Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 Saulján sjúkraflutn- ingamenn á námskeiði NÁMSKEIÐI í sjúkraflutning- um, sem haldið var á vegum Rauða kross íslands og Borg- arspítalans lauk í vikulokin. Alls sóttu 17 sjúkraflutninga- menn námskeiðið, sem staðið hefur yfir síðustu tvær vikur. Þetta er í tíunda sinn sem slíkt námskeið er haldið, en á því var bæði verkleg og bókleg kennsla í sjúkraflutningum. kenndir verk- legir og bóklegir tímar í sjúkra- flutningum. Kennslan hefur að mestu leyti farið fram á Borg- arspítalanum, og hafa um 30 læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og annað sérhæft starfsfólk leiðbeint á námskeiðinu, sem lauk með skriflegu og verk- legu prófi. Frá námskeiði í sjúkraflutningum sem haldið hefur verið á vegum Rauða kross íslands og Borgarspítalans. syugur léttkla^sísk lög fyrir matargesti á smmudögum kl. 1230 og 2030 Jónaslxírir, Jé'lgi og Hemmnn liigi skemmta á Háteigi um kvöldið. P : S Sigfúh 38, 105 Reykjavík Sínii 689000 Morgunblaðið/Sverrir Sigrún Guðmundsdóttir, Ostameistari íslands 1987, fyrir miðju á milli Jóns Helgasonar landbúnaðarráð- herra og Kjell Brelin, deildarstjóra rfldseftirlits mjólkurafurða og eggja i Svíþjóð. Aðrir á myndinni eru Óskar H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar, Ólafur Araar Kristjánsson yfirdómari og verðlaunahafarnir Haukur Pálsson, Oddgeir Siguijónsson, Hermann Jóhannsson og Kr. Björgvin Guð- mundsson. Ostadagar: Sigrún Guðmundsdóttir valin Ostameistari Islands 1987 OSTADAGAR Osta- og smjörsöl- unnar hófust í þriðja sinn á föstudag að Bitruhálsi 2. Óskar H. Gunnarsson setti Ostadaga og að þvi loknu flutti Jón Helgason landbúnaðarráðherra ávarp^ Ól- afur Arnar Kristjánsson til- kynnti síðan úrslit i ostadómum sem fram höfðu farið fyrr um daginn. Sigrún Guðmundsdóttir hlaut þá titilinn Ostameistari ís- lands fyrir tvennskonar osta, ijómaost með kryddi og ijómaost með hnetum, sem Mjólkurbú Flóamanna framleiðir. 65 ostar frá öllum mjólkursam- lögum landsins voru metnir að þessu sinni. Átta dómarar, valdir af Ólafi A. Kristjánssyni, dæmdu ostana með aðstoð Kjell Brelin, deildarstjóra hjá ríkiseftirliti mjól- kurafurða og eggja í Svíþjóð. Ostamir voru metnir með tilliti til lyktar, bragðs, byggingar, útlits og þéttleika og síðan var þeim gefin meðaleinkunn. Viðurkenningamar skiptust í þijá aðalfiokka, fasta osta, mjúka osta og mygluosta. Fyrstu verðlaun fyrir fastan ost hlaut Haukur Páls- son, Ostameistari íslands 1985, fyrir kúmen-maribo ost sem Mjólk- ursamlag K.S. Sauðárkróki fram- leiðir, með einkunnina 12,71. Þessi ostur hlaut einnig sérstök verðlaun frá Kemikalia, innkaupasambandi sænsku mjólkursamlaganna. Sig- rún Guðmundsdóttir fékk síðan fyrstu verðlaun fyrir tvo mjúka osta sem fengu báðir hæstu einkunn ostadómanna, 12,86, og reyndist Sigrún því Ostameistari íslands 1987. Þessir ostar eru ijómaostur með kryddi og rjómaostur með hnetum, framleiddir af Mjólkurbúi Flóamanna. Fyrstu verðlaun fyrir mygluost hlaut Oddgeir Siguijóns- son fyrir gráðaost sem Mjólkursam- lag KEA framleiðir, með einkunn- ina 12,43. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- anna og höfundur bókarinnar „Perestrojka - Ný hugsun, ný von“ sem kemur út hjá Iðunni 18. nóvember Bókaútgáfan Iðunn: Bók Gorba- chevs kemur út 18. nóv. BÓKAÚTGÁFAN Iðunn sendir frá sér bókina „Perestrojka -Ný hugsun, ný von“ eftir Mikhail Gorbachev, Ieiðtoga Sovétríkj- anna, 18. nóvember næstkom- andi. Fjallar bókin um stefnu og nýjar stjórnmálahugmyndir hans í innanríkis- og alþjóðamálum, og kemur hún út í tuttugu lönd- um samtímis. í fréttatilkynningu frá Iðunni segir að hugmyndin að bókinni hafi orðið til hjá bandaríska útgáfufyrir- tækinu Harper’s & Row, og var henni komið á framfæri við sovéska sendiráðið í Washington. Fyrr á þessu ári bárust fyrirtækinu vísbendingar um að sovétleiðtoginn sæti við skriftir, en þó kom á óvart þegar handritið var afhent á bóka- sýningu í Moskvu í september. Bókin kemur samtímis út í Sov- étríkjunum, Bandaríkjunum, ísrael, Japan, löndum Suður- og Mið- Ameríku og flestum Evrópuríkjum. Ensk þýðing bókarinnar var tilbúin á alþjóðlegu bókasýningunni í Frankfurt í byijun október, og var þá samið um útgáfu hennar á Vest- urlöndum. Sovétmenn vildu að bókin kæmi út á Vesturlöndum á afmæli byltingarinnar, 7. nóvem- ber, en útgáfudeginum var frestað til 18. nóvember. Tíu þýðendur hafa unnið síðustu vikur við að þýða bókina á íslensku, þau Álfheiður Kjartansdóttir, Hjört- ur Gíslason, Hjörtur Pálsson, Hólmfríður S. Svavarsdóttir, Ingi- björg Haraldsdóttir, Jón Ólafsson, Kristófer Svavarsson, Már Jónsson, Ólafur B. Guðnason og Sigurjón Gunnarsson. Umsjón með íslensku útgáfunni hefur Heimir Pálsson. Glæs\legarcashmerekápur,moháog úMápur,vattfóðraðarterrylene-l(ápur. v/Laugalæk sími 33755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.