Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 Miklar breytingar á verka- skiptingn ríkis og sveitarfélaga - segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kristján Thorlacius kennari sýnir alnafna sínum afmælisgjöfina, sem hann fær ekki afhenta fyrr en i dag. Fékk innsiglaða afmælisgjöf Kristján Thorlacius formaður BSRB varð sjötugur í gær. Meðal gjafa sem hann fékk var hin nýja bók Gorbashovs Sovétleiðtoga. Bókin kemur út í fjölmörgum lönd- um í dag og á íslandi er það Iðunn sem gefur bókina út. Stranglega er bannað að „þjófstarta" og því var gripið til þess ráðs að fá lögregl- una til að innsigla bókina og fara með hana í afmælisveizluna. Bókin var dregin skamma stund upp úr umslaginu en síðan innsigluð aftur og fær Kristján bókina ekki afhenta fyrr en í dag. „UM þessar mundir er óvenju mikið að gerast í samskiptamál- um ríkis og sveitarfélaga og mikilvægt að þar takist vel til. Þau mál sem þar ber hæst eru tilfærsla á verkefnum milli ríkis og sveitarfélaga og uppgjör því tengd, staðgreiðslukerfi skatta og breytt innheimtukerfi útsvara og endurskoðun á lögum um tekjustofna sveitarfélaga að því er snertir kaflann um Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra meðal annars í ávarpi sínu á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Félagsmálaráðherra sagði að í starfsáætlun ríkisstjórnarinnar væri gert ráð fyrir að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verði gerð skýrari og einfaldari svo að sem mest fari saman ákvörðun, fram- kvæmd og Qárhagsleg ábyrgð. Jafnframt verði aukin verkefni færð til sveitarfélaga. Jóhanna taldi að breyta þyrfti reglum um Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga þannig að auknu íjármagni yrði veitt til jöfnunar milli sveitarfélaga. Nauðsynlegt væri að styðja minni og vanmegn- ugri sveitarfélögin til að þau gætu haldið uppi eðlilegri félagslegri þjónustu við íbúa sína. Kvaðst ráð- herrann hafa skipað nefnd til að semja frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga að því er snertir kaf- lann um Jöfnunarsjóð. í ávarpi sínu vék félagsmálaráð- herra að staðgreiðslu opinberra gjalda og boðaði miklar breytingar í sambandi við innheimtu útsvara og innheimtu annarra sveitarsjóðs- gjalda. Ráherrann gat einnig um þær breytingar sem yrðu hvað snertir ákvörðun um innheimtupró- sentu útsvara. Varðandi tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga um 7,5% innheimtuprósentu kvaðst Jóhanna ekki draga dul á að þar teldi hún lengra gengið en góðu hófí gengdi. Þetta myndi að hennar mati hafa í för með sér mjög mikla hækkun útsvars og auka þar með skattbyrði verulega og langt um- fram það sem eðlilegt gæti talist. Jóhanna sagði ennfremur að nauð- synlegt væri að ríki og sveitarfélög samræmdu stefnu sína í opinberum rekstri með það fyrir augum að unnt verði að ná þeim efnahags- markmiðum, sem ríkisstjórnin og Alþingi ákvarða á hveijum tíma. Sjá nánar um staðgreiðslukerfi skatta á bls. 30 og 31. Skipholt: VEÐURHORFUR í DAG, 18.11.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Um 1000 km suðvestur í hafi er allvíð- áttumikil 972ja millibara lægð sem þokast norðaustur en 1028 millibara hæð yfir norðaustur Grænlandi. Hiti verður víðast á bllinu 3—8 stig. SPÁ: I dag verður breytileg átt eða suðaustan gola eða kaldi og skúrir viða u m land þó elnkum sunnan- og austanlands. Hiti 3—6 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA FIMMTUDAGUR: Breytileg átt og víðast frostlaust. Él norðantll á Vestfjörðum, en skúrir á v(ö og drelf t öðrum landshlutum. FÖSTUDAGUR: Norðvestanátt austanlands, en vestan- og suðvest- anátt um landið vestanvert. Él við norðausturströndina og á anneajum vestanlands, en þurrt að mestu annars staðar. Hitl ná- lægt frostmarkl. TÁKN:' Heiðskfrt <4k m Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * # * Snjókoma # * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CO Mistur —I*. Skafrenningur [7 Þrumuveður vn VEÐUR VÍÐAUMHEIM kl. 12:00 (gær að ísl. tima hUI v*Aur Akurtyri 2 skýjað Raykjavlk 6 rlgning og aúld Bargen 8 rlgnlng og súld Halainki 2 þokumóöa Jan Mayen 0 akýjaft Kaupmannah. 