Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
23
Morgunblaðið/Sverrir
Derek Birket hafði ástæðu til að
brosa í Casablanca í gærkvöldi.
sviðinu.
Það er ýmislegt að gerast í popp-
heiminum í Bretlandi og það er
ekki bara þreyta sem gerir það fólk
hrífst af Sykurmolunum. Þau eru
bara það góð. Og það er ekki bara
í Bretlandi sem fólk er hrifið. Okk-
ur voru boðnir 75.000 dollarar
(tæpar 3 millj. króna) fyrir útgáfu-
rétt á einni plötu í Bandaríkjunum.
Það er enn eitt sem ekki hefur
gerst áður, enda vilja fyrirtæki eins
og það sem gerði tilboðið, Enigma,
alla jafna ekki semja um minna en
þijár plötur. Birthday er núna mik-
ið leikið í háskólaútvarpi í Banda,-
rílq'unum, enda sendum við 300
eintök í útvarpsstöðvar þar og það
hefur verið mikið um að fólk hringi
inn vinsældalista þar sem Birthday
er efst. Fyrir'skemmstu var hljóm-
sveitin á forsíðum tveggja þýskra
tónlistarblaða og við höfum fengið
tilboð frá Japan og Ástralíu um
útgáfu svo sjá má að ekki er bara
um að ræða Bretlandsmarkað.
Því má síðan ekki gleyma að að
lagið Birthday náði hátt á vinsælda-
listum áður en hljómsveitin fékk
nokkra umfjöllun að ráði í blöðum
og útvarpi. Einar og Björk komu
út til að fylgja eftir vinsældum lags-
ins. Það er því tónlistin sem heillar
menn fyrst og fremst þó ímyndin
hjálpi til.
Ræður One Little Indian, þitt
fyrirtæki, við Sykurmoiana?
í fystu réðum við ekki við allt
umstangið. Sem dæmi má nefna
að síminn hringdi stanslaust nær
allan sólarhringinn og þegar við
tókum hann úr sambandi til að fá
smá frið þá gerðu menn frá útgáfu-
fyrirtækjunum okkur rúmrusk. Við
þurftum því að ráða fólk og opna
skrifstofu. Áður gerðum við allt
sjálf, eins og að ræða við fjölmiðla
og fara í búðir með plötur, en nú
lögðum við allt í þessa plötu. Það
Morgunblaðið/Sverrir
borgaði sig, þegar hefur Birthday
selst í 15.000 eintökum og selst nú
í 2.500 eintökum á viku og er á
uppleið. Ef platan byijaði að fara’
niðurávið á morgun mætti reikna
með að endanleg sala yrði á bilinu
40—50.000 eintök. Það er álíka og
stórfyrirtækin ná.
Eru Sykurmolamir bara
sápukúla sem á eftir að springa?
I fyrstu héldu menn að Birthday
næði þetta hátt bara vegna þess
að það væri öðruvísi. Við höfum
aftur á móti verið að senda út kynn-
ingareintök af Cold Sweat og það
lag hefur vakið síst minni hrifn-
ingu. Við vitum því að næsta lag,
sem kemur út í janúar, á eftir að
ná enn hærra. Nú eru famar að
berast góðar fyrirframpantanir á
plötunni og því má reikna með að
hljómsveitin fái mikla umfjöllun
fram á næsta ár.
