Morgunblaðið - 31.10.1987, Síða 64

Morgunblaðið - 31.10.1987, Síða 64
 Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Morgunblaðið/Árni Sæberg VARÐSKIP I FANALITUM VARÐSKIPIÐ Ægir er í slipp í Reykjavík. Verið er að setja bógskrúfu I skipið en Ægir er síðastur varðskipanna til að fá þann útbúnað. Landhelgisgæsl- an notar tækifærið fyrst taka þarf skipið upp á annað borð og lætur mála það ljósgrátt og setja rendur í íslensku fánalit- unum á hliðar skipsins.Þá verður orðið „Landhelgisgæsl- an“ málað dökkum stöfum á hliðar skipsins. Að sögn Helga Hallvarðssonar skipherra á Ægi eru öll strand- gæsluskip nágrannalandanna auðkennd frá herskipum með viðlíka hætti og fánalitir viðkom- andi þjóðar málaðir á ljósgráan flöt. Helgi kvaðst telja að önnur varðskip muni fá svipaða með- höndlun við fyrstu tækifæri. Áætlað er að ljúka viðgerð og endurbótum á Ægi um miðjan nóvembermánuð. * Utvegsbanki o g Búnaðarbanki seldir í nýju hlutabréfaútboði JÓN Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, hefur mótað tillögur þar sem gert er ráð fyrir að Utvegs- Ráðist á lög- regluþjón UNGLINGUR réðst á lögreglu- þjón í Austurstræti um kl. 23 í gærkvöld. Var lögregluþjónn- inn fluttur á slysavarðstofu þar sem saumuð voru nokkur spor í andlitið á honum. Tveir lögregluþjónar sem voru á gangi í Austurstræti í gærkvöld urðu fyrir aðkasti nokkurra ungl- inga. Einn þeirra réðst á annan lögregluþjóninn. Er þeir ætluðu að handtaka unglinginn réðust aðrir 6 eða 7 á þá. Lögregluþjón- amir kölluðu á aðstoð og þegar hún barst voru þrír unglinganna handteknir. Að sögn lögreglunnar er óvíst hver voru upptökin að árásinni, en yfirheyra átti unglingana í morgun. Samið við Sovétmenn um 11% verðhækkun á saltsíld: Samningurinn miklu betri en ég bjóst við - segir Eðvarð Júlíusson, síldarsaltandi í Grindavík SAMNINGAR um sölu á 200.000 tunnum af saltsOd tíl Sovétríkjanna voru undirritaðir í Moskvu í gær. Samið var um 11% hækkun i döl- um talið frá verði siðasta árs, þrátt fyrir að Norðmenn og Kanada- *menn byðu mun lægra verð og Kanadamenn hefðu samið um sölu á mun lægra verði en íslendingar seldu fyrir á siðasta ári. Verkend- ur telja, að þrátt fyrir verðlagshækkanir innan lands, verði nú hægt að salta sQd með hagnaði. Samingur þessi kom mönnum hér nokkuð á óvart, einkum verðhækkunin. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir þetta ævintýralegan árangur, sjaldan eða aldrei hafi staðan verið jafnerfið og nú. Söltun upp i þessa samn- inga er þegar hafin og aukin bjartsýni ríkir á söltunarstöðunum. Útflutningsverðmætí þessarar saltsUdar er á milli 700 og 800 milljón- ir króna. kvöldi, að söltun upp í nýja samn- inginn væri byijuð. Söltuð yrðu 70 tonn af Guðmundi Kristni SU. „Við erum kátir hér og miklu meira en það,“ sagði Bergur. „Ég var reynd- ar alltaf sannfærður um að samn- ingur næðist og vann veðmál um það í dag, en svona góðum árangri bjóst ég ekki við. Þessi verðhækkun gerir það að verkum að hægt verð- ur að hagnast á sfldarsöltun, verði vel á málum haldið. Þetta er algjör vítamínsprauta fyrir okkur," sagði Bergur Hallgrímsson. Eðvarð Júlíusson, framkvæmda- stjóri Hópsness í Grindavík, sagði í samtali við Morgunblaðið: „Við byijum væntanlega að salta upp í nýja samninginn á laugardag. Þessi samningur er betri en menn bjug- gust við, miklu betri og kemur sér vel fyrir alla. Þetta er mikill léttir fyrir alla, sem tengjast sfldarsöltun og það sýnir í raun hve mikilvægt það er fyrir okkur að selja saltsfld til Sovétríkjanna." bankinn og Búnaðarbankinn verði seldir og að hlutabréf Fisk- veiðasjóðs í fyrrnefnda bankan- um verði einnig seld. