Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
Útgefandi flnÞlaMfe Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Sveiflur
hjá Sovétmönnum
Fyrir rúmri viku hittust ut-
anríkisráðherrar aðildar-
landa Atlantshafsbandalagsins í
Briissel til að hlusta á skýrslu
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, um fundi hans
með Eduard Shevardnadze, ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna,
og Mikhail Gorbachev, leiðtoga
sovéska kommúnistaflokksins, í
Moskvu. Voru NATO-ráðherr-
amir einhuga um, að viðbrögð
ráðamanna í Moskvu við hug-
myndum Shultz og viðhorf þeirra
gagnvart frekari viðræðum um
takmörkun vígbúnaðar væru á
þann veg, að Sovétmönnum væri
greinilega ekki mikið kappsmál
að ganga frá samningi um upp-
rætingu meðaldrægra eldflauga
og fækkun kjamaodda í lang-
drægum flaugum. Gorbachev
setti á ný fram kröfur um, að
Bandaríkjastjóm félli frá áform-
um um geimvamir. Var það
sameiginleg niðurstaða NATO-
ráðherranna, að afstaða Sovét-
manna gæfí til kynna, að þegar
á reyndi væri lítt að byggja á
viljayfírlýsingum þeirra um af-
vopnun. Þá vom NATO-ráðherr-
amir þeirrar skoðunar, að vildu
Sovétmenn ekki leiðtogafund,
væri ekkert því til fyrirstöðu, að
samningur um útrýmingu meðal-
drægu flauganna væri undirrit-
aður af öðmm.
Þessi vika var rétt hafín, þeg-
ar nýr tónn fór að heyrast frá
Moskvu. í samtölum við frétta-
menn gáfu háttsettir sovéskir
embættismenn í skyn, að alls
ekki væri útilokað, að þeir myndu
hittast fyrir áramót Ronald
Reagan, Bandaríkjaforseti, og
Gorbachev. Andstaðan við geim-
vamaáætlunina væri ekki svo
afdráttarlaus, að ekki væri unnt
að semja um annað. Síðan var
skyndilega skýrt frá því á þriðju-
dag, að Shevardnadze, utanríkis-
ráðherra, mjmdi fara til
Washington. Þangað kom hann
á föstudag og ræddi við þá
Shultz og Reagan. Var tilkynnt
eftir þá fundi, að næsti leið-
togafundur yrði haldinn í
Washington 7. desember næst-
komandi. Virðist nú fastmælum
bundið milli stórveldanna, að
gengið skuli frá samningi um
meðaldrægar flaugar og leitað
leiða til að fækka kjamaoddum
í hinum langdrægu.
Þessar sveiflur í afstöðu Sov-
étríkjanna til afvopnunarmála
velq'a ýmsar spumingar, sem
erfítt er að fá einhlít svör við í
lokuðu stjómkerfí þeirra. Var
það ætlun Gorbachevs hér í
Reýkjavík í október 1986, þegar
hann notaði geimvamimar sem
fleyg, að láta á það reyna, hvort
Reagan myndi falla frá áformum
sínum um þessar vamir? í febrú-
ar sl. tók Gorbachev þennan
fleyg í burtu að því er varðar
meðaldrægu flaugamar. Ætlaði
hann að leika sama leikinn núna?
Hvers vegna lét hann fleyginn
aðeins standa í fáeina sólar-
hringa? Eða verður hann við
sama heygarðshomið næst þegar
hann ræðir við Reagan? Hvers
vegna bíður hann þá ekki eftir
því að kjörtímabil Reagans renni
út?
Sumir láta að því liggja, að
með því að höggva hvað eftir
annað í þennan knémnn sé
Gorbachev að reyna að koma illu
af stað innan Atlantshafsbanda-
lagsins. Hann vilji nota geim-
vamimar til að spilla samstöðu
NATO-ríkjanna. Fundurinn í
Brussel fyrir viku gerði þá von
að engu. Hin skjótu umskipti í
afstöðu Sovétmanna síðustu
daga, án þess að Vesturlönd
hafí gert nokkuð til að auðvelda
þeim þau, renna stoðum undir
þá skoðun, að sveiflumar í af-
stöðu Gorbachevs eigi rætur að
rekja til vandræða heima fyrir.
