Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 41 Alþjóðlega skákmótið á Suðumesjum: Helgi er enn með forystuna Morgunblaðið/Sverrir Gámur valt af tengivagni ÞAÐ óhapp varð síðdegis i gær að gámur, sem var á tengivagni flutningabíls, valt. Flutningabíllinn var á leið eftir vegi, sem liggur að Ártúnsbrekku. Ekki er vitað hvað olli óhappinu, en svo mikið er víst, að flutn- ingabíllinn lenti á ljósastaur og umferðarmerki og stöðvaðist loks þegar gámurinn valt af tengivagn- inum. Engin meiðsli urðu á mönnum, en skemmdir urðu nokkr- ar á bílnum og gáminum. Keflavík.^ HELGI Ólafsson stórmeistari er enn efstur á alþjóðlega skákmót- inu á Suðurnesjum. Áttunda umferð var telfd í Stapa í gær- kvöldi og þá gerði Helgi jafntefli við Sigurð Daða Sigfússon. Helgi er með 6 og '/2 vinning. Hannes Hlífar Stefánsson gerði jafntefli við Finnann Pyhala og er í öðru til þriðja sæti með 6 vinninga ásamt Bretanum David Nor- wood. Síðan koma Þröstur Þórhallsson og Björgvin Jónsson með 5 vinninga, en þeir skildu jafnir. Sigfús náði fljótlega þægilegri stöðu gegn Helga og vann peð. Helgi bauð þá jafntefli sem Sigfús þáði, minnugur skákarinnar gegn Hannesi á sunnudaginn þegar hann tapaði niður vinningsstöðu. Hannes Hlífar átti lengstum í vök að veij- ast gegn Pyhala, en náði að hanga á jafntefli. Önnur úrslit urðu þau að Davíð Ólafsson vann sína fyrstu skák gegn Bandaríkjamanninum Charles Weldon og Guðmundur Siguijóns- son féll á tíma, en átti þá vinnings- stöðu gegn Jóhannesi Ágústssyni. Bretarnir Norwood og Byron Jak- obs áttust við og sigraði Norwood á sannfærandi hátt. Frestaðri skák Norwoods og Þrastar frá annarri umferð sem tefld var á mánudags- kvöldið lauk með jafntefli. Hannes Hlífar, Þröstur og Björg- vin eiga því enn góða von um að ná áfanga að alþjóðlegum titli á mótinu, en til þess þurfa þeir 7 vinn- inga. Þijár umferðir eru eftir og verður 9. umferð tefld í dag. BB Leiklistarskólinn: Ströng lagatúlkun fæl- ir burt hæfa kennara - segir Helga Hjörvar skólasljóri HELGA Hjörvar, skólastjóri leiklistarskóla ríkisins, segir að ef ákvæðum laga um kennslu- réttindi verði framfylgt gagnvart skólanum, geti það orðið til þess að fæla fólk með góða leiklistarmenntun og reynslu af kennslu, frá starfi við skólann. Því bjóðist nú lægri laun en fólki með gráðu í uppeldis- og kennslufræðum, án tillits til menntunar og kunnáttu á sviði leiklistar. í samtali við Morgunblaðið sagði Helga að enginn leiktúlkun- arkennari Leiklistarskólans hefði kennsluréttindi samkvæmt nýsett- um lögum. Þeir teldust allir og hún sjálf þar á meðal, til leið- beinenda. Þá sagði Helga að hún vissi ekki til þess að til væru skól- ar sem útskrifuðu kennara til kennslu í leiklistarskólum. Kenn- arar við leiklistarskóla væru að jafnaði sjálfir leikarar og hefðu hlotið þjálfun í kennslu í leikhúsum eða skólunum sjálfum. Þá væri enn engin menntun til fyrir kennara í leiklist á framhaldsskólastigi, líkt Myndlista- og handíðaskólinn: Þoni kennara réttindalaus ALLUR þorri um það bil 60 kenn- ara Myndlista- og handíðaskól- ans hefur ekki að baki nám i uppeldis- og kennslufræðum og skortir því réttindi til kennslu við skólann, samkvæmt lögum um lögverndun starfsheitis kenn- ara. Ingólfur Amarson deildarstjóri fjöltæknideildar (Nýlistadeildar), sagði í samtali við Morgunblaðið að auk skólastjórans, Bjama Daní- elssonar, hefðu einungis örfáir af föstum kennurum skólans tilskylda menntun í uppeldis- og kennslu- fræðum. Sjálfur kvaðst Ingólfur ekki hafa réttindin, hann væri með próf frá MHÍ en hefði síðan stundað framhaldsnám í Hollandi.Hann kvaðst hafa stundað kennslu við Myndlista- og handíðaskólann frá 1983. „Ef ríkið ætlar að framfylgja lögunum eftir orðanna hljóðan er starfseminni hér nánast sjálfhætt í þessari mynd," sagði Ingólfur. „Yngstu nemendumir hér eru 18 ára, langflestir yfir tvítugu og allt upp í fimmtugt. í raun og veru er námið hér á