Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 17
I MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 17 i Laqerkerfi ivrir vörubreHí ogfleira Með þessu stórkostlega fyrirkomulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftaraogvöruvagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS OG HEHDVERSLUN BiLDSHÖFDA W SÍML6724 44 Efni og umbúðir Bókmenntir Erlendur Jónsson Stefán Júlíusson: JÓLAFRÍ í NEW YORK. 197 bls. Bókaútg-. Björk. Reykjavfk, 1987. »Fimm tengdar sögur« eru í bók þessari. Raunar hefst hún á inn- gangi. Þar segir frá því er fimm stúdentar við bandarískan háskóla (fjórir piltar og ein stúlka) fara til New York til að eyða þar jólafrí- inu. Kennari þeirra í ritlist leggur fyrir þau að nota tímann og kynni sín af borginni til að skrifa hvert sína smásöguna. Og það gera þau svikalaust. Sögumar eru síðan birtar í þessari bók, en höfundur kallar sig útgefanda og skírskotar til Orðabókar Menningarsjóðs; »sá sem býr rit (einkum eftir annan) til prentunar, gengur frá texta, semur skýringar o.s.frv.«. Sögumar em nokkuð framand- legar, bæði að efni og umbúnaði. En reynsla ungmennanna í heims- borginni verður uppistaða sagn- anna. Gengur þar á ýmsu, svo vægt sé til orða tekið. Stúlkan verður til að mynda fýrir því að ungur svertingi rænir henni. Og ekki nóg með það. Hann leggst líka með henni. Piltamir upplifa sömuleiðis hitt og annað sem telst í frásögur færandi og reynir á þolrifín í þeim. Nóg er efnið, eða svo hlýtur að virðast. En einhvem veginn hefur láðst að blása lífsanda í ósköpin. Stíllinn er of margorður og langdreginn til að hæfa hraða þeim, sem löngum hefur þótt einkenna borg þessa. Fyrirgangi borgarlífsins gætir því lítt í frásögninni. Spennan við mannrán og samræði dönsku ljóskunnar við svertingjann, svo dæmi sé tekið, rís því hvergi í samræmi við það sem efni standa til. Atvikið verður eins og hvert annað leiðindavesin sem snertir mann lítt. Út af fyrir sig var vel til fundið að setja textann saman með þess- um hætti; stefna þama saman ungmennum af ýmsu þjóðemi og skoða efnið þannig út frá breyti- legu sjónarhomi þeirra hvers fyrir sig. Stefán Júlíusson hefur löngu sannað að hann kann að byggja upp sögu. Og sú kunnátta bregst honum ekki í þetta sinn fremur en endranær. En heimsborgari er hann ekki í skáldskapnum og það- an af síður reyfarahöfundur. Stíll hans er of hægur og átakalítill til að efni sem þetta verði áhrifamik- ið í höndum hans, frásagnarháttur og söguefni ná ekki saman. Það er lífið, ástríðan, tilfínningin, skap- hitinn sem vantar. Maður er farinn að geispa hvert sinn er kemur að stóra stundinni. Að því leyti minna þættir þessir á skólaviðfangsefni fremur en ritverk höfundar, eða »útgefanda«, með reynslu. Eins og kunnugt er hefur Stefán samið sögur af unglingum þar sem hann lýsir því viðkvæma aldurs- skeiði af nærfæmi og skilningi. Hann hefur líka með góðum árangri notað menn og málefni á heimaslóðum sem efni i skáldsögu. Stefán Júlíusson Þar skortir hvorki innlifun né hug- vitsemi. En New York er langt frá Hafnarfirði, og þannig sýnist mér viðfangsefni það, sem hann hefur hér með kjörið sér, vera ijarri því að lifna í höndum hans. Þetta era eins og hver, önnur stílaverkefni sem sett era fyrir og síðan unnið úr eftir bestu getu og talsverðri kunnáttu — en — án