Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 f Hjartans þakkir fœri ég börnum mínum, upp- eldisbrceÖrum, frændum mínum og elskulegum vinum fyrir öll skeytin, bcekur og ýmislegt. Sérstaklega þakka ég Hallgrími syni mínum fyrir Excelsior nikuna sem hann gaf mér. Þá þakka ég vini mínum, Valdimar AuÖunssyni, sem heimsótti mig meÖ nikuna sína og hélt uppi fjöri ogskemmti öllum. Hann er nú lands- þekktur harmonikuleikari. Harmonikan er eina hljóÖfceriÖ sem hlustandi er á! Já, aÖ vera áttrceÖur, mér finnst þaÖ enginn aldur. Mér finnst ég ekkert eldri en þegar ég var fimmtugur, en nú áttrœÖur 14. sept. 1987. Kcerar kveÖjur. GuÖ blessi ykkur öll. Elís Hallgrímsson, Lækjarbakka, V-Landeyjum. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Hörgshlíð Háahlíð Hamrahlíð Grænahlíð Laugavegur1-33 Eskihlíð 5-15 o.fl. SKERJAFJ. Einarsnes o.fl. GRAFARVOGUR Frostafold VESTURBÆR Ægisíða 80-98 Hofsvallagata 55-62 Hugleiðing- ar trillukarls Áki Guðmundsson eftirÁka Guðmundsson Frumvarp til laga um stjómun fiskveiða árið 1988 til 1991 hefur nú verið kynnt hagsmunaaðilum. í 9. gr. laganna, sem er um báta minni en 10 brúttólestir. Er bátum skipt í tvo fiokka, 6 tonn og minni og 6—10 tonn, sem er eingöngu gert til að leyfa einum það sem öðrum er bann- að. Bátum 6 brúttólestum og stærri er úthlutað meðalafla ( sama stærð- arflokki „samkvæmt nánari ákvörð- un ráðherra". Til þeirra sem aflað hafa yfir meðalafla báta í sama stærðarflokki á viðmiðunartímabil- inu er heimiit að úthluta afla hámarki. „Ráðherra skal í reglugerð" ákveða veiðibönn fyrir báta undir 6 brúttólestum, einnig getur „hann“ bannað notkun ákveðinna veiðar- færa. Bátar undir 6 brúttólestum geta fengið sérstök veiðileyfi með aflahámarki ef afii þeirra fer yfir 60 tonn af botnfiski árin 1985, 1986 og 1987. Gilda þá um þessa báta sömu reglur og gilda um báta 6 brút- tólestir og stærri. Aflahámark þessara báta er „óframseljanlegt". Hér fær ráðherra mikil völd, þar sem hann getur gripið fyrirvaraiaust inn ( gang mála án þess að um bætur yrði að ræða fyrir viðkomandi út- gerð. Hér ætiar sjávarútvegsráðu- neytið að gera eigur manna upptækar og svipta menn því frelsi sem felst í þvl að vera eigin hús- bóndi skikka þá til þess að ráða sig í vinnu hjá stærri útgerðarfélögum eða að snúa sér að annarri atvinnu. Ég leyfi mér að draga í efa þær forsendur sem kvótakerfið byggist á, sem sé: Vemdun fiskistofna hér við land og kerfisbundna uppbygg- ingu þeirra. Hafrannsókn hefur lagt til aflahámark fyrir hvert ár og síðan kvótakerfið varð til hefur alltaf verið farið langt fram úr þeim leyfilegu mörkum, sem sérfræðingar Hafrann- sóknastofnunar hafa mælt með (sjá töflu). Og er nú svo komið að við erum að verða einu ári á undan þeim með veiðina, sem sagt að sá kvóti sem menn fá úthlutað fyrir næsta ár er kominn í land og búið að borða hann samt hefur þorskstoftiinn við íslandsstrendur aukist. Hvemig má það vera? Getur ver- ið að sérfræðingar hjá Hafrann- sóknastofnun viti ekki hvað þeir em að gera eða er nauðsynlegt að ríkis- valdið þurfi að stjóma þessu eins og „iandbúnaðinum" með skömmt- unarkerfi, þar sem áhrif einstakl- ingsins em engin eða lítil og ríkisvaldið getur kallað úlfur, úlfur til þess að hræða þjóðina svo mjög að hún hugsi með sér — það er best að eyða þeim aurum sem ég á, því næsta ár verður verra og rýmar þannig það traust sem menn ættu að hafa á stjómvöldum á hveijum tíma. Mér finnst líka skrýtið að þegar upp komu þeir tveir allra stærstu þorskárgangar sem um getur, og þeir meira að segja hlið við hlið 1983 og 1984, kölluðu þessir spek- ingar allir að nú væri þorskurinn búinn og hrygningarstofninn átti að vera minnstur. Af hveiju em þá þessir árgangar svona stórir, er það vegna þess að friðun kom til? (Sjá töflu.) Nei! Ætli náttúrleg skilyrði hafí ekki verið svona góð? Ætli