Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
Lækniafjölskyldan á Húsavik, fremri röð frá vinstri: Björn Jósefsson héraðslæknir, Hólmfriður Björg,
Björg’ Hólmfríður og Sigríður Lovfsa Sigurðardóttir. Aftari röð frá vinstri: Amviður Ævar, Bima
Sigríður, Sigurður Pétur og Einar örn.
Silii saumar mikið út og notar það til afslöppunar eftir langan og
oft erilsaman vinnudag.
Það þótti tiðindum sæta þegar Silli á Húsavík fékk sér nýjan Benz
fyrir tveimur árum og hefur gamli Zephyrinn oft verið nefndur sem
dæmi um íhaldssemi og sparsemi bankastjórans.
byggja landið eftir óskhyggju og
bjartsýni á hveijum tíma heldur verð-
ur að miða við getu okkar til
verkanna. Ég hef litla samúð með
þeim húsbyggjendum sem núna eru
alltaf að kvarta undan visitölu-
greiðslum. Þetta fólk hefur farið of
geyst í framkvæmdir og þarf að
greiða jafti margar krónur til baka
og það fær að láni.
Eg hef sjálfsagt verið gagnrýndur
út f frá fyrir störf mín. Það er eðli-
legt og hef ég ekki tekið það nærri
mér. Eg hef unnið eftir bestu sann-
færingu á hveijum tíma þó síðar
hafi ég stundum fundið það að ég
gerði ekki alveg rétt Ég hef trúað
stjómmálamönnunum allt mitt líf.
Þeir hafa ætlað að stöðva verðbólg-
una. En þeir hafa brugðist mér. Það
er oft ástæðan fyrir því að menn
hafa getað komið til mín og bent
mér á að þeir hafi komist fram úr
hlutunum þrátt fyrir mín aðvöruna-
rorð — að sjálfsögðu með því að
verðbólgan hefur greitt hluta kostn-
aðarins.
Ég hef aldrei starfað í neinum
stjómmálaflokki, en segi stundum í
gamni að ég tilheyri íhaldsflokki
Jóns Þorlákssonar. Við sögðum það
oft hér tveir að við værum sfðustu
fhaldsmennirair, en nú er félagi minn
dáinn og er ég þá orðinn eini maður-
inn sem tilheyri íhaldsflokki Jóns
Þoriákssonar. Ég hef þó talið mig
framsýnan í þessari íhaldssemi
minni, enda þýðir íhald ekki stöðnun.
Fyrsti sparisjóðurinn sem tók upp
vélabókhald var til dæmis Sparisjóð-
ur Húsavíkur og fyrsta útibú
Landsbankans utan Reykjavfkur sem
tók upp tölvusamband við Reikni-
stoftiun bankanna var Landsbankinn
á Húsavfk. Ég var því með þingeyskt
stolt þegar starfsfólk annarra ban-
kaútibúa þurfti að koma hingað og
læra af Húsvfkingum. Og nú þegar
ég er að kveðja er verið að tengja
útibúið með beinlfnu við Reiknistofn-
unina. Ég þykist hafa verið opinn
fyrir öllum nýjungum í bankamálum
sem til framfara hafa verið.
Anægjulegasta „græna ljósið" til
framfara á mfnum starfsferli er hita-
veituframkvæmdin hér á Húsavík.
Landsbankinn komst í þá aðstöðu
að hans samþykki og stuðning þurfti
tU að ná saman endum í fram-
kvæmdaáætlun. Að þessu verki vann
Bjöm Friðfinnsson þáverandi bæjar-
stjóri með mikilli elju. Hann hjó á
hnútinn með það að hætta við allar
boranir niður á heitt vatn sem er hér
undir bænum og töfðu málið en taka
vatnið f þess stað frá Hveravöllum."
Ráðsmaður sjúkra-
hússins lendir í ýmsu
Með sfnu krefjandi og ábyrgðarm-
ikla starfi hefur Silli unnið að mörgu
öðru, bæði auka- og tómstundastörf-
um. „Mönnum fannst ég alltaf geta
bætt við mig vegna þess að ég er
ógiftur. Það kom meira að segja einu
sinni til tals að ég tæki að mér heim-
ili þegar húsmóðirin þurfti að
skreppa til Reykjavíkur.
