Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 41 Afmæliskveðja: Signrður P. Bjöms son - Húsavík Það stendur fáum nær að senda Sigurði Pétri kveðjur á sjötugsaf- mælinu en jteim sem tengdir eru Landsbanka íslands. Við þá stofnun og fyrirrennara hennar í Þingeyjar- sýslu, Sparisjóð Húsavíkur, hefur hann starfað langa starfsævi. En ekki aðeins við hana heldur og fyr- ir viðskiptamenn hennar og um leið fyrir heimabyggð sína alla. í kveðju, sem formaður bankaráðs flutti hon- um fyrir nokkrum dögum í tilefni afmælisins, var honum þakkað ein- stætt starf, farsælt og heillaríkt í fjörutíu og sex ár. Hvað er það þá sem hefur gert starf Sigurðar Péturs svo einstætt, hvaða eiginleikar í fari hans hafa gert starfið farsælt og heillaríkt? Eftir hveiju eiga þeir að taka, sem fást við fjármál, og þá ekki sízt við að lána út fé, og vilja læra af for- dæmi hans? Mér koma í hug fjögur einkenni, áhugi, skilningur, vand- virkni og hæfileiki til að laga sig að nýjum aðstæðum. Það eru þessi einkenni öll, og þá ekki síður hvem- ig þau tvinnast saman og styðja hvert annað, sem gera gæfumun- inn. Það er rétt að telja áhugann fyrstan. Hann er aflvakinn. Án hans dygðu aðrir kostir skammt. Svo lánsamur hefur Sigurður Pétur verið, að áhugi hans fyrir mönnum og málefnum, fyrir öllu, sem hrær- ir sig umhverfis hann, hefur verið brennandi allt frá bamæsku fram til þessa dags. En áhuginn stoðar lítt einn og sjálfur. Ef ekki kemur til skilningur er eins víst að áhuginn leiði menn á villigötur, á vonlaus klif og hrapandi fell. Það hefur ekki farið hjá því, að heima í héraði hafi mönnum stund- um fundist, að skilningur Sigurðar Péturs yrði áhuganum yfírsterkari og leiddi til of mikillar varkámi eða hreinnar íhaldssemi. En ætli það sé ekki þannig, þegar betur er að gáð, að mat Sigurðar Péturs hafi nær ætíð reynzt hið rétta, að þau mál, sem hann vildi ekki veita brautargengi, hafi verið miður góð. Á hinn bóginn hafi hann fylgt eftir góðum málum af sannfæringu, ein- urð og brennandi áhuga. Vandvirkni Sigurðar Péturs kem- ur fram í smáu sem stóm, hvernig hann gengur frá minnisblöðum og skilríkjum, hvemig hann hugsar um hvað hver hlutur og hvert handtak kostar. Best hefur þó vandvirkni hans notið sín við byggingu banka- hússins á Húsavík. Þar leiddi hún ásamt reynslu hans og þekkingu og ágætri samvinnu við arkitektinn, frænda hans Jósef Reynis, til hag- anlegustu byggingar bankans. Enn getur Sigurður Pétur þó gengið með mönnum um húsið og bent á það, sem betur hefði mátt fara. Býsna oft líta menn svo á, að mikil vandvirkni sé tímasóun. Of miklum tíma sé varið til þess, sem minna máli skipti, og of lítill tími verði til þess, sem meiru varðar. Vinnubrögð Sigurðar Péturs sýna þó, að hið gagnstæða getur verið hið rétta. Vandvirkni gerir störfín einfaldari og greiðari og skilur eftir meira tóm til að sinna mikilvægum málefnum. Á þeim fjörutíu og sex árum, sem Sigurður Pétur hefur fengist við bankamál, hafa orðið örari tækni- legar breytingar í þeirri grein en nokkru sinni fyrr. Raunar má segja að nánast allar tæknilegar fram- farir, sem orðið hafa frá upphafí, hafí komið til sögunnar á þessum tíma. Sigurður Pétur hóf störf sín um það leyti, sem aðalfundur spari- sjóðsins taldi of mikið í fang færst að kaupa samlagningarvél. Hann lætur af störfum nokkrum dögum eftir að útibúið á Húsavík tengist Reiknistofu bankanna á beinni línu. Með öllum þessum nýjungum hefur Sigurður Pétur ekki aðeins fylgzt heldur hefur hann beinlínis haft forustu um að taka þær í notkun. í því efni hefur skilningur hans og lifandi áhugi enn á ný notið sín. Þegar ijarskiptasambandi á milli útibúa og reiknistofunnar var fyrst 'komið á fyrir ellefu árum var úti- búið á Húsavík valið til reynslu einmitt vegna Sigurðar Péturs. Það varð svo hlutverk útibúsins undir forustu hans að miðla öðrum útibú- um af þessari reynslu og aðstoða