Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 t BJARNHEIÐUR INGÞÓRSDÓTTIR hjúkrunarkona, Miðvangi41, lóst 19. október sl. Að ósk hennarfór jarðarförin fram í kyrrþey. Synir og fjölskyldur þeirra. t Hjartkaer móðir okkar, GUÐRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR, Snorrabraut 73, Reykjavlk, lést fimmtudag 29. október. Etfn Ellertsdóttir, Guðrún Ellertsdóttir, Ásgeir B. Ellertsson, Þorkell Steinar Ellertsson, Magný Ellertsdóttir. t Minningarathöfn um föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, séra GUÐMUND BENEDIKTSSON, fer fram í Akraneskirkju þriöjudaginn 3. nóvember kl. 11.15. Jarðsett verður frá Barðskirkju í Fljótum miðvikudaginn 4. nóvem- ber kl. 14.00. Blóm og kransar eru afbeönir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Guðrún Guðmundsdóttir, Signý Guðmundsdóttir, Jón B. Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Guðfinna Gunnarsdóttir, börn og barnabörn. Helfried Heine, Ágúst G. Berg, Ása Stefánsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Baldvin Jónsson, t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐJÓNSSON bifvélavirki, Tunguvegi 5, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkju Hafnarfjarðar þriðjudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á St. Jósefsspítala, Hafnar- firði. Stefania Guðmundsdóttir, Þórir Ólafsson, Elín Ólafsdóttir, Jónas Gestsson, Guðjón Ólafsson, Hugrún Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóöir og systir, JÓNA SVEINSDÓTTIR, Marargötu 4, Reykjavlk, lést í Landspítalanum 17. október. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Sveinn Þorkelsson, Dóra Diego Þorkelsdóttir, Hjálmar Diego Þorkelsson, Þorkell Diego Þorkelsson, Jón Þorkelsson, Arnheiður Sveinsdóttir, Brynhildur Sigurðardóttir, Kristjón Þorgeirsson, Dagbjört Bergmann, Halldóra Björk Ragnarsdóttir, Linda Ágústsdóttir, Þórunn Sveinsdóttir. t Móðir mín, tengdamóöir, fósturmóðir, amma og langamma, HERDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR, Skólabraut 29, Akranesi, sem lést 27. október, verður jarösungin frá Akraneskirkju þriðju- daginn 3. nóvember kl. 14.15. Þeir sem vilja minnast hennar, vinsamlegast látiö Sjúkrahús Akra- ness njóta þess. Marsella Guðjónsdóttir, Gísli Þorbergsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Herdís H. Þórðardóttir, Guðjón Þórðarson, Þórður Guðjónsson, Geir H. Haarde, Jóhannes Ólafsson, Hrönn Jónsdóttir JónaSveins- dóttir - Minning Fædd 9. maí 1916 Dáin 17. október 1987 Þegar ég frétti lát Jónu Sveins- dóttur, þessarar góðu og jákvæðu konu, sem var í lífinu svo sátt við allt og alla, og jafnvel held ég að hún hafí einnig verið sátt við dauð- ann, fylltist ég trega. Mér er ákaflega ljúft að minnast starfa hennar í Kvenfélagi Laugarnes- sóknar, en þar starfaði hún vel á fyrstu árum félagsins og átti alltaf mjög gott með að koma öllum í gott skap með sínu hlýja brosi. Jóna á Heiði, eins og hún var alltaf köll- uð, átti heima á Heiði við Klepps- veg. Nú þegar Jóna er komin yfír móðuna miklu hrannast upp minn- ingamar frá löngu liðnum árum. Við áttum margt sameiginlegt, vor- um jafn gamlar og ólum upp jafn mörg böm, störfuðum mikið í kven- félaginu, aðallega ef eitthvað átti að vera félagskonum til ánægju, þá var hún í essinu sínu. Ég veit að allar eldri félagskonur muna Jónu geislandi af gleði og lífsþrótti. Við í Kvenfélagi Laugamessóknar kveðjum hana með þökk og virðingu og hennar er sárt saknað. Bömum hennar og venslafólki biðjum við allrar blessunar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Á.J. Þá er hún Jóna frænka líka lögð af stað í ferðina löngu, sem enginn kemur aftur úr. Það varð ekki langt á milli tvfburanna, Sveinu og Jónu. Stríðið hennar Jónu hafði raunar staðið í mörg ár. Níu ár em nú lið- in síðan fyrst varð vart þess meins, sem nú hefur lagt hana að velli. En bjartsýni Jónu var mikil og dugnaðurinn sem fyrr, og hún gafst ekki upp fyrr en í fúlla hnefana. Alltaf var hún tilbúin að leggja lið og hjálpa öðmm og sífellt gerði hún mestar kröfur til sjálfrar sín. Hún Jóna var alltaf svo sterk. Sterk var hún þegar hún missti manninn sinn, hann Þorkel, langt um.aldur fram. Segja má með sanni, að Jóna hafí lifað og dáið með reisn, sannkölluð hetja, vitur og ráðagóð, lítillát og hógvær, eins og skaftfellskir frænd- ur hennar margir, en föst fyrir og einörð og engin gunga. Jónu prýddu flestir þeir kostir sem prýtt geta góða konu. Jóna Sveinsdóttir fæddist á Ás- láksstöðum á Vatnsleysuströnd 9. maí 1916, tvíburi við Sveinu, sem lést í Reykjavík 21. mars í