Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 43 Esbjörn Esbjömson, sem stjómar rannsókn- inni: Mörg vitni. Elisabeth Sandberg og Volvo-bifreiðin: Var hún í Djursholm? Sovézkur kafbátur á bannsvæði skammt frá Karlskrona fyrir sex árum: Tengsl við Bergling-málið? honum tilkynnt að ekkert benti til þess að Sápo væri á slóð hans. Fundurinn varð ekki til þess að Bergling fengi ný verkefni. Rússar virðast því hafa talið að þeir gætu ekki notað hann lengur og hann væri jafnvel ekki nógu áreiðanleg- ur. Hins vegar má draga sönnunar- gildi bréfsins í efa og halda því fram að ekkert mæli gegn því að hann hafi fengið ný verkefni, þrátt fyrir efni þess. Því verður heldur ekki á móti mælt að Bergling var Svíum stór- hættulegur. í dóminum gegn honum sagði: „Stig Bergling hefur valdið sænska heraflanum gífur- legu tjóni. Ef reynast mun unnt að bæta skaðann eða draga úr áhrifum hans mun það taka talsverðan tíma og kosta offjár." Upplýsingar hans til Rússa fjölluðu aðallega um þrennt samkvæmt dóminum: • Skipulag Sápo, framlög til njós- namála, einstök njósna- og rann- sóknarverkefni og öryggiseftirlit. • Sænsk hemaðarmannvirki, hemaðaráætlanir Svía og starf ör- yggisdeildar yfirherráðsins. • Strandvígi og önnur mannvirki, deildir strandvamarliðsins og styrk þess á svæði, þar sem Bergling var kunnugur. Mikið tjón Margt bendir til þess að upplýs- ingar Berglings hafi komið í veg fyrir að Svíum tækist að afhjúpa njósnara austantjaldsríkja, sem reyndu að afla upplýsinga um tölv- ur og hertækni I Svíþjóð. Hins vegar endurskipulögðu Svíar öryggiskerfí sitt á stuttum tíma, skiptu um starfsfólk og_ breyttu starfsaðferð- um sínum. Á sfðustu fímm ámm hafa þeir komið upp um a.m.k. 12 austræna njósnara, aðallega stjóm- arerindreka, og vísað þeim úr landi. Þrátt fyrir áðumefnt bréf taldi heraflinn Bergling jafnvel hættu- legri en Stig Wennerström ofursta, hinn alræmda njósnara Rússa í sænska flughemum, sem var dæmdur 1964 og látinn laus 1972. Almennt er þó Wennerström talinn hættulegri, enda var hann vel- menntaður og hafði t.d. góð sambönd í Bandaríkjunum. Athygli- svert er að hann sætti betri meðferð en Bergling, þótt reglur væm strangari á fangaámm hans. Að sögn Jans Svenhager, undiro- fursta f strandvamarliðinu, þekkti Bergling öll leyndarmál þess. Hann hafði sjálfur starfað í strandvígi og var manna fróðastur um hemaðar- mannvirki Svía meðfram strönd- inni: virki, fallbysstæði, ratsjár- stöðvar, jarðsprengjusvæði, vopnabúr o.fl. Hann vissi allt um fallbyssur, stærð þeirra, hlaupvídd og fjölda, tegundir skotfæra og magn og þekkti ástandð í skyldum greinum heraflans. Fyrir hann var hægðarleikur að afla vitneskju um það sem á skorti, því að öryggis- deildin, sem hann starfaði við, var ótæmandi upplýsinganáma. „Sumt af þeirri vitneslg'u, sem hann býr yfír, er jafnmikilvæg nú og þegar hann var handtekinn," segir Svenhagen ofursti þrátt fyrir vísbendingar um að Rússar hafí ekki talið hann nothæfan eftir 1978. Varlega áætlað hefur verið talið að það muni kosta tvo milljarða ísl. kr. að flytja umrædd mannvirki og