Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 Kvótinn o g „út- gerðaraðallinn“ eftir Arnmund Backman Þann 4. nóvember sl. birtist í Morgunblaðinu yfírgripsmikil gi'ein Þorkels Helgasonar prófessors, um opinbera kvótasölu og sanngjarna stjórn fískveiða. Greinin cr athygl- isvert sambland af hagfræði og fískifræði. Merkilegust er greinin hins vegar fyrir þá sök að ekki ómerkari maður en Þorkell Helga- son, sem alls staðar nýtur trausts fyrir störf sín og hæfileika, skuli nú fyrstur manna benda á það sið- leysi, sem ókeypis úthlutun á aflakvóta er. Eftir lestur greinar- innar hafa þær spumingar ekki látið mig í friði, hvar félagshyggju- fólk, jafnaðarmenn, talsmenn byggðastefnu og réttlátrar tekju- skiptingar í landinu, að ógleymdum talsmönnum „öreiga allra landa", hafi falið sig meðan úthugsaðir spekúlantar skiptu á miili sín dýr- mætustu auðlind þjóðarinnar, físki- stofnunum. Manni verður á að ímynda sér að þeir stjórnmálamenn, sem kenna sig við vinstri, jafnaðar- mennsku og jafnvel málsvara „litla mannsins", hafí upp til hópa verði í veikindafríi þegar úthlutun gæð- anna fór fram. Svo var þó ekki. Ég hef fai'ið í gegnum allar umræð- ur um kvótamálið á Alþingi frá árinu 1983 og komist að því, að enginn þingmaður úr þessum hópi hafí haft minnstu áhyggjur af því að þá fór fram einhver mesta tekju- stýring og verðmætaúthlutun, sem sögur fara af hér á landi. Þessi leik- ur var síðan endurtekinn 2 árum síðar og enn stendur til að úthluta þessum stórkostlegu gæðum til sömu aðila í 4 ár. I grein sinni segir Þorkell m.a.: „Þá er það meginranglætið við gildandi kerfí, að nýliðar verða að kaupa sér aðild. Þeir verða að kaupa skip af „útgerðaraðlinum", sem varð til 1983/1984 á uppsprengdu verði eða kaupa aflakvóta frá ári til árs. Gagnvart nýliðum er því þegar komið á kvótasölukerfí og er þeim m.a.s. boðið upp á val milli varanlegra kaupa á kvótum (með skipakaupum) eða kvótaleigu (með árlegum kaupum á aflakvóta). Hængurinn á þessu er sá að selj- andi veiðileyfanna er að selja verðmæti sem þjóðfélagið lét hann hafa ókeypis." Á öðrum stað segir: „Samkvæmt gildandi kvótakerfí er kvótum úthlutað ókeypis til út- gerða og þá miðað við afla fyrr á árum hjá hverjum einstökum kvóta- þega.“ Og enn segir: „Með kvótaút- hlutunum er verið að skipta gífurlega miklum verðmætum á milli manna. Ragnar Árnason kemst að þeirri niðurstöðu að heild- arverðmæti bolfiskkvóta geti numið um 3 milljörðum króna. Er þá tekið mið af verðlagningu útvegsmanna sjálfra, þ.e.a.s. algengu markaðs- verði. Til samanburðar má benda á að hér er um þrefaldan tekjuskatt allra fyrirtækja á landinu að ræða. Mergurinn málsins er sá að fiski- miðin eru sameign. Utilokað er að skilgi-eina þann hóp manna, sem eigi öðrum fremur tilkall til þessar- ar sameignar. Þeir sem stunduðu útgerð á árunum 1981—1983 hafa þennan eignarrétt nú að láni. Fisk- vinnslufólk gerir tilkall til hans. Skipasmiðir hafa þegar látið í sér heyra. Hveijir koma næst? Neta- gerðarmenn? íbúar í sjávarplássum almennt? Með því að binda eignarhald á fiski við ákveðna hópa, er verið að stýra tekjuskiptingunni í þjóðfélag- inu. Ókeypis úthlutun aflakvóta er í senn flókin og handahófskennd aðferð í þessu skyni.