Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 Komdu til okkar á DAGáNA UM HFir.lNA Lj úfmeti af léttaia taginu verður á boðstólum úr tilraunaeldhúsi Osta- og Smjörsölunnar, þar á meðal ný og spennandi ostakaka. Kynntu þér íslenska gæðamatið Nú hefur þú tækifæri til að kynna þér niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni. veikinda. Reyndar hef ég ekki misst nema tvo daga úr vinnu vegna veik- inda á allri starfsæfinni, flensan lagði mig tvisvar í rúmið. Þegar ég útskrifaðist 1940, eftir þijá vetur, átti ég kost á ýmsum störfum í Reykjavík. En ég ákvað að fara heim til að hvfla mig, enda hafði ég verk að vinna þar, sem var að koma fjármálum föður míns í lag. Hann var lítill fjármálamaður og gat varla rukkað nokkurn mann, vildi alveg eins skrifa læknisverkin hjá fólkinu, enda var erfitt hjá mörgum íjölskyldum á þessum tíma. Ég vann aðeins S ígripum hjá LandsSmanum við að vaka á nóttunni til að fylgjast rneð ferðum flugvéla. Ef maður sá flugvél eða heyrði, sem kom einu sinni fyrir, átti að láta vita með þvS að hringja S ákveðið símanúmer. í mai 1941 réð ég mig í eitt ár til Júliusar Havsteen sýslumanns til að leysa aðstoðarmann hans af. Við vorum bara tveir á skrifstofunni og þurfti ég að sinna embættisverkum sýslumanns þegar hann var ekki við. Það var lærdómsrSkt að vinna hjá sýslumanni og þama lenti ég í ýmsu. Einu sinni var ég kallaður að bóndabæ vegna ósamkomulags á milli ábúenda. Kona annars bóndans hafði hótað hinni lffláti. Þegar ég kom á bæinn var konan búin að loka sig inni. Ég tók embættishúfuna úr tösku minni, setti hana upp og skip- aði konunni í nafni embættisins að hleypa mér inn. Hún var æst en ég talaði við hana og kvað upp Salóm- onsdóm þar sem settar voru umgengnisreglur fram að fardögum. Þetta var sátt sem dugði fram á vorið." Peningamálin urðu að æfistarfi „ Þetta sama ár byijaði ég ( pen- ingamálunum sem áttu eftir að verða lífsstarf mitt. Þann 1. nóvember 1941 ræðst ég sem bókari til Spari- sjóðs Húsavíkur og tek við starfi sparisjóðsstjóra nákvæmlega tveim- ur árum seinna. Ég tel að ég hafí ekki getað byijað starfið á óheppi- legri tíma. Betra er að byija í svona starfi á þrengingatímum en upp- gangstímum. Þegar ég hóf störf voru svo miklir peningar til að maður var þá jafn feginn þegar einhver kom til að biðja um lán og maður er feginn nú þegar einhver kemur til að leggja inn peninga. Svo erfitt var að ávaxta peningana að þetta ár samþykkti sparisjóðsstjómin að borga ekki vexti af nema 5.000 krónum á hverri spari- sjóðsbók." Silli segir að um 1960 hafi verið mikil umræða um að fá bankaútibú til Húsavíkur og hafi stærri fyrirtæk- in og útgerðimar einkum óskað eftir því. „Landsbankastjómin kallaði mig til Reykjavíkur og sögðu mér að þeir hefðu hug á að stofna útibú á Húsavík. Ég sagði þeim að hér í sýslu væm nægar bankastofnanir svo ekki væri á það bætandi en hér var þá sparisjóður í nærri þvS hveij- um hreppi, eða 9 talsins. Það varð síðan að ráði að ákveðið var að Landsbankinn yfirtæki allar eignir og skuldir Sparisjóðs Húsavíkur og tók útibúið til starfa 1. janúar 1963 og ég ráðinn útibússtjóri." Nú þegar Silli lætur af störfum er hann búinn að vera forstöðumaður aðalbankastofnunar Húsvfkinga, fyrst sparisjóðsins og sí§ar útibús Landsbankans, samfleytt í 44 ár. Hann hefur því verið valdamikill maður í bæjarfélaginu og ákvarðanir hans skipt miklu máli fyrir einstakl- inga, fyrirtæki og bæjarfélagið í heild. Hann vill ekki gera of mikið úr völdum sfnum. „Ég hef alltaf verið talinn íhaldssamur bankastjóri og það er kannski þess vegna sem ég er búinn að endast svona lengi S starf- inu. Það er kallað íhald ef maður heldur eitthvað S stjómvölinn; lætur ekki aðra stjóma sér, heldur stjómar sjálfur. Ég verð að segja mér til málsbóta að þrátt fyrir þennan íhaldssama bankastjóra hefur bær- inn þróast og framfarir orðið miklar á þessum ámm. Sem dæmi má nefna að þegar ég hóf störf munu íbúar Húsavfkur hafa verið innan við 1.000 en em nú um 2.500. Þá hafa elstu útgerðimar verið f viðskiptum hjá mér allt frá fyrstu ámnum og fram á þennan dag.“ Verðbólgan versti óvinurinn í starfi „í starfinu hefur verðbólgan verið versti óvinur minn. Það var að vfsu gaman að sjá húsin hjá unga fólkinu risa ört en hörmulegt að sjá sparifé einstaklinganna, sem var undirstaða nýbygginganna, rýma jafn mikið og hinir græddu. Það er ekki hægt að Ostameistararnir veröa á staónum og sitja fyrir svörum um allt sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. Ostar á kynningarveröi Ostamir verða seldir á kynningarverði OSTADAGANA, notaðu tækifærið. OPIÐ HÚS kl.1-6 laugardag sunnudag að Bitruhálsi 2 Verið velkomin OSTA- OO SMJORSALAN Á þriðjudaginn fóru stjómendur Landsbankans til Húsavikur til að halda Silla kveðj usamsæti. Jóhanna Ottesen forstöðumaður Hagdeild- ar afhenti honum gjðf frá bankanum. Á myndinni eru einnig Pétur Sigurðsson formaður bankaráðs Landsbankans, Helgi Jónsson útibús- stjóri á Akureyri og Jónas Haralz bankastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.