Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 „Steypt var um hálfan líkamann og ég bundinn niður í gifsið. Þannig lá ég í tvö ár, á bakinu í rúminu og gat ekkert hreyft mig nema hendur og fætur. En af því að ég var læknis- sonur var ákveðið að ég færi norður og fengi að liggja þar." Þurfti að læra að ganga upp á nýtt „Ég fékk mikla innilokunarkennd fyrstu nóttina og hef raunar aldrei losnað við hana. Ég var oft borinn út og stundum keyrðu strákamir mig um bæinn. Eftir tveggja ára legu fór ég enn til Reykjavíkur, nú til uppskurðar. Átti að reyna að spengja á mér bakið en það tókst eklri sem skyldi. Ég fór með Drottningunni suður, en hún hafði komið með bú- slóð Jóns á Laxamýri þegar hann flutti þangað. Hér var ekki komin höfn fyrir svo stór skip og þurfti að feija fólk og vörur út f skipið. Mig þurfti að hífa um borð og ég man hvað ég var hræddur því næst á undan mér var hífður kálfur um borð en hann féll úr stroffunni. Þegar ég losnaði þarna úr gifsinu var ég að verða 10 ára og var nán- ast eins og ungbam eftir þessa tveggja ára legu. Þannig að ég þurfti að læra að hreyfa mig upp á nýtt. Ég skreið í fyrstunni, meðal annars um nágrenni heimilisins og í eitt skiptið að minnsta kosti alveg niður í flöru. Ég fór í bamaskólann 11 ára og var þá nánast ólæs og óskrifandi vegna þess að ég hafði bara viljað láta lesa fyrir mig þegar ég lá í gifs- inu. Það var óskaplega erfitt að koma svona óundirbúinn f skólann. Ég komst þó að nafninu til í gegn um bamaskólann. En þegar unglinga- skólinn tók við veiktist ég aftur og líka næsta haust og svo var ég lagð- ur aftur í gifs árið 1934 og lá þá innan við ár. Móðir mín var einstök kona og sýndi hún mér mikla móðurást í veik- indum mfnum. Má segja að ég hafi ekki farið frá rúmi hennar fyrr en ég var orðinn 17 ára gamall." Á þessum tíma var farið að huga að fi-amtíð Sigurðar Péturs. Hann segist hafa haft áhuga á iækningum. Hann fékk oft að vera við uppskurði hjá föður sfnum, enda gat hann ekk- ert unnið og hafði oft lítið að gera. Hann hafi þá staðið á stól úti f homi og fylgst með læknunum. Silli segir að þegar hugsað var fyrir framtí- ðarstarfi fyrir hann hafi fyrst og fremst verið hugað að stuttu námi, einhveiju sem hann gæti komist í gegnum eftir öll veikindin. Systir hans hafði verið í Verslunarskólanum og líkað vel og varð að ráði að hann var sendur f Verslunarskólann. „Hætti að hugsa um að ég væri öðruvísi“ Hann segist hafa verið látinn f 2. bekk vegna aldurs, þrátt fyrir að hann væri illa undirbúinn, nema í þeim greinum sem hann hafði mestan áhuga á, bókfærslu og reikningi. „Ég hefði lfklega fallið á inntökuprófinu ef ég hefði þurft að taka það en það hefur sjálfsagt átt að sjá hvað ég gæti," segir Silli. Á Verslunarskólaámnum urðu straumhvörf f lffi Sigurðar Péturs. „Ég braut þá af mér þá hugsun að ég væri öðmvísi en aðrir í útliti og sætti mig við lífíð. Ég hellti mér út í félagslffið í skólanum og mér tókst að snúa við blaðinu. Það var erfitt að fara í fyrsta skipti einn að heiman 17 ára gamall, en þetta gekk. Vil- hjálmur Þ. Gíslason skólastjóri var mér ákaflega vinsamlegur og met ég hann mikils. Ég vaíð f forystu fyrir minn bekk, varð ritstjóri skóla- blaðsins sem heitir Viljinn og var mikið í öllu félagslffi. Þessi þijú ár sem ég var í skólanum skrifaði ég allar burtfarareinkunnir nemenda, líka mína, en skrifaði auðvitað ekki undir. Þó ég kúrði ekki yfir bókunum passaði ég mig alltaf á því að und- irbúa mig eitthvað fyrir skólann. Mér gekk alltaf betur og betur í skólan- um, sérstaklega f mfnum fógum, bókfærslu, stærðfræði, verslunar- rétti