háskólastigi enda hafa allt að 70% nemenda stúdentspróf. Keppikeflið ætti að vera að ráða hingað hæfa myndlistarmenn sem hafa aflað sér menntunar og reynslu sem víðast að úr heiminum þannig að hingað berist ferskir straumar. Þess vegna ætti að treysta skólastjóra og stafsmönnum skólans til að sjá svo um að ráðnir verði hæfustu kennarar sem völ ef á. Vonandi verður málið leyst eftir skynsamlegum leiðum svo starf- semin hér bíði ekki tjón af,“ sagði Ingólfur Amarson. og Myndlista- og handíðaskólinn og Tónlistarskólinn í Reykjavík veita. Helga kvaðst hafa sótt um löggildingu fýrir sig og tvo kenn- ara við skólann, Hilde Helgason og Jónínu Ólafsdóttur og lagt fram prófskírteini þeirra allra frá er- lendum sem innlendum leiklistar- skólum. Þær hefðu allar mikla reynslu af kennslu, heima og er- lendis, hefðu sótt fjölda námskeiða í kennslu leiklistar og sjálf hefði hún „leiðbeint" á námskeiðum í Kennaraháskóla íslands fyrir kennara sem nota leiklist við kennslu. Þá væri Hilde Helgason frumkvöðull í leiklistarkennslu á framhaldsskólastigi hérlendis. Helga sagði að svar hefði enn ekki borist frá menntamálaráðu- neytinu en hún kvaðst hafa heyrt í viðræðum við ráðuneytisfólk að það hefði skilning á vandanum og kvaðst vonast til að lausn fyndist. „Það er inntökuskilyrði í Leik- listarskólann að hafa náð 19 ára aldri," sagði Helga Hörvar. „Ég vil taka fram að ég hef skilning á nauðsyn þess að lögvernda starfs- heiti kennara í gmnnskólum og almennum framhaldsskólum en flestir nemendur Leiklistarskól- ans, eins og nemendur flestra listgreinaskólanna, eru fullorðið fólk og kennarar þeirra þurfa fyrst og fremst að hafa til að bera hæfni og sérþekkingu á listgrein- inni. Ef strangri túlkun laganna verður beitt við okkur óttast ég að bestu leiklistakennarar okkar, hæflr listamenn, láti ekki bjóða sér það vera ráðnir til starfa sem undirmálsfólk. Afleiðingarnar gætu orðið hörmulegar fyrir skól- ann,“ sagði Helga Hjörvar. Geðhjálp: Fyrirlestur um samskipti for- eldra og barna HÚGÓ Þórisson, sálfræðingur, heldur fyrirlestur um sam- skipti foreldra og barna sem Geðhjálp stendur að fimmtu- daginn 19. október. Fyrirlesturinn hefst á geðdeild Landspítalans í kennslustofu á þriðju hæð klukkan 20.30. Fyrir- spumir, umræður og kaffiveiting- ar verða eftir fyrirlesturinn. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. o INNLENT Sundhöllin lokuð SUNDHÖLL Reykjavíkur lok- ar vegna Norðurlandameist- aramóts í sundi sem þar verður haldið og hefst á fimmtudag. Sundhöllin lokar af þeim sökum kl. 13., fimmtudaginn 19. nóvem- ber og verður lokuð fram til þriðjudags, 24. nóvember. (Úr fréttatilkynningu.) Skák: * Andri Ass Grétars- son unglingameistari ANDRI Áss Grétarsson varð á mánudagskvöld Unglingaskák- meistari íslands. Tefldar voru 7 Siglufjörður: Rúmlega 17 þúsund tonn af loðnu á land Siglufirði LANDAÐ hefur verið 17.095 tonnum af loðnu til bræðslu þjá Sildarverksmiðju ríkisins á Sigl- ufirði. Samkvæmt gömlu máli samsvarar það 119.665 málum og þótti góður vertíðarafli á síldarvertíð fyrr á árum. Um 3.500 tonn eru óunnin í þróm af þessum 17.095 tonnum en um helgina var skipað út 18.065 tonn- um af lýsi. Áður var búið að skipa út 500 tonnum af loðnumjöli. Mattías umferðir eftir monradkerfi og vann Andri Áss allar sínar skák- ir. Næstir komu Gunnar Björns- son og Tómas Björnsson, báðir með 5'/2 vinning en Gunnar var hærri á stigum. Fjörutíu og átta keppendur tóku þátt í mótinu, langflestir félagar i Taflfélagi Reykjavíkur og voru allii verðlaunahafarnir úr því félagi. Fimm skákmenn fengu 5 vinninga, Þröstur Ámason TR, Snorri G. Bergsson TR, Rúnar Sigurpálsson SA, Veturliði Þór Stefánsson Borg- arnesi og Hrannar Baldursson TB og réðu stig þeirri röð sem þeii voru taldir upp í. Ólafur H. Ölafsson og Árni Jak obsson stjómuðu mótinu en aldurs mark þátttakenda var 20 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.