Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 HVAÐ FINSST ÞER 'UM INNFLUTNING ERLENDS VINNUAFLS? Hugmyndir eru uppi um að stórauka hlut erlends vinnuafls hér á landi. Leita menn einkum fyrir sér á Norðurlöndunum í þessu skyni en einnig annars staðar í Evrópu. Norðurlöndin eru sameiginlegur vinnumarkaður og íbúar þeirra geta gengið til starfa í því landi þar sem þeir setjast að. Aðrir en Norðurlandabúar þurfa atvinnuleyfi hjá félagsmálaráðuneytinu að fenginni umsögn stéttarfélags. Nú hafa um 700 útlendingar atvinnuleyf i hér. Auk þeirra starfa hér sennilega nokkur hundruð Norðurlandabúar. Morgunblaðið lagði eftirfarandi spurningar fyrir nokkra forystumenn launþega og vinnuveitenda: 1. Eru núverandi reglur um innflutning á erlendu vinnuafli fullnægjandi? 2. Finnst þérað stemma eigi stigu við . innflutningiá erlendu vinnuafli? Byggjum ekki upp ein- angrunar- stefnu - segir Víglundur Þorsteinsson, iðnrekandi 1. Eru núverandi reglur um innflutning á erlendu vinnuafli fullnægjandi? Já, núverandi reglur eru full- nægjandi fyrir atvinnulífið í landinu. Við höfum frjálsan vinnu- markað með öðrum Norðurlandabú- um, reglur sem fram til þessa hafa fyrst og fremst auðveldað íslend- ingum að leita starfa á hinum Norðurlöndunum en lítið gagnast öðrum íbúum Norðurlanda hér á landi þar til nú. Reglur um atvinnuleyfi til handa öðrum útlendingum eru ekki þess eðlis að atvinnulífið þurfi á breyt- ingum á þeim að halda. 2. Finnst þér að stemma eigi stigu við innflutningi á erlendu vinnuafli? Nei. Við þurfum að gæta þess að byggja ekki upp einangrunar- stefnu gagnvart okkar nágranna- löndum, slík stefna af okkar hálfu hlýtur fyrr eða síðar að kalla á svip- uð viðbrögð gagnvart okkur í nágrannalöndunum. I dag eru mörg þúsund íslend- inga við störf erlendis og svo hefur það verið um langan tíma og verður áfram. Við höfum því haft ómældan hag af því að hafa fijálsan eða lítið heftan aðgang að vinnumörkuðum erlendis. Mér finnst sú umræða sem fram hefur farið á þessu sumri meira hafa einkennst af sérkennilegum tilfinningum en skynsemd og rök- festu. í þeirri umræðu hefur t.d. verið grunnt á hleypidómum hjá okkur. Nú síðast hefur þeirri fullyrðingu skotið upp að verið væri að flytja inn vinnuafl til þess að halda niðri launum á íslandi. Ef þessi fullyrðíng er skoðuð betur þá hlýtur að felast I henni sú staðreynd að launakjör og tekju- möguleikar á íslandi séu betri en í nágrannalöndunum. Þar komum við að kjama máls- ins. Á íslandi er uppgangur og mikil vinna. Kjarasamningar undanfarinna ára hafa stóraukið kaupmátt i landinu. Niðurstaðan er sú að launakjör á íslandi þola nú allan samanburð við okkar ná- grannalönd og gott betur þegar tekið er tillit til kerfis beinna skatta hér á landi og í nálægum löndum. Þess vegna er það eftirsóknar- vert fyrir ungt fólk í löndum þar sem atvinnuleysi heijar að koma til starfa á íslandi. Við eigum að taka við þessu unga fólki opnun örmum og gefa því tækifæri til starfa hér á landi þar sem fólk vantar til svo margvís- legra framleiðslustarfa. Hafa þarf góða gát á inn- flutningi vinnuafls - segir Þröstur Olafsson hjá Dagsbrún 1. Eru núverandi reglur um innflutning á erlendu vinnuafli fullnægjandi? Já, við venjulegar kringumstæð- ur tel ég svo vera. Þó hlýtur alltaf að vera álitamál hvort jafii lítil þjóð og við getum opnað landið fyrir margfalt stærri þjóðum án þess að geta stöðvað innflutning framandi fólks, ef hætta verður talin á að menningu okkar og siðum sé hætta búin svo og jafnvægi á vinnumark- aði. Núgildandi reglur byggjast á gagnkvæmum réttindum milli landa. Við höfum óhindraðan að- gang að vinnumarkaði Norðurlanda — þeirra landa sem óumdeilanlega standa okkur næst í háttum, menn- ingu og lífsviðhorfum. íslendingar hafa frá öndverðu viljað hafa ákveð- in atvinnuréttindi á Norðurlöndum og því hljótum við að fallast á gagn- kvæmi á þessu sviði. Hvað aðrar þjóðir snertir er rétt að hafa ströng skilyrði og leyfisveit- ingar. Bæði er að vinnumarkaður okkar þolir ekki ótakmarkað að- streymi vinnuafls án þess að fara úr skorðum, sem leiðir til lækkunar á kaupi, en eins hitt að hættur sem leiða af framandi menningu og ólík- um lífsviðhorfum geta orðið okkur skaðvænlegar og leitt til árekstra innanlands, eins og við verðum áhorfendur að daglega hjá sumum erlendum þjóðum. 