Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 37 i Ráðag’erðir Harris sendi „Sholto" Douglas upplýsingar um ráðagerðina í fe- brúar. Hann lýsti í bréfí tengslum Kiroffs við „Bauer“ (nafn hans var þannig ritað í brezku skjölunum) og sagði að Kiroff hefði ekki beðið um fé. „Flugmálafulltrúinn hefur því afhent Kiroff skrifleg fyrir- mæli, sem eru órekjanleg, og hann hefur sagt að hann muni koma þeim rétta boðleið til tengdasonar síns, Bauers, og vonist til að gera komið dóttur sinni (konu Bauers) og fjölskyldu hennar burtu frá Þýzkalandi til Belgrad áður en Bau- er leggur upp í flugferðina, sem kann að verða okkur öllum svo mikils virði.“ Að sögn Harris var gert ráð fyr- ir því í áætluninni að Baur kæmi í flugvél sinni til Lympne með lend- ingarhjólin niðri, svo að unnt yrði að bera kennsl á hana. Hann átti að skjóta „a.m.k. fjórum rauðum blossaljósum á hálfrar mínútu fresti þegar brezkar orrustuflugvélar nálgast hann“. Um leið og flugvélin væri lent með Hitler innanborðs jrði að „gera hana óvirka." Harris veitti ýmsar gagnlegar upplýsingar. Hann sagði að Hitler flygi venjulega með fjögurra hreyfla Condor-vél í mikilli hæð, nyti venju- lega vemdar margra orrustuflug- véla, einkum þegar hann færi yfir erlenda grund, og að háttsettir naz- istaleiðtogar væru oft í fylgd með honum. Harris velti því jafnvel fyrir sér hvort Hitler kynni þegar að hafa flogið yfír Bretland: „Þú munt minnast frétta um að stór fjögurra hreyfla flugvél flaug yfír landið í fyrrasumar og naut vemdar mjög margra orrustuflugvéla." Nú ganga sagnfræðingar hins vegar út frá því að Hermann Göring, yfírmaður þýzka flughersins, hafí farið þessa ferð að sögn „Sunday Times." Hættur Harris óttaðist að hermenn í Lympne kynnu að láta slíkar flug- vélar, komast undan, ef þær lentu þar. „Ein þýzk flugvél hefur þegar lent vegna mistaka á einum flug- velli okkar og henni var leyft að fara,“ skrifaði hann. Vegna þessa bréfs fengu loft- vamaliðar og hermenn í Lympne sérstök leynileg fyrirmæli og leyni- lega þjálfun. Allt þar til í maí 1941 var þeim sagt að þeir yrðu alltaf að vera við því búnir að þangað gæti komið á hverri stundu „ein, þýzk, fjögurra hreyfla flugvél" með „þýzkan liðhlaupa" innanborðs. Hættur voru þessu samfara eins og Harris viðurkenndi í bréfí til Douglas í febrúar: „Auðvitað er hætta á því að reynt verði að valda tjóni á flugvellinum, gera gasárás eða framleiða eitthvert leynivopn, sem mundi gera flugvöllinn óstarf- hæfan um tíma.“ En hann bætii við: „Við verðum að taka þessa áhættu og vona að þessi saga, sem virðist of ótrúleg til að vera sönn, fái farsæl endalok." Að lokum sagði Harris: „Til þess að halda öllu leyndu mætti læða inn þeim grun, hvar sem það kann að reynast nauðsynlegt, að við eigum von á því að „þýzkur liðhlaupi" lendi. Þér er auðvitað ljós sú brýna nauðsyn að sem fæstir viti um málið og hvað sem öllu líður tel ég að ekki ætti að minnast á það við nokkum mann hveijir kunni að verða í flugvélinni, sem við von- um að komi, en búumst ekki við.“ Hinn 7.marz var áætluninni breytt. Harris sagði Douglas að Baur vildi ekki skjóta blossaljósum, því að það mundi vekja grunsemdir flugmannanna í þýzku flugvélun- um, sem mundu fylgja honum. Hann mundi því varpa niður nokkr- um litlum, gulum málmplötum með upphafsstöfunum „A B“ yfír Lympne. Harris sagði að Baur kæmi að öllum líkindum milli kl. „5 og 6 f.h. eða 6 og 8 f.h. og gefíð er upp að dagurinn verði 25. marz eða síðar.“ Harris benti á: „Kiroff var augsýnilega sérlega skýr og fulltrúa okkar í Sofía leizt vel á hann." Tengl Hess? Sagnfræðingar, sem „Sunday Times" leitaði álits hjá um skjölin í brezka þjóðskjalasafninu, voru vantrúaðir eða gáttaðir. Norman Stone, prófessor í nútímasagnfræði í Oxford-háskóla, kvaðst aldrei hafa heyrt um fyrirætlanir RAF og sagði: „Þetta er mjög skrýtið. Mér leikur forvitni á að vita hvort þetta hefur á einhvem hátt tengzt máli Hess. Ef til vill hefur Kiroff flutt einhver brengluð skilaboð um Hess.