Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 61 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / HANDKNATTLEIKUR Vilmar Pétursson Markverðlrnlr snjöllu frá Sandgerðl Einar Karl Einarsson, Guðlaugur Ottesen og Unnar Ásbjöm Magnússon. Oheppnir á mótiFram „OKKUR hefur gengið sœmi- lega. Við unnum einn leik en töpuðum tveimur. Við vorum mjög óheppnir á móti Fram því við áttum 11 línusendingar en skoruðum bara tvö mörk af línu. Þeim leik töpuðum við 12:10. Viðtöpuðum líka á móti HK sem eru með mjög gott lið. Við unnum síðan ÍBK 16:14 og spilum því í C-riðli í fyrstu umferð íslandsmótsins," sögðu markverðirnir þrír í 5. flokksliði, Reynis Sandgerði, Einar Karl Einarsson, Guðlaug- ur Ottesen og Unnar Ásbjörn Magnússon. Ahuginn á handbolta er mikill í Sandgerði og sögðust strák- amir hafa í tvö lið á æfingum sem eru tvisvar í viku. Það er því ekki ^■1 skrítið að strákun- Vilmar um litist vel á Pétursson komandi íslands- skrifar mót. „Okkur ætti að geta gengið vel í vetur ef við höldum sömu baráttu og við höfum haft í síðustu leikjum,_ við unnum til dæmis Reykjavíkur- meistara KR í æfingaleik. Við erum með mjög góðan þjálfara og erum bara bjartsýnir," sögðu Sandgerð- r ingamir. Einar, sem er aðalmarkvörður liðs- ins, sagðist fyrst hafa átt heima í Garðinum og farið að æfa mark í fótbolta þar. Uppúr því hafi hann síðan farið að æfa stöðu handbolta- markmanns og komist í A-liðið frá fyrstu æfíngu. Að fengnum þessum upplýsingum þakkaði blaðamaður markvörðun- um hugrökku, sem fleygja sér fyrir föst skot eins og ekkert sé, fyrir spjallið og kvaddi. Forkeppni 5. flokks í handbolta: Stjaman í fyrstu deild LEIKUR Stjörnunnar og Fylkis í F-riöli forkeppni 5. flokks á íslandsmótinu í handknattleik skipti miklu máli því að sigur í þeirri viðureign tryggði sigur- vegaranum sœti í 1. deild fyrstu umferðar íslandsmóts- ins. Mikillartaugaspennu gœtti því meðal leikmanna fyrstu mínútur leiksins og liðin kom- ust Ktið áleiðis. Jón Baldvinsson, Stjömunni, braut síðan ísiiin með marki eft- ir að leikurinn hafði staðið í 5 mínútur. Kjartan Sturluson jafnaði strax fyrir Fylki en Vilmar Staman skoraði Pétursson síðan 3 næstu mörk. skrifar Garðbæingamir höfðu jrfír allan hálf- leikinn þó að Fylkisstrákunum tækist að minnka muninn í eitt mark, 6:5, fyrir leikhlé. í byrjun seinni hálfleiks tók Stjam- an leikinn í sínar hendur, vöm þeirra var mjög góð og andstæðing- amir komust ekkert áleiðis gegn henni. Þegar skammt var til leiks- loka var forysta þeirra 4 mörk, 14:10. í lokin tóku Árbæingamir mikinn fjörkipp og skomðu þijú síðustu mörk leiksins, sem endaði 14:13 fyrir Stjömuna. Litlu munaði að Fylkir jafnaði leikinn en jafn- tefli hefði nægt þeim til að krækja í 1. deildarsætið eftirsótta. Vllmar Pótureson Komdu moð boKann góði eða ég gef þér eitt olnbogaskot. Það var oft hart barist {forkeppninni f 5. flokki eins og sést á þessari mynd þar sem eigast við strákar úr Reyni, Sandgerði, og ÍBK. Vilmai Pétureson v Stjttmulalkmonnlrnlr hroMU, Sigurður Viðarsson, Ragnar Ámason og Ragnar Hilmarsson. Handbolti fimmti flokkur: Dómarinn hló og gleymdi að dæma Stjörnuleikmennlrnir Ragnar Árnason, Ragnar Hilmarsson og Sigurður Viðarsson, sem leika með 5. flokki, voru kátir þegar blaðamaður hlttl þá í íþróttahúsinu Ásgarði þar sem þeir tóku þátt f forkeppnl 5. flokks á íslandsmótlnu f hand- knattleik. „Okkur hefur gengið rosalega vel. Við unnum Hvera- gerði 19:7, svo áttum vlð að keppa vlð Skallagrfm úr Bor- garnesi en þelr mœttu ekki. Núna eigum vlð bara eftlr að splla við Fylki og ef við vlnnum þá verðum við í 1. delld," upp- lýstu félagarnir svo ekki f»ri neitt á mllli mála hvers vegna þeir vœru svona kátir. Einn leiðindaatburður skyggði þó á kæti þeirra félag því að þeirra besti maður hafði slasast fyrr um daginn. „Hann var að lyfta Vilmar Pétursson skrifar lóðum núna áðan og lenti undir lóðunum með höndina og einn puttinn sprakk. Þetta var alveg ógeðslegt, það var alveg blóðslóð eftir hann. Hann hefur örugglega brotnað," sögðu strákamir. Allir eru félagamir þrír á yngra árinu í 5. flokki og vom þeir spurð- ir hvort það væru mikil viðbrigði að koma uppúr 6. flokki í þann fimmta. „Já, það er erfíðara að komast í byijunarlið í 5. flokki, en það er nú ágætt að komast ( a- liðshópinn," svömðu þeir. Strákam- ir vom bjartsýnir á gengi liðs síns í vetur enda mikill handboltaáhugi ( Garðabæ og u.þ.b. 25 strákar sem æfa með 5. flokki. Þeir töldu þó líklegast að það yrðu annaðhvort lið HK eða FH sem ynnu fslands- meistaratitilinn ( ár. Blaðamanni lék forvitni á að vita hver væm fallegustu mörk sem strákamir hefðu skorað. Ragnar Ámason var fyrstur til að lýsa sínu eftirminnilegasta marki. „Ég skor- aði flott mark núna rétt áðan. Ég var nýkominn inná og spilaði í stöðu vinstri skyttu. Ég hljóp að vamar- manninum og tók síðan undirskot og boltinn lá í skeytunum fjær,“ sagði hann og félagar hans tóku undir að þetta mark hefði verið sérlega glæsilegt. „Ég skoraði eftir- minnilegt mark í úrslitunum í hittifyrra í leik á móti Selfossi. Ég fór ( gegnum klofíð á vamarmann- inum þv( hann var svo rosalega stór og skoraði svo. Ég tók alltof mörg skref en dómarinn hló svo mikið að hann gleymdi að dærna," sagði Sigurður glottandi. Ragnar Hilmarsson mundi ekki eftir neinu einu sérstöku marki til að lýsa en skemmtilegast fínnst honum að skutla sér innúr hominu og þrama ( netið. Eftir þessar fjörlegu lýsingar þurftu kappamir að fara að hita upp fyrir hinn mikilvæga leik við Ifylki og þv( ekki hægt að trafía þá lengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.