Hann hafí ef til vill ekki þau tök
á stjómmálaráði kommúnista-
flokksins, sem gefíð er til kynna;
að auglýsingastarfsemin út á við
gefí ekki rétta mynd af ástandinu
innan Kremlar. I nýrri bók eftir
Gorbachev, sem nú er að koma
út á Vesturlöndum með brauki
og bramli, tekur hann jafnvel upp
hanskann fyrir hina grimmúð-
legu og alræmdu landbúnaðar-
stefnu Stalíns er gat af sér
samyrkjubúin og varð milljónum
manna að aldurtila. Er sagt, að
með þessu sé hann að þóknast
öðmm valdamesta manni stjóm-
málaráðsins Yegor Ligachev,
sem er hugmyndafræðingur
flokksins og í nánustum tengsl-
um við valdakjamann, nómen-
klátúmna. Ef Gorbachev þarf að
þóknast Ligachev í bókum, sem
við hann sjáifan em kenndar,
hvað þá um mótun stefnunnar í
samningaviðræðum um kjam-
orkuvopn við Bandaríkin?
Viðræður sovéska utanríkis-
ráðherrans í Washington em enn
eitt skrefíð í átt að mikilvægu
samkomulagi um fækkun kjam-
orkuvopna. Hins vegar segir
sagan okkur frá fundinum í
Reykjavík fyrir ári og síðan það,
að allur er varinn góður þegar
kemur að lokaskrefínu og Kreml-
veijar em annars vegar.
Þess má að lokum geta, að
vegna tæknilegra mistaka birtist
sama forystugrein hér tvo daga
í röð og em lesendur beðnir af-
sökunar á því.
Iþingkosningum, sem fram fóm
í Bretlandi við lok heimsstyijald-
arinnar síðari, beið íhaldsflokk-
urinn einhvem mesta og
jafnframt óvæntasta ósigur sögu
sinnar. Churchill, hinn mikli
stríðsleiðtogi Breta, efndi til
þingkosninga snemma sumars
1945, eftir að stríðinu lauk í Evrópu en
áður e_n Japanir höfðu gefizt upp. Leið-
togar íhaldsflokksins vom sigurvissir, en
í umræðum þeirra í milli, áður en ákvörð-
un var tekin um að efna til kosninga,
hafði einn í þeirra hópi varað við því. Þessi
maður var Richard Butler, sem átti eftir
að verða einn af merkustu forystumönnum
flokksins, en aldrei leiðtogi hans eða for-
sætisráðherra. Astæðan fyrir því, að Butler
taldi á þessum tíma óhyggilegt að efna
til kosninga var sú, að hann taldi flokkinn
ekki tilbúinn til að leggja fyrir kjósendur
hugmyndir um það, hvemig standa ætti
að uppbyggingu Bretlands að styijöldinni
lokinni, m.ö.o. að vinsældir Churchills sem
stóðsleiðtoga mundu ekki duga til.
Úrslit kosninganna urðu á þann veg,
að íhaldsflokkurinn beið afhroð og Bretar
höfnuðu forystu þess mannsr sem hafði
leitt þá til sigurs á dimmum dögum heims-
styrjaldarinnar síðari. Viðbrögð íhalds-
flokksins eftir þennan mikla ósigur vom
þau, að hefja víðtækt endurreisnarstarf
með endurskoðun á stefnuskrá flokksins.
Stjómmálastefna flokksins var tekin til
gagngerrar endurskoðunar. A næstu 6
ámm var unnið merkilegt starf undir for-
ystu Butlers við að endurskoða stefnu
fíokksins frá gmnni og aðlaga hana breytt-
um aðstæðum og nýjum tímum. Á
grundvelli þessa starfs endurheimti Ihalds-
flokkurinn þingmeirihluta sinn 1951 og
Churchill sneri aftur til bústaðar forsætis-
ráðherra Breta í Downing-stræti 10.