það tæki mörg ár. Kafbátafár Einu ári eftir að Bergling var dæmdur hófust njósnir sovézkra kafbáta í sænskri landhelgi. Yfír- stjóm sænska heraflans hefur velt því fyrir sér hvort samband hafí verið þaraa á milli, en ekki eru all- ir á einu máli um það. Sumir benda á að þar sem Bergling hafði stund- að njósnir í nokkur ár þegar hann var dæmdur hefðu kafbátanjósnir Rússa hafízt fyrr, ef þeir hefðu vilj- að kynna sér nánar upplýsingar hans um sænskar strandvamir. Fram til 1979 forðuðu kafbátam- ir sér alltaf út úr sænskri landhelgi þegar Svíar urðu þeirra varir. Þetta breyttist sumarið 1980 og sovézkir kafbátar fóm að færa sig upp á skaftið. Síðan hafa þeir haldið kyrrn fyrir innan landhelgismarkanna svo vikum skiptir, þótt Svíar hafí orðið varir við þá og búi yfír meiri tækni til að hafa upp á kafbátum og eyða þeim en á síðasta áratug. Því er spurt hvort Rússar viti svo mikið um strandvamir Svía að þeir telji óhætt að láta kafbáta sína lóna í sænskri landhelgi von úr viti. En þótt Bergling hefði verið í strandvamarliðinu er sagt að hann hafí ekki verið sérfróður um sænska sjóherinn og minnkandi hæfni hans til að fínna kafbáta, þrátt fyrir aukna tækni. Ekkert liggur fyrir um að hann hafi selt Rússum upp- lýsingar um flotann og kafbátaleit hans. En Jan Tuninger, starfsmað- ur sænska yfirherráðsins, bendir á: „Heraflinn telur uggvænlegast að við vitum ekki enn hvers eðlis þær upplýsingar voru, sem Bergling lét af hendi." Um það þagði hann þunnu hljóði í öllum yfírheyrslum. Vel undirbúið í fangelsinu gerðist Bergling svo bíræfínn að leggja til að skipt yrði á honum og sænsku stríðshetjunni Raoul Wallenberg, sem Svíar hafa haft grun um að kunni að vera í haldi í Sovétríkjunum, en Rússar vísuðu hugmyndinni á bug. Vetur- inn 1985 reyndi hann að senda bréf til sendiráðs vestræns ríkis (líklega Bretlands) til að fá að ræða við fulltrúa þess. Fangaverðir í Norrköping fundu bréfíð á Elísa- betu Sandberg áður en hún gat komið því til skila. Sápo vill ekki skýra frá efni þess. Þegar leitað var f íbúð Elísabetar eftir flótta hennar og Berglings 6. október fundust m.a. ferðabækling- ar og kvittun, sem sýndi að hún hafði tekið 40,000 s.kr. út úr banka í Stokkhólmi. í ljós kom að hún hafði fengið 75,000 kr. bankalán um sfðustu áramót og undirbúning- ur flóttans virðist hafa hafizt þá. Heimsóknum hennar í fangelsið Qölgaði f vor og hún er ekki talin hafa verið viljalaust verkfæri Bergl- ings. Breyting sú, sem Bergling gerði á útliti sfnu, kann að hafa auðvel- dað honum að komast úr landi. Daginn eftir flóttann sáu áreiðanleg vitni „Sandberg- hjónin" stíga út úr Opel Ascona-bifreið með sænsku skrásetningamúmeri við tennis- skála í Esbo, skammt frá Helsing- fors f Finnlandi. Elísabet hafði tekið bílinn á leigu í Uppsölum og hann Sovézka sendiráðið í Helsingfors: Eru þau þar? vakti athygli lögreglunnar í Esbo, sem gat bent á hann um leið og Sápo lýsti eftir honum. I bílnum vore m.a. sex ferðatösk- ur, gleraugu, augnlinsa, ljósmyndir af bömum Elísabetar, ritvél, sjón- aukar, stígvél o.fl. Auk þess fundust nokkur