Tónleikarnir
Tónleikamir hófust í þann mund
er spjallinu við Derek lauk og það
mátti greina á áheyrendum ekki
síður en hljómsveitinni að þetta
vom engir venjulegir tónleikar. Það
var líka mikil stemmning og mikil
læti strax og hljómsveitin byijaði
að spila. Lætin urðu reyndar slík
að menn voru að detta inn á svið
og fella þar niður hljóðnema og
hátalara og minnstu munaði að
Björk og Einar yrðu undir þegar
atgangurinn var sem mestur, enda
starfsmenn hússins víðs fjarri þegar
þeirra var þörf. Það er slæmt til
þess að vita að slíkur skortur sé á
tónleikastöðum í Rekjavík að hljóm-
sveitir verði að sætta sig við að
spila í Casablanca. Verri tónleikast-
aður er vandfundinn í Vestur-
Evrópu. Einar náði þó tökum á
áheyrendum og þeir róuðust mikið
en ekki náði sveitin jafn vei saman
eftir þetta. Þó var hún i góðu formi
þetta kvöld, enda engin venjuleg
tónleikahljómsveit. Hljómburður
var fyrirtak nema í uppklappslög-
unum þegar botninn datt úr.
Næst fá menn að heyra í Sykur-
molunum í MH þar sem þeir spila
með annarri fyrirtakshljómsveit,
S/H draumi og bandarísku hljóm-
sveitinni The Swans. Óhætt er að
mæla fyrirfram með þeim tónleik-
um þar sem tvær bestu rokkhljóm-
sveitir landsins koma fram, enda
má þá reikna með að fólk komi til
að hlusta.
Lokaorð Einars á sviðinu segja
kannski meira um stöðu Sykurmol-
anna á íslandi en margt annað:
Nú vitið þið hvemig venjulegt
fólk verður heimsfrægt; við höfum
ekkert breyst. Það voru bara fjöl-
miðlamir sem tóku við sér.
Texti: Árni Matthiasson
IÐHOFUM
EKKERTBREYST
KYNNINGARTÓNLEIKAR SYKURMOLANNA
Sykurmolarnir eru að verða landsþekkt nafn á íslandi, en ekki er langt síðan
enginn haf ði áhuga á þeim og þeir sem hljómsveitina lofuðu töluðu fyrir daufum
eyrum. Það þurfti breska plötukaupendur til að vekja íslendinga af dvalanum og
nú haf a allir alltaf vita hvað Sykurmolarnir voru góðir. Hljómsveitin hélt tónleika
á föstudagskvöld fyrir útsendara breskra hljómplötufyrirtækja, en þau vilja óhn
festa sér sveitina og eru miklir peningar í boði.
meðan Sykurmolamir
hafa dvalið á íslandi í
þægilegri fjarlægð frá
hákörlum breska
hljómplötuiðnaðarins
hefur Derek Birket, sem vann með
með hljómsveitinni og gaf út þá
tónlist sem öllu kom af stað á merki
sinu One Little Indian, annast allt
samningaþref ytra. Blaðamaður
náði tali af Derek fyrir tónleikana
á föstudagskvöld.
Derek, nú átta fæstir íslend-
ingar sig á hvað er á seyði; hvað
er að gerast í Bretlandi?
Allt byijaði þetta með því að ég
tók upp lög með Sykurmolunum
sem vom ætluð á þijár tveggja laga
plötur og eina stóra. Fýrsta lagið
sem við gáfum út var Birthday og
þá varð allt bijálað í Bretlandi, plat-
an hefur selst í fimmtán þúsund
eintökum á tveimur vikum, fór í
efsta sæti á sjálfstæðu listunum og
er komin í 76. sæti á landslistanum.
Síðan em öll stórfyrirtækin á eftir
hljómsveitinni og vilja gera við hana
útgáfusamning. Það má einmitt sjá
útsendara þeirra hér í kvöld; menn
frá CBS, WEA, Polydor, London
og Phonogram. Þeir útsendarar sem
ég talaði við í dag sögðu að þetta
væri í fyrsta skipti sem fyrirtækin
hefðu sent hóp manna til annars
lands til að hlusta á hljómsveit. Við
þetta bætist að tónlistarpressan er
farin úr skorðum. Sykurmolamir
vom á forsíðum New Musical Ex-
press og Melody Maker, það em
greinar um þau í Time Out, Sounds
og City Limits og í næstu viku er
grein um þau í Nr. 1.
Varla hefur þú reiknað með
slíkum viðtökum.
