Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987
Fiskiþing:
Umræða um fiskv<
markast af eiginh;
JRtfguiiftfafrffe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Matthías Johannessen,
StyrmirGunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö.
Orku-
útflutningur
t t '
Veiðitakmarkanir í sjávar-
útvegi og framleiðslu-
takmarkanir í landbúnaði
beina sjónum Islendinga — í
ríkari mæli en áður — að
þriðju auðlindinni, orkunni í
vatnsföllum og jarðvarma
landsins. Þessi auðlind gegnir
þegar stóru hlutverki í þjóðar-
búskap okkar. Sú spurning
verður þar að auki æ áleitn-
ari, hvort tækniframvinda í
flutningi raforku og aðstæður
á orkumarkaði Evrópu opni
nýjar leiðir fyrir okkur til að
nýta þessa verðmætu auðlind.
Til skamms tíma var það
skoðun flestra að eina leiðin
til að breyta orku vatnsfalla
— í stórum stíl — í verð-
mæti, gjaldeyri og lífskjör,
væri að flytja hana út í formi
framleiðslu orkufreks iðnað-
ar. Sterkar líkur standa
hinsvegar til þess nú að það
sé tæknilega mögulegt að
flytja þessa orku út um sæ-
streng til Bretlands.
Ekki þarf að eyða orðum
að því hverja þýðingu það
hefur fyrir efnahagslega
framtíð íslands ef unnt væri
að flytja út og selja íslenzka
raforku á Evrópumarkaði.
Það væri ekki amalegt fyrir
þessa þjóð að hefja för sína
inn í 21. öldina með slíkt raf-
gull í farteski. Það er hinsveg-
ar að mörgu að hyggja þetta
mál varðandi áður en hægt
verður að kortleggja vegferð-
ina inn í framtíðina: 1) að því
er varðar tæknihlið málsins,
2) að því er varðar. fram-
kvæmdahlið á opnu hafi og
3) að því er varðar markað
og arðsemi; söluverð miðað
við tilkostnað.
Halidór Jónatansson, for-
stjóri Landsvirkjunar, segir í
viðtali við Morgunblaðið í
gær, að „margt bendi til þess
að horfur hér að lútandi eigi
eftir að skýrast mjög á næstu
1-2 árum og það fyrr en
seinna einkum með tilliti til
tæknilegra framfara í fram-
leiðslu sæstrengja og þess,
hve verð á raforku úr kjarn-
orku- og kolastöðvum virðist
fara hækkandi, vegna aukins
kostnaðar við að mæta
síauknum öryggiskröfum og
kröfum um mengunarvamir“.
Ekki er hægt að horfa fram
hjá því að kjarnorkuframleidd
raforka gæti sett strik í reikn-
ing hins íslenzka orkuútflutn-
ingsdæmis. Frakkar fram-
leiða raforku, að stærstum
hluta í kjarnorkustöðvum
(65%), langt umfram eigin
þarfir. Þeir selja raforku til
V-Þýzkalands, Sviss og Italíu.
Og þegar hafa verið lagðar
flutningslínur til Bretlands,
enda leggja Frakkar mikið
kapp á sölu raforku úr landi.
A hinn bóginn gætir víðast
vaxandi andstöðu við kjarn-
orkuver, ekki sízt eftir alvar-
legt slys í Sovétríkjunum.
Svíar stefna til dæmis að lok-
un slíkra stöðva. Og hvar-
vetna eru uppi háværar og
hertar kröfur um öryggis-
búnað og mengunarvarnir.
Framtíðin ein getur þó skorið
úr um það, hvort raforka frá
kjamorkuverum í Evrópu er
Þrándur í Götu hugsanlegs
orkuútflutnings frá Islandi.
Egill B. Hreinsson, dósent
í rafmagnsverkfræði, sagði í
viðtali við Morgunblaðið í
gær:
„Það má því telja nokkra
vissu fyrir að þetta verkefni
sé í dag vel tæknilega fram-
kvæmanlegt [það er að flytja
raforku um sæstreng frá Is-
landi til Skotlands] miðað við
núverandi tæknistig á þessu
sviði. Fjárhagsleg hag-
kvæmni er hins vegar háð
mun fleiri þáttum sem óvissa
ríkir um. Þó má segja að
kostnaðaráætlanir, sem taka
mið af núverandi (þekktum)
þáttum, benda til að orka frá
strengnum komin inn á
brezka raforkukerfið sé sam-
keppnisfær við orku frá
kjarnorkuverum og kolaorku-
verum . . .“
Nauðsynlegt er að hrinda
í framkvæmd ýtarlegri rann-
sókn á tæknilegum og
hagrænum eða fjárhagsleg-
um hliðum þessa máls. Hér
eru ýmsar stofnanir sem
hlaupið gætu undir bagga í
þeim efnum. Samvinna við
erlenda fag- og fjármagnsað-
ila væri heldur engin goðgá.