við þjálfun starfsfólks þeirra. Sú tækni, sem þá var tekin í notkun, er nú orðin úrelt, og vélin, sem fyrst var sett upp á Húsavík, á leið í safn bankans fyrir gömul og merk tæki. Samband á beinni línu er tek- ið við og enn á ný er útibúið á Húsavík meðal fyrstu útibúanna, sem nýtur nýrrar tækni fáum dög- um áður en Sigurður Pétur lætur af störfum. Það er von mín, að þessi lýsing á nokkrum helztu einkennum í fari Sigurðar Péturs Bjömssonr geti skýrt fyrir mönnum, hvers vegna líf hans og starf hefur reynzt eins farsælt og heilladijúgt og raun ber vitni. Aldrei getur þó lýsing af þessu tagi orðið annað en fátækleg mynd af manninum Silla. Það vita þeir bezt, sem með honum hafa starfað og vel hafa kynnzt honum. Ætli það sé þó ekki óhætt að segja að lokum, að honum hafi tekizt það furðu vel, sem okkur flestum veitist svo örðugt, að lifa lífínu lifandi. Jónas H. Haralz Sigurður Pétur Björnsson, ban- kaútibússtjóri á Húsavík, fæddist á Kópaskeri 1. nóvember 1917. For- eldrar hans vom hjónin Lovísa Sigurðardóttir og Bjöm Jósefsson héraðslæknir. Lovísa var mann- kostakona, atorkumikil og um- hyggjusöm um annarra hag. Hún tók inn á heimili sitt nokkra aldraða ættingja sína til langdvalar, og ann- aðist þá og hlúði að þeim í elli þeirra, uns yfír lauk. Bjöm þjónaði um langt árabil hinu stóra og erfíða læknishéraði Húsavíkur og var far- sæll í starfí, þrekmikill og þolinn á langri starfsævi. Móðurafi Sigurðar Péturs var Sigurður Pétursson á Hofsstöðum í Skagafirði, efnabóndi og vitmaður, minnugur og fróður. Hann var bróðir Bjöms móðurafa Hermanns Jónassonar forsætisráð- herra. Móðuramma Sigurðar Péturs var Björg Jónsdóttir, prófasts Halls- sonar á Glaumbæ. Hún var föður- systir Jóns Stefánssonar listmálara og Jóns Sigurðssonar, alþingis- manns á Reynisstað. Föðurafi Sigurðar Péturs var Jósef Björns- son, skólastjóri á Hólum, kunnur kennari og gáfumaður á sinni tíð. Sigurður Pétur var þriðji í röð- inni af 7 systkinum sem upp komust af 9. Hann ólst upp með þeim og foreldrum sínum á Húsavík frá 1918, og hefur alið aldur sinn allan að kalla þar í bæ. Á uppvaxtarárum sínum veiktist Sigurður Pétur af berklum í hrygg, en þá voru eins og kunnugt er engin berklalyf kom- in til sögunnar. Honum batnaði þó berklamir um síðir, en þeir léku hann grálega og létu sig ekki án vitnisburðar. Enda þótt berklamir tefðu hann um tíma lét hann þá ekki hefta sig til frambúðar í undir- búningi sínum fyrir lífið. Að vísu mun hugur hans hafa staðið til háskólanáms en vegna veikindanna breytti hann um stefnu í námi. Í stað menntaskóla settist hann í Verslunarskóla íslands og lauk prófí þaðan 1940. Árið 1941 starfaði Sigurður Pét- ur við Landsíma íslands á Húsavík. Eftir það var hann sýsluskrifari hjá Júlíusi Havsteen, hinum framsýna, ötula og mannúðlega sýslumanni Þingeyinga. Jafnframt var hann starfsmaður hjá Sparisjóði Húsavíkur 1941—1943, en síðan sparisjóðsstjóri til 1962. Samtímis var hann ráðsmaður sjúkrahússins á Húsavík 1943-1962. Frá 1962 hefur hann vérið útibússtjóri Lands- bankans á Húsavík. Hann var trúnaðarmaður verðlagsstjóra 1943—1962. Formaður íþróttafé- lagsins Völsungs var hann í 8 ár og var dæmdur gullmerki ÍSÍ 1966. Fréttaritari Morgunblaðsins hefur hann verið í rúma hálfa öld, frá 1936. Hann hefur og verið safnað- arfulltrúi Húsavíkursóknar. Ollum störfum sínum hefur Sigurður Pét- ur gegnt af alúð og trúmennsku, jafnt aðalstarfi sem aukastörfum og verið samviskusamur og traustur í hvívetna. Enda þótt Sigurður Pétur hafi haft æmum skyldustörfum að sinna hefur hann ekki látið sig muna um að bæta á sig verkefnum. Allt frá því að útibú Landsbankans á Húsavík tók til starfa í hinu nýja húsnæði sínu hefur Sigurður Pétur haft íbúð til eigin afnota á 2. hæð bankahússins og gestaíbúð að auki við hliðina á henni. Hefur hann hýst þar aðkomufólk og dvalar- gesti, sem þangað hafa komið á vegum