Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18, NÓVEMBER 1987 Jarðskjálftinn í Alaska: Búist við flóðbylgju á Kyrrahafsströnd Golden, Colorado, Reuter. YFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa sent út tilkynningu ti! að vara við hættu á flóðum (tsun- ami) í kjölfar jarðskjálftans sem varð á Alaskaflóa í gær. Engar skemmdir hafa orðið af völdum skjálftans. Skjálftinn á Alaskaflóa varð rétt fyrir klukkan níu í gærmorgun, að íslenskum tíma, og mældist 6,8 á Richter-kvarða. Upptök skjálftans eru talin vera á hafsbotni um 400 km suð-austur af Anchorage í Al- aska, samkvæmt útreikningum jarðfræðinga við jarðskjálftamæli- stöðina í Golden í Colorado-fylki í Bandaríkjunum. „Viðvaranatilkynningar hafa verið sendar út vegna þess að gert er ráð fyrir flóðbylgju á norð-vest- urströnd Kyrrahafs í kjölfar skjálft- ans, en flóð fylgja oft í kjölfar neðansj ávaij arðskj álfta, “ sögðu vísindamenn við skjálftamælistöð- ina í Golden. Noregur: Pólskir lyftinga- menn biðja um hæli Frederikstad, Noregi, Reuter. TVEIR pólskir lyftingamenn hafa beðið um hæli sem pólití- skir flóttamenn í Noregi. Þegar þeir komu til Noregs fundust ERLENT þúsundir af hormónatöflum í farangri þeirra. Mennimir tveir voru í hópi pól- skra lyftingamanna, sem ætluðu að keppa á lyftingamóti í Noregi. Komu þeir með ferju til bæjarins Fredrikstad, sem er skammt frá sænsku landamærunum. Við toll- skoðun fundu tollverðir þúsundir af hormónapillum í töskum lyft- ingamannanna tveggja. Lyf þessi nota lyftingamenn til að auka kraft sinn og í trássi við bann alþjóðasam- banda íþróttamanna. Vom pólsku lyftingamennimir útilokaðir frá keppni á mótinu. Lárviðarskáld Breta: Málfræði verði skyldunámsgrein St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TED Hughes, lárviðarskáld Breta, sagði um helgina, að ástæðan til þess, að ljóð hans væru myrk og torskilin, væri sú, að hann hefði ekki fengið al- mennilega kennslu í málfræði, þegar hann var í skóla fyrir hálfri öld. Hann hefur ákveðið að styðja tillögu um, að málfræði verði skyldunámsgrein í skólum landsins. Lárviðarskáldið (titlinum fylgja 70 sterlingspunda laun á ári og sú kvöð að yrkja ljóð við ýmis opinber tækifæri) segir, að kennslan hafi verið svo leiðinleg, að hann hafi glatað öllu trausti á sjálfum sér við að beita málinu. „Mér var kennd málfræði eins og hún væri reglur í framandi tungu. Þetta var mjög staðnað og leiðinlegt. Kennslan olli því, að maður var mjög hikandi við að beita reglunum og sennilega skaðaði þetta traust manns á rit- aðri ensku,“ sagði Hughes. Ljóð Hughes em gjama dmnga- legar náttúmlýsingar en einnig léttari og einfaldari ljóð, t.d. fyrir Hinrik og Vilhjálm Bretaprinsa. Hann forðast fjölmiðla eins og heit- an eldinn. Nú hefur hann þó ákveðið að styðja þetta málefni til að forða komandi kynslóðum frá sömu örlög- um og hann sjálfur hlaut. Queen’s English Society hefur ákveðið að gangast fyrir, að málfræðikennsla verði skyldunámsgrein á ný, og hefur félagið fengið 4000 manns til að skrifa undir ósk þar að lút- andi. í þessari málfræðikennslu á að vera setningarfræði til að nem- endur skilji hlutverk orðanna í setningum málsins. Ann Shelley, formaður félagsins, segir, að lakari stafsetningar- og lestrarkunnátta stafy af breytingum á kennsluhátt- um á síðustu tveimur áratugum. Hætt var að kenna setningar- fræpj á sjöunda áratugnum. Hðghes segir, að hann sé ekki að fagOram á, að nemendur eigi að gáhga í gegnum sömu leiðindi og hahn varð að gera. Málfræði geti verið og eigi að vera skemmtileg námsgrein og engin þörf sé á að læra reglumar reglnanna vegna. Einn þeirra, sem hefur ritað und- ir þessa yfirlýsingu, er leikrita- skáldið John Osbome. Hann sagði: „Styð þetta algjörlega — sérstak- lega setningarfræðina." italskir ellilífeyrisþegar mótmæla stefnu stjórnvalda í efnahagsmálum í Róm í gær. Ítalía: Giovanni