Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
35
„Ég sá það á öllu, að sumarið
er á förum
Ég sé það á fótataki og andHtum
mannanna.
Það er eins og öllum sá kalt
og allir sáu að fíýja
eitthvað, sem alltafer komið
á undan þeim.
Og þeir hraða sár heim,
heim, gegnum myrkrið,
og segja við sjálfa sig þegar
inn kemun
Það varþógott, aðégkomstundan!
Já, haustið hans Tómasar er
komið í Borginni. Menn famir
að hraða sér heim gegn um
vaxandi myrkrið með degi
hveijum. Haustið er komið með
leiksýningum, listaviðburðum
og nýjum bókum að lesa í nota-
legum raflýstum stofunum
meðan myrkur grúfir á glugga.
Hafnir aliir fastir liðir eins og
venjulega á haustdögum. Þar
með fj árlagagerð ríkis og sveit-
arfélaga með löngum ræðum
og hefðbundnum viðbrögðum í
sal og utan sala:
Við viljum að fallið verði frá
sköttum á matvæli, bifreiðir og
allt það sem fólk þarf að nota
eða hefur gaman af að nota.
Við viljum auka framlög til
aldraðra, öryrkja, íþróttamanna
og alls þess sem gott er og
gaman.
Við viljum engan niðurskurð.
Við viljum hallalaus fjárlög. Við
viljum tekjuafgang í ríkissjóð.
Við viljum engin köld efna-
hagsleg rök ...
Ur útvarpinu skella setning-
amar á dottandi hlustandanum.
Augnalokin síga. Sagan hans
James Thurber af föðumum og
dóttur hans lifnar:
„Litla stúlkan fékk svo marg-
ar myndabækur á sjö ára
afmælinu sínu að pabba henn-
ar, sem hefði átt að vera að
stjóma á skrifstofunni sinni og
láta móðurinni eftir að stjóma
heimilinu, fannst að dóttir hans
ætti að gefa eina eða tvær
þeirra stráknum í næsta húsi,
honum Róbert, sem fremur af
ásetningi en tilviljun hafði litið
inn hjá þeim.
Að ná bók, eða hverju sem
er, af lítilli stúlku er raunar eins
og að taka vopn af Araba eða
sælgætismola af bami, en faðir-
inn kom sínu fram og Róbert
fékk tvær af bókunum hennar.
„Þú átt samt sem áður eftir
níu“, sagði pabbinn, sem fannst
hann heilmikill heimspekingur
og bamasálfræðingur, og
sjálfsánægjan kom í veg fyrir
að hann gæti haldið sér saman.
Nokkmm vikum síðar gekk
pabbinn að bókahillunum sínum
til að fletta upp orðinu „faðir“
í Oxfordensku-orðabókinni
sinni, ætlaði að njóta lofsam-
legra ummæla um föðurhlut-
verkið frá upphafí vega, en
hann gat þá ekki fundið bindi
F-G. Svo uppdagaði hann að
líka vantaði þijú önnur bindi,
A-B, L-M og V-Z. Upphófst
mikil leit í dymm og dyngjum
og brátt kom í ljós hvað orðið
hefði um orðabækumar sem
vantaði.
„Það kom maður og hringdi
dyrabjöllunni í morgun“, sagði
litla dóttir hans. „Hann rataði
ekki héðan niður á Tryggva-
götu, eða frá Tiyggvagötunni
upp á Vatnsstíg. Þetta var svo
góður maður, miklu betri en
Róbert, svo ég gaf honum fjór-
ar af bókunum þínum. Bindin
af Oxfordorðabókinni þinni em
13, svo þú átt samt eftir níu.“
MÓRALLINN í sögunni: Þann
sannleika má þekkja allt frá
Menander, að það sem gott
þykir fyrir gæsaungann er ekki
gott fyrir gæsastegginn."
„Fjármagnið er bara bandótt
og leikur lausum hala...92%
hækkanir hjá ríkinu og 7% eiga
að duga hjá okkur hinum,“ tek-
ur aftur að ná meðvitundinni.
Þetta berst þó óvéfengjanlega
frá útvarpstækinu. Já, satt er
það, góðgæti fyrir gæsapabba
er ekki endilega góðgæti handa
gæsabaminu. Tortrygginn á að
treysta megi alfarið setningum
sem berast á vængjum ljósvak-
ans í hita bardagans úr virðu-
legum þingsölum, tekur
hlustandi að kíkja í fjárlaga-
frumvarpið. Mikið rétt, hús-
bændur á þjóðarheimilinu ætla
ekki að spara jafnt og hinir á
næsta ári. Hækkanir mestar á
toppnum, hjá forsetaembætti
og ráðuneytum. Meðan hækkun
skrifstofukostnaðar almennt er
reiknuð innan við 40% annars
staðar, fer hann jafnvel upp
fyrir 100% í ráðuneytunum.
Gildir víst ekki fyrir gæsastegg-
inn það sem honum fínnst hollt
og gott fyrir ungana
Viðeigandi ljóð í pistil dags-
ins er því „Samkvæmisspil
vorra daga“ eftir Piet Hein, sem
af óræðum ástæðum skýtur hér
upp í hugann í íslenskum bún-
ingi Helga Hálfdánarsonar:
Það skiljum við allir
hver öðrum betur
að ábyrgð erþessháttar
Svarti-Pátur
sem allir hafa
lag á að lendi
að loknu spili
á annars hendi.
Ps: Situr eftir setning með
kvenrödd um það leyti sem út-
varpsumræður svifu á vit
drauma. Sú nefndi sem dæmi
um að einhveijir meini ekkert
með hjali um byggðastefnu, að
höfuðborgarbúar vilji ekki
greiða niður orkukostnað fyrir
hina. Vont dæmi þessa dagana,
er í afmæligreinum um Ljósa-
fossvirkjun kemur fram að
árlega dælir þessi skuldlausa
virkjun inn í orkuframleiðsluna
fyrir landið allt 84 milljónum
króna að meðaltali og hinar
virkjanimar, sem Reykjavíkur-
borg lagði í púkk Landsvirlgun-
ar, Irafossvirkjun 194 milljón-
um og Steingrímsstöð 100
milljónum króna. Vinsamleg
ábending, meðan beðið er eftir
að þetta gleymist aftur, má
vísast fínna betra dæmi til að
splundra vorri þjóð. Eða þannig!
KAFFIHÚSIÐ í KRINGLUNNI
KaffiMaðbori
ídag
milU kl.
13 qé 19