“ Á öðrum stað segir ennfremur: „Ókeypis úthlutun aflakvóta er ekki aðeins siðferðilega vafasöm i ofangreindum skilningi, heldur á skjön við efnahagsstjórn seinustu áratuga." Svo mörg voru þau orð. Og ég vek sérstaka athygli á því að hér talar hlutlaus embættismaður, ekki atvinnupólitíkus til vinstri. „ Utgerðaraðallinn “ Eins og flestum er kunnugt, var á árinu 1983 magnaður upp mjög alvarlegur hræðsluáróður gegn bol- fískveiðum hér á landi. Fyrir þessari stórkostlegu herðferð stóð, LIU, sjávarútvegsráðuneytið og Haf- rannsóknastofnunin, sem hefur haft það að langtímamarkmiði að „ving- ast við þorskinn“. Eftir margra áratuga stanslausa 4—500 þúsund tonna þorskveiði á ári hvetju með miklum smáfíski, komust „vinir þorsksins" að því að hann réði tæp- ast lengur við að sjá um sína eigin hrygningu og fylla höfín í kringum landið eins miklum físki og lífríkið, fæðuframboðið, frekast þoldi, eins og allar aðrar skepnur jarðarinnar gera. Og vináttan við þorskinn átti al- deilis eftir að slá í gegn. Á ör- skömmum tíma var þessi „stóriðju- stefna“, eins og ég leyfi mér að kalla hana, orðin að vísindum, sem öllum fannst augljós. Nú trúir því hvert mannsbam að draga þurfi úr þorskvéiðum. Þorkell Helgason heldur því m.a.s. fram að það sé viðvarandi viðfangsefni að draga úr sókn í þorskinn. Á meðan allur vinstri helmingur stjórnmálanna horfði gapandi á Hafrannsókna- stofnunina, kyntu útgerðarmenn undir öllu og fengu á endanum í jólagjöf 3 milljarða að verðmætum frá þjóðinni. Nú vilja þeir fá þessa gjöf til fjögurra ára. Samkvæmt venjulegri margföldun ætti það að jafngilda 12 milljörðum króna sam- tals. Hinn fískifræðilegi stóridómur er hins vegar stöðugt notaður. Síðast kom formaður LIU, Kristján Ragnarsson, í sjónvarpið með þá stórkostlegu vísindalegu fiskifræði, að nauðsynlegt væri að draga veru- lega úr sókninni nú til þess að það mikla magn af ungfiski sem er í öllum sjónum kringum landið, gæti náð að þyngjast vemlega. Ekki man ég til þess að hann minntist á það einu orði að það færi kannski eftir því hvert fæðuframboðið væri í sjónum, hve mikið fiskurinn þyngd- ist eða að hann minntist á þá augljósu staðreynd, að ástæðan fyr- ir því að ungfiskur veiðist svo mikið, er sú að það er svo mikið af honum í sjónum. Ekki minnist hann heldur á það atriði í skýrslu sjál frar H afrannsók n astofnun ar- innar á bls. 11 í ritinu um nytja- stofna sjávar og umhverfisþætti árið 1987, að meðalþyngd þorsksins eftir aldri hefði ekki aukist í ár miðað við árið 1986 og því væri gert ráð fyrir að meðalþyngd eftir aldri árið 1988 verði sú sama og árið 1986, en 5% minni árið 1989 og 1990. Þá væri gert ráð fyrir að aftur drægi úr vexti eftir undan- gengið góðæri. Undirritaður leiðir til vitnis þau næringafræðilegu rök að galdurinn við að fá físk til að þyngjast sé sá að fískurinn hafi nóg að éta. Það væri a.m.k. fróðlegt að fá skýringu Hafrannsóknastofnun- arinnar á því af hveiju meðalþyngd fer lækkandi á næstu árum og hvoit það hafi eitthvað með fæðufram- boðið að gera. Fyrir alla hugsandi menn er það auðvitað alveg augljóst að kvóta- kerfíð á sér engin fískifræðileg rök. Hafí menn einhvem tímann haldið að svo væri er það rækilega afsann- að mál. Kvótakerfið er ekki annað en úthugsuð flétta. Ekki einasa bjó kerfíð til umræddan „útgerða- raðal“, heldur felur kerfið í sér þvílíka mismunun innbyrðis á milli þeirra, sem gæðin hlutu, að það stenst trúlega ekki ákvæði stjórnar- skrár um friðhelgi eignarréttar og atvinnuréttar. Allsslags fúaraftar gerðu nú hina og þessa skussa að margmilljónerum á meðan fjöldi dugnaðarmanna í útgerð varð að þola