Goria veitt um- boð til sljórnarmyndunar Róm, Reuter. FRANCESCO Cossiga, forseti Ítalíu, hefur farið þess á leit við Giovanni Goria, fráfarandi for- sætisráðherra landsins, að hann hafi forgöngu um myndun nýrr- ar meirihlutastjórnar. Goria tilkynnti i gær að hann hefði ákveðið að verða við beiðni for- setans og myndi hann þegar í stað hefja stjórnarmyndunarvið- ræður. Goria baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt síðasta laugardag eftir að ágreiningur hafði komið upp innan ríkisstjómar hans, sem fimm flokkar áttu aðild að, um stefnuna í efnahagsmálum. Frjáls- lyndiflokkurinn hótaði úrsögn er ljóst varð að ekki yrði staðið við boðaðar skattalækkanir í fjárlaga- frumvarpi næsta árs. Þrátt fyrir samningaumleitanir tókst ekki að jafna ágreininginn og því ákvað Goria að biðjast lausnar. Goria sagði í gær að flokkarnir fimm hefðu allir lýst yfir áhuga á að taka þátt í fyrirhuguðum stjóm- armyndunarviðræðum og er almennt taiið að Goria reyni að endurlífga fyrri stjóm sína. Stjórn- málaskýrendur eru þó sammála um að það kunni að reynast erfitt þar sem deilur hafi sett svip sinn á samstarf flokkanna í fyrri ríkis- stjprninni. Töldu þeir sýnt að Goria Kína: Zhao vill hætta Peking, Reuter. ZHAO Ziyang, leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, hefur ósk- að eftir því að verða leystur af hólmi sem forsætisráðherra, að sögn hinnar opinberu frétta- stofu, Nýja Kína. Að sögn áreiðanlegra heimilda er talið að að eftirmaður Zhao verði brátt útnefndur á fundi kínverska þingsins. Almennt er búist við að Li Peng, aðstoðarforsætisráðherra, verði valinn eftirmaður Zhao. Zhao, sem er 68 ára, sagði nýver- ið að eftirmaður sinn yrði talsvert yngri maður. Li er 59 ára og hann var kjörinn í fastanefnd stjóm- málaráðs kínverska kommúnista- flokksins í október síðastliðnum. þyrfti að ná sættum hið fyrsta þar sem langvarandi stjómarkreppa myndi aðeins verða til að auka enn frekar ágreining flokkanna. Nú þegar em komnar upp deilur um hvernig túlka beri niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í þess- um mánuði þar sem landsmenn vom beðnir að láta í ljós álit sitt á fimm mismunandi málaflokkum sem deilt hafði verið um af hörku á Ítalíu. Mikill meirihluti kjósenda lýsti sig andvígan nýtingu kjarn- orku til orkuframleiðslu og vom stjómarflokkamir ekki á eitt sáttir um hvemig bæri að fara að vilja kjósenda í þessu efni. Flokkamir fímm; kristilegir demókratar, sósíalistar, lýðveldis- sinnar, sósíaldemókratar og fijáls- lyndir, hafa setið í öllum ríkisstjóm- um Ítalíu frá árinu 1981. Sívaxandi ágreiningur milli stærstu flokk- anna, kristilegra demókrata: óg sósíalista, hefur gert það að verkum að erfiðlega hefur gengið að halda hinum ýmsu ríkisstjórnum flokk- anna fimm saman. Takist Goria að mynda nýja ríkisstjórn verður hún hin 48. frá stríðslokum. Um 100.000 ellilífeyrisþegar söfnuðust saman í Róm í gær til að mótmæla stefnu stjórnvalda í efnahagsmálum. Stærstu verka- lýðsfélög landsins skipulögðu mótmælin og krafðist fólkið þess að ellilífeyrir yrði hækkaður á næsta ári auk þess sem fjárframlög til heilbrigðismála yrðu aukin. Þijú stærstu verkalýðsfélög landsins hafa boðað til allsheijarverkfalls 25. nóvember vegna þess að fallið hefur verið frá skattalækkunum, sem fráfarandi ríkisstjóm Gorias hafði boðað. Reuter Hvergi smeykur Mikil bifreiðasýning hefur verið opnuð í Essen í Vestur-þýskalandi og gefst áhugamönnum þar tækifæri til að kynna sér allt það nýjasta á sviði bílaframleiðslu. Myndin sýnir hjólreiðamann á farskjóta sínum undir hjólum vörubifreiðar sem fyrirtækið Leyland framleiðir. Atriði þetta var liður í kynningu sýningarinnar. Fyrir áhugamenn má geta þess að bifreiðin er knúinn 500 hestafla vél og er krafturinn slíkur að bíllinn getur ekið 320 metra vegalengd á afturhjólunum einum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.