Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 71 KNATTSPYRNA Svíar telja Bjama besta markvörð Norðurlanda - verður að svara tilboði frá IFK Gautaborg í dag Bjami Sigurðsson, landsliðs- markvörður íslands í knatt- spymu, er besti markvörður Norðurlanda segir í sænska dag- blaðinu Expressen í Frá gær. Gunder Magnúsi Bengtsson, þjálfari Ingimundarsyni IFK Gautaborg, vill lSvlpJóð frekar fá Bjama til liðs við liðið en Tomas Ravelli, landsliðsmarkvörð Svía, sem leikur með Öster, en í dag verður ljóst hvort þjálfarinn fær ósk sína upp- fyllta. Gautaborg bauð Bjama tveggja ára samning í gær og í dag á Bjami að gefa ákveðið svar. Ex- pressen segir að Bjami sé hæst launaðasti leikmaður Noregs, en Gautaborg setur það ekki fyrir sig. Ssf áþessu „Mér leist ágætlega á allt hjá Gautaborg og tilboðið er þokka- legt,“ sagði Bjami við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Gautaborg hefur staðið sig vel í Evrópumótunum og vissulega væri spennandi að spila við bestu lið Evrópu, en ég ætla að sofa á þessu í nótt og gera upp hug minn á morgun (í dag).“ tóm FOLK ■ HOLLENSKA knattspyrnu- sambandið hefur áfrýjað dómi aganefndar FIFA þar sem landsliði Hollands er dæmdur 8-0 sigurleikur gegn Kýpur tapaður vegna þess að ólátabelgur einn varpaði reyk- sprengju inn á völlinn með þeim afleiðingum að markvörður Kýpur slasaðist og fékk taugaáfall. Áfrýj- unin verður tekin fyrir á föstudag- inn og niðurstöðu hennar beðið með eftirvæntingu. ■ FORSETI gríska meistara- liðsins Olympíakos Píreus greindi frá því í gærdag, að hann væri næsta viss um að David Pleat myndi skrifa undir samning við fé- lagið á næstu dögum, að öllum líkindum í vikunni, í síðasta lagi á miðvikudag eftir viku. Sem kunn- ugt er, sagði Pleat starfí sínu hjá Tottenham lausu eftir hneykslismál , en hefur dvalið í Píreus síðustu daga þar sem hann hefur rætt við forráðamenn liðsins og leikmenn. Hann er nú staddur í Lundúnum, en fer aftur suður á föstudag. Gríska liðið hefur unnið fímm deild- artitla síðan 1980, en hefur hafíð þetta tímabil afar illa, leikið sjö leiki án þess að vinna sigur. ■ GEIR Þorsteinsson, stjómar- maður í KSÍ og formaður móta- nefndar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs á ársþingi KSÍ, sem fram fer í Reykjavík í byrjun desember. ■ Tékkneski tenniskappinn Ivan Lendl er nú sá tennisleikar- inn sem mest hefur nælt sér í launin. Tekjur hans á yfírstandandi vertíð nema 993.656 dollurum, en Stefan Edberg frá Svíþjóð er skammt undan með 937.467 dollara og Júóslavinn Miroslav Meeirer þriðji með 860.326 dollara. Banda- ríkjamaðurinn John McEnroe er aðeins í áttunda sæti með „aðeins" rúma 365.000 dollara. BLAK Þróttur vann Einn leikur fór fram í 1. deild karla í blaki í gærkvöldi. Þrótt- ur Reykjavík vann Fram 3:2 (15-10, 10-15, 15-8,13-15,15-0). Bæði lið- in léku ágætlega lengi vel, Framar- ar unnu aðra hrinuna örugglegaj en í lokin var ekki spuming hvem- ig færi og stóð síðasta hrinan aðeins yfír í níu mínútur. HANDKNATTLEIKUR / SUPER CUP í VESTUR-ÞÝSKALANDl! Ólrúleg hraðaupphlaup hjá Sovétmönnum Verða Ólympíumeistarar með sama áframhaldi SOVÉTMENN sýndu ísínum fyrsta leik í „super cup“ keppn- inni að þessu sinni að þeir eru á hraðferð og með sama áframhaldi kemur ekkert