Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
Hverjir vilja tónlist-
arhús og hvers vegna?
eftir Ármann O.
Ármannsson
Margt er ólíkt hér á íslandi og
nágrannalöndunum. Flest mat-
vara er oftast a.m.k. tvöfalt dýrari
á íslandi, húsnæði mun ódýrara
og ýmislegt sem talið er sjálfsagt
að sé til staðar í útlandinu er
ekki hér. Stjómmálamenn okkar
eru með þeim óábyrgustu sem
þekkist og eru fremur verðlaunað-
ir fyrir mistök heldur en hitt og
áfram mætti telja.
Samt er gott að búa á íslandi.
Það kemur flestum saman um,
sem annað hafa reynt. Maðurinn
í öndvegi, fámennið og kunningja-
skapurinn. Það að gera hlutinn,
framkvæma hann og bæta um-
hverfi okkar. Ég varð af dálítilli
slysni talsmaður þess að við
byggðum hér á landi tónleikahús
eins og þeir hafa í útlöndum. Ég
er byggingamaður og enginn sér-
stakur menningarpostuli þó ég
vissulega hafi gaman af flestum
gerðum tónlistar.
Nú ætlum við að fara að byggja
á næsta ári og erum að hefja §ár-
öflunarátak. Eg hef rekið mig á
að fullyrðingar um að þetta tón-
listarhús eigi að byggja undir
rassinn á hljóðfæraleikurunum í
Sinfóníuhljómsveit íslands. Það
er vissulega rétt — en aðeins að
hluta. Flest tónlistarhús, sem
byggð eru í dag og það tónlistar-
hús, sem við ætlum að fara að
byggja, þurfa og munu af hag-
kvæmnisástæðum einum saman
rúma alls kyns tónlistarviðburði
auk fleiri samkoma. Það er einnig
gert fyrir flytjendur tónlistar af
öllum gerðum. Það hlýtur að vera
heldur kaldranalegt fyrir alla þá
sem læra og æfa tónlist til flutn-
ings fyrir almenning, að hafa
ekkert hús í að venda.
Vissulega á kirkjuleikhús og
götuleikhús rétt á sér en það kem-
Tónlistarhús íslands á að standa í Laugardal — framtíðarskemmtigarðinum. Myndin er af tónlistar-
húsinu f Árósum.
ur ekki í stað atvinnuleikhúss á
þar til gerðu sviði og sama gildir
með tónlistarflutninginn. Sérstak-
lega á þetta við um þá bestu á
hveiju sviði tónlistar, þá sem hafa
mestu hæfileikana, leggja harðast
að sér og gera mestar kröfur til
sjálfra sín. Þeir eiga erfiðara með
að taka undir að gott sé að lifa
og starfa á íslandi á meðan við
höfum ekkert tónleikahús. Óþarfi
er að fjalla mikið um hvert það
leiðir okkur ef besta tónlistarfólk
íslands sest að til langframa í
öðrum löndum. Sjálfstæði íslands
er líka undir menningarlífi komið,
auk þorsksins.
Þess vegna teljum við löngu
tíma til kominn að hafist sé handa
í þessu máli, en hvemig á að
standa að byggingu þess? Hér að
framan er minnst á ábyrga stjóm-
málamenn. Nú er tiltölulega
óalgengt á íslandi að aðrir en
stjómmálamenn skammi stjóm-
málamenn og allra síst svokallaðir
menn úr atvinnulífinu eins og ég
verð að teljast. Ég get ekki stillt
mig um að nefna tvö dæmi af
handahófi, sem koma því e.t.v.
við hvemig á ekki að standa að
því að byggja tónlistarhús.
Árið 1974 var haldið upp á
1100 ára afmæli byggðar á ís-
landi. Þá samþykktu 60 stjóm-
málamenn á Alþingi að íslenska
þjóðin skyldi eignast þjóðarbók-
hlöðu. Eftir efndum þess máls
verður ekki annað séð en að þeim
hafi aldrei dottið í hug að byggja
hana, nóg væri að gefa hana.
Fyrr á þessu ári var tekin í
notkun flugstöð Leifs Eiríkssonar,
Ármann O. Armannsson.
„Óþarfi er að fjalla
mikið um hvert það
leiðir okkur ef besta
tónlistarfólk íslands
sest að til langframa í
öðrum löndum.“
sem frægt er orðið og lögð nótt
við dag að ljúka henni áður en
ríkisstjóm (ráðherra) færi frá svo
réttur maður næði að vígja. Form-
aður byggingamefndar mun hafa
staðið sig svo vel að hann var
gerður að sendiherra Islands út í
löndum, en ráðherrann skipti um
stól. Byggingin reyndist einhveij-
um 1.000 milljónum dýrari en
áætlað hafði verið, en hvað um
það, almenningur mun borga. Nú
má ekki skilja orð mín svo að ég
sé að skamma blessaða stjóm-
málamennina, þeir gerðu sitt
besta og það er gott að búa á
íslandi hvort sem við segjum
vegna eða þrátt fyrir okkar stjóm-
málamenn. Hitt er annað mál að
sé um byggingaframkvæmdir eins
og þær sem að framan greinir eða
tónleikahús sem hér um ræðir
ættum við e.t.v. að hafa mögu-
leika á að standa betur að. Fyrsta
skilyrði þess sýnist mér að sé að
láta ekki stjómmálamenn ætla að
gefa þjóðinni framkvæmdina (nær
væri að þjóðin gæfi þeim bygging-
una).