Þótt ólíku sé saman að jafna vom það
fyrstu viðbrögð Sjálfstæðisflokksins, eftir
að flokkurinn beið ósigur í þingkosningun-
um 1971 og Viðreisnarstjómin hvarf frá
völdum eftir 13 ára setu, að heíja endur-
skoðun á stefnu flokksins frá gmnni.
Menn sögðu sem svo, að 13 ára samfelld
aðild að ríkisstjóm hefði líklega gert það
að verkum, að flokkurinn hefði ekki fylgzt
nægilega vel með nýjum og breyttum
straumum í samfélaginu og þess vegna
væri tímabært að hefja öflugra málefna-
starf á vettvangi hans. Það var Jóhann
heitinn Hafstein, sem tók við forystu Sjálf-
stæðisflokksins eftir lát Bjama Benedikts-
sonar, sem komst að þessari niðurstöðu
og beitti sér fyrir því, að ijölmargar svo-
nefndar málefnanefndir vom settar á
stofn, sem skyldu endurskoða stefnu
flokksins frá gmnni og leggja drög að
endumýjun hennar. Þótt starf málefna-
nefnda Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma
verði alls ekki borið saman við það merki-
lega umbótastarf, sem unnið var á vett-
vangi brezka íhaldsflokksins eftir
kosningamar 1945, höfðu þær þó mikil
áhrif og hafa reynst býsna lífseigar.
í þingkosningunum, sem fram fóm í
aprílmánuði sl., beið Sjálfstæðisflokkurinn
afhroð. í fyrsta skipti í sögu flokksins var
hann ekki lengur stór stjómmálaflokkur
heldur flokkur af miðlungsstærð. Margir
töldu skýringuna fyrst og fremst þá, að
Borgaraflokkurinn var stofnaður skömmu
fyrir kosningar. í kjölfar þeirra tókst Sjálf-
stæðisflokknum þrátt fyrir hinn mikla
ósigur að mynda ríkisstjóm og formaður
flokksins tók við embætti forsætisráð-
herra. Þrátt fyrir það, að tekizt hafði að
snúa vöm í sókn með þessum hætti, hafa
tvær skoðanakannanir með nokkurra
vikna millibili sýnt, að Sjálfstæðisflokkur-
inn er ekki að ná sér á strik. Raunar er
Framsóknarflokkurinn kominn svo nálægt
Sjálfstæðisflokknum í fylgi í síðustu skoð-
anakönnun Hagvangs, að það er ekki
óhugsandi, að hann geti orðið stærri flokk-
ur en Sjálfstæðisflokkurinn í skoðanakönn-
unum.
Á innri vettvangi Sjálfstæðisflokksins
hefur ekki verið gripið til sérstakra ráð-
stafana í kjölfar kosningaósigursins sl.
vor. Að vísu var nefnd sett á Iaggimar
nokkra eftir kosningamar til þess að gera
úttekt á orsökum úrslitanna, en skipun
hennar var umdeild og niðurstaða hennar
hefur ekki orðið tilefni til sérstakra að-
gerða. Nokkur mannaskipti hafa orðið í
nefndum flokksins en um annað sýnist
ekki vera að ræða. Skoðanakönnun Hag-
vangs bendir ótvírætt til að meira þurfi
til að koma.
Ný baráttumál
Viðreisnarstjómin var einhver mesta
umbótastjóm, sem hér hefur setið. Á
valdatíma hennar vom markmið ríkis-
stjómarinnar og um leið Sjálfstæðisflokks-
ins mjög skýr. í þingkosningunum 1971
má segja, að Sjálfstæðisflokkurinn hafí
ætlað að lifa á fomri frægð, þ.e. verkum
Viðreisnarstjómarinnar í stað þess að
leggja fram ný stefnumál. Stefna flokksins
í landhelgismálinu, sem þá var að komast
á dagskrá, var í augum kjósenda a.m.k.
óljós og það sem máli skipti var að sjálf-
sögðu hvemig hún kom kjósendum fyrir
sjónir. í þingkosningunum 1974 var stefna
Sjálfstæðisflokksins hins vegar ákveðin og
markviss. Flokkurinn barðist fyrir út-
færslu landhelginnar í 200 mílur og fyrir
því, að vamarsamningurinn við Bandaríkin
skyldi áfram vera í gildi en vinstri stjómin
1971-1974 hafði stefnt að uppsögn hans.
