Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987
Danskir sjómenn mótmæla
Danskir sjómenn sigldu bátum sinum til Kaupmannahafnar til
að mótmæla niðurskurði á fiskveiðikvóta þeirra. Voru yfir hundr-
að bátar við Löngulínu. Gengu sjómennirnir á fund Lars
Gammelgárds sjávarútvegsráðherra Dana i gær og kröfðust
þess að veiðikvóti þeirra yrði aukinn frá þvi sem ákveðið var
af Evrópubandalaginu árið 1983.
Frakkland:
Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins.
Endurskoðunarskrifstofa
norska ríkisins hefur birt skýrslu
þar sem Ame Oien, olíu- og orku-
málaráðherra Noregs, er gagn-
rýndur fyrir að hafa ekki fyllst
nægilega vel með framkvæmd-
um við Mongstad-olíuhreinsunar-
stöðina, sem er i eigu norska
olíufyrirtækisins Statoil. Segir i
skýrslunni að ráðherrann hafi
ekki haft tekið fmmkvæðið og
krafist greinargerða um fram-
kvæmdirnar, sem farið hafa
langt fram úr kostnaðaráætlun.
Stjóm Statoil er einnig gagnrýnd
fyrir að hafa ekki stöðvað fram-
kvæmdiraar þegar árið 1985 er
ljóst hafi verið að áætlanir
myndu ekki standast.
Öien hefur heitið því að láta fara
fram rannsók á rekstri Statoil en
hefur jafnframt lýst yfir því að
hann hyggist ekki segja af sér
embætti olíumálaráðherra vegna
málsins, sem norskir fjölmiðlar
segja mesta fjármálahneyksli í sögu
Noregs.
Dagblaðið Aftenposten birti í
gær úrdrátt úr skýrslu norsku end-
urskoðunarskrifstofunnar þar sem
Öien er gagnrýndur fyrir fram-
göngu sína í málinu en kostnaður
við framkvæmdir vegna stækkunar
olíuhreinsunarstöðvarinnar í Mong-
stad er sagður hafa farið um 30
milljarða íslenskra króna fram úr
áætlunum. „Hvorki olíumálaráð-
herrann né ráðuneyti hans beitti sér
fyrir því að fá greinargerðir um
framkvæmdimar frá stjóm Statoil,"
segir í skýrslunni. I henni er þó
ekki hvatt til þess að stjóm Statoil
verði látin víkja.
Stjómarandstöðuflokkamir á
norska Stórþinginu hafa krafíst
þess bæði leynt og ljóst að stjóm
Statoil segi af sér. Skýrslan verður
tekin til umræðu á þingi og er ekki
ljóst hvort stjómarandstöðuflokk-
amir geta þröngvað minnihluta-
stjóm Verkamannaflokksins til að
gera breytingar á stjóm fyrirtækis-
ins. Enn er ekki vitað um afstöðu
Miðflokksins, sem ævinlega hefur
stutt stefnu Verkamannaflokksins
í olíumálum. Snúist Miðflokksmenn
á sveif með stjórnarandstæðingum
er ljóst að stjóm Gro Harlem
Brundtland forsætisráðherra mun
eiga mjög undir högg að sækja.
Nýjar ásakanír um
vopnasölu til Irans
París, Reutcr.
FRANSKT dagblað skýrði frá því
í gær að flugvélar í eigu franska
flughersins hefðu verið notaðar
til að flylja hergögn til Teheran,
höfuðborgar írans, á ámnum
1982 til 1986, Birti blaðið afrit
af skjölum sem það sagði sanna
að flutningamir hefðu átt sér
stað. Stjórnmálaskýrendur segja
að reynist skjölin ófölsuð gefi það
til kynna að embættismenn hafi
átt mun meiri þátt í vopnasölunni
en talið hefur verið.
