Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 52
52 1 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 Um rokktónleika Bobby Harrison (til hægri) ásamt bandaríska söngvaranum Meat Loaf, en tónleikar hins síðarnefnda hér á landi eru meðal annars gerðir að umtalsefni í greininni. eftir Bobby Harrison - -• Vegna skrifa að undanfomu um tónleika „Meat Loafs“ í Reiðhöllinni tel ég rétt, að ég, sem einn af for- svarsmönnum tónleikanna, stingi niður penna til skýringar á nokkrum atriðum um „Meat Loaf“-tónleikana svo og fyrri tónleika Split hf. með „Europe" og „A-Ha“. í sumar sem leið hélt Split hf. þrenna tónleika hér á landi með stórhljómsveitunum „Europe" og „A-Ha“. Tókust þeir hljómleikar með eindæmum vel. Hegðun gesta var með eindæmum góð eins og alkunna er. Áfengi sást varla á nokkrum manni. Hljómleikamir voru stórkostlegur viðburður í íslenskri tónlistarsögu. Er margur enn sæll í endurminningunni. Is- lenskur æskulýður var þar til mikillar fyrirmyndar. Virðist mér lítið hafa verið um það ritað eða rætt enda gefa menn sér kannski að þannig eigi hlutimir að vera. Það sé því ekkert að þakka. Ég vil hins vegar þakka þeim þúsundum af ungmennum sem þar mættu og vom landi sínu og þjóð til sóma. Hinir erlendu listamenn höfðu á orði, að íslenskir áheyrendur væm frábærir. Þeir væra vel með á nót- unum, væm sérlega lifandi og gefandi. Við sem að tónleikunum stóðum lögðum okkur alla fram um að hafa þá sem veglegasta. Þegar upp er staðið virðist miðaverð hafa verið of lágt. Má þar um kenna hárri leigu á Laugardalshöllinni auk þess sem íslenskum rokkunnendum er gert að greiða skemmtanaskatt, sem er 10% af miðaverði. Sitja íslenskir unglingar og rokk- unnendur almennt ekki við sama --*í borð að þessu leyti og sækjendur sinfóníu- og jasstónleika. Er þetta sanngimi? Er þetta réttmætt? Svar mitt er nei. Hér er um grófa mis- munum að ræða á þegnum íslenska ríkisins. Þeir sem teljast unnendur „æðri tónlistar" svo sem sinfóníu og jass borga ekki skemmtana- skatt. Þeir borga þar af leiðandi minna. Jafnvel þótt ýmsir opinberir styrkir séu veittir til að halda úti slíkri tónlistarstarfsemi. Þessa grófu mismunum á þegn- um íslenska ríkisins þarf að afnema. Hún er stjómvöldum til skammar. Hún gerir tónleikahald með erlend- um rokkhljómsveitum dýrt og áhættusamt fýrirtæki. Reynslan sýnir, að flestir tónleikahaldarar hér á landi hafa gefíst upp, þegar fram í sækir. Ástæðan er fjárhagslegt tap eða enginn afrakstur. Ekkert hafí fengist upp í vinnu og áhættu. íslenska ríkið sækir aftur á móti skerf með miklum hamagangi, refjalaust í hendur tónleikahaldara þótt tap sé á tónleikunum. Skattinn þarf að greiða jafnvel áður en unnt er að vita hversu hár hann eigi að vera. Annars falli á hæstu löglejrfðu mánaðarlegir dráttarvextir. Ég trúi því ekki, að íslensk ung- menni láti það viðgangast að íslensk stjómvöld mismuni þeim gagnvart „hefðarfólkinu" sem sækir sinfóníu- og jasstónleika, þ.e.a.s. „fínni“ tón- leika að því er virðist að mati áhrifamanna í stjómkerfínu. Hér er um að ræða brot á mann- réttindum. Brot á gmndvallarreglu lýðræðisins um jafnrétti þegnanna. Stjómmálamenn og þeir sem með völd fara í stjómkerfínu, ættu að sjá sóma sinn í að afnema þessa skattheimtu á ungt fólk í þessu landi. Menntamálaráðherramir Sverrír Hermannsson og Birgir ísleifur Gunnarsson hafa báðir hafnað ósk um niðurfellingu þessar- ar skattheimtu. Mér er til efa að jafn miklir réttlætis- og