Nú skulum við gera okkur grein
fyrir að enda þótt tónleikahús
kosti mikið fé fullgert, með öllum
búnaði 650 millj. króna, þá er t.d.
á hveiju ári varið nær tífaldri
þeirri upphæð til virkjanafram-
kvæmda svo dæmi sé tekið og
þessi byggingarkostnaður skiptist
á 3 ár.
Ein leið er að leyfa samtökum
um byggingu tónlistarhúss að
taka lán með ábyrgð ríkisins á
innlendum lánamarkaði og þetta
lán yrði greitt niður sameiginlega
af ríki, sveitarfélögum og ein-
staklingum á t.d. 20 ámm. a þann
hátt færðist abyrgð á kostnaði
úr höndum ríkisins á einstaklinga,
en framkvæmdahraði yrði eðlileg-
ur. Aðrar leiðir koma vissulega
til greina, en meginmálið er að
við sem stöndum í forsvari fyrir
þessari framkvæmd, fáum við-
brögð hjá íslendingum um hvort
þeir vilji að hér verði byggt hús
yfir tónlist. Það fáum við með því
að dæma þær viðtökur sem happ-
drættisátak okkar fær, sem nú
stendur jrfír.
Miiming’ Bjöms Auðunssonar Blöndals
og konu hans Guðrúnar Þórðardóttur
henni festartíminn vera orðinn
langur, og brá hún sér þá til
eftirJón Gíslason
Liðinn tími er á stundum skýr
og bjartur á líðandi stund, séu
heimildir og gögn eftirlátin at-
huguð og könnuð af raunsæi og
víðsýni. Margar heimildir um
ættfræði, persónusögu og sögu
almennt eru hér sannferðug
gögn. Mér hefur oft verið þetta
ljóst, en sjaldan eins augljóst, eins
og þegar ég tók að mér að auka
og búa undir prentun Blöndals-
ætt Lárusar Jóhannessonar
hæstaréttardómara, á árunum
1980 og 1981. í dag heldur Blön-
dalsættin ættarmót hér f
Reykjavík, og minnist tvö hundr-
uð ára afmælis ættföðurins,
Björns Auðunssonar Blöndals.
Björn Blöndal fæddist í
Blöndudalshólum 1. nóvember
1787, en dó í Hvammi í Vatnsdal
23. júní 1846. Kona hans var
Guðrún Þórðardóttir, fædd 2.
október 1797, dó 20. ágúst 1864.
Hann varð sýslumaður í Húna-
vatnssýslu 1820, bjó fyrst á
Þingeyrum, en frá 1822 í
Hvammi í Vatnsdal. Hann var
konungskjörinn alþingismaður
1845-1946.
Guðrún sýslumannsfrú Þórðar-
dóttir í Hvammi var mikill
kvenskörungur og búkona,
ákveðin og skapföst. Hún trúlof-
aðist Bimi Blöndal meðan hann
var enn í Kaupmannahöfii, þótti
Hafnar að hitta kærastann. Hún
lagði þar stund á kvenlegt nám,
sem var þá nær óþekkt á ís-
landi. Það varð henni að miklum
notum í erfíðu húsfreyjustarfi á
fjölmennu rausnarheimili í
Hvammi.
Bjöm Blöndal varð mikill tíma-
mótamaður í húnvetnskri sögu,
var sannur upplýsingarmaður,
raunsær og án öfga. Þegar hann
varð sýslumaður í Húnaþingi, var
ástandið þar vægast sagt mjög
illt. Móðuharðindin höfðu verið
erfíð á öllu Norðurlandi og ekki
síst þar, óöld var mikil og lög-
brot, uppvöðslumenn gengu
lausum hala og létu fátt ógert í
þeim sökum. Þörf var á umbótum
og stjómsömu yfirvaldi.
Bjöm Blöndal skildi vel breytta
tíma, árangur fríhöndlunarinnar
og betra tíðarfar á þriðja áratug
19. aldar. Hann vann ungur að
verslunaretörfum og skildi og
vissi þörfina fyrir bætta verslun,
betri skilyrði fólksins til atvinnu,
betri húsakost og flölbreyttara
lífsviðhorf. Að þessum málum
vann hann af kostgæfni meðan
ævin entist, og árangurinn varð
mikill. Framfaraskeið hófst í hún-
vetnskum sveitum, og bændur
stóðu fast að málum sínutn eins
og kemur fram í samtökum þeirra
f tfð sýslumanns.
