Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐE), MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 55 í safj ar ðarkirkj a Blaðinu hefur borist eftirfarandi ávarp til ísfirðinga: Eins og flestum er í fersku minni brann ísafjarðarkirkja 27. júní á liðnu sumri. Innan tíðar verður tek- in ákvörðun um hvort byggja eigi hana upp á sama stað, eða ætla henni aðra lóð, en lóðir eru vand- fundnar á ísafírði, eins og allir vita. Mörg rök hníga í þá átt að hún verði á sínum stað og hægt verði að lengja hana, en þá kemur úpp sá vandi að þeir grafreitir, sem eru fyrir aftan hana, kæmu áritaðir eða legsteinamir greyptir í gólf kirkj- unnar eða f kórinn, eins og víða þekkist. Rökin eru þessi og eflaust fleiri: 1) ísfírðingar bera sterkar taugar til kirkjunnar á þessum stað, núverandi staðarval hennar er greypt í hug og hjörtu flestra Isfírðinga, með öllum þeim minningum sem þeir eiga um hana. 2. Ef útveggir eru ekki mikið skemmdir og mögulegt væri að lengja hana í átt að Sólgötu, því kirlq'an hefur nú þegar fest kaup á lóðunum Sólgötu 1 og 3 og er langt komið að breyta nr. 3 í safnaðarheimili. 3. Þá er sá vandinn að fá sam- þykki þeirra sem hlut eiga að máli, um að nöfn þeirra látnu sem kæmu þar undir, yrðu grejfpt í kór eða gólf kirkjunn- ar, sem víða er gert, og með því móti sýnd virðing. 4. Kjrkjan væri þá áfram miðsvæð- is og tæki þá ekki aðra lóð á þröngt setinni eyrinni. 5. Ef hún yrði staðsett á spítalatún- inu, þá skyggir hún óþyrmilega á gamla sjúkrahúsið, sem ér fögur bygging og óskandi að hún verði einhvem tíma ráðhús staðarins. Góðir ísfírðingar, ungir sem aldnir, hvar á landi sem við erum búsett, hugleiðið þessi rök. Við, sem eigum samleið í þessu máli eða rétt- ara sagt höfum sömu óskir, þá stillum strengi saman og ritum nöfn okkar á skjal með þessum óskum, en það er í undirbúningi. Askriftarlistar verða kynntir síðar og hvað þá verður að fínna. Fjóla Sigmundsdóttir, Rvík. Garðar Pálsson, Rvík. Sturla Halldórsson, ísafírði. Leiðréttingar við frímerkjaþátt Því miður hafa nokkrar villur slæðzt inn í síðasta þátt minn, sem ég vil leiðrétta strax, enda þótt leið- rétting muni einnig birtast í næsta þætti vegna þeirra, sem e.t.v. geyma þættina. I safni Gene Scott er annað af tveimur skildingabréfum til Eng- lands, en e.t.v. hið eina með skips- stimpli, og við það var átt í þættinum. Ekki er mynd af þessu bréfí í bók minni, heldur hinu bréf- inu, sem mun í eigu Sir Athelstan Caröe. Mynd af Kanadabréfínu er hins vegar í bókinni, og það er hið eina skildingabréf, sem vitað er um til Kanada. Þá eru fímm skildinga- bréf þekkt utan skjalasafna frá íslandi á danska tímabilinu 1870—73 með dönskum frímerkjum og stimplinum 236. Aftur á móti var bréfíð í safni Scotts hið eina, sem sýnt var á HAFNIU 87. Þá er það ofmælt, að þjónustu- skildingabréfið í safni Tyslands sé hið eina, sem vitað er um utan skjalasafna. Muna má svo sem eft- ir hinu fræga „biblíubréfí", sem fannst fyrir allmörgum árum og olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma. Loks var Lars Ingemann ruglað rækilega saman við Svíann