Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 Kristnesspítali 60 ára: Gegndi ómetanlegn hlutverki í baráttu við berklaveiki segir Halldór Halldórsson yf irlæknir Kristnesspítali verður 60 ára nk. sunnudag, 1. nóvember, en sjúkrahúsið var í upphafi reist fyrir berklasjúklinga. Ekki er að- staða til að halda upp á afmælið á spítalanum en í tilefni þess verð- ur efnt til tveggja fræðslufunda á Akureyri. I dag, laugardag, kynnir starfsfólk frá öldruna- rlækningadeild Landspítalans öldrunarlækningar og starfsemi öldrunariækningadeilda og nk. laugardag kynnir starfsfólk frá Reykjalundi endurhæfingu og starfsemi Reykjalundar. Yfir- læknir á Kristnesspitala er Hall- dór Halldórsson. Hulda Gunnlaugsdóttir er hjúkrunarfor- stjóri og Bjarni Arthursson er framkvæmdastjóri. Hinn 1. nóvember árið 1927 fór fram vígsla Heilsuhælis Norðurlands í Kristnesi að viðstöddu fjölmenni og lögðust fyrstu berklasjúklingamir inn sautján dögum síðar. Samband norðlenskra kvenna, ungmennafélög og fleiri höfðu staðið fyrir fjársöfnun allt frá árinu 1918. Margir gáfu stór- gjafir og var stofnkostnaður greiddur að jöfnu með söfnunarfé og framlagi á §árlögum. Heilsuhælisfélag Norð- urlands var stofnað í febrúar árið 1925 og var Ragnar Ólafsson for- maður þess og formaður fyrstu stjómar hælisins. í apríl 1926 var samið um byggingu hússins, hom- steinn lagður í maí 1926 og húsið afhent fullbyggt um mánðamótin september/október 1927. Jónas Rafnar var yfirlæknir í Kristnesi frá 1927 til ársloka 1955. Viðbyggingar við Kristnesspítala hafa verið reistar og rriá þar nefna húsnæði með sal og vinnustofum. Skrifstofuhús var reist upp úr 1970 og lyftuhús nær fullbúið 1975 auk starfsmannabú- staða. Berklatilfellum fækkar Berklamir heijuðu svo að heilar fjölskyldur hmndu niður og heimili sundruðust. Kristneshæli gegndi ómetanlegu hlutverki í baráttu við berklaveikina, þó að fyrstu árin væri fátt annað til ráða en aðhlynning og fræðsla, að sögn Halldórs. Samræmt þjóðarátak og berklalyf réðu niður- lögum berklaveikinnar. Upp úr 1955 fækkaði mjög berklatilfellum og um 1960 var farið að taka inn hjúkruna- rsjúklinga til langdvalar. Arið 1976 var kveðið svo á í bréfi heilbrigðisráð- herra að stofnunin skuli vera hjúkr- unar- og endurhæfingarspítali. 1986 samþykkti stjómamefnd ríkisspítal- anna framkvæmdaáætlun í sex liðum um viðbyggingar og endurbætur á húsnæði Kristnesspítala svo að þar megi starfrækja hjúkrunardeild og endurhæfingardeild. Slíkar fram- kvæmdir vinnast aðeins fyrir fjár- veitingar Alþingis á fjárlögum hvers árs og aldrei reynist kakan nægilega stór til skiptanna. A þessu afmælis- ári fengust íjárveitingar til að vinna tæpan helming fyrsta áfanga fram- kvæmdaáætlunarinnar og er nú unnið að lokaframkvæmdum við að steypa upp stiga og lyftuhús. Þegar lyftuhúsið kemst í notkun opnast um 200 fermetra húsnæði fyrir hjúk- runarsjúklinga og fatlað fólk þar sem það hefur ekki verið innangengt úr öðmm hlutum spítalans. 58 vistrými Komin er góð vinnuaðstaða fyrir einn til tvo sjúkraþjálfara í sal sem áður var notaður til félagsstarfa ber- klasjúklinga, en ekki hefur tekist að fá sjúkraþjálfara til starfa. Nú em 58 vistrými á Kristnesspítala, þar af em 35 þungir hjúkmnarsjúklingar en hinir þarfnast vistunar af félags- legum ástæðum. Þó að fólk leggist ekki inn fárveikt og útskrifíst ekki albata af Kristnesspítala er unnið mikilsvert aðhlynningar- og líknar- starf sem hvílir hvað þyngst á of fámennu hjúkmnarliði, að sögn Halldórs. Þrjú tímabil Snorri Ólafsson ritaði grein árið 1966 í blaðið Reykjalund og vildi hann þá skipta starfstíma hælisins í þijú tímabil. Fyrsta tímabilið ein- kenndist af vonleysi er þá ríkti í berklamálum. „A þessum ámm var það algengt að sjúklingar útskrifuð- ust af hælinu veikari en þeir vom við komuna þangað eða með öðmm orðum, þeir vom sendir heim til að deyja." Næsta tímabil mun hafa ein- kennst af því er rofa fór til í