Morgunblaðið - 31.10.1987, Side 27

Morgunblaðið - 31.10.1987, Side 27
MORGUNBLAPIB, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 27 Siglufjörður: Nýtt tilboð komið í þrotabú Húseininga Fyrirvari um samþykki veðhafa ÞRÍR AÐILAR á Siglufirði hafa gær að hann vildi ekki gefa upp gert tilboð í þrotabú Húseininga hfog hafa þá tvö tilboð borist í búið. Nauðungaruppboði, sem halda átti í gær, hefur verið frestað til að gefa tilboðsaðilum frest til að semja við veðhafa í þrotabúinu. Hið nýja tilboð er sett fram með þeim fyrirvara að það náist sam- komulag við veðhafa um veðskuldir sem hvíla á þrotabúinu. Erlingur Óskarsson, bæjarfógeti á Siglufirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í nöfn tilboðsaðilanna, eða upphæð tilboðsins á þessu stigi málsins. Hann sagði að vænfynlega yrði mönnum gefinn frestur í tvær til flórar vikur til að koma fram með ný tilboð, og að semja við veðhafa, en ef ekki hefði verið gengið frá kaupum þá yrði að láta nauðungar- uppboð fara fram. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á þriðjudaginn hefur Konráð Baidvinsson, bygginga- meistari, þegar lagt fram tilboð í þrotabú HÚseininga hf. HINN árlegi basar kvenfélags- ins Heimaeyjar verður sunnu- daginn 1. nóvember á Hallveigarstöðum við Túngötu. í kvenfélaginu Heimaey, sem er líknarfélag, eru um 300 konur sem aliar eiga það sammerkt að I vera fæddar eða ættaðar frá Vest- mannaeyjum. Félagið hefur um árabil styrkt ýmis málefni í sinni heimabyggð og víðar. Margt muna verður á basam- um, margvísleg handavinna, jólaföndur og kökur. Allur ágóði rennur til líknarmála. Morgunblaðið/Ami Sæberg Kristján Ingi Jónsson, eigandi blómabúðarinnar Blómálfurinn, í nýju húsnæði verslunarinnar að Vesturgötu 4. Blómálfurinn fluttur í nýtt húsnæði Blómabúðin Blómálfurinn, sem starfrækt hefur verið að Vest- urgötu 12, hefur opnað í nýju og stærra húsnæði að Vestur- götu 4, i gamla VBK húsinu þar sem verslunin Flóin var áður. Blómálfurinn opnaði í febrúar 1986 aðeins ofar á Vesturgötunni og að sögn Kristjáns Inga Jóns- sonar, eiganda verslunarinnar, hafa móttökur verið það góðar að verslunin er löngu búin að sprengja utan af sér fyrra hús- næði. I Blómálfmumn eru til sölu pottaplöntur, afskorin blóm og skreytingar, og sagði Kristján Ingi sérstaka áherslu. lagða á óvenjuleg blóm og nýjungar fyrir þá sem vilja eitthvað annað er það venjulega. EVROPU BIKARKEPPNIN ANDKNATTLEIK STJARNAN - URÆDD sr-'NOREGI OG STYÐJUM STJÖRNUNA laugardaginn 31. október 1987 kl. 16 í Digranesi SJOVA SUÐURLANDSBRAUT 4 Heimaey með basar Kvenfélagið Heimaey verður með basar á Hallveigarstöðum á sunnudaginn. Bókin Sagnaþulir samtímans komin út HJÁ bókaforlagi Máls og menn- ingar er komin út bókin Sagna- þulir samtímans — fjölmiðlar á öld upplýsinga eftir Stefán Jón Hafstein. í frétt frá Máli og menningu seg- ir m.a: „Sagnaþulir samtímans er aðgengi- legt fræðirit um fjölmiðlun nútí- mans, fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku. í henni er fjallað um eðli boðskipta og fjölmiðlunar. Greint er frá helstu kenningum um íjölmiðla og saga flölmiðlunar í hin- um ólfku hlutum heims rakin með hjálp dæma. Höfundurinn veltir fyr- ir sér samspili fjölmiðla og mark- aðsafla á Vesturlöndum og rekur mörg sláandi dæmi um áhrif við- skiptahagsmuna á dagskrárgerð. Þá er vikið að tengslum ríkisvalds- ins við fjölmiðla og í þvi sambandi fjallað um íslenska ríkisútvarpið, sögu þess og hlutverk, og farið í saumana á nýju útvarpslögunum. Loks er sérstakur kafli um „upplýs- ingasamfélagið". Þar er rætt um fjölmiðlabyltinguna í alþjóðlegu samhengi og hugað að því hvaða afleiðingar tækninýjungar eins og gervihnattasjónvarp geta haft fyrir lýðræði og menningarlegt fullveldi ríkja. Stefán Jón Hafstein hefur starf- að sem fjölmiðlamaður í áratug, unnið fyrir blöð, tímarit og sjón- varp, en kunnastur er hann sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu þar sem hann starf- ar nú sem stjómandi dægurmála- deildar." Sagnaþulir samtímans er 338 bls. að stærð, prentuð í Prentstofu G: Benediktssonar. Teikn hannaði kápu, en kápumynd er eftir Guð- Yúnu Kristínu Sigurðardóttur. 0 Borg-hjónin til Islands Stefán Jón Hafstein. BJÖRN Borg, hinn heimsþekkti sænski tennisleikari, er væntan- legur til íslands 12. nóvember n.k. og eru allar líkur á þvi að Jannike, kona hans komi með honurn. Þau slitu samvistum fyr- ir nokkru eins og kunnugt er, en eru nú búin að taka saman aftur. Borg kemur hér á vegum versl- unarinnar Sonju og Arctic Trading co., en þessi fyrirtæki flytja inn herrafatnað og herrasnyrtivörur sem framleiddar eru undir vöru- merkjum Bjöms Borg. Eigendur Arctic Tradingj þau Þómnn Lúðvíksdóttir og Ásgeir Gunnlaugs- son sögðu það ekki alveg staðfest hvort Jannike kæmi með Bimi til landsins, en sögðust þó reikna fast- lega með því. Borg hjónin munu vera hér á landi í tvo daga, og gista annað hvort á Hótel Sögu eða Hótel Loft- leiðum. Mun Bjöm kynna ofan- greindar vörur í verslunum, og síðan verður farið í skoðunarferð um næsta nágrenni Reykjavíkur, meðal annars verður komið við í Krýsuvík og Bláa lóninu. Björn og Jannike Borg, en þau eru væntanleg hingað til lands í nóvember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.