Folke Löfström, sem hér sýndi í vor leið. Ingeman er auk þess Dani, en hann hefur hins vegar lengi verið búsett- ur í Svíþjóð. Ég vona að annað sé nokkum veginn rétt hermt í þættinum. Að lokum er beðizt velvirðingar á fram- angreindum villum og mishermi. Jón Aðalsteinn Jónsson Plastvörur til heimilisnota æHeildsölubirgðir ^ 'JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. J UMNOUOM 104NO1UAMK ttMMtW Q> Námskeið Námskeið eru haldin um dulfræði (Metaphysics), þróunarheimspeki (Cos- mology) og stjörnuspeki (Esoteric Astrology). Leshringar um dulfræði. Sfmi 79763. MS-DOS 30.11. INNRITUN TIL 27.NÓV. SIMI: 621066 INNRTTUNTIL 27.NÓV. SÍMI: 621066 ÞU KYNNIST STÝRIKERFI EINKATÖLV- UNNAR OG MÖGULEIKUM ÞESS. Námskeiðið er gagniegt hverjum þeim sem notar einkatölvu og mikil þörfer á að a.m.k. einn starfs- maður á hverjum vinnustað hafi þá þekkingu sem hér er boðin. EFNI: • Hlutverk stýrikerfa • Innbyggðar skipanir og hjálparforrit • Notkun skipanaskráa • Pípur, síur og té • Skráarkerfi MS-DOS og greinar þess • Stýriforrit fyrirjaðartæki • Uppsetning nýrra forrita • Afritataka og daglegur rekstur. LEIÐBEINANDI: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur. TlMI OG STAÐUR: 30. nóv. - 3. des. kl. 13.30 - 17.30 að Ánanaustum 15. ALVÍS BÓKHALDI 30.11. ALVÍS BÓKHALD Með þekkingu og valdi á notkun Alvís bókhaldskerfis- ins er hægt að nýta hina miklu möguleika þess til hlítar. EFNI: • Aðalbókhald • Viðskiptamannabókhald • Skuldabókhald • Afstemmingar • Áætlanakerfi • Uppgjörskerfi • Gjaldkerakerfi LEIÐBEINANDI: Sigríður Olgeirsdóttir. TÍMI OG STAÐUR: 30. nóv. - 3. des. kl. 13.30 - 17.30 að Ánanaustum 15. n Lágfóta leggst á fé Borg í Miklaholtshreppi. Ég hef áður getið þess í frétt- um að óvenjumikið væri af lausum refum hér i sýslunni. Skal nú eftirfarandi frásögn staðfesta enn betur þann mikla tófuumgang sem hér er: Það var nýlega sem maður frá Grundarfirði var við ijúpnaveiðar í Kerlingarskarði. Þá fann hann þar dilkær, sem hafði fennt þar í haust, sennilega 8. október, en þá gjörði hér áhlaupsbyl. Aðkoman var held- ur ljót. Gat var komið á snjóbyrgið, sem ærin og lambið voru ekki kom- inm úr. Lambið var lifandi, en aðframkomið af sulti. Ærin var dauð. Tófan var búin að drepa hana og var andlit hennar étið upp að augun. Eigandi kindarinnar er Er- lendur Halldórsson, bóndi í Dal. Páll. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA ______________________TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ.____________________ INNRITUN ER AÐ LJÚKA Í: Orðsnilld 23. - 26. nóv. og MS-DOS framhald 23. - 26. nóv. í upphafí skal endingu skoða... Miele heimilistækin frá Vestur-Þýskalandi. Heimsþekkt fyrir tæknilega fullkomnun, hönnun og afburða endingu. Veldu Miele — annað er málamiðlun. JÓHANN ÓLAFSSON &C0.HF Sundaborg 13 — sími (91)688588 Miele Miele þvottavélar. Þvo og vinda vel. Þvottavélar með níu líf. Miele þurrkarar. Nákvæm rakastilling. Miele uppþvottavélar. Hljóðlátar. Skila skínandi hreinu. Miele ryksugur. Vandaðar og vinna vel. Settu gæðin á oddinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.