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ætlan ráðherrans að stefna að samruna í bankakerfinu, þannig að ákveðinn hlutí, eða 40%, í hvorum banka verði boðin þeim aðilum tíl kaups sem það geta tryggt. Samkvæmt tillögum Jóns Sig- urðssonar, er gert ráð fyrir að 25% af hlutafé Utvegsbanka og Búnað- arbanka verði selt erlendum bönkum, en 35% verði áfram í eigu ríkissjóðs fyrst um sinn. Síðar yrði hlutur ríkisins seldur almenningi og þá sérstaklega starfsfólki og þeim sem eiga innlán í viðkomandi stofnunum. Bankaráð Búnaðarbankans hefur óskað þess að eiga viðræður við viðskiptaráðherra um framtíð bank- ans og verður fundur þeirra næstkomandi mánudag. Jón Sigurðsson, mun hafa kynnt þessar hugmyndir fyrir forráða- mönnum Sambands íslenskra samvinnufélaga og fulltrúum þeirra 33 aðila sem tóku höndum saman og buðu í hlutabréf ríkissjóðs í Út- vegsbankanum. Það kann að fara svo að þessum tveimur aðilum verði gefín kostur á að endumýja tilboð sitt í nýju hlutabréfaútboði að upp- fylltum vissum skilyrðum. Óskir um auka- fjárveitingar: Enn er beðið um milljarð SIGHVATUR Björgvinsson, formaður fjárveitinganefndar Alþingis, telur að ekki sé fjarri lagi að fyrir nefndinni liggi óskir um aukafjárveitingar að upphæð um einn milljarður króna. Sighvatur sagði að beiðnir frá ráðuneytum og flestum sveitarfé- lögum væru komnar inn. „Við emm einnig bytjaðir á stofnunum. Við verðum tilbúnir með þetta í kring- um 12. nóvember. Ég reikna ekki með því að við tökum þetta saman sérstaklega, það er ekki vaninn. Þessum beiðnum verður raðað í forgangsröð", sagði Sighvatur. Samningurínn nú er upp á 200.000 tunnur, það sama og selt var austur um haf í fyrra. Sovét- menn hafa þegar staðfest kaup á 150.000 tunnum og hafa frest til 15. nóvember til að staðfesta af- ganginn. Gunnar Flóvenz, framkvæmda- stjóri Sfldarútvegsnefndar og formaður íslenzku viðræðunefndar- innar, vildi í samtali við Morgun- blaðið ekki tjá sig um það hvort hann væri ánægður eða óánægður með niðurstöðu samningsins. Hann sagðist hins vegar vera feginn því, að þessari löngu samningalotu væri lokið og unnt væri að halda söltun áfram. Hann gat þess einnig, að Tómas Á. Tómasson, sendiherra í Moskvu og starfsfólk hans, hefði veitt samninganefndinni frábæra þjónustu og greitt götu hennar á allan hátt. Söltun upp í samninga við Svía og Finna var nánast lokið í gær. Bergur Hallgrímsson, eigandi Pól- arsfldar á Fáskrúðsfírði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- Glaður sokkinn á strandstað Hörpuskelfískbáturinn Glað- ur, sem strandaði skammt frá Flatey á þriðjudagskvöldið, féll í fyrrinótt fram af skerinu sem hann strandaði á. Báturinn ligg- ur nú á fimm faðma dýpi, og er u.þ.b. einn faðmur niður á masturstoppinn. Björgunarmenn hafa unnið síðustu daga við björgun Glaðs, og flóabáturinn Baldur þræddi skeijagarðinn að bátnum í fyrri- dag með stórvirkar dælur og haugsugur, en björgunarmenn gátu ekki athafnað sig vegna sjógangs. Þegar að var gáð í gærmorgun var Glaður sokkinn við skerið sem hann strandaði á. Ekki er afráðið með frekari björgunartil- raunir, en Samábyrgð Fiskiskipa skoðar nú málið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.