Ég var ráðsmaður á sjúkrahúsinu
í 15 ár. Ég vildi ekki taka starfíð
að mér en þetta var erfíður rekstur
og pabbi vann þama svo ég vildi
ekki láta starfsemina stöðvast. Þeir
færðu mér bækumar en ég var búinn
að gegna starfinu í 7 ár áður en ég
tók það formlega að mér. Þessu
starfí fylgdi það að taka allar rönt-
genmyndir á sjúkrahúsinu og í því
starfí kom lækniseðlið upp í mér.
Eftirmaður föður míns, Þorgeir
Gestsson frá Hæli, kom svo vel fram
við pabba að ég gerði samning við
hann um að vera áfram ráðsmaður
á meðan hann yrði læknir hér. Þor-
geir vann þannig með föður mínum
að gamli maðurinn fann ekkert fyrir
því þegar hann lét af störfum.
Ýmislegt er minnisstætt frá þess-
um tfma. Það kom stundum fyrir að
flytja þurfti sjúklinga utan úr sveit
á sjúkrahúsið í stórhríðum. Þá var
það mitt hlutverk að ræsa út menn
til að moka bæinn þannig <tð við
gætum tekið við sjúklingunum af
sveitamönnunum við bæjarmörkin
og komið þeim upp að sjúkrahúsi.
Gekk ég á milli húsa og allir ungu
og hraustu mennimir komu til að
moka, hver með sfna skóflu.
Kjötbúð kaupfélagsins sá um að
flytja mjólkina til sjúkrahússins. í
einni stórhrfðinni gerðist það að þeir
töldu ófært upp á spítala. Það var
auðvitað ómögulegt að sjúklingamir
fengju ekki mjólk svo að ég tók sleð-
ann og dró mjólkina upp á spítala.
Þorgeir læknir sá þegar ég kom.
Hann varð reiður og ræddi þetta við
kaupfélagsstjórann. Þetta kom aldrei
aftur fyrir.
Sjúkrahúsið hefur alltaf verið mér
hugleikið. Þegar ég hætti sem
sjúkrahúsráðsmaður stóð til að
byggja nýtt sjúkrahús. Ég var byij-
aður að vinna að undirbúningi þess.
Fór meðal annars á mörg sjúkrahús
til að kynna mér galla þeirra, því ég
ætlaði ekki að byggja þá hér. Ég
ræddi yfirleitt ekki við læknana held-
ur hjúkrunarkonumar þvf á meðan
læknamir ganga 2 skref á sjúkrahús-
unum ganga þær 365 skref. En ekki
varð meira af þessu þá því ráðandi
maður hér f bænum vildi ekki mitt
Silli tiu ára ásamt Jónasi Sigurðssyni sparisj óðsstjóra á Húsavík.
Þarna er hann í skriðbuxunum að byrja að læra að ganga upp á
nýtt, og datt þá engum f hug að hann yrði sparisjóðsstjóri eins og
Jónas.
„Ég bý á heimili þriggja kyn-
slóða,“ segir Silli, en í stofu hans
eru húsgögn frá foreldrum hans
og afa, Sigurði Péturssyni frá
Hofsstöðum í Skagafirði. Hér er
Silli með kotru í „Hofsstaða-
króknum".
ráðríki og kom hann því svo fyrir
að ekki varð úr framkvæmdum. Síðar
var byggt svokallað kjamasjúkrahús
sem ég tel að sé mislukkuð bygging.
Það má orða það svo að gallamir sem
ég vildi forðast hafi verið byggðir
hér í nýja sjúkrahúsinu.
Ég fór í stjóm íþróttafélagsins
Völsungs þegar ég kom heim úr skól-
anum. Þetta var liður í baráttunni,
ég vildi ekki viðurkenna það að ég
væri neitt öðruvísi en aðrir. Það hef-
ur atvikast svo að ég hef fengið
ýmsar viðurkenningar fyrir íþróttir
þó ég hafí aldrei verið f neinum
íþróttum. Meira að segja hef ég feng-
ið viðurkenningu fyrir sund þó ég
sé ósyndur, en þetta eru viðurkenn-
ingar sem ég hef fengið fyrir störf
mfn að íþróttamálum.
