Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 Jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla samþykkt: Göngin kosta 530 milljónir og verða grafin á 4 árum Matthías Á. Mathiesen sam- göngnráðherra fól í gær Vega- gerð ríkissins að hefja þegar undirbúning jarðgangagerðar í Ólafsfjarðarmúla, en ríkisstjórn- in staðfesti á fundi í gærmorgun þá samþykkt Alþingis að fram- kvæmdir við jarðgöng gegnum Ólafsfjarðarmúla verði hafnar árið 1988 og lokið eigi síðar en 1991. Þá er miðað við fjárhagsá- ætlun verksins sem Vegagerð ríkissins gerði miðað við verðlag vorið 1987. Kostnaður er áætlað- ur 90 milljónir árið 1988, 175 milljónir árið 1989, 175 milljónir árið 1990 og 90 miiljónir árið 1991, alls 530 milljónir. í afgreiðslu vegaáætlunar á1 síðasta vori lýsti flárveitinganefnd yfír þeim vilja sínum að aflað yrði sérstaks framkvæmdafjár til jarð- gangagerðar í Ólafs^arðarmúla svo framkvæmdir gætu hafíst 1988 og haldið viðstöðulaust áfram. Gert er ráð fyrir að 35 milljónum króna á lánsfjárlögum verði varið til undir- búnings í ár. í samþykkt ríkisstjóm- arinnar lofar hún að beita sér fyrir 20 milljóna króna flárútvegun árið 1988 til viðbótar 70 milljónum króna sem kæmu af vegaáætlun. Tekin verði afstaða til fjármögnun- ar verksins á árunum 1989-91 í sambandi við endurskoðun vegaá- ætlunar veturinn 1988-89. „Þetta eru stór tíðindi og gleðileg fyrir Ólafsfírðinga," sagði Valtýr Sigurbjömsson bæjarstjóri. „Ólafs- fírðingar hafa beðið lengi eftir að fá staðfestingu á að göngin yrðu gerð og með þessu samþykki stað- festir ríkisstjómin að hafíst verði handa við jarðgöngin á næsta ári. Vilji til þess hefur áður komið fram hjá fjárveitingamenfd og nú er hægt að hefjast handa.“ Kaupfélag V-Barðstrendinga: Skuldir þrotabúsins yfir 100 millj. króna STJÓRN Kaupfélags Vestur- Barðstrendinga á Patreksfirði hefur óskað eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta, 6 vik- um eftir að sýslumaður V-Barð- strendinga veitti kaupfélaginu greiðslustöðvun í 3 mánuði. Anna Jensdóttir sljómarformaður kaupfélagsins segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin í fram- haldi af endurskipulagningu fjármála félagsins, og ekki hafi verið farið fram á það við lánar- drottna að þeir afskrifuðu skuldir fyrirtækisins. Öllu starfs- fólki kaupfélagsins var sagt upp 1. nóvember sl. Forsenda þess að kaupfélagið fékk greiðslustöðvun á sínum tíma var að Sambandið, sem er stærsti kröfuhafínn í bú kaupfelagsins, gaf vilyrði fyrir að afskrifuð yrði 30 milljóna króna skuld en alls mun kaupfélagið skulda Sambandinu um 70 milljónir króna. Þetta var gert á þeim forsendum að aðrir lánar- drottnar afskrifuðu einnig hluta af skuldum kaupfélagsins. Anna Jens- dóttir sagði að ekki hefði verið farið, fram á þetta við lánardrottna og allar skuldir því reiknaðar með í gjaldþrotinu, en skuldir kaupfélags- ins munu vera á annað hundrað milljónir króna. Anna sagði að banabiti kaup- félagsins hefði verið þegar hrað- frystihúsi var breytt í sláturhús fyrir nokkrum árum. Sláturhúsið varð síðan gjaldþrota og var það á þessu hausti rekið af sameignarfé- lagi bænda. Kaupfélagið á tvö verslunarhús á Patreksfírði, vöruskemmu, kaup- félagsstjórabústað, verslunarhús á Rauðasandi og hlutafé. Anna sagði að