Blöndal gerði enga tilraun til
að koma á réttarrfki f sýslu sinni.
En hann lét lögin gilda — refsing-
ar vom framkvæmdar af alvöru
og festu, á stundum að fyrirmynd
erlendra dómara í anda siðskip-
tanna. Hann kvað upp síðasta
dauðadóm f landinu yfír Friðrik
og Agnesi. Hann framkvæmdi
dóminn af fullri reisn. Hann
stefndi til aftökustaðarins öllum
sýslubúum og hélt f raun réttri
héraðsþing. Hann greypti afleið-
ingu glæpsins f vitund fólksins,
hryllingu hans og ógnir, jafnvel
segir sagan, að hann hafí skipað
misindismönnum að færa sig nær
aftökunni, til að vera betur vit-
andi um hvað gæti orðiö. Setning-
in: „enginn má undan líta“ er
táknræn viðvömn til þeirra er
ekki höfðu hreina samvisku. Þessi
atburður er þýðingarmikill í rétt-
areögu landsins alls.
Húnavatnssýsla varð breytt og
betra hérað að sýslumannstíð
Bjöms lokinni. Hann kom á fullri
stjóm á löggæslu f héraðinu og
festi eða réttara sagt greypti virð-
ingu fyrir lögunum í hugarheim
heiðarlegs fólks. Honum tókst
þetta án mikilla átaka. Góðvild
hans og vingjamleg en föst og
traust framkoma vom honum
bestu vopnin. Sýslubúar bám
fulla virðingu fyrir honum, og
kusu ekkert fremur en mega vera
aðnjótandi greiðasemi hans og
góðvildar, þegar þeim reið á. Það
vom margir sem þurftu á slíku
að halda.
Stundum hefur því verið haldið
fram, að sannur Blöndal sé ekk-
ert annað en ljúfmennskan og
góðvildin, þegar venjulegir menn
sýni jafnvel hörku. Þetta er rétt
og ber í sögunni skýr og hrein
merki í framkomu manna. Um
það kann ég nokkrar sögur. En
hér er ekki tími né rúm til að
greina þær.
Heimilið f Hvammi f Vatnsdal
var mikið myndar- og rausnar-
heimili. Það var frægt fyrir
hjálpsemi og aðstoð við fátækt
utangarðsfólk. Fömmenn og um-
komulausir fengu þar skjól og
aðhlynningu. Þetta er hægt að
ráða af heimildum. Frægt er
dæmið um Magnús sálarháska,
frægan fömmann og auðnuleys-
ingja. Þegar hann var orðinn
uppgefinn á löngu flakki um
landið, sneri hann sér í Hvamm
f Vatnsdal, en þar virðist hann
hafa áður átt athvarf, og fékk
þar aðhlynningu undir hinstu för
sfna f eilffðina.
En upplýsingar- og fræðslu-
stefna sýslumanns birtist f raun
f framkvæmd og aðhlynningu
mennta, jaftit andlegra og verk-
legra. S'ingur og hljómlist dafnaði
vel f Hvammi, enda hafa Blöndal-
amir orðið frægir f þessum
greinum. Þar var hlúð að list-
rænni smíði og fagurgerðum
hlutum, og er hægt að sjá merki
þess í Þjóðmipjasafni íslands.
Böm Blöndalshjónanna vom
15. Afkomendur þeirra, Blöndals-
ættin, skipta hundmðum. Gáfur
ættarinnar em fíölbreyttar og
miklar. Sumir hafa komist á
hæsta tind frægðar og frama,
ekki á einu sviði heldur mörgum.
í Vesturheimi og í Danmörku er
frægð þeirra rómuð eins og allir
þekkja. Margir Blöndalar hafa
orðið þekktir hér á landi, læknar,
lögffæðingar, söngvarar, tónlist-
armenn, rithöfundar, málfræð-
ingar, skáld, kaupsýslumenn,
ritstjórar, ræktunarmenn, stjóm-
endur margskonar á sjó og landi.
Ég tel það mikið gildi fyrir
mig að hafa fengið tækifæri til
að kynnast heimildunum um
Blöndalsættina og eiga þess kost,
að vinna að útgáfu hennar. Sumt
af því, sem ég hef fundið í heim-
ildum um ættmennina mun ég
varðveita og skila komandi kyn-
slóðum þannig f höfti.
Blöndalsættarmótið mun færa
ættinni frama og festu, til sam-
heldni og samstöðu. Það er
mikilsvirði að varðveita samband-
ið við uppruna sinn og eiga sagnir
og staðreyndir um eiginleika, sem
erfast og verða að miklum atrið-
um í lífí og lffsbaráttu einstakl-
inganna.
-O-
Ættarmót Blttndalsættarinn-
ar hefst i veitmgahúsinu
Broadway kl. 16 i dag, sunnu-
daginn 1. nóvember.