Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 Rafmagn lagt að Hvítanesi • • í Ogurhreppi Bœjum, Snæfjallaatrönd. ORKUBÚ Vestfjarða hefur að undanförnu unnið við lagningu raflinu inn með austanverðum Skötufirði og lagt sæstreng yfir fjörðinn að bænum Hvítanesi í Ögurhreppi. Þar hefur ekki verið rafmagn frá raf- veitu áður en heimilisrafstöð gengið þar á vegum bóndans síðustu 20 ár. Það eru mikil umskipti til hins betra að nú fær þessi útvörður eyðibyggðar allrar, allt frá Ögri út í Álftafjörð, veiturafmagn svo sem allir bæir hér í Djúpi hafa notið nánast síðastliðna tvo áratugi. Að halda við og keyra heimilisrafstöð fyrir einn bæ er dýrt fyrirtæki og óöruggt og þá ekki síst þegar olíustyrkurinn var tekinn af bóndanum í þokkabót. Orkubú Vestflarða hefur einnig unnið að stórkostlegum endurbótum á raflínum í Snæfjalla- og Nauteyrar- hreppi af miklum dugnaði nú síðla sumars. Þétt staurana um helming á svæðum sem bilanir vegna ísinga hafa gert okkur lífíð leitt. Einnig end- umýjað lélega staura og skipt um vír. Þá er einnig áformað að setja nýjan sæstreng yfír Kaldalón og mun örygg- ið við allar þessar umbætur aukast gífurlega. Það eru því fímm sæstreng- ir á þessari rafveitulínulögn hér í Djúpi, það er frá Tyrðilsmýri út í Æðey, yfír Kaldalón milli Nauteyrar- og Reykjafjarðarhreppa, yfír Mjóa- fjörð og út í Vigur og nú yfír Skötufjörð að Hvítanesi. Jens í Kaldalóni Afmælishátíð hjá skátum SKÁTAHREYFINGIN á fslandi líka móttaka I Skátahúsinu við stendur fyrir fjölþættri hátíðar- dagskrá um allt Iand í tilefni þess að í ár eru liðin 80 ár frá stofnun skáthreyfingarinnar, og 75 ár frá því að skátastarf hófst hér á landi. Dagskráin hófst á föstudaginn, en í kvöld, sunnudag, stendur skátafé- lagið Selsingar fyrir móttöku gesta í félagsheimilinu á Seltjamamesi, og á morgun, mánudag, standa Selsing- ar fyrir kvöldvöku. Á morgun verður Leikfangasmiðjan Alda á Þingeyri: Einn bíll á hverja hundrað Snorrabraut frá kl. 17-19, og kvöld- vaka á vegum skátafélagsins Seguls í Breiðholti. Hátíðardagskránni lýkur sunnu- daginn 15. nóvember með afmælis- dagskrá Klakks í íþróttaskemmunni á Akureyri. Nú em um 11.000 skátar starf- andi á íslandi f 40 skátafélögum og 120 deildum, en f heiminum öllum munu vera um 26 milljónir skáta. Morgunblaðið/Bjami Gunnar Jóhannsson gefur seiðunum í einu af „fiskabúrunum" sínum i gamla fjósinu í Hlíð. Óvenjulegt fiskeldi: Kyndir undir seiðunum með olíu úr togurunum „Þetta er bara tómstunda- gaman, þetta er ekki mikið meira en að vera með stórt fiskabúr," sagði Gunnar Jó- hannsson, skólastjóri, þegar Morgunblaðsmenn báðu hann að sýna sér f iskeldisstöðina sem hann hefur komið fyrir í gam- alli hlöðu á bænum Hlíð. Fiskeldi Gunnars er óvenjulegt að því leyti að hann notar úr- gangsolíu úr togurum Ólafs- firðinga til að hita vatnið hjá laxaseiðunum. Gunnar var eitt sinn bóndi í Hlíð, en hann hætti búskap fyrir nokkru og gerðist skólastjóri í bamaskólanum á Ólafsfírði. Gunnar sagðist hafa verið viðloð- andi tilraunir við seiðasleppingar hjá Veiðifélaginu og honum hafi út frá því dottið í hug hvort ekki væri hægt að nýta gömlu útihúsin í Hlíð til fmkeldis. Gunnar keypti fyrst seiði hjá fískeldisstöðinni Óslaxi í Ólafsfírði í nóvember í fyrra og nú er hann með um 20.000 laxaseiði í fímm keijum. Hann hugleiddi fyrst að fá heitt vatn frá Hitaveitu Ólafs- fjarðar, en hvarf frá því vegna mikils kostnaðar, og þá vaknaði hjá honum sú hugmynd að fá úrgangsolíu frá togurunum til að hita vatn. Gunnar sagðist ekki vita til þess að aðrir notuðu þessa aðferð við fískeldi hér á landi. Áður var úrgangsolíunni brennt, eða hún var seld til Reykjavíkur, en verðið hrökk varla fyrir flutn- ingskostnaði. Gunnar notar sérstakan svart- olíubrennara við kyndinguna og brennir hann 170-180 lítrum af olíu á dag. Gunnar sagðist vonast til að geta náð hitanum upp í 10—12 