Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 51 Minning: Kristín Sæbjörg Finnsdóttir Fædd 17. janúar 1924 Dáin 26. október 1987 Kristín fæddist að Skrapatungu í Laxárdal í Austur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Jónsdóttir d. 1970 og Finnur Guðmundsson bóndi d. 1971. Böm þeirra hjóna voru fjög- ur: Ottó Valur, Guðný Sigríður, Kristín Sæbjörg, sem hér er minnst, og Ingileif Elísabet. Kristín eða Síta, en svo var hún köiluð, sleit bamsskónum í Skrapa- tungu í faðmi foreldra og systkina. Skólaganga hennar var skyldunám. Veturinn 1946-1947 var hún í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sítu var alla tíð hlýtt til Kvennaskólans og minntist oft vem sinnar þar með stolti og ánægju. Hún vann þrjú ár við afgreiðslu- störf í verslun í Reykjavík, en meira en þijá áratugi vann hún hjá Kaup- félagi Húnvetninga. Fjölskyldan flutti frá Skrapatungu árið 1944 til Blönduóss í lítið hús er nefnt var Tunga. Árið 1952 byggðu þeir feðg- ar Finnur og Ottó hús í félagi, Húnabraut 36. Síta fluttist þangað með foreldr- um sínum og bróður og átti þar heima til æviloka. Þegar ég kynnt- ist Sítu fyrst, sem tilheyrði tengda- fjölskyldu minni, var hún með stærstu gjöf lífsins í fanginu, Leif Kristin 2 ára. Sólargeislann sem hún naut að sjá klífa þroskastigann. Ingibjörg var þá við góða heilsu og var unun að horfa á hana ganga tígullega um eldhús og búr, þjón- andi gesti og gangandi og var sem hún hefði töfrahendur. Maðurinn minn naut ástríkis í faðmi þessarar konu, ungur dreng- ur. Hann var sendur í sumardvöl að Skrapatungu eitt sumar, sem leiddi af sér fleiri sumardvalir og óijúfandi tengsl við þessa fjöl- skyldu. í Ingibjörgu fann hann móðurþel er vermir hann alla ævi út yfir gröf og dauða. Mér var einnig tekið vel og varð snortin af gæsku þessarar fjöl- skyldu. Vegna búsetu okkar hjóna í Reykjavík og tíðra ferða norður í land hefur Húnabraut 36 á Blöndu- ósi ávallt verið áningarstaður okkar, hvort sem við höfum verið ein á ferð eða með vinum. Eftir að Ingibjörg og Finnur misstu heilsuna færðist rausnin og höfðingsskapur- inn yfir á bömin Sítu og Ottó. Önnuðust þau aldurhnigna for- eldra sína á heimili þeirra þar til að ævikveldi dró. Leifur Kristinn ólst því upp við ömmu- og afahné og gaf þeim ómældar ánægjustund- ir. Móður sinni reyndist hann sannur sonur. Árið 1972 veiktist Síta og má segja að það hafi verið upphaf þess sjúkdóms er aldrei veik frá henni síðan. Síta var mikill unnandi leiklistar. Hún tók mikinn þátt í uppbyggingu Leikfélags Blönduóss, lék þar mörg hlutverk með sóma. Störf hennar &TDK HUÓMUR vom metin af verðleikum er hún var gerð að heiðursfélaga leikfé- lagsins. Síta var þeirrar gerðar að hún gerði meiri kröfur til sjálfrar sín en annarra. Hjálpsemi hennar var við bragðið. Hennar er getið að góðu einu, dugnaði, samviskusemi og tillitssemi við aðra. Þegar fæmi hennar á vegferð lífsins minnkaði bættu endurminningar liðins tíma henni lífið. Sítu var heimilið á Húna- braut 36 kært og þar vildi hún dvelja sem lengst. Með einstakri natni og umhyggju ástvina var henni gert það kleift. Henni var nautn að hafa ætt- ingja og vini hjá sér. Henni féll vel að hlusta á aðra og staðreyndin er sú að fyrirhafnarlaust verða slikar manneskjur bestu vinir manns. Nú þegar leiðir okkar Sítu skiljast um stund vil ég þakka þeim sem lífíð gefur, fyrir þær gjafir, sem ég og fjölskylda mín höfum fengið af kynnum okkar af Sítu. Síta var einlæg í trú sinni, rækti störf sín af elju og kostgæfni og gaf hveijum, sem henni kynntist meira en hún þáði sjálf. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Jóhannsdóttir Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Frumkvöðull fullorðinsfræðslu. Öldungadeild M.H. var stofnuð 1972 og síðan þá hafa þúsund- ir karla og kvenna stundað þar nám og nokkur hundruð lokið stúdentsprófi. Þarft þú að rifja upp, bæta við eða hefja nýtt nám? í Öldungadeild M.H. býðst nemendum, 20 ára og eldri, mennta- skólanám á 6 brautum. Kennarar skólans eru vel þjálfað og menntað starfslið sem tryggir gæði náms og kennslu. Þú getur stundað nám í mörgum greinum eða fáum eftir því sem þér hentar. Þú getur lært: Tungumál: Raungreinar: Félagsgreinar: Ensku Stærðfræði Félagsfræði Dönsku Eðlisfræði Mannfræði Þýsku Efnafræði Stjórnmálafræði Frönsku Líffræði Hagfræði Spænsku Jarðfræði Sálfræði ítölsku Sögu Latínu Listfræði Rússnesku Esperanto Auk þess er í boði fjölbreytt nám í tölvunotkun, bæði grunnnám og fyrir lengra komna: Forritun, ritvinnsla, MULTIPLAN og DBASEIII + (P.C. og BBC tölvur). í boði er nám í íslensku: Ritþjálfun og bókmenntalestur, almenn- ar bókmenntir, heimspeki, trúfræði o.m.fl. Er þetta eitthvað fyrir þig? Ef svo er þá er innritun nýnema og valkönnun fyrir vorönn 1988 dagana 2. til 5. nóv. kl. 17.00-19.00. Innritunargjald er kr. 1.000,- Kennslugjald, sem greiðist í upphafi vorannar, er kr. 4.800,-. * Fyrir það getur þú stundað nám í eins mörgum greinum og við verður komið. Rektor. siriianörnerið °36777 AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMðTA HF INNROMMUN Alhliða innrömmun, smellu- rammar, tilbúnir álrammar. Nilsen állistar nýjar gerðir og litir RAMMA 25 stærðir - álrammar 17 stærðir - smellurammar MiÐSTOÐIN Sigtúni 10,105 Reykjavík, sími 25054. Næg bílastæði v/dyrnar. OPH) LAUGARDAGA KL.9-16 og myndir Fjölbreytt úrval mi/íiofl ih
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.