Mergurinn málsins er að
kanna ofan í kjölinn, hvort
íslenzk þjóð hefur í höndum
rafgull, seljanlegt á Evrópu-
markaði, sem greitt getur
götu hennar til betri tíðar.
FISKIÞING fjallar nú um mótun
fiskveiðistefnu næstu ára meðal
annars og- eru mjög skiptar skoð-
anir þar um einstök mál, sérstak-
lega svæðaskiptingu skipa, sem
veiða eftir sóknarmarki og styðj-
ast ekki við eigin aflareynslu
heldur vegið meðaltal með við-
miðun frá árunum 1981 til 1983.
Á fyrsta degi þingsins hófst
umræðan um fiskveiðistefnuna
með framsöguerindi og umræð-
um og kom þar i ljós að eigin
hagsmunir eftir svæðum réðu
miklu um skoðanir manna. Hér
fer á eftir yfirlit yfir það helzta,
sem fram kom í þessum umræð-
um.
Síjórnun fiskveiða
verði ákveðin
til fjögurra ára
Eiríkur Tómasson úr Grindavík
flutti framsöguerindi um endur-
skoðun fiskveiðistefnunnar og
stjóm fiskveiða. „Nú í haust hafa
verið miklar umræður um endur-
skoðun fiskveiðistefnunnar og
almennt um stjórnun fiskveiða og
hefur umræðan snúizt á ýmsa vegu,
og er sumt með ólíkindum," sagði
Eiríkur." Hann sagði framkvæmd
fiksveiðistenfunnar eins og hún
hefði verið síðan 1984 hefði að
flestu leyti farizt vel úr hendi og
segja mætti að almenn samstaða
hefði verið um málin. Hann teldi
að ákveða ætti stefnuna í megin
málum til fjögurra ára, en með
endurskoðunarákvæðum. Otækt
væri fyrir sjávarútveginn að búa
við óvissu í stefnumörkun. Skipulag
færi þá úr skorðum, fjárfestingar
gærdagsins yrðu marklausar og svo
framvegis, yrði stefnan ákveðin til
styttri tíma. Hann minntist á það,
að fiskveiðistefna fælist ekki bara
í úthlutun veiðiheimilda, heldur
hlyti hún að taka til þess, hvernig
við veiddum fiskinn, það væri að
segja hve stóran til dæmis. Nú
væri komið í óefni hvað varðaði
nýtingu þorskstofnsins, þar sem
meðalþyngd þorskins færi sífellt
lækkandi. Sem dæmi mætti nefna,
að væri meðalþyngd þorsksins sú
sama í dag og hún var 1955, kæmu
á land nú 158.000 tonnum meira
en þá miðað við að sami fjöldi fiska
veiddist. Miðað við 50 króna afurða-
verðmæti á kíló, gæti þetta því
gefið af sér 7,9 milljarða króna.
„Þau einstöku atriði, sem mest
hefur borið á í umræðu um fisk-
veiðistefnu næstu ára eru til dæmis
sóknarmarkið, en á því er stór galli
að ávinningur sóknarmarksskipa
hefur valdið rýrnun í aflamarki afia-
marksskipa og gengur ekki að
svoleiðis sé gengið á rétt stórs hóps.
Einnig hafa veiðiheimildir sóknar-
marksskipa verið of rúmar, þannig
að veiði hefur farið langt fram úr
tillögum fiskfræðinga og ákvörðun
stjórnvalda ár hvert. Mismunandi
hámark togara á svæði 1 og 2 hef-
ur verið mjög til umræðu. í því
máli mætti ef til vill ná sáttum með
jöfnum þorskígildum á svæðunum
þannig að sett verði karfaaflahám-
ark sem verði hærra á suðursvæði
og þannig verði samtala þorskafla-
hámarks og karfaaflahámarks
beggja svæða jöfn,“ sagði Eiríkur.