jafnréttis- menn hafí í raun fengið málin í sínar hendur. Líklegt þykir mér að þau hafí hafnað á borði undirmanna sem ekki hafí greint eðli málsins. ísland er aðili að samningi, sem gerður var hinn 21. desember 1965 sem heitir United Nations Con- vention on Elimination of all forms of Racial Discrimination. Samning- urinn var undirritaður af íslands hálfu 14. nóvember 1966, en full- gildur 13. mars 1967 skv. auglýs- ingu nr. 14/1968, Stjómartíðindi C, 1968, bls. 154—163. Samningur- inn gekk í gildi 4. janúar 1969. Samningur þessi hefur lagagildi hér á landi. Það er skoðun mín að skattheimta ríkisvaldsins á ungling- ana og aðra rokkunnendur sé mismunun, andstæð gmndvallar- sjónarmiðum um tilgang samnings- ins. Bendi ég sérstaklega á 5. gr. í þessu sambandi. Það er skoðun mín, að íslensk stjómvöld hafí brotið lög íslenska ríkisins með innheimtu skemmtana- skatts á rokktónleika. Skora ég hér með á ráðherra að afnema skattinn nú þegar. Þúsundir unglinga mundu ,fagna því fmmkvæði. Jafnframt væri þungu fargi létt af tónleika- höldurum. Félag íslenskra hljóm- listarmanna hefur sofíð á verðinum. Félagið hefur ekki gætt að þessu leyti hagsmuna þeirra félagsmanna sinna, sem þessa tónlist stunda. Skatturinn takmarkar atvinnu- möguleika þeirra. Það er að mínu mati kominn tími til, að félagið hristi af sér slenið og fái leiðrétt- ingu á þessum ójöfnuði. Víkjum nú að hljómleikum „Meat Loafs" í Reiðhöllinni. Það kom okk- ur aðstandendum tónleikanna gjörsamlega í opna skjöldu hin mikla drykkja sem þar virtist á mörgum unglingum, þó var það mikill minnihluti af þeim 4.600 rokkunnendum sem þar vom. Tón- leikamir vom að mínu mati og flestra mjög vel heppnaðir, en rétt- mæt gagnrýni hefur komið fram á það, hvað dróst að hleypa gestum inn í húsið. Til stóð að opna dymar kl. 8.30 en vegna tæknilegra atriða við prófun á hljómburði dróst að opna húsið fyrir gesti til um kl. 9. Hafði þá myndast mikil örtröð fyrir utan og erfiðleikar að koma fólki skipulega inn. Munu síðustu gestir ekki hafa komist inn fyrr en tónleik- amir bytjuðu um kl. 10.15. Það sem gerðist var, að „Meat Loaf“ krafð- ist þess sjálfur, að ekki yrði hleypt inn í húsið fyrr en hljómburðurinn væri kominn í lag. Við munum hins vegar tryggja framvegis að gengjð verði framvegis frá slíkum tækniat- riðum tímanlega. Á hitt ber að líta, að þetta vom fyrstu stórtónleikam- ir sem haldnir vom í Reiðhöllinni. Húsið er nýtt. En dýrmæt reynsla hefur nú fengist sem læra má af við síðari tónleika. Split hf. og forsvarsmenn tón- leikanna biðja tónleikaunnendur velvirðingar á þessari töf. Slíkt mun ekki koma fyrir aftur. Eins og áður greindi kom drykkja unglinga okkur á óvart. Þó að hér hafí verið um mikinn minnihluta að ræða varð þetta blettur á ann- ars frábæmm tónleikum. Listamað- urinn „Meat Loaf“ sló í gegn. Sagðist hann ekki muna eftir jafn góðum áheyrendum. Vill hann ólm- ur koma til íslands aftur. Tónleikar em ekki rétti vettvangurinn fyrir áfengisneyslu. í áfengisvímu eyði- leggja notendur fyrir sér möguleik- ann á að njóta góðrar tónlistar eins og boðið var upp á á „Meat Loaf“- tónleikunum. Vandinn sem hér um ræðir er ekki löggæsla eða stað- setning Reiðhallarinnar heldur drykkjusiðir ákveðins hóps ungl- inga. Unglingar hafa safnast saman nú eftir að skólar hófust í miðborg Hvað kostar bjórinn? eftirRúnar Guðbjartsson Vegna mistaka við vinnslu þessarar greinar í blaðinu í gær er hún birt hér