gráður, sem væri kjörhiti, með nýjum útbúnaði við brennsl- una, en nú er hitinn á vatninu 8—9 gráður. Stærstu löxunum verður slátr- að sem matfíski næsta vor, en Gunnar ætlar að selja megnið af framleiðslunni sem gönguseiði, „og svo er alltaf hægt að sleppa þeim í vatnið til hafbeitar". Gunn- ar tekur tvö ný ker í notkun innan skamms og hann reiknar með að geta verið með allt að 50.000 seiði þegar hann hefur tekið fjósið und- ir fískeldið líka. „Ég reikna ekki með miklum tekjum af þessu," sagði Gunnar að lokum, „ég hef fyrst og fremst gaman að þessu, en óneitanlega er þetta áhætta." Bíldudalur: Mendinga Þingeyri. LEIKFANGASMIÐJAN Alda hf. á Þingeyri hefur nú starfað í tvö og hálft ár. Þar hafa starfað að meðaitali 4 starfsmenn í fullu starfi þetta tímabil. Aðal fram- leiðsluvara fyrirtækisins hefur verið dýrfirski vörubíllinn Dúi, sem nú er framleiddur i þremur gerðum. Tvö þúsund og fjögur- hundruð stykki hafa verið smíðuð af leikfangabílnum Dúa, eða um einn bíll á hverja hundr- að íslendinga. Þá hefur Leikfangasmiðjan Alda framleitt dúkkuvagna með gamla laginu, rugguhesta, kúluspil og nýja spilið Einmenning. Öll þessi leik- fönjg eru úr tré sem og vörubfllinn Dúi. Frá upphafí hefur verið stefnt að útflutningi til nágrannalandanna á Dúa-bflnum. Þó ekki hafí náðst stórir sölusamningar ennþá hefur Dúi vakið athygli sem gott þroska- leikfang hvarvetna sem hann hefur verið kynntur. Að sögn forráða- manna Öldu hf. er framleiðslu- kostnaður innanlands heldur hár enn sem komið er til að útflutning- ur teljist raunhæfur möguleiki. Með auknum vélakosti og vöruþróun ætti slíkt þó að takast. Rauði kross íslands erumboðsað- ili fyrir framleiðsluvörur Leikfanga- smiðjunnar öldu hf. öllum ágóða Matthias Bjarnason fyrrverandi samgöngumálaráðherra með einn af Dúa-bílunum. er varið til reksturs Rauða kross hússins í Tjamargötu í Reykjavík, en þar er athvarf og hjálparstöð fyrir böm og unglinga sem lent hafa í vandræðum og þar er einnig starfræktur bama- og unglingasím- inn sem margir kannast við. -Hulda Beðið eftir lög- fræðileffu áliti BQdudal. Á FUNDI hreppsnefndar Bildu- dalshrepps á fimmtudag var ákveðið að biða eftir lögfræði- legu áliti á ummælum setts Skutu neyðarblysum án þess að vera I neyð ÞRÍR unglingspiltar skutu upp neyðarblysum rétt við ösku- hauga Akureyrarbæjar um kl. 22.00 sl. fimmtudagskvöld. íbú- ar i bænum gerðu lögreglunni viðvart og náðust piltar á staðn- um, en eins og kunnugt er er stranglega bannað að skjóta upp slikum blysum nema í neyð- artilvikum. Að sögn varðstjóra hefur lög- reglan á Akureyri eins og önnur lögregluembætti landsins nóg að gera i því að hafa upp á bifreiða- eigendum, sem vanrækt hafa að umskrá bfla sína við kaup. „Okkur hér á Akureyri hafa borist hátt í 50 kæmr eftir að Jón Baldvin hóf að mkka inn bifreiðaskattinn. Menn hafa þá vaknað upp við vondan draum og séð að þeir áttu fleiri bfla en þeir álitu. Þetta er hinn mesti trassaskapur og oft em þetta bflar sem standa núm- erslausir einhvers staðar eða em jafnvel ónýtir. Einnig kemur það fyrir að búið er að selja þá milli fleirkmanna og út um allt land,“ sagði varðstjóri. yfirdýralæknis um Bíldudal, áð- ur en ákvörðun um áframhald- andi aðgerðir verður tekin. Hin neikvæða umfjöllun um staðinn, sem varð i kjölfar ummælanna, er talin vera Bildudal og ibúum hans til verulegs skaða. Er þetta gert í framhaldi af svari ríkisstjómarinnar við ályktun hreppsnefndar, þar sem óskað var eftir opinberri rannsókn á málinu. Svar ríkisstjómarinnar var á þá leið að 8líkt væri ekki í verkahring stjómarinnar og vísaði hún málinu áfram til landbúnaðarráðherra. Sláturfélag Amfírðinga kannar einnig stöðu sína í málinu í sam- ráði við lögfræðinga. Slátmn á fé Amfirðinga hófst á mánudag í Slát- urhúsinu á Patreksfírði og gengur samkvæmt áætlun. -R.J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.