Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 1
128 SIÐUR B/C 248. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins London: Útgáfu Evening News hætt London, Reuter. ÚTGÁFU Lundúnablaðsins Evening News var hætt í fyrra- kvöld en blaðið hafði komið út í aðeins átta mánuði. Er þá aðeins gefið út eitt síðdegisblað í höfuð- borg Stóra-Bretlands. Með lokun Evening News er lok- ið hatrömmu útgáfustríði tveggja blaðakónga, sem um tíma gáfu út þijú síðdegisblöð í borginni. Nú er aðeins eitt þeirra eftirlifandi, Even- ing Standard. Að sögn Rothermere lávarðs, eig- anda Evening News, náði blaðið aldrei viðunandi útbreiðslu. í vik- unni seldust aðeins 39.000 blöð á dag. Þetta er í annað sinn sem út- gáfu Evening News er hætt. Blaðið hætti 1980 en var endurvakið í febr- úar síðastliðnum til þess að styrkja Evening Standard í harðri sam- keppni við Daily News, sem blaða- kóngurinn Robert Maxweli, hleypti af stokkunum í ársbyijun. Daily News iagði upp laupana í júlí si. Kína: Getnaðvöm í formi sáð- rásarstíflu Peking, Reuter. KÍNVERSKUR læknir, Zhao Shengcai, hefur fundið upp og gert árangursrikar tilraunir með nýja getnaðarvörn fyrir karl- menn, sem er í því fólgin að stífla sáðrásina með seigu plastefni. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá nýju getnaðarvöminni í gær og sagði hana einfalda og örugga. Hún væri frábrugðin sáðgangsrofí því ekki þyrfti að skera rásina í sund- ur. Ef mönnum snýst hugur síðar er minnsta mál að fjarlægja plast- fyllinguna og endurheimtir viðkom- andi þá fulla fíjósemi. Zhao er yfírlæknir alþýðusjúkra- hússins í Shanxi og hefur hann gert tilraunir með aðferð sína á 10.000 karlmönnum. Hafa þeir ekki kvartað undan aukverkunum og er getnaðarvömin sögð 99% örugg. Zhao hefur sótt um einkaleyfí á uppfínningu sinni. Viðbrögð við leiðtogafundinum í Washington: Fundarboði fagnað en efa- semdir á Bandaríkjaþingi FUNDARBOÐI rísaveldanna um leiðtogafund í Washington hinn 7. desember hefur verið fagnað af helstu bandamönnum Bandaríkjanna, en banda- rískir þingmenn fóru sér hægar i fögnuðinum og gáfu til kynna að þeir myndu setja staðfestingu væntanlegs afvopnunarsáttmála ýmis skilyrði. Var krafa um brottför Rauða hersins frá Afgan- istan nefnd í þvi viðfangi. Helsti tilgangur téðs fundar verður undirritun sáttmála risaveldanna um upprætingu á skamm- og meðaldrægum kjara- orkuflaugum, en einnig munu leiðtogamir ræða tillögu um helmingsfækkun langdrægra kjarn- orkuvopna. Athygli hefur vakið að í Moskvu hefur væntanlegs fundar í engu veríð getið, ef undan er skilin samhljóða fréttatilkynning ríkjanna í gær. Reuter Reagan Bandarikjaforseti og Edvard Shevardnadze, utanrikisráðherra Sovétríkjanna við Hvíta húsið. Fjárlagahalli í Bandaríkjunum: Osamkomiilag um úrbætur New York, London, Reuter. Sérfræðingar i verðbréfavið- skiptum spáðu þvi í gær að hlutabréf kynnu að eiga eftir að lækka á ný ef tilraunir full- trúa Bandaríkjastjórnar og fjárlaganef ndar þingsins til þess að draga úr halla á fjárlögum bæru ekki skjótan árangur. Fulltrúamir hafa setið á samn- ingafundum í fjóra daga án þess að ná samkomulagi um leiðir til þess að draga úr hallanum. Hinn gífurlegi halli, sem er á ríkissjóði Bandaríkjanna og mun nema a.m.k. 163 milljörðum dala á þessu ári, er að sögn sérfræðinga ein aðalorsök þess óstöðugleika, sem nú er í alþjóðafjármálum. Hlutabréf hækkuðu áverðbréfa- markaði í Japan í gær í kjölfar almennrar hækkunar í New York og London á föstudag. Dalur hefur enn lækkað í gengi og hefur t.a.m. ekki verið jafnlágur gagnvart jen- inu frá stríðslokum. Fastmælum var bundið á fundi þeirra Edvards Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, og Ronalds Reagan, Bandaríkjafor- seta, í Hvíta húsinu á föstudag, að þeir Reagan og Mikhail Gorbac- hev, Sovétleiðtogi, hittist í Was- hington hinn 7. desember. Þá munu þeir binda í sáttmála tvö- földu núll-lausnina svokölluðu, sem Reagan stakk upp á á Reykjavíkur- fundinum í fyrra. Sáttmálinn er ekki mjög veigamikill frá hemað- arlegu sjónarmiði, en pólitískt gildi hans vegur þess þyngra. í fram- haldi af honum munu risaveldin ræða hugmyndir um helmings- fækkun langdrægra kjamorku- vogna og fer þá fyrst að muna um. I höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins var almenn ánægja með festingu dagsetningar vænt- anlegs ieiðtogafundar. Var mál manna að stefnufesta bandaiags- ins undanfarin átta ár hefði loks skilað árangri. Á Bretlandi og í Vestur-Þýska- landi var væntanlegum fundi fagnað og sögðust talsmenn ríkis- stjóma landanna að þeir vonuðust til þess að á leiðtogafundinum yrðu drög lögð að frekari afvopnun. A Bandaríkjaþingi gætti hins vegar ekki sömu eftirvæntingar og handan Atlantsála. Lögðu full- trúar beggja flokka áherslu á að tryggja þyrfti sannreyningu þess að sáttmálinn væri haldinn. Robert Byrd, þingflokksformaður demó- krata í öldungadeildinni, varpaði einnig fram þeirri hugmynd að öld- ungadeildin kynni að samþykkja sáttmálann en með viðauka, sem kvæði á um að hann hlyti ekki staðfestingu fyrr en Rauði herinn hyrfi frá Afganistan. „Ég get sagt ykkur einn hlut — Afganistan verð- ur tekið til alvarlegrar umræðu þegar samningurinn verður tekinn fyrir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.