Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 59 Minning: Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir Fædd 13. ágúst 1912 Dáin 25. október 1987 Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir var jarðsungin í kyrrþey frá Keflavíkurkirkju 4. nóvember sl., miðvikudaginn eftir allra heilagra messu. Og á kveðjustundu var lagt út af boðskap hennar sem á sér örugga jarðfestu í sæluboðum Pjall- ræðunnar og vísar þó jafnframt í himin og hæðir því í lexíu dagsins er horft að æðsta marki mannlegs lífs frammi fyrir hásæti Guðs. Sæluboðanimar benda á stríðandi menn sem þjást og þreyja, fínna til þess hve lífið er oft þung- bært og óréttlátt og þrá umbreytt ástand, réttlæti og frið og eiga þá andans fátækt sem bundist fær fyrirheitum Drottins og það hreina hjarta sem endurspeglar návist hans. Og það var sem þessi boð- skapur allur félli svo einkar vel að lífi og lífsviðhorfum hennar. Margrét var fædd að Ekru í Hjaltastaðaþinghá. Voru foreldrar hennar Guðfinna Jónsdóttir og Þor- steinn ísaksson með guðstrú sinni og lífskjarki, dug og dáð, góðar fyrirmyndir að skyldurækni og samviskusemi. Flust hafði hún af Héraði með foreldrum sínum og Þorsteini yngri bróður til Seyðis- fjarðar fyrir fermingu, og þar hafði Ingi Jónsson bæst í hópinn, orðið sonur og bróðir. Á Seyðisfirði hafði drýgstur hluti æviára Margrétar liðið. Þar hafði hún strítt og starfað, átt sín gleði- og sorgarefni en aldrei látið bilbug á sér finna, verið smá en kná, jafn- an hörð af sér og dugmikil, unnið hörðum höndum í fiskiðjuverinu og bræðslunni og einnig saltað síid, verið þá óhemju snör í hreyfingum. Og heimafyrir var handbragðið allt markvisst og asalaust og hún kom miklu í verk. Hún ræddi það aldrei að mikið væri að gera, tókst einfald- lega á við viðfangsefnin, vann þau og leysti. Alltaf voru til nægar kök- ur og kleinur þó svo frakkir strákar grynnkuðu í kökustömpunum svo lítið bæri á. Hún var eftirlát við þá en jafnframt föst fyrir, lét okkur starfa og snúast en launaði okkur vel. Mörg bókin sem freistað hafði í Kaupfélaginu hafði bæst í safnið eftir sumarið. Það sést vel þegar horft er nú til liðins tíma hve dýrmætt það var fyrir unga drengi, vart komna á skólaaldur, að fara að sunnan og austur á Seyðisfjörð til að vera sum- arlangt með Möggu frænku og öðru góðu fólki á Strandbergi, mega fylgjast með lífinu á síldarárunum á Seyðisfirði og taka þátt í athafna- seminni svo sem aldur og kraftar leyfðu. Oftast var það Magga sem tók á móti farfuglunum á flugvellin- um á Egilsstöðum eða stóð á bryggjunni fagnandi þegar þeir komu með Esjunni, sýndi þá og jafnan umveíjandi elsku. Og á Strandbergi biðu okkar fleiri vinir sem standa okkur nú lif- andi fyrir hugskotssjónum þó allir séu þeir horfnir af sjónarsviði. Har- aldur, sambýlismaður Möggu, sérstæður um margt, vel lesinn og greindur. Sigríður móðir hans, hæglát í fasi, rúnum rist og svo Guðfinna amma sem ávallt var sjálfri sér samkvæm, traust og stað- föst, rótföst í guðsorði og trú og sáði dýrmætum frækornum í hjört- un ungu. Mannlífið á Strandbergi byggðist á traustum grunni, átti rætur í guðstrú, lífsvirðingu og réttlætis- þrá. Þar fór það saman að trúa á Guð og berjast fyrir réttlátu sam- félagi. Og sá andblær sem Strand- bergi fylgdi hefur haft heilladijúg áhrif á þá sem fengu að kynnast honum á unga aldri. Svo utarlega stóð Strandberg í fírðinum fagra að það var fjarri annarri byggð en margir áttu þar gott athvarf, einkum sjómenn og verkamenn, sem litu þangað inn frá störfum sínum. Og þá var oft fjör- lega spjallað og notalegt að rísa úr rekkju og koma inn í ylinn í eld- húsinu frá kolaeldavélinni, tylla sér hjá morgungestunum og hlýða á samræður um síldveiðina, land- helgisstríð og sviptingar í stjórn- málum. Og það festist í minni hve kosningar virtust þýðingarmiklar. Vænst var betri kjara og lífsafkomu fyrir verkafólk, jafnari skiptingar auðs og gæða. Húsið bar nafn með réttu. Það var alveg í flæðarmálinu og Strandatindur, hár og tignarlegur, gnæfði yfir því og Bjólfurinn og Norðurfjöllin, glæst og fögur, stóðu hinu megin fjarðarins og sjaldan bærðust bárur á sjávarfleti þó svo stormar blésu og vindur gnauðaði. Strandberg stóð á bjargi í víðtækum skilningi. Það beindi sjónum að nærtækum viðfangsefnum mannlífs og jafnframt hátt í hæðir. Þó svo Margrét flyttist suður er á ævina leið og settist að í Keflavík þar sem ættmenn og vinir að aust- an voru fyrir, var hugur hennar