og hagfræði. Ég lifði sparlega, enda var faðir minn ekki ríkur. Eg eyddi 115 krónum á mánuði og þar af fóru um 90 krónur í fæði og hús- næði. Heilsan var orðin betri og til marks um það get ég nefnt að ég missti ekki einn einasta dag úr vegna FYRSTI nóvember er mikilvægur dagur hjá Sigurði Pétri Bjömssyni útibússtjóra Landsbanka Islands á Húsavík. Hann er afmælisdagur Sigurðar Péturs, eða Silla eins og hann kýs að láta kalla sig, flestir merkustu áfangamir á starfsæfínni tengjast þessum degi og í dag, á 70 ára afmælisdaginn, lætur hann af störfum sem útibússtjóri Landsbankans. „Fyrsti nóvember hefur verið minn lukkudagur," segir Silli. Sigurður Pétur veiktist í æsku og var rúmliggjandi flest æsku- og unglingsárin. Veikindin höfðu þær afleiðingar að hann gat ekki tekið út sinn vöxt eins og jafnaldramir og bognaði í baki. Innan við tvítugt tók hann þá ákvörðun að reyna að sætta sig við það að vera öðruvísi en aðrir í útliti og taka þátt í lífínu eins og hver annar. Þetta tókst og hefur hann verið í kreQandi og ábyrgðarmiklu starfí sem forstöðumaður aðalbankastofnunar Húsavíkur í 44 ár og komið víða við í bæjarfélaginu. Meðal annars hefur hann verið fréttaritari Morgunblaðsins á Húsavík f 50 ár. í tilefni af þessum tímamótum í lífí Silla ræddi blaðamaður við hann á vistlegu heimili hans í Landsbankanum á Húsavík. Sigurður Pétur á bankastjóraskrifstofunni. Fær berklana 5 ára Sigurður Pétur fæddist 1. nóvem- ber 1917 í læknisbústaðnum Ási við Kópasker, þar sem faðir hans var þá læknir. Foreldrar hans, Bjöm Jósefsson læknir og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, voru bæði Skagfirð- ingar og er Silli stoltur af þeim uppruna sínum, segist vera mikill Skagfírðingur í sér. Bjöm var læknir á Kópaskeri I fiögur ár en flutti með fíölskylduna til Húsavíkur þegar Silli var árógamall oggerðist héraðslækn- ir þar. Þegar Silli var 5 ára var erfiður tími hjá fjölskyldunni, sérstaklega móður hans. Faðir hans var í fram- haldsnámi í Austurríki og móðir hans ein með sjö böm, þar af eitt á bijósti. Á þessum tíma voru berklamir grass- erandi og smituðust öll systkinin nema það yngsta rétt fyrir jólin 1922. Og þijú þeirra, þar á meðal Silli sem fékk berklana f bakið, vom mikið veik, „lágu fyrir dauðanum", eins og þá var sagt. Ein systirin dó og hin tvö urðu aldrei söm og áður. Síðar kom f ljós að vinnukona sem réðist á heimilið var með smitandi berkla. Þama hófust veikindi Silla sem stóðu meira og minna þar til hann var sautján ára. Hann talar um þetta tfmabil sem tólf árin sem hann týndi úr lffi sfnu. Árið 1923, þegar Silli var 5 ára, tápmikill og fjörugur, fór móðir hans með hann í Ijósböð til Reykjavíkur, en það var þá talið geta læknað berklana. Hann fór aft- ur heim til Húsavíkur eftir þijá mánuði. Hann segist aldrei hafa ver- ið almennilega frískur næstu árin, en þó ekki legið mikið í rúminu. Upp úr þessu fór hann að bogna í baíri. Móðir hans hafði oft orð á þessu og þegar Silli er átta ára var farið með hann til Reykjavíkur í rannsókn og myndatöku. „Þá uppgötvaðist það að ég var með skemmda hryggjariiði og úrskurðað að ég þurfí að fara í gifs og leggjast í rúmið," segir Silli þegar hann segir frá þessum ámm. Silli með samstarfsfólki sínu í Landsbankanum á Húsavík. Sigurður Pétur Björnsson á Húsavík sjötugnr í dag: Mitt mesta lán hvað ég er vinmiglaður - segir Silli en honum tókst ungum að losna við minnimáttarkennd vegna fötlunar sinnar og hefur gegnt ábyrgðarmiklu og krefjandi starfi sem sparisjóðsstjóri og útibússtjóri Landsbankans í 44 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.