Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 SKRINGILEGAR PERSÓNUR Bókmeifitir Jenna Jensdóttir Sigrún Eldjárn: Kuggur og fleiri fyrirbæri. Myndskreyting: Sig- rún Eldjárn. Forlagið 1987. Hðfundur hefur fyrir löngu náð miklum vinsældum vegna bóka sinna fyrir ýngstu lesenduma. Á þessu ári hlaut hún íslensku bamabókaverðlaunin hjá Reykj avíkurborg. Lifandi frásögn hennar, blönduð kímni og skringilegum uppákom- um, ásamt abstrakt myndum, höfðar sterkt til bamanna, vekur hjá þeim kátinu — og þau vilja heyra sögumar oftar en einu sinni. Þessi jákvæðu geðhrif sem sögur hennar vekja eru um leið þroskandi af því að i atburðarás og persónum lejmast býsna mörg lífssannindi sem bömum er hollt að eiga sam- leið með. Sagan Kuggur er að því leyti sérstök að gömul kerling, Málfríð- ur, verður leikfélagi stráksins Kuggs, þegar hann flytur úr nýju blokkarhverfi, þar sem allt er fullt af krökkum, í gamalt hús í gömlu hverfi, þar sem allt er fullt af gömlu fólki. Málfn'ður er kynngimögnuð kerling, sem býr til tölvur og alls konar vélar. Hún gerir lífið stór- brotnara og galdrar tækninnar sem búa í höfði hennar verða að vem- leika er fimir fingur hennar vinna. Þeir búa til fjölbúnaðartæki handa einyrkjanum Geirólfi á Grísatá. Og hún gjörbyltir kennsluháttum og snarbreytir kennaranum í skólanum hans Kuggs. Það verður ekkert mál fyrir hana að bjarga „ungum" prinsi, sem hef- ur verið innilokaður í tumi hjá ógurlegum dreka í sextíu ár. Ekki heldur að búa til snjókerlingu sem með hjálp ryksugu sogar snjóinn til sín og býr til snjóbolta til þess að henda í krakkana sem hía á gömlu kerlinguna. En Málfri'ður á líka sínar bama- legu hliðar. Hún felur sig á bak við stóla þegar eldgamla kerlingin, mamma hennar, skipar henni í hátt- inn og á skólabekk verður hún að fara með Kugg þegar upplýsist að hún er ekki einu sinni læs. Undradýr þeirra leikfélaganna er Mosi litli, sem Málfríður fann í mosaþúfu. Lítið kríli glaðlynt, dálít- Sigrún Eldjárn ið hrekkjótt og gífurlega sterkt. Mosi og Kuggur láta heldur ekki sitt eftir liggja í sögunni. Eins og hreinar fantasíur lýtur frásögnin ekki neinum formbundn- um þræði. Atburðimir ryðja sér beint inn í hana hver með sínum hætti. Ungir lesendur hafa eflaust gam- an af þessari kátlegu bók — og myndunum sem færa persónur og umhverfí til lesenda í samræmi við söguna. Af hverju hataði hún? Erlendar baakur Jóhanna Kristjónsdóttir Knut Meling: SÖSTER Hat Útg. Norsk Gyldendal 1987 „..stundum hrökk ég upp af svefni, ég hrökk upp og ég var hrædd, dauðhrædd. Þessi draumur leitaði á mig aftur og aftur, mig var að dreyma ég ætti tvíburasystur og hún var ég en í henni var ein- vörðungu illt...“ Þessi nýja bók Knuts Meling er í frásögu nítján ára stúlku. Hún hefur í upphafí bókarinnar slitið öllu sambandi við fjölskyldu sína. Verið er að reyna að fá hana til að koma heim í fertugsafmæli móð- urinnar, en slíkt er henni víðs fjarri. Hún fer þá strax að tala um hatrið í garð íjölskyldu sinnar og það fer ekki framhjá neinum, að það er eitthvað meira en lítið að. Við skiljum ekki strax rætur Knut Meling þessa haturs, og mér fór raunar svo, að þótt ég skildi, að stúlkan hefur gengið í gegnum miklar til- finningalegar þrengingar, gat ég aldrei