vetur. Foreldrar Jónu vom hjónin Am- heiður Björnsdóttir frá Þjóðólfs- haga í Árnessýslu, og Sveinn Einarsson steinsmiður frá Heiði á Síðu, bæði af sunnlensku bænda- fólki komin. Systumar vom fjórar, Þómnn og Amheiður, auk tvíbur- anna. Auk þess áttu þær systur hálfbróður, Einar, af fyrra hjóna- bandi föður þeirra. Jóna Sveinsdóttir giftist árið 1937 Þorkeli Hjálmarssyni, af vest- fírskum ættum, miklum öðlingi, og eignuðust þau 5 böm: Svein, sem kvæntur er Brynhildi Sigurðardótt- ur, Dóm, sem er gift Kristjáni H. Þorgeirssyni, Hjálmar, sem er kvæntur Dagbjörtu Bergmann, Þorkel, en kona hans er Halldóra Björk Ragnarsdóttir og Jón, sem kvæntur er Ágústu Lindu Ágústs- dóttur. Bamabömin og langömmu- börnin em orðin mörg, myndarlegar hópur, sem oft átti leið á Marar- götu 4, en þar hafa þær systur Heiða og Jóna búið í nær tvo ára- tugi. Oft var mannmargt á Marar- götunni og glatt á hjalla og ávallt jafn notalegt þar að koma fyrir háa sem lága, unga sem gamla, og ekki gerður mannamunur á fólki. Allir vom þar jafnir, og það var góður sósíalismi. Minningamar hrannast upp við þessi tímamót. Haust- og vetrar- dagar 1960, þegar við vomm að eignast litlu íbúðina okkar á Klepps- vegi 40, bak við Heiði, þar sem Jóna og Þorkell bjuggu. Alltaf stóð vel á hjá Jónu. Þótt húsakynnin væm lítil, var hjartarými nóg, allt til reiðu ævinlega og auk þess hlýtt viðmót fjölskyldunnar og létt lund. Þar virtist ekkert vanta. Heiði var ef til vill lágreist utan, en inni var höll. Sumarið 1970 komum við í heim- sókn frá Bergen, þar sem við vomm þá búsett. Þá vom þeir.Heiða amma og Jóna fluttar saman og tóku á móti þessari stóru flölskyldu opnum örmum eins og margoft síðan. Sumarið 1971 komu Heiða amma og Jóna svo til okkar til Bergen, ekki á veislur á slóðum Egils á Borg, heldur til að gæta bús og t Eiginkona mín, móðir mín og systir, BJÖRG ARADÓTTIR, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Magnús A. Ólafsson, Kristin Halla Magnúsdóttir, Sigriður Aradóttir. t Sonur okkar, HENRIK SIGURÐSSON, rennismiður, Laugarásvegi 55, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Kristfn Henriksdóttir, Sigurður Egilsson. + Eiginkona mín, móðir okkar og amma, LÁRA BERGSDÓTTIR, Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Meðalholti 7, Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf verður jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. nóvember um gerð og val legsteina. kl. 3 e.h. lg S.HELGASON HF Óskar Jóhannsson, Bergur Óskarsson, Gréta Óskarsdóttir, i| STEINSMIÐJA Þorbjörg Helga Óskarsdóttir, Sveinn Ingvarsson ■■ SKEMMUVEGI 48 SiMI 76677 og barnabörn. bama svo að við tvö gætum farið í ferðalag um Noreg og Danmörku. Það má í raun segja, að bömin okkar hafí í Jónu eignast eina góða ömmuna enn. Nú hefur Heiða amma misst mik- ið, ekki aðeins systur og vin, heldur einnig fömnaut um langt árabil, og sambýlið var gott og þær vom sam- rýndar systur. Stórt skarð er höggvið í glaðværan systrahópinn, þegar „litlu stelpumar“, eins ogþær Þómnn og Heiða amma kölluðu Jónu og Sveinu á stundum, em horfnar yfír móðuna miklu á skömmum tíma. Síðustu vikumar var ljóst að hveiju stefndi. En Jóna æðraðist ekki. „Talið ekki mikið um mig, en gleymið ekki að þakka henni Heiðu,“ sagði hún við bömin sín síðasta daginn. Erfitt er að vita hveijum á að þakka, en við, eins og svo margur, eigum Jónu mikið að þakka, og gott hefur verið að fá að kynnast slíkri konu sem Jónu Sveinsdóttur á Heiði við Kleppsveg. Elsku Sveinn, Dóra, Hjálmar, Þorkell og Jón. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Þómnn og Heiða amma, við hugsum líka til ykkar. Kaupmannahöfn, Gréta, Tryggvi. Jóna Sveinsdóttir lést þann 17. október síðastliðinn. Það er eins og ský dragi fyrir sól um stund þegar vinir manns hverfa. Jóna átti ætíð fallegt heimili sem öllum stóð opið. Ung giftist hún Þorkeli Hjálmar- syni, mesta ágætis manni, sem dó langt fyrir aldur fram. Þau áttu 5 börn. Það er margs að minnast, ekki síst ferðalaganna sem við fómm í þegar bömin okkar vom lítil og svo síðastliðið sumar að Varmalandi, það var ógleymanlegt. Jóna var sterk í sorginni og veik- indunum og einstaklega góð vin- kona, ávallt boðin og búin að rétta hjálparhönd. Jóna unni músík og var mikil sundkona á yngri ámm og hélt því áfram meðan kraftar leyfðu. / Ég þakka henni allar glöðu stundimar sem við áttum saman. Ég bið guð að styrkja bömin, syst- umar og alla afkomendur hennar. Friður veri með henni um alla eilífð. Hanna Kristjánsdóttir Blömastofa Fnófinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.