í þeim kosningum vann Sjálfstæðisflokk-
urinn stórsigur.
Segja má, að afrek Sjálfstæðisflokksins
á áttunda áratugnum hafí verið að leiða
landhelgisbaráttuna til farsælla lykta. í
desember 1976 sigldi síðasti brezki togar-
inn af íslandsmiðum. Afrek Sjálfstæðis-
flokksins á fyrri hluta níunda áratugar var
að kveða niður óðaverðbólguna. Það getur
flokkurinn að vísu ekki eignað sér einn,
þar átti Framsóknarflokkurinn einnig hlut
að máli en þó fyrst og fremst ytri aðstæð-
ur þjóðarbúsins. Það er hins vegar ljóst,
að í þingkosningunum sl. vor bryddaði
Sjálfstæðisflokkurinn ekki upp á þeim
málefnalegu nýjungum, sem höfðað gætu
til kjósenda. í stjómarsáttmála ríkisstjóm-
arinnar hefur það ekki heldur gerzt og
engin merki sjást um það á vettvangi
flokksins, að unnið sé að slíkri málefna-
legri endumýjun.
Spumingin nú er sú, hvort það er ekki
orðið tímabært fyrir Sjálfstæðisflokkinn
að he§a það endurreisnarstarf, sem óhjá-
kvæmilegt er til þess að flokkurinn geti
endurheimt sinn fyrri sess í íslenzku
þjóðlífí, með því að endurskoða málefna-
stöðu flokksins í þeim meginmálum sem
blasa við og þjóðin þarf að takast á við á
næstu ámm. Spumingar hljóta líka að
vakna um það, hvort ekki sé æskilegt að
fínna því endurskoðunarstarfí annan far-
veg en málefnanefndimar, sem reyndust
vel þegar þær vom settar á stofn fyrir
16 áram, en þurfa ekki endilega að vera
bezti kosturinn nú. Til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafí möguleika á að rífa sig
upp úr þeirri stöðu miðlungsflokks, sem
hann gæti verið að festast í, þarf flokkur-
inn að leggja fyrir þjóðina skýrari og
áhugaverðari markmið en þau ein að halda
verðbólgúnni í skefjum. Flokkurinn þarf
ný baráttumál.
Verðfallið og
einkavæðingin
Verðfallið í Wall Street og í kauphöllum
í öðram löndum hefur vakið upp miklar
umræður um heim allan um ástand og
horfur í efnahagsmálum. Það virðist nokk-
uð samdóma álit sérfróðra manna, að
verðfallið endurspegli fyrst og fremst veik-
ari stöðu Bandaríkjanna í efnahagsmálum
en nokkra sinni fyrr. Sú var tíðin, að
Bandaríkin vom bankinn sem lánaði nán-
ast öllum þjóðum heims peninga til
uppbyggingarstarfs. Nú er svo komið, að
Bandaríkjamenn em ekki lengur lánar-
drottnar, heldur skuldunautar. í allmörg
ár hafa þeir haldið efnahags- og fjármála-
kerfí sínu gangandi með stórfelldum
lántökum. Þeir hafa lifað um efni fram
og notað til þess lánsfé frá öðmm þjóðum
alveg með sama hætti og við íslendingar
höfum gert. Munurinn er bara sá, að
Bandaríkjamenn þurfa á svo miklum pen-
ingafúlgum að halda til þess að halda
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
33
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 31. október
Morgunblaðiö/ Arni
Gullfoss
uppteknum hætti, að aðrar þjóðir em ekki
lengur tilbúnar til að lána þeim svo mikið
fé. Þegar þetta peningainnstreymi hætti
varð verðfall í Wall Street.
Ein afleiðing þess er sú, að menn velta
því fyrir sér hvort dagar einkavæðingar-
innar svonefndu séu taldir. Þetta skýrist
bezt með því að vísa til reynslu Breta.