“ Dudley Saward flugdeildarfor- ingi, höfundur ævisögu „Bomber“ Harris, sagði: „Það gegnir furðu að ég skuli ekki hafa vitað um þetta. Ég var hjá Harris í margar vikur þegar ég samdi bókina. Við ræddum um allt sem á daga hans hafði drifið. Ég las meira að segja bréf hans til Churchills. Ég er hissa á því að hann skuli ekki hafa sagt mér frá þessu. Kannski þótti honum of erfítt að tala um þetta. Það er verst að hann skuli vera látinn og ég skil ekkert í honum að hafa ekki sagt mér frá þessu.“ Noble Frankland, fv. forstöðu- maður brezka stríðsminjasafnsins (Imperial War Museum) og höf- undur opinberrar sögu lofthemað- arins gegn Þjóðverjum, hélt því fyrst fram að skjölin væru fölsuð. Þegar hann hafði sannfærzt um að svo væri ekki taldi hann að RAF hefði aðeins gert „skynsamlegar varúðarráðstafanir" vegna ábend- inga Kiroffs. Frankland sagði: „Margt þessu líkt gerðist í stríðinu. Við hefðum litið út fyrir að vera óttalegir kjánar, ef við hefðum ekk- ert gert og Hitler hefði lent. Ég geri ráð fyrir því að vera megi að ábendingin hafí verið brengluð skilaboð um Hess.“ Sir John Colville, sá aðstoðar- maður Churchills sem fyrstur frétti um lendingu Hess, sagði að RAF hefði áreiðanlega ekki tilkynnt Churchill um málið. „Það hefði haft svo mikil áhrif að ég mundi muna eftir því,“ sagði hann. „Ég er hálffeginn því að Hitler lenti ekki. Við hefðum ekki vitað hvað við hefðum átt að gera við hann.“ Baur þegir Enginn þeirra manna, sem mest komu við sögu áformanna, eru enn á lífí nema Baur, sem er níræður og býr í Widdersberg am Pilsensee skammt frá Munchen. Kona hans, sú þriðja, sagði „Sunday Times" að hann væri of veikur til að tala við blaðið. en hélt því ákveðið fram að hann hefði aldrei verið kvæntur búlgarskri konu. Hvort það er rétt eða ekki er ekki ljóst, en svo mikið er víst að Baur var tryggur Hitler og er það. enn, segir blaðið. Foringi í RAF skrifaði utan á skjölin um samsærið þegar hann hafði kannað þau í ágúst 1956 að honum væri illa við að heimila birt- ingu þeirra, því að Baur væri enn á lífí. „Sunday Times" segir að ekki sé ljóst hvers vegna RAF skuli hafa haft áhyggjur af því. Aðrir þeir sem komu við sögu, þeirra á meðal Harris, voru einnig á lífí þá og ætla mætti að meira tillit hefði þurft að taka til þeirra. Líklega stóð Baur á sama um hvað um hann væri sagt í Bretlandi 1956, segir blaðið. Hann var þá nýsloppinn úr fangelsi í Sovétríkj- unum. Fremst í skjalamöppunni er sex blaðsíðna skýrsla eftir flugráðsfor- ingja, sem var lítt hrifínn af áætluninni þegar hann heyrði um hana fyrst í febrúar 1941. Hann skrifaði: „Mér er um megn að trúa því að flugmanninum takist nokk- um tíma að framkvæma slíka áætlun." Auk þess taldi hann að það yrði miklum erfíðleikum bundið að halda áætluninni leyndri. En til þess kom aldrei að henni væri hrundið í framkvæmd og Bauer var hjá Foringjanum til hins síðasta" eins og segir í frægri bók um enda- lok Hitlers. GH Námskeið í silkimálun ELÍN Magnúsdóttir myndlistarkona held- ur námskeið í silki- málun í Hlaðvarpan- um við Vesturgötu 3. Elín stundaði nám við Gerrit Rietveldt-listaakademí- una í Amsterdam og lauk hún námi í vor með diploma í málverki, auk náms í leikbúningagerð og sviðsetningu, einnig lagði hún stund á silki- málun, sem hún kennir nú á námskeiðinu. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 3. nóv. og stendur yfír í tvær vikur og er kennt þijú kvöld fyrri vikuna og tvö kvöld seinni vikuna. Elín Magnúsdóttir VEÐDEILD ÚTVEGSBANKA tSLANDS HF býður nú 9,7% vexti umfram verðbólgu á skuldabréfum sínum. Nafnverð: kr. 100.000 og kr. 250.000 Gjalddagar: 1988, 1989, 1990 Um er að ræða verðtryqqð skuldabréf með einum gjalddaga. VEÐDEILDARBRÉF ÚIVEGSBANKA ÍSIANDS HF. ER HÆGTAÐ KAUPA Á ÖLLUM AFGREIÐSLUSTÖÐUM BANKANS. Þau eru einnig til sölu hjó Kaupþingi ht, Fjórfestingarfélaginu og í Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans hf. IVIEIÐIDIEIIILID ÚTVEGSBANKA ÍSLANDS HF Austurstrœti 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.