Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 64
VZterkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiðill! XJöfðar til XX fólks í öllum starfsgreinum! SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Lítrinn af bensíni hækkar 1 33,70 kr. Á FIJNDI Verðlagsstofnunar á föstudag var ákveðið að hækka verð á bensíni úr 31 krónu lítrann í 33,70, eða um 8,7%. Tekur verðhækkunin gildi í dag 1. nóvember. Bensíngjald hækkar úr 10,49 í 12,70, eða um 2,11 krónur. Við það bætist söluskattur og hækkar hver lítri um krónur 2,70. Hlut- deild ríkisins hækkar úr tæplega 64% í un. 67% og verður nú rúmar 22 krónur. Þá hækkaði álagning olfufélaganna sem nemur kostnað- arhækkunum frá júní til septem- ber. Að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra kemur sú hækkun ekki fram í verðinu þar sem staða innkaupajöfnunarreiknings hefur batnað og er nú nokkum veginn í jafnvægi. Tillag í hann í verðút- reikningi var því lækkað. Á fundi Verðlagsstofnunar var einnig ákveðið að hækka fargjöld og farmgjöld í innanlandsflugi um 4%. MARGLYTTA AF ÁRELÍUÆTT Morgunblaðið/Ámi Johnsen Þessi marglytta, sem var að dóla fyrir nokkrum dögum í fjöruborði Viðeyjar, er af Árelíuættinni, en alls eru um 20 tegundir af marglyttum við ísland og þar af eru nokkrar þær stærstu ætar. Morgunblaðið/BAR Borað á grunni nýs ráðhúss Við norðurenda Tjarnarinnar er verið að undirbúa væntanlega ráð- húsbyggingu. Þar hefur að undanförnu verið prammi á floti og á honiun jarðbor sem kanna á jarðveginn á tjarnarbotninum. Að sögn Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar borgarverkfræðings eru allt að 14 metr- ar niður á klöpp á nokkrum stöðum miðað við hæð götu. í byrjun febrúar verður hafist handa við að reka niður stálþil og síðan graf- inn grunnur. Siglum ekki hækki kvótaskatturinn - segir Oskar Vigfússon, um afstöðu samtaka sjómanna „VERÐI kvótafrádráttur hækkaður í 20% þýðir það um 12% tekju- skerðingu fyrir íslenzka sjómenn. Við þennan kvótaskatt verður ekki unað og verði hann að raunveruleika verða fiskverkendur að fara að endurbyggja skreiðarhjallana sína. Sjómenn munu ekki sigla með fiskinn háðir þessum afarkostum,“ sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, í samtali við Morgunblaðið. Sjávarútvegsráðherra hefur nú lagt fram drög að frumvarpi um stjómun fískveiða. í því er gert ráð fyrir að aflakvóti skipa skerðist um 20% af þeim afla þeirra, sem fluttur er óunninn utan í stað 10% áður. Óskar Vigfússon sagði, að íslenzkir sjómenn hefðu siglt með afla sinn í áratugi og byggt á gam- alli hefð. Sú aukning, sem orðið hefði á ferskfísksölu til útlanda, væri ekki sjómönnum að kenna. Vildu menn finna einhvem sökudólg yrðu þeir að leita hans annars stað- ar en á meðal sjómanna. Óskar sagði ennfremur, að hann væri þeirrar skoðunar, fyrir utan þetta sérstaka mál, að áfram þyrfti að byggja fískveiðistjómun á svipuð- um gmnni og áður, en ýmislegt þyrfti að laga. Hins vegar kæmu róttækar breytingar ekki til greina að hans mati. Nóg væri deilt nú og róttækar breytingar myndu aðeins leiða til innbyrðis átaka þeirra, sem hefðu atvinnu af sjávarútvegi. Sjónvarpið og Stöð 2: íslenskt tal verði með öllu erlendu efni fyrir börnin SJÓNVARPIÐ og Stöð 2 stefna að því að allt erlent barnaefni verði með íslensku tali. Nú er erlent bamaefni með islensku tali sent út I um þijár klukku- stundir i viku á hvorri stöð. Af bamaefni Sjónvarpsins er innient efni sýnt í rúmar 2 klst. Erlent efni er sýnt í rúmar 5 klst. og skiptist þannig að 3 klst. eru lesnar og leiknar og rúmar 2 klst. eru með erlendu tali og íslenskum texta. Ingimar Ingimarsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjónvarpsins tjáði Morgunblaðinu að krfstnaður- inn við að Iesa inn á sjónvarpsefni væri mjög mismikill eftir þáttum. Færi hann m.a. eftir því hvort einn eða fleiri leikarar lesa inn á efnið. Heildarkostnaður hjá Sjónvarpinu vegna þessa er að meðaltali um 500.000 krónur í hverri viku. „Stefnan er sú að vera með allt bamaefni með íslensku tali og er stöðugt unnið að því að svo verði. Kostnaðurinn á eftir að aukast í samræmi við það,“ sagði Ingimar. Ingimar var spurður að því hver kostnaður yrði við að setja íslenskt tal á þættina sex um Nonna og Manna sem fyrirhugað er að sýna í Sjónvarpinu á næsta ári. Sagði hann að mjög erfitt væri að gera sér grein fyrir því nú. Hins vegar væri það varlega áætlað að gera ráð fyrir að hann yrði á aðra millj- ón króna. Stöð 2 sýnir bamaefni í samtals 9—10 klukkustundir á viku og er íslenskt tal á þriðjungi efnisins. „Við réðum þijá leikara í hálft starf til að sinna þessu og þess vegna er erfítt að tilgreina kostnað- inn nákvæmlega, en hann er töluverður. Leikaramir vinna við ýmislegt annað, til dæmis lesa þeir inn á kynningar og fleira," sagði Sighvatur Blöndal markaðsstjóri Stöðvar 2. „En stefnan er sú að lesa inn á allt efni fyrir yngstu bömin. Það verður aukið smám saman í vetur en erfítt er að segja til um hvenær þeim áfanga verður náð að íslenskt tal verði með öllu bamaefni." 2.500 tonn af heilfrystri síld seld til Japans SAMNINGAR hafa tekist um sölu á 2.500 tonnum af heil- frystri síld til Japans, og er það 100% meira magn en samið var um á síðasta ári. Helgi Þórhallsson, sölustjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna fyrir Japansmarkað, segir í Frosti, fréttabréfí SH, að verðið sem sam- ið var um til tveggja stærstu kaupendanna sé 9% hærra en á síðasta ári í dollurum talið. Hækk- un á hráefnisverði og launakostn- aður geri það hins vegar að verkum að afkoman verður þó nokkuð lakari í ár. Þegar er hafín vinnsla á síld vegna samningsins í fjórum frysti- húsum á Austfjörðum, en að sögn Helga gera menn sér einnig vonir um að Japanir samþykki að síldin verði unnin í Vestmannaeyjum ef hægt verður að koma henni nógu ferskri í vinnslu þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.