Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
ÍIE HEIA4I EVIEíHyNDANNA
Verður sýnd á næstunní íRegnboganum:
Hin saklausa veröld ’63
Sumarið 1963. John F. Kennedy
var í Hvíta húsinu. Bítlarnir höfðu
ekki enn komið til Bandaríkjanna.
„The Beverly Hillbillies" var vin-
sælasta sjónvarpsefnið. Þetta
voru á margan hátt tímar sakleys-
is í amerísku þjóðlífi en undirniðri
kraumuðu byltingar. Áður en árið
var liðið höfðu bandarískar her-
sveitir haldið inn í Víetnam, Martin
Luther King stjórnaði kröfugöngu
til Washington og í nóvember var
Kennedy myrtur.
Þjóðfélagsbyltinguna sem fram-
undan var mátti greina (tónlist og
dansi táninganna. Hún læddist inn
um útvarpið og plötuspilarana og
unga fólkið dansaði frjálslegar og
meira kynæsandi en nokkru sinni
fyrr. Allur líkaminn, en ekki bara
fæturnir, hreyfðist. Dansinn og
tónlistin er meginefni bandarísku
myndarinnar Dirty Dancing, sem
Regnboginn sýnir innan skamms
og er með tveimur lítt þekktum
unglingasmástjörnum í aðalhlut-
verkunum, Patrick Swayze og
Jennifer Grey.
„Ég hugsaði mór að Dirty Danc-
ing yrði óður til þess tíma í lífi þínu
þegar þú gast trúaö því að heiðar-
leg, frjálslynd hegðan gæti endur-
skapað heiminn í þinni mynd,"
segir handritshöfundur myndar-
innar, Elanor Bergstein. „Myndin
hefði ekki getað gerst nokkrum
mánuðum fyrr eða seinna. Suma-
rið 1963 var fyrsta sumarið eftir
Kúbudeiluna, sem allir fylgdust
með í sjónvarpinu. Deilan gerði
unglingana hrædda viö fullorðna
fólkið og í fyrsta sinn vantreystu
þeir því mjög; kannski yrði ekki allt
í lagi.
Sá sem hélt bjartsýninni uppi
var John F. Kennedy sjálfur — ung-
ur og kraftmikill og kynþokkafullur.
Svo kannski gastu fengið allt.
Þetta var sumar „Ég á mér
draum“-ræðunnar. Þetta var eins
og síðasta sumar frjálslyndisins.
Vegna þess að tveimur mánuðum
eftir að myndinni líkur er J.F.K.
myrtur. Og tveimur mánuðum
síðar eru Bítlarnir í skemmtiþætti
Ed Sullivans. Eftir það tekur rót-
tæknin við.“
Sögusvið myndarinnar er Keller-
manhótelið í Catskills-fjöllunum en
þangað fer hin 17 ára Baby House-
man (Grey) í sumrfrí með foreld-
rum sínum, sem eru læknishjón,
og eldri systur. Þegar hún kynnist
Johnny Castle (Swayze), dans-
kennara sem vinnur við hótelið á
sumrin, kynnist hún líka ástinni og
ástríðum. Fyrr en varir hefur unga
læknisdóttirin misst meydóm sinn
og sínar barnalegu pólitísku skoö-
anir en hrifist meira og meira af
Johnny og dansinum hans, sem
hún tekur þátt í af innlifun.
Sikileyingurinn -
„alþjóðlegur brandari"
Sikileyingurinn (The Sicilian), nýj-
asta mynd Michael Ciminos
(Heavens Gate), var frumsýnd fyrir
skemmstu vestur í Bandaríkjunum.
Hún er gerð eftir samnefndri sögu
Mario Puzo (Guðfaðirinn) og ef
eitthvað er að marka Vincent Can-
by, kvikmyndagagnrýnanda The
New York Times, er myndin ger-
samlega misheppnuð. „Alþjóðleg-
ur brandari" er lýsingin sem hann
notar yfir hana.
Af hverju? Svarið liggur í hrapal-
legri hlutverkaskipan. Eins og
Christopher Lambert í hlutverki
Salvatore Giuliano.
margir vita gerist sagan á því
tveggja ára tímabili sem Michael
Corleone úr Guðföðurnum dvaldi
á Sikiley eftir að hafa komist í kast
við lögin í New York. Sikileyingur-
inn er þó ekki um Michael heldur
útlaga að nafni Salvatore Giuliano,
sem uppi var um 1950 (og var til
í raunveruleikanum) en Puzo kem-
ur því svo fyrir í sögunni að
Michael fær skipun um að fylgja
honum þangað sem hann verður
óhultur, nefnilega til Ameríku. Sal-
vatore komst aldrei þangað. Hann
Lelkstjórinn Michael Clmino.
var myrtur árið 1950 af manni úr
sínum eigin röðum. Frakkinn Chri-
stopher Lambert (lék Tarsan í
„Greystoke") með sinn franska
hreim var fenginn til að leika hinn
sikileyska sveitamann Salvatore.
Mestalla myndina er hann útlits
eins og skíðakennari aðalsins í
Evrópu, segir Canby. Aspanu,
besta vin og frænda Salvatore,
leikur ameríski leikarinn John Turt-
urro, en hann hljómar a.m.k. líkt
og , „eins- konar" Sikileyingur.
Breski leikarinn Joss Ackland leikur
aðalmafíuforingjann á eyjunni og
þýska leikkonan Barbara Sukowa
leikur ameríska konu, sem giftist
til Sikileyjar og varð hertogaynja.
Rifrildi og málaferli einkenndu
gerð myndarinnar. Rithöfundurinn
Gore Vidal tapaöi máli sem hann
höfðaði til að fá sig viðurkenndan
sem handritshöfund myndarinnar
(hann má þakka fyrir það, segir
Canby), en Steve Shagan er sá
eini sem skrifaður er fyrir handrit-
inu. Cimino höfðaði mál gegn
framleiðendunum og vildi láta
stöðva þá útgáfu myndarinnar sem
þeir höfðu látið klippa saman. Það
er sú útgáfa sem nú er dreift.
Bókin hans Puzo er ágæt, læsi-
leg og spennandi og tilvalin til
kvikmyndunar. Við fyrstu sýn virð-
ist auðvelt að færa hana á filmu
og ekki fyrir hvern sem er að klúðra
því. Spurningin er því þessi: Var
Hjartarbaninn bara heppni?