aftur. Þingmennimir Jón Magnússon, Geir H. Haarde, Guðrún Helgadótt- ir og Ingi Bjöm Albertsson hafa lagt fram fmmvarp til laga um að breyta núgildandi lögum sem banna innflutning og sölu áfengs bjórs á íslandi. Tilgangur flutningsmanna með framvarpi þessu, segja þeir að sé: 1. að draga úr hinni miklu neyzlu sterkra drykkja, 2. að breyta drykkjusiðum þjóð- arinnar til batnaðar, 3. að afla ríkissjóði tekna, 4. að efla þann hluta íslensks iðnaðar, sem annast framleiðslu á öli og gosdrykkjum, 5. að samræma áfengislöggjöfina. ) Langar mig að andmæla þessum skoðunum þeirra með nokkmm orð- um: 1. „Að draga úr hinni miklu neyzlu „sterkra" drykkja." Það er útbreiddur misskilningur að það sé til sterkur vínandi og veikur eða léttur vínandi, sannleik- KERLINGARSLÓÐIR eftir Líneyju Jóhannesdóttur hefur verið gefin út á norsku. Þýðandi bókarinnar er Sigurd Sandvik og nefnist bókin Kvinnevegar á norsku. Útgefandi bókarinnar er Norsk Bokreidingslag og hefur Norræna ráðherranefndin veitt styrk til út- gáfunnar. Aftan á bókarkápu er farið -»-vnokkmm orðum um höfundinn og urinn er sá að það er aðeins til mismunandi mikið útþynntur vínandi. Óblandaður vínandi er svo eitraður að hann er ódrykkjar- hæfur. Til að hægt sé að drekka hann, þá er hann þynntur út með vatni og bragðefnum, t.d. brennivíni, vodka, whisky o.fl. „sterkum" drykkjum. Þeir hafa styrkleika vínanda upp á um 40%, það þýðir að í einum lítra af vodka em 40 cm af hreinum vínanda og 60 cl af vatni og bragð- efnum. Samt sem áður er þetta enn sterk blanda og flestir þynna vínandann ennþá meira út, þegar þeir neyta hans, t.d. með því að fá sér einn tvöfaldan sjúss af vodka eða öðm „sterku" áfengi í tiltölulega stórt glas og fylla siðan upp með ís og gosi eftir smekk og þá er komin fram áfengisblanda sem er svipuð að styrkleika og venjulegur áfengur bjór, sem er að styrkleika um 5%. Ég vil skýra þetta enn betur, því að ég hef orðið var við ótrúlegan misskilning fólks á þessu atriði. Einn sjúss er Iögboðinn hér á landi 3 cl, einn tvöfaldur er því 6 cl. Svo ég haldi mig við vodkann, þá er einn tvöfaldur 40% vodki 40%x6 cl = 2,4 cl af hreinum vínanda. Til samanburðar skulum við taka eina verk hennar. Þar segir m.a. um þessa bók að hún taki til umfjöllun- ar vandamál sem ekki hafi áður verið gerð skil í íslenskum bókmn, svo sem bameignir komungra stúlkna og kjömm þeirra. Þar segir að sérkenni þessa höfundar séu næmleiki hennar fyrir fyrirbæmm lífsins, sem hún meti af mikilli gætni og skrái af hófstillingu og að þetta sé bók, sem lifi lengi í hugum lesenda að lestri loknum. 50 cl dós af Export Carlsberg, sem fæst í Fríhöfninni í Keflavík, og er að styrkleika um 5%. í þessari dós er hreinn vínandi 50 cl x 5% = 2,5 cl af hreinum vínanda, þannig að ein dós af þessum bjór er aðeins sterkari en einn tvöfaldur vodki. 2. „Að breyta drykkjusiðum þjóðarinnar til batnaðar." Það er rétt að tilkoma áfengis öls mun breyta drykkjusiðum, en ekki til batnaðar, heldur til hins verra, drykkjan mun aukast og hún verður §ölbreyttari, t.d. drykkja á knattspymukappleikjum, sem er orðið stórt vandamál í nágranna- löndum okkar. Hver man ekki eftir harmleiknum í Bmssel þegar ölóðir áhorfendur drápu fleiri tugi áhorf- enda. Árlega örkumlast og deyja fleiri Bandaríkjamenn en í öllu Víet Nam-stríðinu vegna vímuaksturs. Rannsóknir hafa sýnt að þar er áfengur bjór algengasti vímugjaf- inn. í Danmörku er neyzla á vínanda í formi bjórs algengust á