl ferðinni og dró þá nokkuð úr frjálslegu orðavali um stöðu kvenna. Á meðan páfi flutti stólræðuna var maður handtekinn sem reyndi að komast að páfa. Sagðist maðurinn vilja ræða friðarhugmyndir sína við páfa. Sjá grein um biskupaþingið á bls. 42-43. Fækkun langdrægra flauga af- ráðin í Moskvu, segir Reagan Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann og Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtogi hefðu orð- ið ásáttir um að koma saman til leiðtogafundar þann 7. desember næstkomandi í Washington. Sagði Reagan að þar yrði undirritað samkomulag risaveldanna um upprætingu meðal- og skamm- drægra kjarnorkuflauga á landi og verður þetta fyrsti raun- verulegi afvopnunarsáttmáli risaveldanna frá upphafi kjarnorkualdar. Eftir viðræður við Eduard Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, kvaðst Reagan forseti vænta þess að hann myndi taka sér ferð á hendur til Moskvu á næsta ári til að undirrita sáttmála um fækkun langdrægra kjamorkuflauga. í sameiginlegri yfírlýsingu sem gefin var út skömmu eftir fund Reagans og Shevardnadzes sagði að leiðtogamir myndu undirrita samkomulag um eyðingu meðal- drægra flauga, sem Reagan forseti lagði til að gert yrði árið 1981, auk þess sem rædd yrði fækkun lang- drægra kjamorkuflauga og ABM-sáttmálinn frá árinu 1972 um takmörkun gagneldflaugakerfa. Sagði í tilkynningunni að leiðtog- arnir myndu ræða ágreiningsefni varðandi túlkun sáttmálans án þess þó að frá honum yrði vikið um umsaminn tíma. Sovétmenn full- yrða að geimvamaráætlun Banda- ríkjastjómar bijóti gegn ákvæðum hans en Reagan forseti telur sátt- málann heimila tilraunir með geimvopn. í tilkynningunni sagði einnig: „ Bandaríkj aforseti og aðalritari sovéska kommúnistaflokksins stefna að öðmm fundi í byijun árs- ins 1988 þar sem þess verður freistað að ná árangri á ölium þeim sviðum sem lúta að samskiptum risaveldanna tveggja.“ Var þess sérstaklega getið að stórveldin myndu kosta kapps um að ná fram samkomulagi um helmingsfækkun langdrægra kjamorkuflauga, sem unnt yrði að staðfesta á fundi leið- toganna f Moskvu á næsta ári. Reagan sagði Shevardnadze hafa haft meðferðis bréf frá Mikhail S. Gorbachev sem hefði að geyma hugmyndir um framhald afvopnun- arviðræðna risaveldanna. Kvaðst hann vænta þess að sáttmáli um helmings fækkun langdrægra kjamorkuflauga yrði tilbúinn til undirritunar á fundi leiðtoganna í Moskvu á næsta ári. Sagði hann að á fundinum með Shevardnadze hefði miðað í átt að lausn deilu ríkjanna um geimvamaráætlunina, sem virtist komin í sjálfheldu eftir för Georges Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, til Moskvu í lok síðustu viku. Sovétmenn gerðu það ekki lengur að skilyrði fyrir frekari samningum að bann yrði lagt við tilraunum með geimvopn. „Við munum aldrei fóma geim- vamaráætluninni, sem vekur vonir um frið í heiminum," sagði Reagan Bandaríkjaforseti. Sjá einnig forystugrein á miðopnu blaðsins og grein á bls. 42-43. Þing kínverska kommúnistaflokksins: Sjálfstæðir atvinnurekend- ur kynna skoðanir sínar Deng Xiaoping lætur af störfum innan flokksins Peking, Reuter. DENG Xiaoping, leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, hefur upplýst að hann muni láta af störfum innan kínverska kommúnistaflokksins. Zhao Ziy- ang, formaður kínverska kommúnistaflokksins, notar þingið til að gagnrýna skrifræði í Kína og kynna blaðamönnum sjálfstæða kínverska atvinnurek- endur. Búist hafði verið við að Deng, sem er 83 ára að aldri, myndi láta af embætti sínu innan fram- kvæmdanefndar flokksins, en vestrænum sendimönnum til mikill- ar furðu tilkynnti hann að hann muni einnig hætta í miðstjóm flokksins. Nafn Dengs var ekki á lista yfír þá 182 menn sem taka sæti í miðstjóminni eftir flokks- þingið. Á þinginu gagnrýndi Zhao þenslu í kínverska stjómkerfmu. Hug- myndir hans til úrbóta eru ekki vinsælar, en þær fela meðal annars í sér, að sögn opinbers kínversks dagblaðs, að ráðneyti verða samein- uð og fjölda opinberra starfsmanna verður annað hvoit sagt upp eða þeir færðir til í starfí. Zhao hefur bannað umfjöllun um þessar hug- myndir í dagblöðum. Á blaðamannafundi sem haldinn var á þinginu í gær voru kynntir fjórir sjálfstæðir kínverskir atvinnu- rekendur, til að sýna hversu umbætur í kínversku efnahagslífí gengju vel. Forðuðust mennimir íjórir að nota orðið kapítalismi á fundinum, en sögðu að samkeppni væri óhjákvæmileg. Hlutabréf hækka vegua sölu BP London, Reutcr. HLUTABRÉF hækkuðu á verð- bréfamarkaði í London í gær í kjölfar ákvörðunar brezku ríkis- stjórnarinnar að hvika ekki frá ákvörðun um sölu hlutabréfa i brezka olíufélaginu BP. Sú ákvörðun stjómarinnar að láta Englandsbanka ábyrgjast kaup á þeim hlutbréfum, sem ekki seld- ust á almennum markaði og fjár- festingarfélög höfðu skuldbundið sig til að kaupa, varð til þess að almenn verðhækkun varð á hluta- bréfum í kauphöllinni í London. Bankinn mun kaupa umrædd hlutabréf til baka í að minnsta kosti mánuð en ekki lengur en tvo mán- uði á gangverði. Sjá „Einkavæðing BP heldur áfram“ á bls. 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.