komið því heim og saman við hatrið. Það var of hamslaust og ferlegt .Að vísu er hver manneskja misjafnlega útbúin til að standa af sér áföll, takast á við raunir og hvaðeina. Það vill höfundur senni- lega segja okkur og stillir upp sögustúlkunni og systur hennar Cecile. Þær verða dæmin um syst- ur, sem segja má að alist upp við nákvæmlega sömu aðstæður - voða- legar aðstæður að dómi sögumanns. Og Cecile bjargast af, en eldri syst- irin ekki. Hún situr uppi með hatrið, sektarkenndina, þjáninguna og söknuðinn. Þær alast upp hjá móður, sem eftir lýsingu dótturinnar að dæma er drykkjukona. Engin venjuleg drykkjukona, hún er ófreskja, sem hefur það að tilgangi í lífinu að traðka á náunga sínum. Umfram allt dótturinni sem söguna segir, niðurlægja hana, svívirða hana á allan handa máta. Samt er innst inni elskan á móðurinni. Þótt stúlk- an reyni með löngum orðræðum og lýsingum að sannfæra sig um, að hún hafi engar tilfinningar til henn- ar, nema hatrið. Enda horfist hún aldrei í augu við þennan kærleika. Lesandi verður að fella sig við stúlkuna, að ég hygg, til að geta notið bókarinnar og verða snortinn af henni. Það er óumdeilaniegt að stúlkan elst upp við kvöl, en höf- undi tekst ekki að vekja nægilega samúð með henni til að þessi frá- sögn rati þá leið, sem ætlunin er augljóslega. Nóbelshafinn Elie Wiesel segir á kápusíða að sagan sé skrifuð af leikni og innsæi og í henni sé að fínna djúpa könnun á tættum og öngruðum einstaklingi. Á það fyrr- nefnda má fallast, en hversu djúp hún er þessi könnun eða köfun, um það má ugglaust deila. Kúplingsdiskar og pressur í eftirtalda fólksbíla og jeppa: Ameríska — Enska Japanska — ítalska Sænska — Þýzka Ennfrernur kúplingsdiska í BENZ - MAN - SCANIA - VOLVO G P SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Platón og upphaf grískrar heimspeki Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Jonathan Barnes: Early Greek Philosophy. Penguin Books 1987. Plato: Early Socratic Dialogues. Ekiited with a general introduction by Trevor J. Saunders. Penguin Books 1987. Plato: Theaetetus. Translated with an essay by Robin A.H. Wat- erfield. Penguin Books 1987. Penguin útgáfan hefur gefið út flestalla grísku og rómversku klassíkerana. Þetta er orðið mikið safn og er í stöðugri endumýjun. Það var í Míletos, borg í byggðum Jóna í Litlu-Asíu, sem talið er að grísk heimspeki eigi uppruna sinn. Míletos var auðugust hinna tólf jónísku borga á þessum slóðum. Þetta svæði var talið eitt mesta landgæðasvæði í heiminum, að sögn Heródótosar. Míletos átti um 80 nýlendur og þar blómgaðist vefn- aðariðja og verslun. Munaðarlífi borgarbúa var alræmt á Grikk- landi. íbúamir stunduðu verslun víðs vegar við Miðjarðarhafið og þannig kynntust þeir mismunandi trúarbrögðum og viðhorfum sem varð til þess að meðvitund þeirra varð víðari og fleiri spumingar vöknuðu en þar sem menn lifðu einangraðri og heimóttin ríkti. Samkvæmt Aristótelesi var Þales frá Míletos brautryðjandi í stjömu- fræði og stærðfræði á Grikklandi. Hann hlaut menntun á Egyptalandi og var víðförull. Sama heimild get- ur þess að Þales hafí notað kunnáttu sína í stjömufræði til þess að auðgast. Hann taldi sig geta séð fyrir árgæsku af gangi himin- tungla, þar af leiddi