vonir stæðu til að hægt væri að selja eignimar en óvíst hvaða verð fengist fyrir þær. Aðalviðskipta- banki kaupfélagsins var Samvinnu- bankinn á Patreksfirði. Stefán Skarphéðinsson sýslu- maður í Barðastrandarsýslu sagði við Morgunblaðið að ekki væri búið að skipa bústjóra þrotabúsins þar sem beiðni um gjaldþrotaskipti hefði ekki komið fyrr en á mánu- dag. «• l • Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hrafn Björnsson, sendibílstjóri, sem óafvitandi flutti fíkniefni í bfl sínum á mánudag. Mér var skellt í gólfið og sett á mig handjárn - segir Hrafn Björnsson, sendibílstjóri, sem óafvitandi flæktist í fíkniefnamál „ÉG VISSI ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar nokkrir menn réðnst allt í einu á mig, skelltu mér í gólfið og settu á mig handjárn. Síðan var mér hent upp í bíl og ekið sem leið lá á lögreglustöðina, “ sagði Hrafn Björnsson, sendibQstjóri. Hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu á mánudag að vera handtekinn, grunaður um aðild að innflutningi á 10,7 kílóum af hassi. Honum var þó sleppt að loknum yfirheyrslum, enda kom þá í ljós, að hann hafði aðeins verið ráðinn tU starfa sem bUstjóri, grunlaus um að hann flæktist í fíkniefnamál. Hrafn segir meðferð lögreglu á sér hafa verið mjög harka- lega, en Arnar Jensson, lög- reglufulltrúi, segir að meðferðin hafi verið eðlUeg, enda hafi Hrafn verið staðinn að flutningi á fíkniefni, þótt hann reyndist síðar ekki hafa vitað af því. „Það var skömmu eftir hádegi á mánudag að maður kom á vinnustað minn, Nýju sendibíla- stöðina, og bað um sendibíl," sagði Hrafn. „Ég var kallaður til og sagði maðurinn mér, að ég ætti að fara til Hafnarfjarðar og ná í vörur. Hann lét mig hafa stórt, brúnt umslag, sem á voru ietraðar nákvæmar leiðbeiningar. í umslaginu voru um 40 þúsund krónur í peningum. Ég fór í toll- inn í Hafnarfírði og leysti vörum- ar út. Þetta voru tólf kassar og miðað við innflutningsskjöl var innihaldið málning." Eftir að Hrafn hafði náð í vör- umar ók hann að Kleppsvegi 142, eins og maðurinn hafði sagt hon- um. Þegar hann hafði beðið við húsið í nokkrar mínútur kom maðurinn þar að. Hann kvaðst ekki muna heimilisfangið, þar sem afferma ætti bílinn, en hann rat- aði þangað og myndi hann því aka á undan sendibflnum. Síðan ók hann að bflskúr í Fossvogi, sem hann hafði til umráða. „Þegar við komum að bflskúm- um aðstoðaði ég manninn við að afferma bflinn," sagði Hrafn. „Þegar 4-5 kassar vom komnir inn í skúrinn komu skyndilega nokkrir menn hlaupandi að, skelltu mér í gólfíð og handjám- uðu mig. Ég hélt í fyrstu að þetta væru einhveijir glæpamenn, enda var atgangurinn með ólíkindum. Loks kallaði einn þeirra að þeir væm lögreglumenn og otaði fram- an í mig skírteini því til sönnunar. Nokkur hópur fólks safnaðist þama að, en lögreglan sneri hand- leggi mína aftur fyrir bak, kastaði mér inn í skutbfl og ók með mig niður á lögreglustöð. Þar var ég látinn sitja með handjámin á mér drykklanga stund, en eftir yfír- heyrslur var mér sleppt. Ég var þó ekki beðinn afsökunar á með- ferðinni." Amar Jensson, lögreglufulltrúi, sagði að Hrafn hefði verið staðinn að því að flytja fíkniefni. „Við vissum ekki hvort hann væri við- riðinn málið, en aðstæður við bflskúrinn vom þannig, að við urðum að