bankans, og þannig haldið uppi risnu fyrir hönd bankans og raunar stundum fyrir hönd bæjarins líka. Líklegt er, að gestamóttaka Sigurðar Péturs hafí kostað hann nokkum tíma, en það mun hafa verið honum kærkomin tímatöf, því að hann er gestrisinn maður, höfð- ingi í lund og mannblendinn. Þá hefur hann látið sér annt um vístfólk á Dvalarheimilinu Hvammi og hjúkrunarsjúklinga á Sjúkrahús- inu á Húsavík. Hefur hann komið til þeirra reglulega eitt kvöld í viku og lesið upphátt fyrir þá úr bókum í 3 tíma á kvöldi. Að vonum hefur það verið vel og þakksamlega þegið af hinum öldraðu, og hann verið aufúsugestur á báðum stöðum. Ennfremur hefur hann vitjað aldr- aðra í heimahúsum, bæði í bænum og nálægum sveitum. Hugðarefni og áhugamál utan starfsins hefur hann átt sér nóg, svo sem ljósmynd- un á kirkjum í sýslunni og sveita- bæjum, ritun á sögu kirkjubygg- inga, kvikmyndatöku, handavinnu og söfnun á málverkum, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá hefur hann skráð Húsavíkurannál árum saman og sent vinum sínum fyrir hver jól. Af því sem nú hefur verið greint frá athafnasemi Sigurðar Péturs er ljóst, að hann hefur búið yfir óvana- legri atorku og starfsþoli. Fellur honum sjaldan verk úr hendi. Vafa- lítið á þátt í elju hans mikill vilja- styrkur sem hann hefur eflt með sér í baráttu sinni við lífíð á liðinni tíð, en hann hefur einnig hæfni til að sækja gleði í hvaðeina, sem hann fæst við hveiju sinni og þreytist hann því kannske síður af vinnu sinni en ella. í starfi sínu hefur Sigurður Pétur reynst ábyrgur og gætinn bankaúti- bústjóri og hefur gætt þess vel, að inneign og lánsgeta útibúsins væri ekki skert um of og gyldi ekki af- hroð undir hans stjóm. Hefur hann haft þrek til þess að standa vörð um hag útibúsins og neita mönnum um lán, þegar íjárhagsstaða þess leyfði þau ekki og hefur þá ekki hirt um, þó að það kostaði hann stundum persónulegar óvinsældir og jafnvel nokkra einangran, sem endram og sinnum hlýst af þess háttar synjunum í litlu bæjarfélagi. I starfi hans hefur komið fram ættlægt hyggjuvit og góð dóm- greind, sem honum er í blóð borin og hefur ekki brugðist honum til þessa. Sigurður Pétur er ræktarlegur maður, trygglyndur og vinfastur. í viðkynningu er hann rólyndur, víða vel heima, ræðinn og fræðandi, gamansamur og hefur góða kímni- gáfu. Hann fylgist vel með því sem gerist í þjóðlífinu á hveijum tíma, hefur alltaf nóg umræðuefni á reið- um höndum og er yfirleitt ekki komið að tómum kofanum hjá hon- um i almennum efnum. Þó að á móti hafí blásið í lífí hans hefur ekki gætt uppgjafar, beiskju né sjálfsvorkunsemi í fari hans. Meira en almennt gerist hefur hann kom- ist út fyrir sjálfan sig, umhugsun um sjálfan sig og eigið andstreymi og áhyggjur. Á ævi hans hefur hugur hans víkkað og beinst að þeim mörgu og viðamiklu viðfangs- efnum, sem hann hefur sinnt hveiju sinni, hugðarefnum hans og áhuga- málum, samferðamönnum öldrað- um og vanheilum og samfélagi hans. Hann hefur skipulagt tíma sinn og fyllt hann svo af verkefn- um, að honum hefur gefíst lítið tóm til að gefa gaum að eigin mótlæti og hlutskipti. Rósemi, raunsæi og hugstyrkur era þróaðir þættir í eðli hans og hafa mátt sín mikils „sem örlög hvem vilja beygja". Hann er mjög svo virðingarverður maður, þreklundaður og mikill af sjálfum sér. Að upplagi, reynslu og þroska er hann merkilegur maður, sem lærdómsríkt er að kynnast og feng- ur er í að þekkja. Með störfum sínum og fordæmi hefur hann verið samfélagi sínu og samborguram til gagns og uppbyggingar og happa- sæll, þar sem hann hefur látið til sín taka. Á sjötugsafmæli Sigurðar Péturs era honum þökkuð góð kynni og sendar hlýjar kveðjur og heillaóskir. Ólafur Sigurðsson, læknir. Nýmódelnámskeið að hefjastfyrirbörn og ung/inga. INNRITUN AÐEINS I DAG, SUNNUDAG 1. NÓVEMBER, KL. 13-18 íS: 621088.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.