8 skúr Noraaarasuaq +4 •kýjaft Nuuk +8 helðskýrt Oaló 8 léttskýjaft Stokkhólmur e skýlaft Þórshöfn a þokumóða Algarve 18 léttskýjaft Amaterdam 11 skýjað Aþena 20 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjaft Berlln 8 rlgnlng Chicago 14 rignlng Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 8 akúr Glasgow 10 skúr Hamborg 10 akúr Las Palmas 24 halðskfrt London 12 skýjaft Los Angelea 13 skýjað Lúxemborg 1 akúr Madrld 15 léttskýjaft Malaga 18 akýjaft Mallorca vantar Montraal +1 léttakýjað NewYork 10 alakýjaft Parls 11 skýjaft Róm léttakýjaft Vln 12 skýjaft Washlngton 12 skúr Winnlpeg 6 léttakýjaft Valencla 10 skýjað Gæsluvarðhald staðfest HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tæp- lega þrítugum manni, sem var handtekinn eftir að 41 árs maður fannst látinn í íbúð að Skipholti 40 þann 7. nóvember. Þennan dag, sem var laugardag- ur, fannst maðurinn látinn í íbúðinni og var húsráðandi handtekinn. Hann játaði að hafa lent í átökum við hinn látna og var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. febrúar á næsta ári og gert að sæta geðrann- sókn. Maðurinn vildi ekki una lengd varðhaldsins og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. f gær staðfesti Hæstiréttur hins vegar úrskurðinn. Egg á gamla verðinu að seljast upp: Eggjabændur á fund í Verðlagsstofnun í dag VERÐLAGSSTJÓRI hefur boðað forystumenn eggjabænda á fund Kartöfluútflutningurr Sendinefnd til Skandinavíu SENDINEFND fór frá íslandi í gær til að kanna nánar möguleika á útflutningi kartaflna til Norður- landanna. Fer sendinefndin til Noregs, Finnlands og Svþíþjóðar. Ferðin er farin í framhaldi af já- kvæðum svörum í Noregi og víðar við fyrirspumum Búnaðarbankans um möguleika á útflutningi umfram- framleiðslu íslendinga á kartöflum. í sendinefndinni eru meðal annars Heimir Hannesson markaðsstjóri Búnaðarbankans og Haukur Halld- órsson formaður Stéttarsambands bænda. hjá Verðlagsstofnun í dag. Verð- ur eggjabændum gerð grein fyrir afstöðu Verðlagsstofnunar vegna samráðs þeirra um hækk- un eggjaverðs sem stofnunin telur ólöglegt. Undanfama daga hefur selst mikið af eggjum og eru egg á gamla verðinu víða uppseld í verslunum. Egg á nýja verðinu kosta 199 krón- ur kílóið sem var komið niður ( um 65 krónur fyrir hækkun. Neytendasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem samtökum eggjabænda um að hækka eggja- verðið er harðlega mótmælt svo og áformum um að koma á fram- leiðslustjómun í greininni. Skora samtökin á kaupmenn og neytendur að kaupa ekki egg á „hinu nýja og ólöglega verði“. Segjast samtökin verða að grípa til viðeigandi að- gerða ef eggjaframleiðendur láti ekki af „þessu ósvífna athæfi". Ný plata Bubba Morthens kemur út: Orðin gullplata fyrir útgáfudag Dögun, nýjasta plata Bubba Morthens, hefur þegar selst frá útgefanda í hátt á sjöunda þús- und eintökum þó piatan komi ekki út fyrr en í dag, miðviku- dag. I dag verður haldinn blaða- mannafundur í tilefni af útkomu plötunnar og þar verður Bubba af- hent gullplata fyrir Dögun, enda hefur útgefandi þegar dreift nær sjö þúsund plötum. Við sama tæki- færi verður Bubba afhent platínu- plata fyrir síðustu plötu hans, Frelsi til sölu, en sú plata hefur selst í yfir sautján þúsund eintökum. Til samanburðar má geta þess að af þeirri íslensku plötu sem næst þessu hefur komist nú ( haust, hefur ver- ið dreift innan við tvö þúsund eintökum. Það er Gramm hf. sem gefur plötu Bubba út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.