Norður- löndum. Komið hefur í ljós að Danir nota helmingi meira af róandi lyfj- um og svefnlyfjum en hinar Norðurlandaþjóðimar og er það ekki óeðlilegt þegar haft er í huga að áfengi er einhver mesti þung- lyndisvaldur, sem til er. Drykkja á vinnustöðum, sem er nánast óþekkt fyrirbæri á íslandi, er algeng í þeim löndum þar sem biór er leyfður, og líta ábyrgir aðil- ar í þessum löndum öfundaraugum tii okkar íslendinga og vildu gefa mikið fyrir að vera laus við bjórinn eins og við. Það em ótal fleiri neikvæð at- riði, sem fylgja bjómum. Það sem gerir hann hættulegan er hinn út- breiddi misskilningur að hann sé veikari og hættuminni en annað áfengi. Hann er úlfur í sauðagæm. 3. „Að afla ríkissjóði tekna." Rúnar Guðbjartsson „Það hefur gflatt mig undanfarið þegar ég hef fært bjórmálið í tal við ýmsa eins og geng- ur, hvað margir sem nota áfengi eru á móti því að sleppa bjórnum inn í landið.“ Heilbrigðismál em einn mesti útgjaldaliður hverrar þjóðar. Margir halda að drykkjusýki sé eina vanda- málið sem fylgir áfengisneyzlu, en staðreyndin er sú að aðeins 10—20% þeirra sem neyta áfengis em drykkjusjúkir. En áfengis er miklu meiri skað- valdur: Dmkkin persóna, sem hefur óábyrgar samfarir í dag og smitast af eyðni, þarf ekki að vera drykkju- sjúk, því það fyrsta sem hverfur hjá hverrí persónu sem drekkur áfengi er dómgreindin. Drakkin persóna, sem ekur og drepur eða örkumlar sig eða aðra, þarf ekki að vera drykkjusjúk. Dmkkin persóna, sem fremur kynferðisglæp, þarf ekki að vera drykkjusjúk, o.fl. o.fl. Hvert einasta líffæri og kerfí mannslíkamans skaðast af neyzlu áfengis, og það er að koma æ betur í ljós að margir sjúkdómar aðrir en skorpulifur em bein afleiðing neyzlu áfengis þó þess sé aðeins nejrtt í hófi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hef- ur lýst því yfír að besta leiðin til að bæta heilbrigði í heiminum sé að minnka áfengisneyzluna. Hún vill að þjóðir heims setji sér það takmark að minnka áfengis- neyzluna um 25% til aldamóta. Því kemur það eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þetta fmmvarp um að auka áfengisneyzluna með því að láta bjórinn flæða jrfir landið. Nei, ríkissjóður getur aldrei grætt á bjómum. 4. „Að efla þann hluta íslenzks iðnaðar, sem annast framleiðzlu á öli og gosdrykkjum." Ég veit ekki betur en að gos- drykkjaframleiðzla sé með miklum blóma á íslandi í dag og þarf ekki á neinum styrk að halda, en eflaust gætu þær grætt meira með því að framleiða áfengt öl, en ég held að því fyrr sem íslenzka þjóðin gerir sér grein fyrir því að áfengisvíma er aðeins hluti af miklu stærra máli sem er eiturlyfjavandamálið og allur gróði sem fæst af því að auðvelda neyzlu á vímuefnum er ímyndaður. 5. „Að samræma áfengislöggjöf- ina.“ Ég geri mér fullkomlega ljóst að öll bönn em neyðarúrræði, það eina sem dugir er viðhorfsbreyting. Mitt viðhorf er að áfengi sé hluti af eitur- fyfjavandamálinu og til að ná tökum á því þurfum við að stíga við fótum, og ekki að gera vandamálið verra með því að breyta þeim lögum sem í gildi em og hafa dugað okkur vel í 54 ár. Megum við vera þeim þing- skömngum ævinlega þakklát sem komu bjórbanninu á 1933. Það er staðreynd, eins og kemur fram í greinargerð með fmmvarpinu, að neyzla Islendinga á hvem íbúa, af hreinum vínanda, er minnst allra Evrópuþjóða, og er það að mínum dómi eingöngu að þakka bjórbann- Kerlingaslóðir á norsku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.