í veg fyrir að þeir verði Ólympíu- meistarar næsta haust. Sovétmenn léku gegn Rúmen- um og unnu auðveldlega 28:20 eftir að staðan hafði verið 16:11 í hálfleik. Rúmenar byrjuðu betur, komust í 2:0 og 5:2, en Sovétmenn skor- uðu næstu fjögur mörk og tóku leikinn í sínar hendur. Leik- ur þeirra var mjög hraður, sérstak- lega voru hraðaupphlaup þeirra ótrúleg, og Rúmenar án Stinga, sem var meiddur, áttu ekkert svar. Tusc- hin var markahæstur Sovétmanna með sex mörk. Berbece skoraði einnig sex mörk fyrir Rúmena og Voina fímm mörk. Frá Jóhannilnga Gunnarssyn/ iV-Þýskalandi Júgóslavar slaklr Júgóslavar töpuðu 26:17 (13:8) fyr- ir Austur-Þjóðveijum og hafa ekki verið svona slakir í 10 ár. Aðeins Isakovic stóð upp úr og skoraði átta mörk, en þeir fara ekki langt á ÓL með svona leik. Þetta var einn stærsti sigur Austur-Þjóðveija gegn heimsmeisturunum og voru yfírburðimir miklir. Þeir komust í ; 5:0, Júgóslavar náðu að jafna 6:6, en síðan ekki söguna meir og mun- aði yfírleitt átta til 10 mörkum í seinni hálfleik. Línumaðurinn Wie- gert var þeirra markahæstur með átta mörk, en Neitzel skoraði fímm mörk og Smith varði þijú vítaköst. SvíartöpuAu Tveir leikir voru í a-riðli keppninn- ar. Ungveijar unnu Svía 22:21 eftir að hafa haft þijú mörk yfír í hálf- leik, 12:9. Eftir hlé var leikurinn í jámum, en Svíum tókst ekki að brúa bilið. Marosi skoraði átta mörk fyrir Ungveija, þar af fjögur úr vítaköstum, en Járphag var marka- hæstur Svía með sex mörk. Vestur-Þjóðveijar áttu ekki í erfið- leikum með Tékka. í hléi var staðan 10:7, en lokatölur urðu 17:15. Wlsgart skoraði átta mörk KNATTSPYRNA / BRETLAND Terry Butcher fótbrotnaði - og Rangers tapaði 1:0 fyrirAberdeen TERRY Butcher, landsliðsmað- ur Englands, fótbrotnaði í leik Rangers og Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og verður frá f þrjá til fjóra mán- uði. Rangers tapaði 1:0; fyrsta tap liðsins á heimavelli f eitt ár. Butcher hefur verið einn sterk- asti maður Rangers og enska landsliðsins og á 54 a-landsleiki að baki. Erfitt verður að fylla skarð hans í báðum liðun- Frá um og síst batnar Bob staða Rangers í Hennessy deildinni. Miller i skoraði eina markí i Engtandi leiksins með skalla á 31. mínútu og er Aberdeen komið í þriðja sæti. Walker og White skomðu fyrir Celtic í 2:0 sigri gegn Motherwell, Dunfermline og Falkirk gerðu markalaust jafntefli og Dundee vann St. Mirren 2:1. 14. sigur Arsanal í röð Arsenal vann Stoke 3:0 í deildarbik- amum. Þetta var 14. sigur Arsenal í röð, 10 deildarleikir og fjórir bikar- leikir. Richardson skoraði tvívegis og Rocastle eitt mark. Thomas fékk að tvítaka vítaspymu fyrir Arsenal en allt kom fyrir ekki, mörkin urðu ekki fleiri. Everton vann Oldham 3:1. Irwin kom gestunum yfír á 15. mínútu, skoraði beint úr aukaspymu, en Watson jafnaði með skalla á 55. mínútu. Adams skoraði síðan sigur- mark Everton fjórum mínútum fyrir leikslok. Manchester City er á góðri siglingu og vann Watford 3:1. White skor- aði fyrst fyrir City, Allen jafnaði, en White kom City aftur yfir. Und- ir lokin skoraði Stewart eftir að hafa látið veija frá sér vítaspymu. Þá skoraði Brian Stein fyrir Luton á 4. mínútu gegn Ipswich og Luton vann 1:0.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.