Þegar ég hætti sem formaður
Völsungs tók ég að mér að vera form-
aður byggingamefndar sundlaugar
en bygging sundlaugar var mikið
áhugamál mitt í íþróttamálunum. Sú
bygging stóð yfír í 9 ár og var köll-
uð „Vatnsleysa" af gárungunum af
því að ég neitaði að setja vatn f hana
fyrr en byggingunni væri að fullu
lokið. Á þeim árum var starfandi flár-
hagsráð sem gaf út leyfí fyrir
framkvæmdum og gat maður því
ekki unnið fyrir nema vissa fjárhæð
á ári. Ég var hræddur um að sund-
laugin yrði aldrei kláruð ef farið
væri að nota hana til bráðabirgða.
Ég óttaðist mest í sambandi við þessa
framkvæmd að það yrði sjóslys á
bömum sem væru ósynd af því að
laugin væri ekki tilbúin. En ég slapp
með þann skrekkinn."
Les fyrir gamla fólk-
ið og sjúklingana
„Ég tel það mitt mesta lán í lífinu
hvað ég er vinnuglaður maður. Ég
hef verið hraustur alla mína starfsæfí
og aðeins tekið 2 veikindadaga. Þá
hef ég ekki tekið sumarfrí í þessi
46 ár, nema einu sinni. Það var á
sparisjóðsárunum. Mitt frí hefur ver-
ið að fara á útibússtjórafundi
Landsbankans. Ég hef alltaf búið á
vinnustað. Fyrst í læknishúsinu þar
sem sparisjóðurinn var á neðri hæð-
inni og sfðan hér í bankanum eftir
að Landsbankinn byggði yfír útibúið.
Þetta tel ég að sé frekar óheppilegt
þvf að alltaf bíða einhver óleyst verk-
efni og maður vinnur þá meira. Það
em ekki nema 7—8 ár síðan ég
hætti að vinna á kvöldin eins og ég
hafði stöðugt gert öll þessi ár.
Þegar vinnudeginum ætti að vera
lokið hef ég verið það þreyttur að
ég hef ekki tekið til við lestur —
nema þegar ég les fyrir aðra. Það
hef ég gert í nærri þvf hverri viku í
30 ár. I staðinn fyrir lesturinn hef
ég tekið saumana til afslöppunar.
Eg er lítill sjónvarpsmaður, nema
hvað ég reyni að missa ekki af frétt-
unum og Kastljósi. Á meðan er ég
með útsauminn, enda þekkir maður
andlitin á þessum mönnum flestum
og þarf ekki stöðugt að horfa framan
í þá.
Þegar ég hætti á sjúkrahúsinu var
þar kona sem hafði vanist á að láta
lesa mikið fyrir sig. Ég fór að lesa
fyrir hana, auk þess sem ég hélt
uppi bréfaskriftum við ættingja
hennar og annarrar konu. Svo fóru
þær að koma fleiri í kring um rúmið
og svo þróaðist þetta í það að ég fór
að lesa fyrir allan hópinn frammi á
gangi.
Núna er þetta þannig að ég fer á
elliheimilið Hvamm á hveijum
fímmtudegi um klukkan sex og les
þar í rúma klukkustund og spjalla
svo kannski við fólkið á eftir. Sfðan
fer ég á sjúkrahúsið, sem er sam-
byggt, og heilsa þar upp á sjúklinga
sem eru þar til styttri dvalar. Um
klukkan átta, þegar heimsóknartím-
inn er búinn, fer ég upp á 3. hæð
og les fyrir langlegusjúklingana í
klukkustund eða svo. Á elliheimilinu
koma 20—30 til að hlusta og um 16
á sjúkrahúsinu, og er blint fólk í
þessum hópi. Fólkið hefur gaman af
þessu og ég ekki sfður því ég hef
ánægju af því að gleðja aðra.
Mér finnst að fólk ætti að sinna
gamla fólkinu betur. Fólk hópast á
jarðarfarir gamla fólksins en hefði