Ásakanir þessar birtust í Lyon-
útgáfu franska dagblaðsins Figaro
og sagði í fréttinni að franskar her-
flugvélar hefðu verið notaðar við
ólöglega flutninga á hergögnum og
skotfærum sem Manurhin-fyrirtæk-
ið franska hefði selt bæði til Irans
og Iraks. Ríkisfyrirtækið Matra tók
við rekstri Manurhin árið 1984. Tals-
Statoil-hneykslið í Noregi:
••
Arne Oien vænd-
ur um aðgerðaleysi
Datíi. m fuites » .nn pTwmnmic&i dö k% Lytw■VÍti&iwhnnnM forri
appítmítre puo de rarmement et mimHtans ont été lívrét:
fmngnl^ n Téhémn mxtm 1SB? 1S8t:
PREUVES A L'AP
énh$, éótcwhent!&
fif OWvent ; kts
prMnn. I* Tmt
rnirGtwidt
mhnnt
Vmm vm M
Reuter
Forsíða franska dagblaðsins Lyon Figaro í gær þar sem segir að í
þetta skipti sanni skjöl að frönsk vopn hafi verið seld til írans og
lraks.
maður fyrirtækisins sagði þessar
upplýsingar ekki standast þar sem
fyrirtækið hefði ekki átt viðskipti
við Irani í tíu ár. Hins vegar kvað
hann það ekkert launungarmál að
fyrirtækið hefði selt írökum vopn.
Talsmaður franska varnarmálaráðu-
neytisins vildi ekki tjá sig um málið.
Franska dagblaðið kvaðst hafa
fréttina eftir ónefndum yfírmanni í
franska hemum í Lyon og sagði í
henni að skjölin sýndu að flugskeyti
hefðu verið seld til írans og að þess
hefði verið gætt í hvívetna að hylma
yfír flutningana.
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti sagði á mánudag að vopna-
fyrirtækið Luchaire hefði selt
skotfæri í stórkostaliðsbyssur til ír-
ans þrátt fyrir að forsetinn hefði
lagt blátt bann við þess háttar við-
skiptum. Viðurkenndi Mitterrand að
honum hefði borist njósn af vopna-
sölunni árið 1984 en sagði leyniþjón-
ustuna frönsku ekki hafa staðið sig
í stykkinu og því hefði ekki verið
unnt að koma í veg fyrir viðskiptin.
Mitterrand vísaði á bug ásökunum
þess efnis að flokkur hans, Sósíali-
staflokkurinn, sem var við völd er
vopnasalan fór fram, hefði hagnast
af viðskiptum Luchaire-fyrirtækisins
og írana. Lagði hann jafnframt
áherslu á að fyrirtækið hefði selt
skotfæri í stórskotaliðsbyssur til ír-
ans en ekki flugskeyti.
Andstæðingar forsetans sögðu að
hann hefði ekki veitt fullnægjandi
skýringar og hafði einn þeirra á orði
að efasemdir hlytu að vakna um
hvort Mitterrand væri hæfur til að
vera yfirmaður herafla Frakka.
Mustaapha Khalil, fyrrum forsætisráðherra Egyptalands:
Aberandi áhugi Araba
á sammngxim við Israela
Tel Aviv, Kairo, Reuter.
MUSTAPHA Khalil, fyrmm for-
sætisráðherra Egypta, kom í gær
til ísraels í tilefni þess að áratug-
ur er liðinn frá hinni sögulegu
heimsóknar Anwars Sadat, fyrr-
um forseta Egypta, til Jerúsal-
em. Við komuna sagði Khalil að
Arabaríkin hefðu áberandi
áhuga á friðarsamningum við
ísraela í kjölfar leiðtogafundar
Menn geta smitast af
alnæmi við snertingu
Washington, Reuter.
NORSKUR læknir sem rann-
sakað hefur alnæmisveimna
sagði á mánudag að rannsókn-
ir hans hefðu leitt í ljós að
möguleikinn á þvi að veiran
smitaðist við snertingu húðar
og slímhúðar væri fyrir hendi.
Bandarískir sérfræðingar,
sem rannsakað hafa alnæmi-
sveimna segja að slíkt smit sé
afar ólíklegt, þó samkvæmt
kenningum geti það átt sér
stað.