þess konar hughrifa sem gera texta að skáld- skap. Gítar og orgel Hljómplötur Egill Friðleifsson Fyrir nokkra kom út allóvenjuleg hljómplata. Þar leiða saman hesta sína þeir Símon H. ívarsson, gítar- leikari, og Orthulf Prunner, organ- isti. Gítar og orgel era svo ólík hljóðfæri sem verða má og man undirritaður ekki eftir einu einasta tónverki, sem samið hefur verið fyrir þessi tvö hljóðfæri. Orgelið, sem oft er nefnt drottning hljóð- færanna, gnæfir hátt í háleitri kirkjutónlistinni, þar sem gítarinn hefur lítt eða ekkert komið við sögu, heldur fyrst og fremst þjónað al- þýðunni til hversdagsbrúks. Það var ekki fyrr en með mönnum eins og Segovia, að farið var að líta á gítar- inn sem hljóðfæri „sem mark væri á takandi". Hljóðfærin eiga það þó sameiginlegt að eiga sér langa sögu að baki, þó leiðir þeirra hafí ekki legið saman til þessa. Plata þessi er því nýstárleg og forvitnileg og í ljós kemur að þessi óvenjulega samsetning hefur margt til síns ágætis. Þegar best lætur er samspil þeirra bæði fallegt og blæbrigðaríkt. Sem fyrr segir era engin verk til fyrir gítar og orgel. Þess vegna hafa þeir félagar tekið það til bragðs að umrita verk nokk- urra meistara til eigin brúks og þá vandast málið. Á plötuumslaginu er réttilega bent á að Bach sjálfur umritaði mörg af verkum sínum og raunar annarra einnig. Það er nú svo með verk Bachs að mörg þeirra virðast þola næstum hvaða umtumun sem er, bara ef þau era nægilega vel leikin. T.d. róa jazzistar þráfaldlega á hans gjöfulu mið og famast vel. Sömuleiðis hljómar „Vaknið, Síons verðir kalla" úr kantötu nr. 140 og Tríósónatan í G-dúr býsna vel og frísklega í vönduðum flutningi þeirra félaga. Öðra máli gegnir um fíðlukonsert Vivaldis í D-dúr, sem missir mikið af töfram sínum og er þessi umbreyting áreiðanlega ekki verkinu til góðs, einkum hæga þættinum. Á hlið II er svo „Fantasia para un Gentilhombre" eftir J. Rodrigo, upphaflega samið fyrir gítar og hljórnsveit, og Segovia gerði eftir- minnileg skil á sínum tíma. Hér hljómar verkið mjög vel. Hið nýja og glæsilega orgel Dóm- kirkjunnar er vissulega gersemi sem býður upp á margvíslega möguleika í raddvali og litríkri út- færslu. Þeir félagar Símon H. Ólafsson og Orthulf Pranner era báðir vand- aðir og leiknir tónlistarmenn og er samspil þeirra næstum hnökralaust. Halldór Víkingsson hefúr vandað til tæknivinnu og er jafnvægi mjög gott á plötunni milli þessara ólíku hljóðfæra. Það er rétt að ítreka að hér er um forvitnilega plötu að ræða, sem er nýtt blæbrigði í Qöl- breyttu litrófí tónlistarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Orthulf Prunner orgelleikari og Símon ívarsson gítarleikari. 'ÍPöngvarinn og píanóleikarinn snjalli MANU DE CARVALHO, sem svo sannar- lega sló í gegn í Malibu-klúbbnum á Torre- molinos sl. sumar, er nú kominn til íslands og skemmtir að sjálfsögðu í BROADWAY * um næstu helgi ásamt Jóhanni Ásmunds syni, Gunnlaugi Briem, Birni jÆ Thoroddsen, Stefáni Æ Stefánssyni og Kjartani Jm Valdemarssyni. M NÚ VERÐUR MIKIÐ UM DÝRÐIR í BROADWAY j 'S OGMANU föstudags-og laugardagskvöld Ath! Manu og félagar leika fyrir matargesti frá kl. 21. Miðasala og borftapantanir í Broadway daglega kl. 11 -19, sími 77500. Þrirótta kvöldverður og sýning kr. 2.800,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.