berkla- málum þjóðarinnar. Eftir 1935 mun það ekki hafa komið fyrir að veikir sjúklingar væm sendir heim. Stofnað var embætti berklayfírlæknis og haf- in er skipulögð herferð gegn berkl- um. Á ámnum kringum 1950 komu svo berklalyfín til sögunnar og gjör- breyttu allri læknismeðferð. Nokkr- um ámm síðar var svo farið að beita nýrri skurðaðgerð, svokölluðum lungnaskurði. Batahorfur sjúklinga stórjukust og dánartala berklasjúkl- inga hrapaði úr tveimur til þremur hundmðum á ári niður fyrir tíu á ári. Eftir 1955 fór sjúklingum mjög að fækka á Kristneshæli og 1959 er svo komið að nýting sjúkrarúma er orðin tæplega 50%. Þetta varð til þess að ákveðið var að skipta hælinu í tvær deildir, deild berklasjúkra og deild hjúkmnarsjúklinga, og þar með hófst þriðja tímabilið í sögu hælisins. ÍHSYJ&R BÆKUR NYJAR BÆKUR NÝJAR B/EKUR NÝJAR B/EKUR NÝJAR B/EKUR Tvær nýjar bækur Gerist áskrifendur þad borgar sig, tvær bækur í mánuöi kosta aöeins kr. 550. Hringið í áskriftarsíma 96-24966. NÝJAR B/EKUR NÝJAR B/EKUR NÝJIAR B/EKUR NÝ4AR B/EKUR NÝJAR B/EKUR „Vildi lifa og de^ja í sveitinni44 - segir Aldís Einarsdóttir sem verður 103 ára næstkomandi miðvikudag ALDÍS Einarsdóttir hefur verið á Kristnessjúkrahúsi í tæp tvö ár. Aldís verður 103 ára gömul næst- komandi miðvikudag, en hún er elsti núlifandi íslendingurinn. Morgunblaðsmenn heimsóttu Aldísi sl. fimmtudag og sat hún þá með prjóna sína eins og svo oft áður ásamt herbergisfélaga sínum Kristínu Sigtryggsdóttur. Þær sögðust fara í handavinn- utíma á morgnana eftir morgun- mat, en að sögn starfsfólks mun Aldís vera sú eina sem ekki þarf á tilsögn að halda. „Eg er að pijóna ullarsokka, sem ég gef kunningjum og vinum, eða læt á basarinn, sem hér er haldinn tvisvar sinnum á ári,“ sagði Aldís og bætti því við að hún væri heldur lítið fyrir útprjón. Aldís sagðist ekki kenna sér meins nema hvað hún væri orðin heldur fótalúin auk þess sem sjónin væri farin að gefa sig dálítið. „Það þarf hinsvegar ekki aldurinn til að maður ruglist í höfð- inu. Hjúkrunarfólkið gengur með mig um á degi hveijum svo ég verði nú ekki eins og eintijánungur." Aldrei í flugvél Ekki lét Aldís mikið yfir ferðalög- um og sagðist aldrei á langri ævi sinni hafa stigið fæti um borð í flug- vél. „Eg held satt að segja að ég yrði hrædd í flugvél. Eg hef þó kom- ið til Reykjavíkur, en mér leist ekkert allt of vel á. Mér líður best í sveit- inni.“ Aldís sagðist lesa mikið, helst æviminningar og nýlega hefði hún lokið við bækur um Hannes Hafstein fyrrverandi þingmann og ráðherra sem hún sagðist svo vel muna eftir þegar hann kom í sveitina og hélt framboðsræður sínar. „Þá var fé- lagsheimilunum ekki fyrir að fara, heldur var slegið upp tjöldum á Hrafnagilstúninu og þar boðið upp á veitingar. Morgunblaðið/GSV Aldís Einarsdóttir Aldís er fædd í Núpufelli í Saur- bæjarhreppi þaðan sem faðir hennar Einar Sigfússon var einnig ættaður. Móðir hennar Guðríður Brynjólfs- dóttir var ættuð úr Skagafirði. Fjölskyldan flutti að bænum Stokka- hlöðum í Hrafnagilshreppi og eftir að foreldrar hennar létust bjó Aldís að Stokkahlöðum ásamt tveimur systkinum sínum, þeim Rósu og Bjarna sem látin eru fyrir um tutt- ugu árum. Aldís bjó áfram ein í tuttugu ár og flutti ekki úr sveitinni fyrr en hún var tæplega 101 árs er hún fór á Kristnessjúkrahús. „Mér líkar ágætlega vistin hér og hef ekki yfír nokkrum hlut að kvarta þó mér leiðist að vera komin burtu frá sveitalífínu. Læknar og hjúk- runarlið er gott, en ef ég hefði mátt ráða vildi ég fá að lifa og deyja í sveitinni. Það er ekki um neina hjálp að ræða heima fyrir. Þess í stað er gamla fólkinu kássað saman á elli- heimilin," sagði Aldís. HÓTEL KEA Sunnudaginn 1. nóv. Fjölskyldutilboð Blómkálssúpa Reykt grísalæri með rauðvínssósu Verð aðeins kr. 550,- Frítt íyrir börn 0-6 ára Hálft gjald fyrir 6-12 ára. Sunnudag frá kl. 15-17.30 Glæsilegt kökuhlaðborð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.