náttúran stjómi þessu ekki miklu betur sjálf ein og óstudd heldur en menn úr sjávarútvegsráðuneytinu og hjá Hafrannsóknastofnun? Haf- rannsóknastofnun hefur náð því að týna loðnu hér um árið og þeir fiindu einu sinni 100 þúsund tonn af þorski, sem þeir höfðu týnt. Eftir þessar vangaveltur um ágæti þessa kerfis kemur manni í hug hvort það geti verið skaðlegt að leyfa bátum undir 10 brúttólest- um að veiða 10—12% af heildar botnfiskkvóta við ísland. Mér er spum, emm við að veiða síðasta þorskinn á þessum bátum undir 10 brúttólestum? Hvaða sérstöðu höf- um við? Enga! Því engin útgerð er eins háð veðri og vindum. Enginn hefur eins fáa valkosti eins og þessi útgerð. Við getum valið um að veiða þorsk á gmnnslóð í þorskanet, línu eða færi. Við getum farið á grá- sleppu, en þar er þétt setinn bekkurinn og sá markaður sem grásleppuhrogn em seld á er bæði þröngur og viðkvæmur, svo ekki er pláss þar fyrir fleiri af þeim sök- um (svo menn stingi nú ekki augun hver úr öðmm). Við getum veitt ýsu í net og á línu á stöku stað við landið. Löngu, keilu og steinbít einnig á stöku stað, en þar með er það upptalið, en þessar veiðar geta líka bátar yfir 10 brúttólestum stundað og að auki snurvoðaveiðar, bæði á þorsk og kola, humarveiðar í troll, rækjuveiðar, bæði innan flarðar og á úthafi, loðnuveiðar og síldveiðar, gulllax og langlúra og til þess að bæta gráu ofan á svart geta þeir breytt þorski í síld, rækju og humri í þorsk og þannig fram eftir götunum. Þar með em þeir komnir með ávísun á verðmæti sem þeir geta verslað með. Nú gætu einhvetjir farið að segja sem svo — era þá ekki allir búnir að fá það sem þeir vilja? Nei, svo einfalt er það ekki. Ráðuneytið vill fá að hafa hönd í bagga svo allt fari nú fram eins og þeir vilja, allt í bönd- um. Hér áður fyrr sögðu menn ef illa fiskaðist og illa gekk — það hefur árað illa í ár — en ef mikið fískað- ist og vel gekk sögðu menn — það hefur árað vel í ár. En nú segja menn þegar illa /iskast — fískurinn er búinn, við verðum að setja kvóta á alla — en þegar vel aflast þá segja menn — að það fiskist vel vegna góðrar stjómunar — sem er að sjálf- sögðu alrangt, vegna þess að það fískast alltaf miklu meira en mælt er með (sjá töflu). Ég vil meina að sú stjómun sem þessi fískveiði- stefna er sé ágæt í þeirri mynd að láta stærri skip en 10 brúttólestir hafa kvóta (ávísun á verðmæti) sem þeir geti verslað með, þegar þeir telji sig geta hagnast á því og not- að þá peninga sem fyrir þessi verðmæti fást eins og þeir telji að komi best að notum, því enga út- gerð þekki ég sem selur veiðirétt sinn til að tapa á honum og ef út- gerðin gengur vel hafa sjómennimir það líka gott. En látið okkur sem minni emm og með hagkvæmustu eininguna vera í friði. Hvað er athugavert við að okkur fjölgi? Við höfum enga ávísun á verðmæti eins og hinir stóm, svo ef við fískum ekki nóg til að standa undir okkar (járfest- ingu, þá fömm við á hausinn (gjaldþrota), en ef við fískum og vel gengur þá gætum við haft það þokkalegt. Ahættan er okkar. Ef við skírskotum til stjómskip- unar Islands segir í 69. gr.: Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til. Og í 67. gr.: Eignarrétturinn er friðhelgur. Eng- an má skylda til þess að láta af hendi eign sína nema almennings- þörf krefji; þarf til þess iagafyrir- mæii og komi fullt verð fyrir. Svo látið þið okkur í friði. Höfundur er trillukarl og stjóm- armaður í Landssambandi smá- bátaeigenda. Tillaga Haf rannsóknar- stofnar Tillaga ajávarútvegs- ráðherra Veiddur afli 1984 200.000 257.000 281.481 1985 200.000 267.000 322.810 1986 300.000 300.000 365.859 1987 300.000 330.000 380.000 (áætl.) Alls 1.000.000 1.154.000 1.350.150 Upplýsingar fengnar hjá Hafrannsóknastofnun, sjávarútvegsráðuneytinu og Fiskifélagi fslands. JlliUÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.