fíngraför Berglings. Bfllinn virtist hafa verið skilinn eftir í flýti og kflómetramælirinn sýndi að hon- um hafði verið ekið svipaða vega- lengd og er frá Uppsölum til Helsingfors. Aðfaranótt sunnudagsins 11. október fannst blá Volvo-bifreið, sem Elísabet hafði einnig tekið á leigu í Uppsölum, á torgi í Djurs- holm skammt frá Stokkhólmi. í honum var ekkert markvert og e.t. v. átti að hafa hann til vara. Kona nokkur kvaðst hafa séð Elísabetu skammt frá torginu, en taldi að hún hefði tekið upp nýja hárgreiðslu og litað á sér hárið. Lögreglan trúði konunni, en vill ekki útiloka að upplýsingar hennar reynist rangar. „Eitthvað fór úrskeiðis í Finnlandi og hjónin — eða e.t.v.aðeins Elísa- bet Sandberg - snere aftur til Svíþjóðar,“ sagði Esbjöm Esbjöm- son, sem stjómar rannsókninni, þótt hann vilji ekki útiloka að bif- reiðin í Esbo hafi átt að leiða lögregluna á villgötur. Uppnám Lögreglan kvað ekki ljóst hvers vegna eitthvað virtist hafa komið Bergling og Elísabetu og hugsan- legum hjálparmanni þeirra í svo mikið uppnám að þau hefðu ákveð- ið að fela bflinn í Esbo. En sýning á silfurmunum stóð yfír í grennd- inni og fleiri lögreglumenn vora á ferli en venjulega. Bergling og Elísabet kynnu að hafa dregið þá ályktun að þessi flóttaleið væri orð- in of hættuleg og ákveðið að snúa við. Eins getur verið að þau hafí komizt til Sovétríkjanna og það hefði verið tiltölulega auðvelt. Vera má að þau hafí farið rak- leiðis í sovézka sendiráðið í Helsing- fors og fengið þar vegabréfsáritun eða nýtt vegabréf. Tvær jámbraut- arlestir fara daglega frá Helsing- fors til Leníngrad og Moskvu og feija fer ijórum sinnum í viku til Tallinn. Þau gátu líka fengið sér annan bflaleigubfl og ekið til sovézku landamæranna, se:n ere 200 km frá Helsingfors, en finnskur bflaleigubfll með sænskum öku- manni á leið til Sovétrflganna hefði vakið athygli landamæravarða f Vaalimaa og þeir urðu ekki varir við neitt gransamlegt. Einfaldast hefði verið fyrir þau að fá sér flug- far til Moskvu. Aðrir möguleikar hafa verið kannaðir, t.d. að hjúin hafi flúið í ofboði til Norður-Finn- lands cða farið til Álandseyja og horfíð án þess að til þeirra sæist. Sérfræðingar í máli Berglings ere ekki sannfærðir um að hann hafí farið til Sovétríkjanna. Einn þeirra bendir á að þótt Rússar hafí tekið á móti njósnurem, sem hafa flúið, hafi þeir verið sannfærðir kommúnistar og segir: „Bergling hefur aldrei þótzt vera kommúnisti. Hann seldi upplýsingar sínar til að græða fé.“ Annar sérfræðingur tel- ur trúlegra að hann hafí farið til Miðausturlanda, líklega Jórdaníu eða Sýrlands, og segir: „Sennilega stendur hann enn í sambandi við skuggalega tengiliði í þessum lönd- um og hvergi er eins auðvelt að láta sig hverfa." Hvar sem „Sandberg-hjónin" ere niðurkomin virðast þau — og e.t.v. yfirboðarar þeirra og/eða hjálpar- kokkar — hafa leikið sér að sænskum yfírvöldum eins og köttur að mús, líkt og morðingjar Palmes virðast hafa gert. Hjónin hafa hreinlega „gufað upp“ og Svíar sitja eftir með sárt ennið. GH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.