Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 47 okkar og þess vegna skapast for- dómar af ýmsu tagi gagnvart þessu fólki. Hvað segir það okkur? Ekkí má efna til kynþátta- fordóma - segir Hrafnkell A. Jónsson, formaður verka- mannafélags á Eskifirði 1. Eru núverandi reglur um innflutning á erlendu vinnuafli fullnægjandi? Þessari spumingu svara ég ját- andi. Ég hefí ekki séð neina sér- staka annmarka á núverandi lögum. Það skiptir meginmáii að ekki sé hægt að ráða erlent vinnuafl á öðr- um eða lakari kjörum en íslendingar þurfa að hiíta. Samkvæmt gildandi Íögum eru verkalýðsfélögin um- Mætaverður vinnuaflsþörf framleiðslunnar - segir Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri á Flateyri 1. Eru núverandi reglur um innflutning á erlendu vinnuafli fullnægjandi? Innflutningur erlends vinnuafls, sem verið hefur nokkur um árabil, hefur byggst á brýnni þörf, ekki sízt hjá fískvinnslufýrirtækjum í stijálbýli. Vinnuframboð heima fyr- ir hefur hvergi nærri svarað eftir- spum. Við höfum haft starfsfólk frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi, S-Afríku, Bretlandseyjum og Kanada. Reglur varðandi ráðningu þessa fólks eru við hæfí, að mínu mati, og það hefur reynzt vel, sem og samstarf þess við heimaaðila. í umtalsverðum mæli er að mínu mati mjög óæskilegur. Ég tel hins- vegar ekkert athugavert við það að hafa þessi mál í þeim farvegi sem þau hafa verið á undanfömum ámm. Þar hefur fyrst og fremst verið um tímabundnar ráðningar að ræða fyrir fískvinnsluna í landinu. Flest allir yfírgefa landið að loknum sínum ráðningartíma og aðrir koma i staðinn. 2. Finnst þér að stemma eigi stigu við innflutningi á erlendu vinnuafli? Ég veit ekki til þess að nein sér- stök félagsleg vandamál hafí komið upp í tengslum við þessar tíma- bundnu ráðningar. Ég óttast á hinn bóginn þá þróun sem virðist vera að eiga sér stað núna í Reykjavík með byggingu sérstaks húsnæðis fyrir erlent vinnuafl. Þ'að er tíma- bundin þensla á vinnumarkaðnum í Reykjavík og henni er ekki hægt að mæta með þessum hætti, heldur einfaldlega með því að draga úr framkvæmdum. sagnaraðili um veitingu atvinnu- leyfa. Sú hefð hefur skapast að eftir tillögum félaganna er farið. 2. Finnst þér að stemma eigi stigu við innflutningi á erlendu vinnuafli? Varðandi þessa spumingu ber að hafa það í huga að íslendingar vinna í allmiklum mæli annars stað- ar, m.a. á Norðurlöndunum. Auk þess emm við aðilar að samningi sem tryggir sameiginlegan vinnu- markað á Norðurlöndunum. Fyrir vikið er ekki um það að ræða að stemma stigu við innflutningi vinnuafls þaðan — og vandséð, að í því fælist ávinningur fyrir íslenskt launafólk. Varðandi innflutning vinnuafls frá ríkjum utan Norðurlanda, þá sé ég ekki neina hættu fólgna í honum í svipuðum mæli og verið hefur, m.a. vegna ákvæðanna um, að ekki er hægt að ráða fólk upp á lakari kjör en samningar hér á landi kveða á um. Innflutningi verkafólks fylgir alltaf einhver kostnaður og þess vegna er óhugsandi að íslenskir vinnuveitendur fari að flytja inn vinnuafl, eigi þeir kost á verkafólki innanlands. Komi hinsvegar í Ijós að vinnuveitendur ætli að kosta til stómm upphæðum við innflutning óþarfa vinnuafls, til að hafa áhrif á kjarabaráttu innanlands, þá hefur verkalýðshreyfingin öll ráð til að koma í veg fyrir það. Ég tel að sú umræða, sem fram hefur farið um erlent verkafóik, geti verkað á þann veg, að hér skap- ist veruleg andúð á því — og það leiði til kynþáttahaturs. Það er ástand sem verkalýðshreyfíngin má ekki stuðla að. 2. Finnst þér að stemma eigi stigu við innflutningi á erlendu vinnuafli? Það væri fáránlegt að stemma stigu við innflutningi verkafólks til að sinna nauðsynlegum störfum í undirstöðuatvinnugrein okkar, ef vinnuframboð hér heima svarar ekki þörfínni til að halda fram- leiðslufyrirtækjunum gangandi. Ég hefí ekki heyrt fyrr en nú á síðustu vikum að verkalýðsfélög beiti sér gegn ráðningu erlends verkafólks. Mér em ástæður þess- ara viðbragða óskiljanlegar. Héma þekkjum við ekki annað en það að verkalýðsfélögin hafí metið vinnu- aflsþörf fyrirtækja á staðnum raunhæft — og veitt atvinnuleyfí fyrir sitt leyti, þegar nauðsyn hefur borið til, enda flytur enginn inn vinnuafl erlendis frá að ástæðu- lausu. En þessi sjónarmið sem bryddað hefur á nýverið hjá Verka- mannasambandinu, hljóta að vera einhver meiriháttar misskilningur. Draga verður úr framkvæmd- um á höfuð- borgarsvæðinu - segir Finnbogi Jóns- son, framkvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar í Nes- kaupstað 1. Eru núverandi reglur um innflutning á erlendu vinnuafli fullnægjandi? Innflutningur á erlendu vinnuafli Astæðulaust að þrengja reglur - segirDavíðÁ. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítala 1. Eru núverandi reglur um innflutning á erlendu vinnuafli fullnægjandi? Við hér á ríkisspítölum emm engir kunnáttumenn hvað varðar innflutt vinnuafl. Það er því ekki víst að við þekkjum allar hliðar á þessu margslungna máli og séum fyllilega dómbærir. Hvað varðar Norðurlönd, sem er sá heimshluti sem flestir okkar er- lendu starfsmanna á undanfömum ámm hafa komið frá, era engar takmarkanir á innflutningi vinnu- afls. Almennt get ég sagt að ríkisspít- alar hafa aldrei átt í neinum erfíð- leikum með að fá atvinnuleyfí fyrir erlenda starfsmenn. Stéttarfélög og ráðuneyti hafa nær undantekning- arlaust tekið slíkum umsóknum jákvætt. Okkar eina umkvörtunar- efni er hugsanlega það að kerfið er nokkuð þungt í vöfum. 2. Finnst þér að stemma eigi stigu við innflutningi á erlendu vinnuafli? Ég sé ekki ástæðu til þess að þrengja reglur um atvinnu- og dval- arleyfí, en mér fínnst þó ógeðfellt ef skipulagður verður stórfelldur innflutningur erlends starfsfólks til þess að vinna lægst launuðu störf- in, eins og gerst hefur sums staðar á Vesturlöndum, þar á meðal á Norðurlöndunum. Ég tel æskilegast að íslendingar séu sem mest sjálf- um sér nógir um vinnuafl. Hins vegar fínnst mér engin ástæða til að leggja stein í götu þeirra erlendu einstaklinga sem kynnu að vilja vinna hér um lengri eða skemmri tíma og hvað varðar tímabundinn skort á vinnuafli í ákveðnum starfs- hópum fínnst mér sjálfsagt að við reynum að mæta slíku í ríkari mæli en núna er með erlendum starfsmönnum. Hugsanlega frá löndum eins og Danmörku þar sem nú er atvinnuleysi. Síðan er auðvitað önnur hlið á þessu máli sem snýr að hagvexti og efnahagslífi þjóðarinnar. Ef til vill gemm við sem þjóð það miklar kröfur um framfarir og hagvöxt að nauðsynlegt verði að flytja inn bæði vinnuafl og erlent fjármagn í miklu meiri mæli en nú er til að standa undir uppbyggingu. Þá væri væntanlega bæði um að ræða sér- hæft vinnuafl og ófaglært. Slíkar ákvarðanir em mjög af- drifaríkar og geta haft mikil áhrif hjá lítilli þjóð. Hér eins og annars staðar er því vandrataður hinn gullni meðalvegur. Innf lutningur á erlendu vinnu- af li veröur að vera í lágmarki - segir Magnús L. Sveinsson, formaður V erslunarmannafélags Reykjavíkur 1. Eru núverandi reglur um innflutning á erlendu vinnuafli fullnægjandi? Samkvæmt gildandi reglum er gagnkvæmur réttur á vinnumark- aði milli allra Norðurlandanna. í reynd mun það vera svo, að fleiri íslendingar stunda vinnu á hinum Norðurlöndunum en fólk frá þeim öllum til samans hér. Varðandi önnur lönd, er skylt að leita umsagnar stéttarfélaga vegna umsókna um atvinnuleyfí en endan- legt vald um leyfísveitingu er í hendi ráðherra. Ekki er ástæða til að' ætla annað en að þessir aðilar meti og veiti leyfí með tilliti til þess sem eðlilegt og skynsamlegt verður að teljast í hveiju einstöku tilfelli. Ég tel því ekki ástæðu til að breyta núverandi reglum. 2. Finnst þér að stemma eigi stigu við innflutningi á erlendu vinnuafli? Það er mín skoðun, að innflutn- ingur á erlendu vinnuafli eigi að vera í algjöm lágmarki á hveijum tíma. Það getur verið rétt að leyfa innflutning á erlendu vinnuafli í einstökum tilfellum, t.d. þegar um er að ræða tímabundinn skort á innlendu vinnuafli og þá fyrst og fremst við sköpun verðmæta. Vitað er að margar aðrar þjóðir hafa bitra reynslu af hömlulausum innflutningi á erlendu vinnuafli. Ótal vandamál hafa fylgt í kjölfar þess, sem ekki hefur reynst auðvelt að ráða fram úr. Við getum dregið lærdóm af þeirra reynslu. Þó við lítum kannski stundum nokkuð stórt á okkur, megum við ekki