Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Filippseyjar: Skyndiaðgerðir til höfuðs kommúnistum Manila, Reuter. HER Filippseyja tilkynnti í gær að sendar yrðu út sérsveitir um höfuðborgina til að sporna við öldu morða sem gengið hefur yfir undanfarið. Byltingarsveit kommúnista hefur lýst ábyrgð á hendur sér á morði á háttsett- um lögreglustjóra og öðrum „óvinum þjóðarinnar". Fidel Ramos hershöfðingi sagði að ströngu eftirliti og aðgerðum á afmörkuðum svæðum yrði beitt til að stemma stigu við ofbeldinu. Á annan tug manna hefur látist á undanfömum þremur dögum, einkum hermenn og lögreglufor- ingjar. Herinn hefur sakað sveitir kommúnista um að standa að baki vígunum. Heimildamenn innan hersins segjast óttast að þetta sé upphafið að hryllingsherferð kommúnista. í skjölum, sem fund- ust á tveimur kommúnistum sem handteknir voru í fyrradag, stóð * A hættustund hugsar forsetinn um útlit sitt Manila, Reuter. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, segir að smáatrið- in geri konu erfitt að vera forseti. Karlmaður getur stokkið fram úr rúminu, brugðið kambi á hár sitt og hann er tilbúinn en það getur kona ekki leyft sér, sagði for- setinn í gær. Aðfaranótt 28. ágúst síðastlið- ins þegar byltingartilraun var gerð á Filippseyjum og forsetinn var vakinn af værum blundi og henni sagt að upreisnarmenn ætluðu sér að myrða hana þá flögraði henni eigið útlit í hug. „Þegar maður er kona og forseti þá verður maður að hugsa um andlitssnyrtinguna," sagði Aqu- ino á hádegisverðarfundi með erlendum fréttariturum á Filipps- eyjum. Forsetinn viðurkenndi að það kynni að virðast undarlegt að hafa áhyggjur af útlitinu þegar líf hennar væri í hættu. „En ég get ekki leyft mér að teknar séu af mér myndir úfínni eftir nætur- svefninn." En það hefur líka sína kosti að vera kvenforseti, sagði Aqu- ino. „Ég fæ það oft á tilfínning- una að karlmenn vilji vemda mig.“ En þegar hún var spurð um orðróm um að hún hafí skrið- ið undir rúmið þegar byltingartil- raunin stóð yfír þá brást hún harkalega við. „Ég leyfí engum að ljúga tii um nokkum hlut sem snertir virðingu mína. Það er nógu erfítt að vera yfírmaður heraflans þó maður sé ekki sak- aður um hugleysi Iíka.“ að slík herferð væri á dagskránni fram í mars á næsta ári. Öfgahópur til vinstri, sem kallar sig „Sveit Alex Boncayo" í höfuðið á verkamanni sem var myrtur árið 1978, hefur hótað að ráðast á Bandaríkjamenn og herstöðvar þeirra til að hefna þess sem þeir kalla afskipti bandarískra stjóm- valda af innanríkismálum á Filippseyjum. Þessi byltingarsveit kommúnista hefur neitað aðild að morðum á þremur bandarískum hermönnum á miðvikudag. Sveitin segist bera ábyrgð á morði á hátt- settum lögregluforingja, Edgar Mediavillo, á fimmtudag. Ástæð- una fyrir morðinu segir sveitin vera að „stjómin virði að vettugi raunvemlegar þarfír meirihluta þjóðarinnar. Vopnuð barátta er lögmætt svar fólksins". Reuter Minningarathöfn var haldin í gær í kapellu Clarke- herstöðvarinnar i nágrenni Manila. Þrír bandarískir hermenn og einn FUippseyingur féllu fyrir morðingjahendi á nágrenni herstöðvarinnar á miðvikudag. Hæstiréttur Bandaríkjanna: • • Öldungadeildinni