bregðast mjög skjótt við. Það getur verið erfítt að fara milliveg þegar við afgreiðum svona mál. Ég tel lögregluna hafa hegðað sér eðlilega í þessu máli miðað við aðstæður. Hrafn gaf skýrslu sem vitni og var síðan sleppt." í dag Fiskiþing: Fnáls verðlaarning hefur hækkað fiskverð um 18 - 20% Fiskvinnslan að slig- ast undan of háu verði, segir Stefán Runólfsson SKIPTAR skoðanir eru um flesta þætti í mótun fiskveiðistefnu næstu ára á Fiskiþingi og um- ræður fjörugar. Auk þess að deila um svæðaskiptingu og þorskaflahámark skipa á sóknar- marki, eru menn ekki sammála um verðlagningu á fiski, útflutn- ing í gámum og úthlutun veiði- leyfa á djúprækju. Framsöguer- indi um þessa þætti og fleirí voru flutt á Fiskiþingi í gær og var þeim að lokinni fyrstu umræðu visað til nefnda tíl frekari um- fjöUunar og tiUögugerðar. Flestir þingfulltrúa voru á móti frjálsu fískverði og töldu áhrif þess óæskileg. Þau fælust meðal annars í því að stöðugir samningar væru í gangi við sjómenn, sem í sumum tilfellum hefðu gripið til ólöglegra vinnustöðvana til að knýja fram samninga. Þá hefði um of verið krafízt svipaðs verðs og á fiskmörk- uðum innan lands, en þar sem aðeins brot af botnfiskaflanum færi um þessa markaði, væri ekki rétt að miða við verð á þeim. Stefán Runólfsson frá Vestmannaeyjum sagði fískverð hafa hækkað um 18 til 20% síðan verðlagning hefði ver- ið gefín fíjáls og fískvinnslan væri að sligast undan of háu fískverði. Útge'rð og sjómenn hefðu tekið all- an ábata í vinnslunni til sín og fiskverkafólk sæti eftir. í tillögum Sunnlendinga til Fiski- þings segir að fíjálst fískverð þurfí að vera við lýði í eitt ár til þess að raunsönn reynsla af því fáist. Því sé of snemmt að falla frá því nú. Undir þetta sjónarmið tók Marteinn Friðriksson frá Sauðárkróki, en sá þó ýmsa annmarka á frjálsri verð- lagningu. Tillögur frá öðrum en Sunnlendingum voru gegn fijálsu verði. Guðjón A. Kristjánsson, for- seti FFSÍ, sagði að fijálst fískverð hefði átt að ákveða til eins árs, en því miður þyrfti hann að víkja af þinginu til að vinna það leiða verk að verðleggja físk í yfímefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins. Flestir fulltrúa voru á móti 20% álagi á kvóta vegna siglinga, en í tillögum Norðlendinga um það mál kom fram sú hugmynd að kvóti yrði ekki skertur heldur lagt sam- bærilegt gjald á útflutning í gámum, sem rynni til Hafrann- sóknastofnunar. Aðrir bentu á að aukning á útflutningi í gámum kæmi niður á fiskvinnslu og væri að auki hrein viðbót við útflutning á ferskum físki, sem seldur væri á erlendum mörkuðum og unninn þar í samkeppni við unnin físk héðan. Þá var bent á það, að útflutningur á ferskum fiski skilaði útgerð og sjómönnum auknum tekjum og hefði forðað einhveijum útgerðum frá gjaldþroti. Jafnframt flytti físk- vinnslan út hluta af fiski sínum ferskan, bæði vegna þess, að það væri hagkvæmt og vegna þess að fólk skorti til að vinna hann. Um fyrirkomulag á úthafsrækju- veiðum voru flestir sammála um að kvóta þyrfti á veiðamar, en ágreiningur var um með hvaða hætti það skyldi vera. Hugmyndir um að kvótanum yrði skipt milli vinnslustöðva og útgerða mættu talsverðri mótspymu. Sjá nánar umræður á Fiski- þingi í miðopnu. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.