að hann vissi um væntanlegar markaðshorfur vissra afurða og hagaði sér sam- kvæmt því í kaupum og sölu. Þales var sem sagt glúrinn kaupmaður og jafnframt ágætur náttúmskoð- ari og heimspekingur. Bames segir sögur annarra frumspekinga, Anaximander, Pýþ- agóras, Anaximenes, Xenofón, Heraklítus, Parmenides, Melissus og Zeno koma allir til sögunnar, jafnframt endursegir hann inntak kenninga þeirra. Fyrri flokkur samræðna Sókra- tesar hefst með inngangi að kennirtgum og þversögnum Sókra- tesar, sem er skrifaður með það í huga að vera inngangur fyrir bytj- endur. Samræðumar eru Jón, Evþýdemos, Hippías, Charmides og Lýsis. Þýðendumir em: Trevor J. Saunders, Iain Lane, Donald Watt og Robin Waterfield og skrifa þeir jafnframt inngang að þýddum þátt- um. Fyrri samræðumar em alitnar veita raunsannari mynd af Sókra- tesi en þær síðari. Þeaitetos er umfjöllun um eðli þekkingarinnar. Þýðandinn skrifar ritgerð um verkið, nákvæma útlist- un á inntaki þess og tilgangi. Þessi þijú rit em góður inngang- ur að grískri heimspeki og Platón. Þeir, sem kjósa ítarlegri umfjöllun, geta lesið Gríska heimspekisögu W.K.C. Guthries. Nokkur rita Plat- óns hafa birst á íslensku og væntanleg er þýðing á „Ríkinu" (Lýðveldinu) eftir Eyjólf Kjalar Emilsson innan tíðar. Fimm og leynihellirimi Bökmenntgr Sigurður Haukur Guðjónsson Fimm og leynihellirinn Höfundur: Enid Blyton. Myndir: Betty Maxey. Þýðing: Sævar Stefánsson. Prentverk: Oddi hf. Útgefandi: Iðunn. Þetta er mikil spennusaga, því ekki vantar ævintýrin í líf þeirra Júlla, Jonna, Önnu og Georgíu frænku þeirra, að ógleymdum hundinum hennar Tomma, meðan Blyton leiðir þau lífsins veg. Stað- ráðnir em þeir, blessaðir krakkam- ir, að njóta páskaleyfisins, njóta hvíldar frá skólanum í faðmi ylríks vors. Kemur þá ekki frú Lámsar í heimsókn, gerir þeim tilboð sem þau fá ekki staðist, gerast umsjónarfólk Vilmundar litla. Hann er undarleg- ur náungi, harður 10 ára snáði, í fyrstu afundið merkikerti, en annar Franz frá Assisi í nálægð dýra, engu líkara en hann kunni mál þeirra og með undrahljóðpfpu sinni laðar hann þau að sér. Meira að segja Tommi, hinn vitri hundur, stenst ekki töfra þessa drengs, Georgíu til mikillar gremju, en sú kemur stund að bömin öll ná takti vináttunar. Straumar bera þau fimm, sögu- hetjumar okkar fjórar og hundinn að Auðnarey, stela meira að segja bátnum frá þeim. En Vilmundur opnar þeim leið til baka sem þau nýta sér eftir æsispennandi í Hvískurskógi og Ýlfurhömmm, fund fjársjóðs og tvísýna baráttu við fúlustu illmenni. Já, Blyton kann að hlaða bækur sínar spennu sem kallar á lestur næstu síðu. Illa verð ég svikinn ef þessi bók veldur dreymnum ungl- ingum vonbrigðum, slík er snilli, hugkvæmni og reynsla höfundar. Þýðing Sævars er mjög svo snot- ur og af næmi og smekkvísi nálgast hann orðtak táninganna. Myndir em mjög vel gerðar, bók- arprýði. Próförk frábærlega lesin og prentverk allt af fagmennsku unn- ið. Hafi útgáfan þökk fyrir mjög góða bók. ALLT TIL PÍPULAGNA VEKJUM SÉRSTAKA ATHYGLI Á POTTRÖRUM OG FITTINGS. OPIÐ ALLA DAGA KL. 7.30-18.30. LAUGARDAGA KL. 8.00-16.00. HEILDSALA - SMÁSALA VATNSTÆKI BYGGINGAVÖRUR Hyrjarhöföa 4-112 Reykjavík Sími 673067
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.