ögrað með öðrum íhaldsmanni Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti tilnefndi á fimmtudag dómarann Douglas Ginsburg, sem telst ihaldsamur, til að gegna embætti hæstaréttardóm- ara. Líta fréttaskýrendur svo á að með þessari útnefningu vilji Reagan ögra þeim andstæðing- um sínum, sem höfnuðu Robert Bork. Demókratar hafa enn sem komið er ekki lýst yfir því að þeir væru andvígir Ginsburg. Reagan tilkynnti að hann hefði útnefnt Ginsburg í Hvíta húsinu á fimmtudag. Ginsburg er talinn skoðanabróðir Borks, sem Reagan hafði útnefnt til að dómara í Hæsta- rétti, en öldungadeild Bandaríkja- Fundur Kjarnorkuáætlananefndar NATO: Ræða hvernig treysta megi kjamorkuvarnir V-Evrópu Fulltrúi íslands mun sitja fundinn Washington, Reuter. VARNARMÁLARÁÐHERRAR aðildarrikja Atlantshafsbanda- iagsins koma saman til fundar í Monterey i Kaliforníu i Banda- ríkjunum á þriðjudag og mið- vikudag í næstu viku. Að sögn Altons Keel, sendiherra Banda- ríkjastjórnar hjá NATO, munu Sovétríkin: KGB styrkist vegna stefnu Gorbachevs Vin, Reuter. FYRRUM starfsmaður sovésku leyniþjónustunnar KGB, Vladi- mir Titov, segir að stefna Gorbachevs verði til þess að umsvif og starfsemi KGB, ör- yggis- og njósnastofnunar Sovétríkjanna verði aukin. Segir hann að KGB ógni öllum í Sov- étrikjunum, jafnvel Gorbachev sjálfum. Valdimir Titov hefur í 18 ár verið lokaður inni í vinnubúðum og á geðsjúkrahúsum í Sovétríkj- unum. Hann kom til Banda- ríkjanna á þriðjudaginn var. Hann sagði í viðtali við blaðamenn vestra að leyniþjónustan væri „ríki í ríkinu". „Jafiivel Gorbachev er hræddur við KGB,“ sagði Titov. Að sögn Titovs veldur „glasn- ost“ því að mannréttindi aukast og fleiri nýir hópar, t.d. trúar- hópar, skjóta upp kollinum. Þetta verður til þess að KGB telur nauð- synlegt að láta meira að sér kveða til að verja kerfíð. Krefst yfírstjóm KGB þess að fá fleira fólk til starfa svo að unnt sé að fylgjast með öllum nýjum hreyfingum. „Ég hef upplýsingar um að KGB sé að ráða til sín mikið af ungu fólki til að þjóna því sem kallað hefur verið hið nýja hlutverk ör- yggislögreglunnar." segir Titov. Og hann heldur áfram: „Þeim er greinilega mikið í mun að haida á lofti þeim hugmyndum að KGB hafí fengið nýtt hlutverk, þess vegna hef ég verið látinn laus.“ ráðherrarnir ræða hvernig unnt verði að halda uppi kjarnorku- vörnum í Evrópu eftir að stór- veldin hafa undirritað samkomulag um upprætingu meðal- og skammdrægra kjarn- orkuflauga á landi. Ákveðið hefur verið að Einar Benedikts- son, séndiherra íslands í Brtissel, sitji fundinn fyrir íslands hönd og verður það I fyrsta skipti sem íslenskur fulltrúi fundar með nefnd vamarmálaráðherra NATO, sem gengur undir heit- inu Kjamorkuáætlananefnd NATO. Að sögn Altons Keel munu ráð- herramir einkum beina sjónum sínum að því hvemig unnt verði að halda uppi kjamorkuvömum Evrópu eftir að samkomulag um útrýmingu meðaldrægra flauga heftir verið undirritað. Binda menn vonir við að þetta verði unnt með langdrægum sprengjuflugvélum og stýriflaugum í kafbátum. Þar sem Varsjárbandalagsríkin njóta mikilla yfirburða á sviði hefðbundins vígbúnaðar er ríkjum Atlantshafs- bandalagsins umhugað