Ríkisstjóm Thatchers er fmmkvöðull í
einkavæðingu. Þar í landi hafa nokkur
stór og öflug ríkisfyrirtæki verið seld
einkaaðilum á undanfömum ámm. Sala
þessara fyrirtækja hefur verið vandlega
undirbúin. Þegar hlutabréf þeirra vom
sett í sölu var barizt um þau. Maðurinn á
götunni, ef svo má að orði komast, tók
mikinn þátt í þessari einkavæðingu með
kaupum á hlutabréfum. Hann hagnaðist
líka fljótlega á þeim kaupum. Verð hluta-
bréfa í kauphöllum heftir farið stöðugt
hækkandi á undanfömum ámm. Á meðan
svo var hafði almenningur mikinn áhuga
á því að kaupa hlutabréf vegna þess, að
það var hægt að selja þau tiltölulega fljótt
aftur með vemlegum hagnaði. Einkavæð-
ingin byggðist m.a. á þessum hagstæðu
skilyrðum á verðbréfamörkuðum.
Um leið og aðstæður breytast og verð-
fall verður á hlutabréfum horfír málið
öðmvísi við. Þá hefur almenningur ekki
lengur áhuga á að kaupa þessi hlutabréf
vegna þess, að vonin um hagnað er minni.
Brezka ríkisstjómin hafði undirbúið vand-
lega sölu á enn einu fyrirtæki eða hluta-
bréfum ríkisins í því áður en verðfallið
varð. Bankar og fjármálafyrirtæki höfðu
tekið að sér að selja bréfín fyrir ákveðið
lágmarksverð og .ábyrgzt söluna, sem
þýddi í raun, að þessir aðilar yrðu að kaupa
bréfín sjálfír, ef engir aðrir kaupendur
fengjust. Eftir að þessar ákvarðanir vom
teknar, en áður en sala bréfanna hófst,
skall kreppan í kauphöllunum á. Hlutabréf-
in S þessu fyrirtæki em nú seld á mun
lægra verði en búið var að ákveða á bréf-
um brezka ríkisins. Þetta þýðir, að það
er ekki lengur nokkur áhugi hjá almenn-
ingi á því að kaupa þessi bréf. Einkavæð-
ingin virðist vera að renna út í sandinn.
Síðustu fréttir herma, að brezka ríkis-
stjómin hafí gert sérstakar ráðstafanir til
að þetta útboð færi ekki gersamlega út
um þúfur.
Nú er auðvitað ósanngjamt að staðhæfa
slikt vegna þessa eina dæmis. Sannleikur-
inn er auðvitað sá i þessu tilviki, að þessi
eign brezka ríkisins féli í verði eins og
eignir geta gert, t.d. fasteignir hér á landi.
Auðvitað væri hægt að selja þessi bréf en
á mun lægra verði. Hagnaður ríkisins yrði
þá margfalt minni, en hagnaðarvon kaup-
enda meiri ef verð færi hækkandi á ný.
Þess vegna er rangt að líta svo á að einka-
væðingin sé að falla um sjálfa sig vegna
verðfallsins í kauphöllunum. Hins vegar
hafa þessar aðstæður sýnt, að ríkisstjómir
sem hyggjast selja eignir ríkisins geta lent
í því að þurfa annað hvort að selja þær á
lægra verði en að var stefnt eða einfald-
lega bíða þar til eignimar hækka á ný.
Sala ríkisfyrirtækja
Það er ein af syndum Sjálfstæðisflokks-
ins, að hafa ekki unnið ötullegar að sölu
ríkisfyrirtækja en raun ber vitni. Það er í
rauninni ákaflega erfítt að skilja það tóm-
læti, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt
þessu máli. Umræður um sölu ríkisfyrir-
tækja hófust að marki sumarið 1983. Þá
þegar kom í ljós, að það var hljómgmnnur
fyrir því meðal kjósenda að selja fyrirtæki
í eigu ríkisins. Hins vegar varð minna um
framkvæmdir en efni stóðu til. Albert
Guðmundsson, þáverandi fjármálaráð-
herra, hóf umræður um málið en það var
Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra,
sem fylgdi því eftir í fyrstu. Á síðari hluta
síðasta kjörtímabils dofnaði hins vegar
mjög yfir sölu ríkisfyrirtækja.