Ég átti von á því að platan myndi
seljast vel, en ég átti ekki von á
að það myndi gerast á einni nóttu.
Við höfðum áætlað að Birthday
myndi seljast í um 10.000 eintökum
á hálfu ári og þá stóð til að gefa
út næsta lag, Cold Sweat, sem
myndi ná að tvöfalda þá sölu. Þá
væri kominn góður gmnnur fyrir
stóm plötuna sem myndi svo seljast
enn betur. Það kom okkur gersam-
lega að óvömm hvemig allt fór úr
böndum þegar Birthday kom út.
Hvað er það sem fyrirtækin
vilja? Vilja þau kaupa útgáfurétt
á plötum eða vilja þau kaupa
hljómsveitina, þ.e. gera við hana
bindandi samning?
Það er undir hljómsveitinni kom-
ið hvemig samningur verður
gerður, en yfírleitt vilja stóm út-
gáfufyrirtækin gera bindandi
samninga til þriggja eða sex ára.
Hinsvegar hafa þau boðið Sykur-
molunum samning um útgáfurétt á
svipaðan hátt og t.d. Public Image
og The The hafa gert vegna þess
hve vel þeim hefur gengið upp á
eigin spýtur. Það er fáheyrt að
þannig samningur sé gerður vegna
fyrstu plötu hljómsveitar, það er
ekki fyrr en þær hafa skapað sér
nafn að þær geta farið að gera
slíkar kröfur. Gott dæmi um slíkt
era hljómsveitir eins og The Cure
og Siouxie and the Banshees. Þær
hljómsveitir eiga sínar plötur og
selja síðan útgáfuréttinn.
Hvað eru miklir peningar í
boði?
Okkur hefur ekki borist neitt til-
boð í þessari lotu sem er undir
100.000 pundum (um 7 millj. ísl.
kr.). Reyndar er hæsta tilboð sem
við höfum fengið 750.000 pund (um
51 millj. ísl. kr.). Það fól hinsvegar
í sér sex ára samning og að útgáfu-
fyrirtækið gæti ráðið miklu um þær
plötur sem út yrðu gefnar. Ekki em
þó miklar líkur á að því tilboði verði
tekið, enda vilja Sykurmolamir ráða
sem mestu um hveija plötu, hvem-
ig tónlistin verði, hvemig umslagið
verði; hvað verði gefíð út og hven-
ær. Á mánudag mun ég sfðan fara
yfír þau tilboð sem hljómsveitin
hefur fengið og senda þau til ís-
lands. Á þessari stundu em mestar
líkur á að ekki verði tekið hæsta
tilboðinu, heldur því sem felur í sér
mest frelsi fyrir hljómsveitarmeð-
limi.
Nú hefur því veríð haldið fram
að hrifningin sé öll til komin
vegna þess að hljómsveitin sé
öðruvísi, að það sé ekkert að
gerast í breska poppheiminum
og því iirífist menn af Sykurmol-
unum. Hvað finnst þér, hvað er
það við Sykurmolana sem veldur
öllum þessum látum?
Ég held að það sé einfaldlega
vegna þess hvað platan er góð. Mig
hafði lengi langað vinna með Ein-
ari, allt síðan hann var í Purrki
pillnikk. Síðan langaði mig að vinna
með Kuklinu, gerði það reyndar,
og því má kannski segja að ég sé
ekki óvilhallur aðili. Samt vil ég
segja það að ég held að það sé
ekki til önnur eins hljómsveit í heim-
inum. Ég sá Sykurmolana á
þrennum tónleikum í London um
miðjan mánuðinn. Aðrir tónleikam-
ir vom í Town and Country Club
fyrir framan á þriðja þúsund áhey-
renda og það vom einir bestu
tónleikar sem ég hef séð með Syk-
urmolunum eða nokkurri annarri
hljómsveit. Þegar allt gengur upp
þá er eitthvað einstakt að gerast á