um að hvergi verði hvikað frá vamar- stefnu bandalagsins sem hvílir á fælingarkenningunni og hugmynd- inni um sveigjanleg viðbrögð á átakatímum. Alton Keel sagði að rætt yrði hvemig unnt yrði að treysta vamir Vestur-Evrópu með stýriflaugum auk þess sem ráðherramir myndu ræða endumýjun vígvallarvopna með kjamorkuhleðslum. Að sögn Keels munu ýmsar tillögur verða lagðar fram. Hann lagði á hinn bóginn áherslu á að engar ákvarð- anir yrði teknar á fundi þessum heldur yrðu hinir ýmsu valkostir ræddir. Keel sagði samkomulag það sem nú liggur fyrir um upprætingu meðal- og skammdrægra flauga ekki jafngilda því að kjamorku- vamir Vestur-Evrópu yrðu lagðar af með öllu. Kvað hann fyrirhugað að endumýja bandarísk skamm- dræg flugskeyti af gerðinni Lance auk þess sem aðkallandi væri að endumýja hin ýmsu vígvallarvopn. Benti hann á að auk sprengjuflug- véla af gerðinni FB-111 í Evrópu yrði unnt að gera árásir á Austur- Evrópu með langdrægum sprengju- flugvélum af gerðinni B-52 sem staðsettar væru bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Vélar þessar gætu ýmist borið hefðbundnar sprengjur eða sprengjur með kjamahleðslum. Keel sagði að Iokum að aðild- arríki Atlantshafsbandalagsins myndu áfram vinna að því að ná samkomuiagi við Sovétmenn um fækkun langdrægra kjamorku- flauga og verulegan niðurskurð hins hefðbundna herafla. Sem fyrr sagði hefur verið ákveðið að Einar Benedikttsson, sendiherra íslands í Brussel, sitji fundinn fyrir íslands hönd. Auk íslendinga hafa Frakkar staðið ut- an Kjamorkuáætlananefndarinnar en þeir ákváðu árið 1966 að hætta að taka þátt í hemaðarsamstarfi NATO-ríkja. þings felldi Bork með 58 atkvæðum gegn 42. „Að minni hyggju trúir Ginsburg á aðhaldssemi í dómsmálum, það er að hlutverk dómstóla sé að túlka lögin, ekki að semja þau,“ sagði Reagan. Þegar Bork var útnefndur lýsti fyöldi demókrata því samstundis yfír að hann væri óhæfur. En sú varð ekki raunin með Ginsburg, sem er dómari í áfrýjunarrétti Banda- ríkjanna. Flestir kváðust ætla að bíða þar til dómsmálanefnd hefði yfírheyrt Ginsburg. Eina undan- tekningin var Edward Kennedy, sem einnig var fyrstur til að segj- ast andvígur útnefningu Borks. „Ginsberg er jafn mikill öfgamaður og Bork og ég mun gera allt, sem í mínu valdi stendur, til þess að koma í veg fyrir að útnefning hans verði staðfest," sagði Kennedy. Reagan skoraði á þingmenn að fjalla um málið óháð pólitískum hagsmunum og afgreiða það snöf- urmannlega. Ef Ginsberg hreppir stöðuna verður hann fyrsti gyðingurinn, sem þar situr síðan 1969, og yngsti hæstaréttardómari í rúmlega hálfa öld. Ginsburg er 41 árs. Svo virðist sem repúblikanar séu afar ánægðir með útnefningu for- setans. „Hernaðar- höfrungar“ Fimm höfrungar, sérstaklega þjálfaðir af sjóhernum, hafa verið sendir á Persaflóasvæðið til að aðstoða við að fylgja olíu- skipum frá Kuwait um flóann. Höfrungamir eru sérstaklega þjálfaðir til að verja skip fyrir froskmönnum sem hætta stafar af og til að finna neðansjávar- sprengjur. Á myndinni sést höfrungurinn „Tuffy“ við verk- efni í Point Mugu í Kalifomíu þar sem höfrungar þessir eru þjálfaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.