gleyma því, að við emm fá- menn þjóð með okkar sérstöku menningu eins og tungumálið, sem við verðum að gæta vel að. Hömlulaus innflutningur á fólki frá ólíkum löndum myndi því fljótt geta sett sinn svip á mannlífíð hér og menningu okkar. Þá er sú hætta fyrir hendi, að innflutningur á er- lendu vinnuafli, sem ekki em takmörk sett, væri notaður til að halda niðri launum hér á landi. Það myndi einnig hafa áhrif á húsnæðis- markaðinn, auka eftirspum eftir íbúðum, sem leiða myndi til hækk- aðs íbúðaverðs, sem mönnum þykir meir en nógu hátt hér á landi. Við verðum að átta okkur á því, að þó óvenjumikil þensla ríki á landinu um þessar mundir, sem aukið hefur eftirspum eftir vinnu- afli, réttlætir það ekki, að við ' ' stemmum ekki stigu við innflutn- ingi á erlendu vinnuafli. Innflutn- ingur á vinnuafli gæti meira að segja orðið til þess að auka á þá þenslu sem þegar er. Þenslan er heimatilbúið vanda- mál, sem við verðum að leysa með innlendum stjómaraðgerðum. Lausnin felst ekki í því að leyfa *** hömlulausan innflutning á erlendu vinnuafli, sem skapa mjmdi fleiri vandamáí en það leysti, þegar til lengri tíma er litið. Þenslan ekki varanleg - segir JónKarlsson, formaður verkamannafé- lags á Sauðárkróki 1. Eru núverandi reglur um innflutning á erlendu vinnuafli fullnægjandi? Af eigin rejmslu get ég lítið um það sagt hvort núverandi reglur varðandi innflutning á erlendu vinnuafli em fullnægjandi eða ekki. Hér á Skagafjarðarsvæðinu hefír ekki rejmt á þetta mér vitanlega þann tíma sem ég hefí haft af- skipti af verkalýðsmálum. Að því er ég hefí kjmnt mér nuverandi reglur og framkvæmd þeirra, álít ég hinsvegar að í aðalatriðum séu þær fullnægjandi. Það er sett í vald ^ verkalýðsfélaga á hveijum stað að leggja á það mat, þegar sótt er um atvinnuleyfí fyrir útlendinga, hvort verið sé að taka vinnu frá heima- mönnum. Sé eðlileg starfsemi hjá viðkomandi félagi hafa ekki aðrir betri yfírsýn jrfir þetta atriði. Þá er ekki minna um vert, að sam- kvæmt lögum um atvinnuréttindi þarf að liggja fyrir vottorð um að atvinnurekandi hafí hæfílegt hús- næði, hafí hinn erlendi starfsmaður ekkí slíkt húsnæði sjálfur. Þetta tel . ég vera mikilvægt atriði og ásamt öðmm lagaákvæðum er ekki annað að sjá en aðhald sé nægilegt. Að sjálfsögðu er það svo í valdi ráðu- nejrtis, verkalýðsfélaga o.fl. að sjá til þess að lögunum sé framfylgt. 2. Finnst þér að stemma eigi stigu við innflutningi á erlendu vinnuafli? Hvað síðari spuminguna varðar verður að hafa í huga að þjóðfélags- ástandið er óeðlilegt um þessar mundir og hefur verið það undan- farandi misseri. Um orsakir núver- andi þensluástands ætla ég ekki að ræða hér, en eitt af einkennum þess er mikil eftirspum eftir vinnu- * afli. Með öllu er þó óraunsætt að láta svo sem hér sé varanlegt ástand. Tímabil áþekk þessu hafa komið áður og þeim hefír jafnan fylgt bakslag með samdrætti og minnkandi eftirspum eftir vinnuafli og jafnvel tíma- og staðbundnu at- vinnuleysi. Tæpast er ástæða til að ætla annað en að slíkt bakslag komi nú — og það kannske fyrr en var- ir. Það er því útí hött að fara að mæta þessu með óheftúm innflutn- ingi verkafólks eins og sumir virðast mæla með. Og nú hefur víst einhveijum í Reykjavík dottið í hug að nota þetta ástand til að smala saman útlendingum og byggja jrfír þá, sjálfsagt í gróðaskjmi. Ekki er það gæfulegt. Hinsvegar er það ekkert nýtt að hér á landi sé ráðið erlent fólk til starfa, einkum í sjáv- arútvegi. Hefur það þá verið bundið við vissa staði og þá að mestu vissa hluta úr árinu. Þetta stafar lfklega af því að afköst atvinnutækjanna á viðkomandi stöðum em meiri en íbúamir geta annað. Stundum hefir verið tíma- og staðbundið atvinnu- leysi á öðra landshomi á sama tíma, en reynslan sýnir að ekki er raun- hæft að ætla að fljúja vinnuafl milli staða svo neinu nemi, þegar svo háttar til. Þess vegna má ætla að það ástand verði áfram að tíma- bundnum skorti á vinnuafli verði að mæta, sem hingað til með inn- flutningi erlends verkafólks. En að fara að ffytja inn fólk í stómm stíl vegna tímabundins þensluástands ber að gjalda varhug við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.