Hann sagði um veiðar smábáta,
að þeir, sem yrðu að sæta hörðum
takmörkunum og banni við stækk-
un flotans, gætu ekki sætt sig við
að einn hópur, smábátamir, yrði
látinn leika lausum hala. Þar væri
gat á kerfinu, sem yrði að stoppa
í. Eiríkur sgaði það ennfremur skoð-
un sína, að hátt verð á fiskiskipum
væri ekki einungis afleiðing kvóta-
Frá setningu Fiskiþings
kerfisins, heldur miklu frekar
afleiðing þeirrar staðreyndar að
bannað væri að stækka flotann
burtséð frá því hvaða stefnu væri
fylgt í fiskveiðum. Kaupendur fiski-
skipa á háu verði væru að leysa
atvinnuvandamál í heimabyggð
sinni, kaupa sér rétt til endurnýjun-
ar og þar fram eftir götunum. Þá
fjallaði hann lítillega um hugmynd-
ir um auðlindaskatt, sölu veiðileyfa,
sem hann sagði fráleitar.
Ekki rétt að raska
gildandi viðmiðun
Marteinn Friðriksson frá Sauðár-
króki tók næstur til máls. Hann
taldi það ekki rétt að raska þeirri
viðmiðun, sem nú gilti. Menn festu
sig gjarnan í umræðum um togara,
en gleymdu bátununum. Vertíðar-
bátar af suðursvæðinu væru til
dæmis með mun hærra hármark
þorskafla en bátar á norðursvæð-
inu. Því mættu menn ekki gleyma,
þegar þeir vildu breytingar á hám-
arki togaranna. Krafa og bænar-
skrá hinna 32 alþingismanna væri
ósanngjörn og byggð á vanþekk-
ingu, nema um hreinan prakkara-
skap væri að ræða. Þegar menn
væru að meta áhrif veiðistjórnunar
á heildarafla, mætti ekki miðað við
tillögur fiskfræðinga, vegna þess
að heildarafli væri ákveðinn, bæði
með hliðsjón af tillögum þeirra og
efnahagsástandinu. Sóknarmarkið
hefði upphaflega verið sett á til að
auka frelsi og aflamark þar miðað
við fyrri reynslu skipanna eða vegið
meðaltal með möguleikum á afla-
aukningu. Því vektu hugmyndir um
það, að aflabreytingar á þessu ári
gætu ekki hækkað aflahámarkið
eins og gildandi lög og reglur segðu
til um menn til umhugsunar um
meðferð mála. Um veiðar smábáta
sagði hann að þeir veiddu úr sam-
eiginlegum kvóta, sem tæplega
gengi upp. Það ætti að kenna
stjórnvöldum að skilja ekki eftir göt
í kerfinu. Þar væri ekki við eigend-
ur þessara báta að sakast.
Þá sagði hann að á undanförnum
árum hefði verið veitt um 400.000
tonnum af þorski umfram tillögur
fiskifræðinga. Samkvæmt því ætti
stofninn að vera orðin veikburða,
en síðustu niðurstöður fiskifræð-
inga sýndu hins vegar að svo væri
ekki. Ef ekki hefði verið fullyrt á
haustmánuðum 1983, að á árinu á
eftir veiddust ekki nema 200.000
tonn af þorski, hefði niðurstaða
Fiskiþings varðandi kvótakerfi get-
að orðið önnur. Þá hefðu menn
ekki vitað að um 280.000 tonn
veiddust. Því hefðu tillögur fiski-
fræðinga haft of mikil áhrif, þó
rétt væri að taka alltaf mið af þeim.
Of mikið veitt
af smáfiski
Ingólfur Arnarson úr Reykjavík
sagði óskynsamlegt að binda fisk-
veiðistefnuna til margra ára vegna
svo margra ráðandi þátta, sem áhrif
hefðu á gang mála og ekki yrði
ráðið við. Á árunum 1981 til 1983
hefði þorskveiðin orðið 65.000 tonn-
um minni en fiskfræðingar hefðu
lagt til og 36.000 tonnum minni en
heimildir stjórnvalda. Á síðustu
árum hefði hins vegar verið veitt
271.000 tonni meira en fiskifræð-
ingar hefðu lagt til og 189.000
tonnum meira en stjórnvöld hefðu
heimilað. Þetta hlyti að segja eitt-
hvað um gang mála og óvissuna
um heildaraflann. Fiskifræðingar
teldu hrygningarstofninn of lítinn
og of mikið veitt af smáum fiski.
Meðalþyngd þorsksins færi lækk-
andi og á síðasta ári hefði þorskur-
inn verið smæstur hjá togurum og
smábátum. Ekki væri nægilega
mikið rætt um skynsamlega nýt-
ingu þorskstofnsins. I fyrirliggjandi
frumvarpi til laga um fiskveiði-
stjórnun væri meira að segja hvatt