Nú er þetta mál að komast í sviðsljósið
á ný, einmitt vegna umræðna á Vestur-
löndum um það hvort verðfallið á kauphöll-
unum muni binda enda á einkavæðinguna.
Hægt er að færa sterk rök fyrir því, að
hér á landi hafi alls ekki verið staðið rétt
að sölu þeirra hlutabréfa í eigu ríkisins,
sem þó hafa verið seld. Það er verðugt
verkefni fyrir nýja og óþreytta ríkisstjóm,
sem á þegar í erfiðleikum með sölu á ein-
um ríkisbanka, að safna saman upplýsing-
um um, hvemig staðið hefur verið að sölu
þessara fyrirtækja t.d. í Bretlandi og
Frakklandi.
Það er ljóst að aðdragandinn að sölu
er langur og undirbúningur er mikill. Upp-
lýsingamiðlun til almennings um fyrirtæk-
in, sem til sölu em, eignir þeirra, rekstur
og framtíðarhorfur er gífurlega mikil. Þá
fyrst þegar slíkur gmndvöllur hefur verið
lagður era bréfín til sölu. Þegar hlutabréf
ríkisins í Útvegsbanka fslands hf. vom
fyrst boðin til sölu var það gert með lítilli
embættismannalegri auglýsingu hér í
Morgunblaðinu og öðmm blöðum. Árang-
urinn var auðvitað í samræmi við það.
Engin tilraun var gerð til þess að upplýsa
almennjng um það, hvaða verðmæti væm
í boði. í raun og vem hefur það ekki ver-
ið gert enn sem komið er. í stað þess
hefur ríkið lokast inn í viðræðum við tvo
aðila um sölu bankans.
Hægt er að færa rök að því, að það
hafí alls ekki reynt á það, hvort almenning-
ur í landinu vill fjárfesta í þessum banka.
Er ekki tilefni til að staldra við og skoða
Útvegsbankamálið frá nýjum sjónarhóli?
Læra af reynslu annarra og gera tilraun
til þess á gmndvelli hennar að bijótast
út úr þeirri sjálfheldu, að það sé ekki við
aðra að tala um sölu þessa banka en full-
trúa þeirra tveggja þjóðfélagsafla, sem í
áratugi hafa tekizt á í íslenzku atvinnulífí.
Nýjustu hugmyndir Jóns Sigurðssonar,
viðskiptaráðherra, um framtíð ríkisbank-
anna, sem sagt var frá í Morgunblaðinu,
í dag, laugardag, gera ráð fyrir því að
selja 25% af hlut ríkisins i Útvegsbanka
og Búnbaðarbanka erlendum aðilum, ríkið
haldi 35% í hvomm banka en annað selt
öðmm. Er þetta ekki orðið dálítið flókið?
Það geta verið rök fyrir því, að leyfa er-
lendum aðilum að eignast hlut í banka á
íslandi en eigum við að leita eftir því við
erlenda banka, að þeir kaupi hlut í bönkum
hér til þess að leysa vandamál hér heima
fyrir? Er við ekki komnir út á hálan ís,
íslendingar, ef lausnin á heimatilbúnum
vandamálum er sú að sækjast eftir því að
útlendingar kaupi hlut?
„Spurningin nú er
sú hvort það er
ekki orðið tíma-
bært fyrir Sjálf-
stæðisf lokkinn að
hefja það endur-
reisnarstarf, sem
óhjákvæmilegt er
til þess að flokk-
urinn geti endur-
heimt sinn fyrri
sess í íslenzku
þjóðlífi, með þvi
að endurskoða
málefnastöðu
flokksins í þeim
meginmálum sem
blasa við og þjóð-
in þarf að takast
á við á næstu
árum. Spurningar
hljóta iíka að
vaknaumþað,
hvort ekki sé
æskilegt að finna
því endurskoðun-
arstarfi annan
farveg en mál-
efnanefndirnar,
sem reyndust vel
þegar þær voru
settar á stofn fyr-
ir 16 árum, en
þurfa ekki endi-
lega að vera bezti
kosturinn nú.“