2. Finnst þér að stenuna eigi stigu við innflutningi á erlendu vinnuafli? í samræmi við það sem að fram- an er sagt, finnst mér að nauðsyn- legt sé að hafa góða gát á innflutningi erlends vinnuafls. Við eigum að sníða atvinnustarfsemi okkar stakk eftir eigin stærð, sem þýðir að sé almennur skortur á vinnuafli ber að slá á spennuna inn- anlands og aðlaga atvinnueftir- spum og framboð, í stað þess að auka framboð með erlendu vinnu- afli í stórum stíl. Gegn því hljótum við að vinna. Hitt er svo annað mál að ég tel enga ástæðu til að agnú- ast út í takmarkað erlent vinnuafl sem leysir takmarkaðan tímabund- inn vanda á einstökum stöðum út um land. Dýrmætir markaðir í hættu vegna vinmiaflsskorts - segir Knútur Karlsson, framkvæmdastjóri í Grenivík 1. Eru núverandi reglur um innflutning á erlendu vinnuafli fullnægjandi? Það má segja að reglur þær og hefðir, sem hafa verið undanfarin ár um innflutning vinnuafls, hafi verkað þannig að atvinnurekendum hefur verið fært að ráða erlent starfsfólk til að halda fyrirtækjun- um gangandi og án þess að skerða atvinnumöguleika heimamanna. 2. Finnst þér að stemma eigi stigu við innflutningi á erlendu vinnuafli? Það má ekki þrengja þá mögu- leika, sem fyrirtæki hafa nú til innflutnings á vinnuafli. Hér á eftir eru nokkur atriði, sem ég tel vera helstu ástæðumar að fískvinnslu- fyrirtæki ráði tímabundið til sín erlent starfsfólk. Á ýmsum smærri útgerðarstöð- um landsins, er ekki }rfir vetrarmán- uðina til nægilega margt fólk til að fullmanna eina vinnslulínu í fisk- vinnslustöð. Vinnslulínur þurfa að vera fullmannaðar til að hægt sé að gera fiskvinnslustöð arðbæra og vinnsluhæfa rekstrareiningu. Yfir vetrarmánuðina berst að landi það hráefni sem hentar best í ýmsar neytendapakkningar, en framleiðsla þeirra krefst mikils vinnuafls. Á undanfömum 2 ámm hefur hraðfrystiiðnaðurinn ekki getað, vegna vinnuaflsskorts, framleitt nægjanlegt magn af ýmsum neyt- endapakkningum og em dýrmætir markaðir í hættu þess vegna. Væntanlegar em ýmsar tækni- nýjungar á næstu ámm í fiskiðnaði, sem.munu leiða til vinnuaflsspam- aðar. Er þá mjög gott að geta brúað það tímabi) með erlendu vinnuafli og skólafólki. Reynsla ann- arra þjóða slæm - segir Þórunn Svein- bjömsdóttir, formaður Sóknar í Reykjavík 1. Eru núverandi reglur um innflutning á erlendu vinnuafli fullnægjandi? Núverandi samræmdar reglur varðandi Norðurlandabúa í vinnu í hveiju hinna Norðurlandanna em gagnkvæmar, þannig að ef íslend- ingur fer til annarra Norðurlanda hefur hann sama rétt og aðrir í því landi til vinnu eða atvinnuleysis- bóta, sama gildir ef Norðurlandabúi kemur til íslands í atvinnuleit. Við teljum þessar reglur sann- gjamar. Hinsvegar þyrftu reglur að vera hertar varðandi innflutning á erlendu vinnuafli í stómm stíl, einnig að vinnuveitendum væri skylt að mismuna ekki útlendingum og íslendingum t.d. með fríu hús- næði eða öðmm ffíðindum. 2. Finnst þér að stemma eigi stigu við innflutningi á erlendu vinnuafli? Við emm alfarið á móti því að innflutningur á erlendu vinnuafli í stómm stfl sé leyfður. Ef atvinnu- rekendur sjá sér fært að byggja yfír hópa af útlendingum, hljóta þeir að geta veitt því fé til hags- bóta fyrir íslenskt verkafólk. í þessu máli höfum við reynslu annarra þjóða til að læra af og sú reynsla er alfarið slæm. Stórir hópar af erlendu fólki em á atvinnuleysis- bótum í flestum nágrannalöndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.