Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
59
Aðalfundur
Hagþenkis:
Gerðir verði
víðtækir samn-
ingar um fjöl-
földun bóka
AÐALFUNDUR Hagþenkis, fé-
lag^s höfunda fræðirita og
kennslugagna, var haldinn 26.
október, en þau tímamót urðu í
sögu félagsins á síðasta starfsári
að það hlaut löggildingu mennta-
málaráðuneytisins og þau rétt-
indi sem því fylgja samkvæmt
höfundalögum. Á fundinum var
meðal annars ályktað að öll opin-
ber bókasöfn, að meðtöldum
skóla- og stofnanabókasöfnum,
greiði fyrir afnot bóka og að
gerður verði víðtækur samning-
ur við námsflokka, einkaskóla
og aðra aðila sem gangast fyrir
fræðslustarfsemi um rétt til hóf-
legrar fjölföldunar.
Félagið var stofnað af höfundum
fræðirita og kennslugagna í kjölfar
samninga sem gerðir voru 1983 um
vissan rétt skóla sem ríkið rekur
til að fjölfalda úr útgefnum verkum.
í starfsskýrslu stjórnar kom fram
að samtals hafa 33 höfundar hlotið
skaðabætur og starfsstyrki úr sjóði
sem félagið stofnaði með fé sem til
þess rennur vegna samninganna.
Einnig var í fyrsta sinn veitt viður-
kenning til fræðiritahöfundar og
var hún veitt Helga Hallgrimssyni,
náttúrufræðingi.
Á starfsárinu var gefið út leið-
beiningarit handa höfundum um
samninga, taxta og gjaldskrár. Þá
gekkst félagið fyrir tekjukönnun
meðal höfunda í samstarfi við Rit-
höfundasambandið.
Aðalfundurinn ályktaði að setja
þurfí á Alþingi sérstök lög um
greiðslur fyrir afnot bóka á öllum
opinberum bókasöfnum og brýnt sé
að afla viðurkenningar á því að
sömu reglur gildi um öll þessi bóka-
söfn þannig að skóla- og stofnana-
bókasöfn verði ekki undanskilin
eins og nú er. Þá skuli greiða höf-
undum þóknun fyrir rétt opinberra
safna til að lána hveijum sem er
næstum ókeypis verk sem þeir fái
greitt fyrir í hlutfalli við sölu.
Fundurinn fól einnig stjóm fé-
lagsins að leita eftir samningum
við þá sem ætla má að vilji nýta
sér rétt til að fjölfalda úr útgefnum
kennslu- og fræðiritum og nota ein-
tökin í sambandi við starfsemi sína.
Fundurinn telur að brýnt sé að
stöðva óheimila ljósritun og telur
tímabært að námsflokkar, einka-
skólar og aðrir aðilar sem gangast
fyrir námskeiðum og ýmiskonar
fræðslustarfsemi geri samning við
rétthafa um heimild til hóflegrar
fjölföldunar úr vemduðum verkum.
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Nóvemberfagnaður
M í R
MÍR, Menningartengsl íslands og Ráðstjómarríkjanna,
minnist 70 ára afmælis Októberbyltingarinnar og þjóð-
hátíðardags Sovétríkjanna með samkomu í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð, sunnudaginn 1. nóv. kl. 3 sídegis.
Ávörp flytja Steingrímur Hermannsson, utanríldsráð-
herra, Igor Krasavin, sendiherra og sr. Rögnvaldur
Finnbogason.
Lúðrasveitin Svanur leikur. Listafóik frá Hvítarússiandi
skenuntir. Kynnir verðurJón Múii Ámason.
Aðganguröllum heimill meðan húsrúm leyfir.
Stjóm MÍR.
Taylor ísvélar
k^fyrirliggjandi
Hagstætt verð.
Góð kjör.
Eiríkur Ketilsson
Heildverslun, Vatnsstíg 3.
Símar: 23472, 25234, 19155.
Málverkauppboð
verður haldið sunnudaginn 15. nóvember kl. 20.30
á Hótel Sögu. Klausturhólar,
sími 19250.
TEIKNAÐU MEÐ STÍL!
ÍTÖLSK
HÖNNUN FYRIR
ÍSLENSKA HÖNNUÐI
Kit75x105cm.
Hallanleg plata
Léttogmeðfærilegt
TS/1 teiknivél
Kr. 18.437,-
Omni 80x140 cm.
Hallanleg plata í 35°
HækkurVlækkun
Kr.11.258,-
FÁST EINGÖNGU í
RITFANGAVERSLUN
MÁLS OG
MENNINGAR
■7
Mál IMIog menning
í ítölsku Tecnostil teikniborðunum og
-vélunum felst snilldarhönnun sem kemur
íslenskum teiknurum - nemum jafnt sem
atvinnumönnum -til góða. Þar sameinast
nákvæmni, fjölhæfni og þægindi í notkun
um að gera þér sem auðveldast að teikna
sem best. Með Tecnostil gengurðu að
gæðunum vísum -verðið er óvænt
ánægja!
Magnum80x140cm.
Plata hallanleg í 85°
Hækkun/lækkun
Exact200teiknivél.
Kr. 44.695,-
Student 1
Hallanleg plata í 85°
Hækkun/laekkun
Exact/Full TG/b teiknivél
Kr. 32.508,-
Ritföng. Síðumúla 7-9. Sími 68 9519.