Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 45 er eftirsótt um borð, margir lesa það á leiðinni til íslands. Yfír háannatí- mann í sumar dreifðu Flugleiðir þannig tólf þúsund eintökum á mán- uði á flugleiðum til landsins — og þetta er viðbót við allt annað. Hitt verkefnið sem ég vildi sér- staklega neftia er Atlantica, tímarit, sem gefíð er út fyrir Flugleiðafar- þega á millilandaleiðum og margir kannast við. Það er líka í stærra upplagi en önnur tímarit frá hendi íslendinga. Samskipti mín við flug- starfsemina eru orðin löng eða allt frá Morgunblaðsdögum mínum. Loft- leiðir og Flugfélag íslands voru í hópi tryggustu viðskiptavina Iceland Review. Þrátt fyrir samkeppnina milli flugfélaganna tókst okkur alltaf að þræða meðalveginn og gera báð- um jafn hátt undir höfði. Það var því engin tilviljun fyrir tuttugu árum að Siggi Magg bað útgáfuna að hleypa af stokkunum riti fyrir Loft- leiðafarþega. Það hét Trans-Atlantic Traveller. Eftir sameiningu félag- anna breyttum við nafni blaðsins, Atlantica vísar til þess heimssvæðis sem er vettvangur Flugleiða. Ég gef þetta rit út §órum sinnum á ári nú orðið, vonandi oftar í framtíðinni. Það hefur dafnað vel. Samstarfíð við Flugleiðir hefur verið mjög ánægjulegt. Flugvéiar hafa verið mitt séráhugamál síðan ég var stráklingur og var fastur í „móttökunefnd" við allar flugvéla- komur til ísafjarðar, þar sem ég óx upp. Það var orðið heilmikið starf að vera í „móttökunefndinni" þegar Grumman-bátar Loftleiða voru farnir að koma oft á dag f fjöruna hjá Amg- rími. Þessvegna er ég tpjög þakklátur fyrir að hafa átt örlitla hlutdeild í því ævintýri sem flugsaga okkar er. Ég hef aldrei leyft mér þann munað að hafa tómstundagaman, samvinn- an við flugstarfsemina hefur hins vegar bætt það allt upp. Atlantica hefur verið framlag sem reynt hefur verið að skila eins vel og aðstæður hafa leyft. Vaxandi bókaútgáfa — Og þú hefur líka gefið út all- margar bækur um ísland? Já, bókaútgáfan hefur verið auka- geta og vaxið smátt og smátt. Hún er hluti af heildinni, viðleitni til að gera æ fleiri þætti í samfélagi okkar aðgengilega fyrir erlent fólk. Með augum útgefandans horfí ég á sam- félagið eins og þar væri ófullgerð mósafkmynd og með hveiju blaði og bók er ég að leitast við að fylla myndina smátt og smátt. Sumar glerplötumar sem ég legg í þessa mynd eru mjög smáar — og að sjálf- sögðu lýk ég aldrei við myndina, hún er óendanleg. En ég er smám saman að gera höfuðdrætti hennar aðgengi- lega fyrir þá í fjarlægð sem hafa áhuga. Við gefum út bækur um margvís- legt íslensk efni, fyrst og fremst á ensku en líka á ýmsum öðmm tungu- málum. íslandsmyndabók hef ég gefíð út á sjö tungumálum. Nú emm við hins vegar að senda á markaðinn myndabók, sem að vísu er ekki stór í sniðum en í henni er stuttur texti um ísland á 12 tungumálum — þar á meðal japönsku og arabísku - og er það í fyreta skipti að við teygjum okkur svo langt. Vonandi verður það til einhvere gagns. Þessi útgáfa er einkum ætluð ferðamönnum og þama em öll tungumálin f sömu bókinni. Það höfum við ekki gert áður. — Hvemig gengur að fá fólk til að skrifa á ensku? Það hefur gengið vel. Ég hef lagt áherelu á að texti okkar sé unninn af fólki sem hefur ensku að móður- máli en skilur fslensku vel. Það vinnur og þýðir allt efni f reglubundn- ar útgáfur okkar. Við leggjum áherslu á lipurt og hnökralaust mál og forðumst þýðingarkeim þeirra sem lært hafa ensku á skólabekk. Þetta er eitt af þvf sem við verðum að leggja til gmndvallar og hluti af þeirri ábyrgð sem við tökum okkur á herðar, þvf viðhorf lesenda okkar úti f heimi til landsins mótast að hluta af vinnubrögðum okkar sem að útg- áfúnni stöndum. Auðvitað getum við orðið fyrir óhöppum eins og allir aðrir, en meginreglan er sú að ein- ungis það besta fáanlega sé nógu gott og við styttum okkur ógjama leið ef það kemur niður & gæðunum, segir Haraldur J. Hamar að lokum. Japan: Nakasone lætur af formennsku Tókýó, Reuter. YASUHIRO Nakasone forsætis- ráðherra Japans lét opinberlega af embætti forystumanns Fijáls- lynda lýðræðisflokksins í gær. Noboru Takeshita tekur við formannsstarfinu í næstu viku. Nakasone valdi hann sem eftirmann sinn eftir að Takeshita og tveir aðrir sem komu til greina gátu ekki komist að samkomulagi um hver þeirra tæki við formennsku. í gær var Takeshita formlega útnefndur sem formaður flokks síns en hann er fulltrúi stærsta vængs flokksins. Eftir viku munu fulltrúar flokksins á þingi styðja Takeshita til embætt- is forsætisráðherra Japans. atak TIL HJAtPAR ÁHEITASÍMINIM 62-35-50 GÍRÓNÚMER: 621005 KRÍSUVÍKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20. Qljómplötu- UTSALA hefst á morgun Stendur í vikiz Rosalegt verðhrun! PÓSTKRÖFUR 685149 FÁLKANS LAUGAVEGUR 24 - SUÐURLAN DSBRAUT 8 ....okkur á Hamraborg vantar sem fyrst fóstrur, þroskaþjálfa, og / eða starfsmann í 75% starf, til stuðnings hreyfihömluðum börnum á yngri deild. Starfið er krefjandi, þroskandi, ánægjulegt og krefst þess að viðkomandi geti unnið sjálfstætt. Einnig þurfum við að bæta við fóstru eða starfsmanni á yngstu deild- ina. Á Hamraborg er góð vinnu- aðstaða, góður matur og hresst og gott starfsfólk sem býður þig velkominn til starfa með okkur. Ef þú hefur áhuga skalt þú ekki hika við að hringja og spjalla við forstöðumanninn í síma 36905. HAMRABORG DAGHEIMILI GRÆNUHLÍÐ 24 REYKJAVlK r lyftiborö Lyftiborðið auðveldar störf þeirra sem þurfa að vinna með þunga hluti í mismunandi hæð. Hámarks burðargeta 500 kg. Hentugt fyrir verslanir, verkstæði, vöruiagera o.fl. Þekking Reynsla Þjónusta FALKIN N SUÐURIANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.