mjög við Austurlandið bundinn. Og það var sem með henni kæmi eitt- hvað af þeim holla andblæ og þeirri heiðríkju sem Strandbergi fylgdi. Myndirnar og munirnir sáu til þess og Margrét sjálf, gerð hennar og viðmót. Og sem fyrr var hún dáð fyrir röskleik og einurð í fasi og framkomu og þó einkum fyrir um- vefjandi hlýju og ástúð sem þeir fundu svo vel og nutu sem stóð henni næstir. Og hún hændi sem áður að sér börnin. Nú voru það nýjar manneskjur, börnin okkar þar á meðal, sem voru að vaxa úr grasi og horfðu undrandi augum á veröld- ina og fundu hjá henni athvarf og skjól, öryggi og frið og fengu frá henni dýrmætt veganesti, uppvaxt- arárin. Margrét var alltaf fórnfús og sjálfgleymin. Hún var ræktarsöm við vini sína, lét sig varða mannlíf- ið og hag þess, sýndi það í verkum sínum og var mörgum uppörvun og styrkur. Hún þráði jöfnuð og- rétt- læti í samskiptum manna, fann sárt til þess væru störf og strit erf- iðismannsins ekki metin sem skyldi. Hún var glöggskyggn, sá svo skýrt hvað er rétt og sanngjarnt. Henni var einkar Ijós sú hætta sem felst í því að þeir sem njóta velsælda, lokist inni í eigin veröld og nægtum og hætti að finna til með öðrum og sljóvgi samvisku sína. Hún var samúðar- og skilningsrík, vissi svo vel að hvern mann, ekki síst van- máttugan og veikan, ber að virða og meta. Yfirbragð hennar og svipur var tær og hreinn þó svo hann sýndi djúpa lífsreynslu. Uppábúinni upp- hlut eða peysufötum fylgdi henni heiðríkja og andblær liðins tíma sem þó á erindi við hverja samtíð því hann krefst þess að mannlíf sé virt og metið, fómir þess og þrautir. Og það var sem sú fegurð sem teng- ist látleysi og hógværð og felur jafnframt í sér sjálfsvirðingu og einurð, fyndist ávallt henni nærri, heiðríkja, heilindi og fegurð þess ríkis sem sæluboðanir Jesú Krists vísa svo greinilega á. Margrét hafði miklu að miðla. Hún var örlát og gjafmild og gaf þó einkum af sjálfri sér. Hún hefur gefið okkur margar dýrmætar minningar. En það varðar þó meira að hún hefur margvíslega mótað viðhorf okkar og lífsafstöðu og fylg- ir okkur því ævina á enda, stuðlar að blessun okkar og lífsheill. Fyrir það ber að þakka þeim sem allt gott gefur. Þorsteinn Þorsteinsson, Gunnþór Ingason. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILHELMÍNA SOFFÍA TÓMASDÓTTIR, Hofsvallagötu 18, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 13. nóvember. Thelma Sigurgeirsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Sigurgeir V. Sigurgeirsson, Elín V. Guðmundsdóttir, Halldór M. Sigurgeirsson, Elísabet Þórólfsdóttir og barnabörn. t VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON rafvirki, Álfheimum 54, Reykjavfk, lést í Borgarspitalanum mánudaginn 16. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Oddgeirsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR KRISTÍN HELGADÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 18. nóvember, kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Elsa Smith, Helgi Berman Sigurðsson, Ágúst Sigurðsson, Hilmar Sigurðsson, tengdabörn og barnabörn. Sigurður Þórir Sigurösson, Þórunn Ástrós Sigurðardóttir, Guðjón Sigurðsson, t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, INGÓLFS PÁLMASONAR fyrrv. lektors við Kennaraháskóla íslands. Guðrún Ingólfsdóttir, Hulda Gunnarsdóttir, Pólmi Ingólfsson, Gunnar Ingólfsson, Eiríkur Rögnvaldsson. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi okkar, BALDUR ÞÓRHALLSSON húsasmiður, Fellsmúla 2, Reykjavik, verður jarðsunginn fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Guðrún Sigurðardóttir, Erna Björg Baldursdóttir, Ólafur Ingi Óskarsson, Birna Baldursdóttir, Sigurður Ingólfsson, Baldur Ingi Olafsson, Vala Ósk Ólafsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÖGNVALDURRÖGNVALDSSON, Munkaþverárstræti 22, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Hlín Stefánsdóttir, Margrét Rögnvaldsdóttir, Brynjar H. Jónsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Hákon Hákonarson, Rögnvaldur Dofri Pétursson, Unnur Bjarnadóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins og föður okkar, JÓHANNSJÓNSSONAR frá Hlíð, Ólafsfirði. María Sigurðardóttir og börnin. LOKAÐ fimmtudaginn 19. nóvember vegna jarÓarfarar KRISTÍNAR ING VARSDÓTTUR framkvcemda- stjóra. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. K-J-Ó-L-A-R TIZKAN Laugavegi 71 II hæð Sími 10770
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.