Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 27 Siglufjörður: Nýtt tilboð komíð í þrotabú Húseininga Fyrirvari um samþykki veðhaf a ÞRÍR AÐILAR á Siglufirði hafa gær að hann vildi ekki gefa upp gert tilboð i þrotabú Húseininga hf., og hafa þá tvö tilboð borist í búið. Nauðungaruppboðí, sem halda átti i gær, hefur verið frestað til að gefa tilboðsaðilum frest til að semja við veðhafa í þrotabúinu. Hið nýja tilboð er sett fram með þeim fyrirvara að það náist sam- komulag við veðhafa um veðskuldir sem hvíla á þrotabúinu. Erlingur Óskarsson, bæjarfógeti á Siglufirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í nöfn tilboðsaðilanna, eða upphæð tilboðsins á þessu stigi málsins. Hann sagði að væntanlega yrði mönnum gefinn frestur í tvær til fjórar vikur til að koma fram með ný tilboð, og að semja við veðhafa, en ef ekki hefði verið gengið frá kaupumþá yrði að láta nauðungar- uppboð fara fram. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á þriðjudaginn hefur Konráð Baldvinsson, bygginga- meistari, þegar lagt fram tilboð í þrotabú Huseininga hf. Morgunblaðið/Arni Sæberg Kristján Ingi Jónsson, eigandi blómabúðarinnar Blómálfurinn, i nýju húsnæði verslunarinnar að Vesturgðtu 4. Blómálfurinn flutturínýtt húsnæði pottaplöntur, afskorin blóm og skreytingar, og sagði Kristján Ingi sérstaka áherslu. lagða á óvenjuleg blóm og nýjungar fyrir þá sem vilja eitthvað annað er það venjulega. Blómabúðin Blómálfurinn, sem starfrækt hefur verið að Vest- urgötu 12, hefur opnað í nýju og stærra húsnæði að Vestur- götu 4, í gamla VBK húsinu þar sem verslunin Flóin var áður. Blómálfurinn opnaði í febrúar 1986 aðeins ofar á Vesturgötunni og að sögn Kristjáns Inga Jóns- sonar, eiganda verslunarinnar, hafa móttökur verið það góðar að verslunin er löngu búin að sprengja utan af sér fyrra hús- næði. I Blómálfinumn eru'til sölu Bókin Sagnaþulir samtímans komin út HJÁ bókaforlagi Máls og menn- ingar er komin út bókin Sagna- þulir samtímans — fjðlmiðlar á ðld upplýsinga eftir Stefán Jón Hafstein. í frétt frá Máli og menningu seg- ir m.a: „Sagnaþulir samtímans er aðgengi- íegt fræðirit um fjölmiðlun nútí- mans, fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku. í henni er fjallað um eðli boðskipta og fjölmiðlunar. Greint er frá helstu kenningum um fjölmiðla og saga fjölmiðlunar í hin- um ólíku hlutum heims rakin með hjálp dæma. Höfundurinn veltir fyr- ir sér samspili fjölmiðla og mark- aðsafla á Vesturlöndum og rekur mörg sláandi dæmi um áhrif við- skiptahagsmuna á dagskrárgerð. Þá er vikið að tengslum rikisvalds- ins við fjölmiðla og f því sambandi fjallað um íslenska ríkisútvarpið, sögu þess og hlutverk, og farið í saumana á nýju útvarpslögunum. Loks er sérstakur kafli um „upplýs- ingasamfélagið". Þar er rætt um fjölmiðlabyltinguna í alþjóðlegu samhengi og hugað að því hvaða afleiðingar tækninýjungar eins og gervihnattasjónvarp geta haft fyrir lýðræði og menningarlegt fullveldi ríkja. Stefán J6n Hafstein hefur starf- að sem fjölmiðlamaður í áratug, unnið fyrir blöð, tímarit og sjón- varp, en kunnastur er hann sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu þar sem hann starf- ar nú sem stjórnandi dægurmála- deildar." Sagnaþulir samtímans er 338 bls. að stærð, prentuð í Prentstofu G-. Benediktssonar. Teikn hannaði kápu, en kápumynd er eftir Guð- "rúnu Kristínu Sigurðardóttur. Stefán Jón Hafstein. Kvenfélagið Heimaey verður með basar á Hallveigarstöðum á sunnudaginn. Heimaey með basar HINN árlegi basar kvenfélags- ins Heimaeyjar verður sunnu- daginn 1. nóvember á HaUveigarstöðum við Túngötu. í kvenfélaginu Heimaey, sem er líknarfélag, eru um 300 konur sem allar eiga það sammerkt að vera fæddar eða ættaðar frá Vest- mannæyjum. Félagið hefur um árabil styrkt ýmis málefni í sinni heimabyggð og víðar. Margt muna verður á basarn- um, margvísleg handavinna, jólaföndur og kökur. Allur ágóði rennur til líknarmála. Borg-hjónin til íslands BJÖRN Borg, hinn heimsþekkti sænski tennisleikari, er væntan- legur til íslands 12. nóvember n.k. og eru allar líkur á þvi að Jannike, kona hans komi með honum. Þau slitu samvistum fyr- ir nokkru eins og kunnugt er, en eru nú búin að taka saman aftur. Borg kemur hér á vegum versl- unarinnar Sonju og Arctic Trading co., en þessi fyrirtæki flytja inn herrafatnað og herrasnyrtivörur sem framleiddar eru undir vöru- merkjum Björns Borg. Eigendur Arctic Tradingt þau Þórunn Lúðvíksdóttir og Ásgeir Gunnlaugs- son sögðu það ekki alveg staðfest hvort Jannike kæmi með Birni til landsins, en sögðust þó reikna fast- lega með því. Borg hjónin munu vera hér á landi f tvo daga, og gista annað hvort á Hótel Sögu eða Hótel Loft- leiðum. Mun Björn kynna ofan- greindar vörur í verslunum, og síðan verður farið í skoðunarferð um næsta nágrenni Reykjavíkur, meðal annars verður komið við í Krýsuvík og Bláa lóninu. Bjðrn og Jannike Borg, en þau eru væntanleg hingað til lands í nóvember. EVROPU BIKARKEPPNIN ANDKNAHLEIK STJARNAN -URÆDD sr-'NOREGI •V'st* MÆTUM OLL OG STYÐJUM STJÖRNUNA laugardaginn 31. október 1987 kl. 16 í Digranesi SJOVA SUÐURLANDSBRAUT 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.