Dr. Lasse Braathen er prófess-
or í húðsjúkdómafræði og starfar
við Rikshospitalet í Ósló. Hann
sagði í erindi sem hann flutti á
alþjóðlegri ráðstefnu um alnæmi
í Washington á mánudaginn, að
rannsóknir hans og samstarfs-
manna hans hefðu leitt í ljós að
alnæmisveiran gæti smogið í
gegnum venjulegar frumur í húð
og slímhúð, sem kallast Lang-
erhans-frumur.
„Rannsóknir okkar sýna að
veiran getur borist gegnum
slímhúðina, og ef þú spyrð mig
hvort mögulegt sé að smitast með
kossum eða við snertingu þá verð
ég að svara játandi. Hætta á slíku
smiti er afar lftil, en hún er fyrir
hendi," segir Braathen. Af þess-
um sökum mælir Braathen með
að bömum yngri en sjö ára, sem
sýkst hafa af alnæmi, verði hald-
ið frá öðrum bömum. Einnig
varar hann fólk við kæruleysi í
umgengni við smitaða.
Dr. Anthony Fauci, talsmaður
alnæmisdeildar bandaríska heil-
brigðiseftirlitsins, segir að þó að
smit berist milli manna við snert-
ingu húðar og slímu þýði það
ekki að þetta eigi sér stað. „Þessi
yfírlýsing breytir ekki okkar
starfsháttum, við munum beijast
gegn alnæmi með sama hætti og
áður, enda em líkur á smiti með
þessum hætti hverfandi litlar,"
segir dr. Fauci.
Arabaríkja á dögunum.
Á leiðtogafundinum vom Egypt-
ar teknir að nýju í Arababandalagið
og hafa sjö Arabaríki nú þegar
endumýjað stjómmálsamband við
þá í kjölfar fundarins, sem lauk
fyrir viku. Á mánudag var skýrt frá
því að Saudi Arabía og Bahrain
hefðu endumýjað stjómmálasam-
band við Egypta og í gær bættist
Máritanía í þann hóp. Hafa þá 13
Arabaríki af 21 í bandalaginu tekið
aftur upp samband við Egypta. Upp
úr sambandi Egypta og Árabaríkja
slitnaði árið 1979 vegna friðar-
samninga Egypta og ísraela.
Khalil fór á sínum tíma með
Sadat til Jerúsalem. Við komuna
til Tel Aviv í gær sagði hann að
friðarsamningur ísraela og Egypta
væri óhagganleg staðreynd, sem
frekari samningar Araba og Israela
myndu byggjast á.
Hosni Mubarak, forseti Egypta-
lands, hvatti í gær til þess að efnt
yrði til reglulegra leiðtogafunda
Arabaríkja. Hann sagði „smávægi-
ieg“ vandamál ríkja í samskiptum
Arabaríkja. Þau væm öll leysanleg
en meðan þau væm óleyst væri
samband ríkjanna ekki með eðlileg-
um hætti. Leiðtogafundurinn í
Amman í síðustu viku hefði fært
mönnum heim sanninn um að Ara-
bar væm menn til þess að leysa sín
mál sjálfir.
Julius Nyerere.fyrrum forseti
Tanzaníu, sagði í gær að Afríkuríki
kynnu að endumýja stjómmála-
samband við ísraela. Hann sagðist
þeirrar skoðunar að Einingarsam-
Reuter
Mustapha Khalil, fyrmm forsæt-
isráðherra Egyptalands (t.h.) og
Ezer Weizman, ráðherra í ríkis-
stjórn ísreals, heilsast við komu
þess fyrmefnda til ísraels í gær.
tök Afríkuríkja (OAU) ættu að
heimila einstökum ríkjum að ákveða
sjálf hvort þau vilji endumýja sam-
band sitt við ísrael. Fyrst Árabaríki
gætu endumýjað sambandið ætti
ekkert að vera því til fyrirstöðu að
Afríkuríki gætu það einnig.