óbærilegan niðurskurð. Kei-fið býður upp á siðlausa misskiptingu á milli byggðalaga eins og fram hefur komið að undanförnu og fær- ir einum manni, sjávarútvegsráð- herra, þvílík völd að enginn einstaklingur hefur haft önnur eins hér á landi. Slíkt hefur einhvern tímann þótt gott veganesti í pólitík. Arnmundur Backman „Fyrir alla hugsandi menn er það auðvitað alveg augljóst að kvóta- kerf ið á sér engin fiskifræðilegrök. Hafi menn einhvern tímann haldið að svo væri er það rækilega afsannað mál. Kvótakerfið er ekki annað en úthugsuð flétta.“ Nokkur orð um fiskifræði Það kemur fram í hinni ágætu grein Þorkels Helgasonar, að hann er meðmæltur kvótakerfinu vegna þess að það passar vel fyrir fiski- hagfræðina. Eftir að hin fískifræði- legu rök frá 1983 eru ekki lengur fyrir hendi, eru hins vegar komnar nýjar ástæður fyrir viðhaldi kvótans í einhverri mynd. M.ö.o. þær að fiskihagfræðingar hafa rciknað sig niður á þá skoðun að minnka þurfi flotann um '/3 þegar tckið er tillit til samanlagðrar afkastagetu og að kvótakerfíð auki hagkvæmni vcið- anna mcð sömu rökum. Inn í fiski- hagfræðina hefur hins vegar að mínu áliti alltaf vantað útskýringar á því hvaða byggðalög eigi að leggja í eyði til þess að ná fram þessu markmiði og einnig hitt, hvort ekki sé nauðsynlegt að reka fiskinn í réttir til þess að umræddum hám- arksafköstum verði náð. Mér finnst einnig að það gæti verið hollt fyrir fískihagfræðinga að fara á sjó í öllum veðrum og reyna að ná fram betri afköstum en íslenzkir sjó- menn. Það er ekki nóg að reikna afköstin um borð í skipin. Þorkell viðurkennir þó þá staðreynd að far- ið hafi verið af stað með kvótakerfið í þeim megintilgangi upphaflega að vernda fiskistofnana, þ.e.a.s tak- marka afla við það sem fiskifræð- ingar telja eðlilegt að tekið sé úr stofninum. Þetta hafi ekki tekist nema að takmörkuðu leyti. Síðan kastar Þorkell fram ákveðnum fyll- yrðingum um fiskifræði til þess að sýna fram á að kvótinn sé nauðsyn- legur. Á einum stað segir hann: „Fijáls og óheftur aðgangur að fiskimiðum og öðrum álíka auðlind- um leiðir ávallt til ofnýtingar fyrr eða síðar. Ofveiði getur stefnt til- vist fiskistofna í voða, þ.e.a.s. að svo mikið sé tekið úr þeim að hætta verði á útrýmingu ellegar að við- komubrestur er yfirvofandi." Fyrir þessari fullyrðingu vantar mig rök. Mig vantar dæmi þess að ofnýting hafi átt sér stað hér við Islandsstrendur og mig vantar sönnun þess að beint samband sé milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar. Á einum stað segir Þorkell svo: „Mér er ekki kunnugt um neinn nýttan sjávarstofn hér á landi þar sem sóknin hefur ekki annað hvort farið yfir skynsamfegt hámark eða stefnt hraðbyr að því marki, nema gripið hafi verið í taumana." Mig langar að biðja Þorkel eða einhvern annan að nefna mér dæmi um þetta. Athyglisverðasta setning Þorkels um fískifræði er samt þossi: „Sem betur fer virðast botnfisk- stofnar geta verið í jafnvægi við nánast hvaða veiðiálag sem er.“ Það var og! Eru þá sóknartak- markanir ónauðsynlegar? Vill nú ekki einhver góður maður skýra út fyrir mér þörfína á kvóta- kerfi ef þessi skoðun Þorkels er rétt um veiðiþol botnfiskstofna. Vill ekki einhver fróður maður eða stofnun svara mér því opin- berlega, hvort hið meinta alvar- lega ástand þorskstofnsins á árinu 1983 hafi komið niður á hrygningu þorsksins það ár, eða hvort það geti e.t.v. verið rétt að hún sé ein sú besta sem um getur í sögunni. Það væri gott að fá einhvern kunnáttumann til að svara því opinberlega, hvort ekki séu til neinar aðferðir til að mæla veiðiþol og stofnstærð bolfisks fyr- irfram t.d. á grundvelli rannsókna á ástandi lífríkis í sjónum og skil- yrða, í stað stofnstærðarmælinga sem gerðar eru eftir á, á grund- velli afla. Ég brenn einnig í skinninu eftir því að fá að vita hvort það geti jafnvel verið hættulegt við hag- stæð ytri skilyrði eins og nú, að draga mikið úr veiðum. Áð lokum hefði ég gjarnan viljað fá þá skýr- ingu, jafnvel frá Hafrannsókna- stofnuninni, hvoit 350—400 þúsund tonna þorskveiði umfram tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar á síðustu 4 árum hefur haft veruleg áhrif á ástand stofnsins, þ.e. hefur hann minnkað að sama skapi? Ég vil samt ekki sömu klisjuna um að byggja þurfi stofninn upp. Þessar hugleiðingar mínar mega ekki verða til þess að einhvcr haldi að ég sé á móti skynsamlegri stjórn- un fískveiða. Þar þarf að beita vísindalegum vinnubrögðum, líffræðinga, dýrafræðinga og fiski- fræðinga. En ofstjórn, siðleysi og spilling eru aldrei réttlætanleg, hversu vísindaleg sem riikin kunna að vera. Og þegar hin vísindalegu rök vantar, er hreinn glæpur að úthluta mönnum fiskkvóta til eign- ar eða sölu. Höfundur er hæstarcttnrlögmad- ur. Ný spenmisaga eftir Duncan Kyle Austfirðir: Bænarskjali mótmæit HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér bókina „f hel- greipum á hafsbotni" eftir Duncan Kyle, sem skrifaði bók- ina „í gildru á Grænlandsjökli" og fleiri slíkar bækur, sem kom- ið hafa út hjá Hörpuútgáfunni og eru nú ófáanlegar. Á kápusíðu segir m.a. um efni bókarinnar: „Rússar höfðu komið sér upp neti af neðansjávareldflaug- um, sem skjóta mátti á hemaðar- lega mikilvæga staði í Bandaríkjun- um og Evrópu. í ljós hafði komið galli í festingum eldflauganna þannig að hætta var á að þær lo- snuðu og gætu sprungið fyrirvara- laust, án þess að nokkur gæti komið í veg fyrir það. Eina ráðið virtist vera að fjarlægja eldflaugamar. Fenginn var kafnökkvi til þess að lyfta eldflaugunum af hafsbotni. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hafði óljósan gmn um að eitthvað myndi gerast í grennd við Kanada, eitt- hvað sem snerti Rússa og kafbáta, eitthvað sem tengdist Kyrrahafsr- áðstefnu stórveldanna. James Calder, einn reyndasti njósnari CIA fékk það verkefni að upplýsa mál- ið . . .“ „í helgreipum á hafsbotni" er 191 bls. Þýðandi er Hersteinn Páls- son. Káputeikning er eftir Kristján / HELGREIPUM Á HAFSBOTNI Jóhannsson. Prentverk Akraness hf. prentaði. Á FUNDI sem hagsmunaaðilar í sjávarútvegi á Austfjörðum héldu á Eskifirði síðastliðinn laugardag var samþykkt svo- hljóðandi ályktun. Sameiginlegur fundur Útvegs- mannafélags Austfjarða, Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Sindra og Alþýðusambands Austur- lands, haldinn 14. nóvember 1987, tekur undir og samþykkir framkom- in mótmæli forsvarsmanna lands- samtakanna , Landssambands íslenskra útvegsmanna, Farmanna og fiskimannasambands íslands og Sjómannasambands íslands vegna bænarskjals 32 þingmanna á suður- og suðvesturhorni landsins um breytingu á svæðaskiptingu kvóta- kerfisins og undirstrikar þekkingu fyrrnefndra forsvarsmanna á for- sögu svæðaskiptingar á viðmiðun- arárinu og mótmælir harðlega tilraunum þingmannanna til sundrungar á úrslitastundu. Cterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.