Morgunblaðið - 18.11.1987, Side 5

Morgunblaðið - 18.11.1987, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 5 Sanitas hf. verð- launað fyrir gæði Jón Ásgeirsson SANITAS hf. hefur fengið al- þjóðlega gæðaviðurkenningu frá Seven Up International fyrir árið 1986. Viðurkenningin er veitt verksmiðjum fyrir gæði vöru, svo og hreinlæti og aðbúnað, og er þetta í annað sinn sem Sanitas fær þessa viðurkenningu. Að sögn Ragnars Birgirssonar, forstjóra Sanitas, fengu að þessu sinni 19 verksmiðjur af 58 í Evrópu gæðaverðlaun, þar af 3 af 18 verk- smiðjum á Norðurlöndunum, og var Sanitas með hæstu einkunn verk- smiðja á Norðurlöndum. Sanitas fékk samskonar verðlaun fyrir árið 1985, og sagði Ragnar þennan árangur nást með samstilltu átaki allra sem standa að framleiðslunni. Philip Carter afhenti Ragnari við- kenninguna, og sagði gott starfs- fólk og strangar gæðakröfur gera það að verkum að Sanitas fengi svo háa einkunn fyrir gæði. Philip sagði ennfremur að Seven Up og Pepsi stefndu að því að ná meirihluta markaðsins á íslandi, og hann væri bjartsýnn á að ná því takmarki á næstu árum. Morgunblaðið/Þorkell Philip Carter afhendir Ragnari Birgissyni, forstjóra Sanitas hf., gæðaviðurkenningu frá Seven Up International. Ráðstefnu- miðstöð opnuðí Reykjavík OPNUÐ hefur verið í Reykjavík ráðstefnumiðstöð, til að veita innlendum aðilum ráðgjöf og þjónustu við ráðstefnur, og sem vinnur að því að fjölga ráðstefn- um hér á landi og samræma aðgerðir þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Það er fyrirtækið Mannamót sf. sem stendur að ráðstefnumiðstöð- inni. Mannamót sf. var stofnað árið 1975 og er í eigu Jóns Ásgeirsson- ar fyrrverandi framkvæmdastjóra Rauða krossins. í frétt frá fyrirtækinu segir að ráðstefnumiðstöðin hafi ávallt handbærar upplýsingar um sali og aðra aðstöðu sem í boði er á hverj- um tíma. Einnig tekur ráðstefnum- iðstöðin að sér að aðstoða við allan undirbúning og skipulag við ráð- stefnur, þing, fundi og önnur mannamót. Ranghermi í Reykjavík- urbréfi í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag sagði m.a., að Stöð 2„ hafði t.d. frumkvæði um að setja íslenzkt tal inn á erlent barnaefni og ber að meta það að verðleikum." Þessi staðhæfing í Reykjavíkurbréfi er röng. Ríkissjónvarpið hafði frum- kvæði um að setja íslenzkt tal inn á erlent bamaefni og það fyrir alllöngu. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessu ranghermi. Vegagerð: Góð færð um allt land FÆRÐ á vegum landsins hefur verið með besta móti í haust, samkvæmt upplýsingum frá vegaeftirliti Vegagerðar ríkis- ins. Góð færð hefur verið um þjóð- vegi þó þungfært hafí verið um fjallvegi á Vestfjörðum, Austfjörð- um og norðanlands. Breiðadals- heiði lokaðist í sólarhring en Fjarðarheiði lokaðist í nokkrar klukkustundir og var opnuð sam- dægurs. ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 farazhroddi IBM PERSONAL SYSTEM/2 TÖLVUR :YRIR ÞÁ SEM GERA KRÖFUR UM: Nýjustu tækni Örugga fjárfestingu Góða þjónustu ★ ★ ★ tííprríl & Hagstæðir samningar gera okkur kleift að bjóða lægra verð Ný** Tökum eldri IBM PC - XT - AT tölvur upp í andvirði nýrrar IBM PS/2 tölvu SÖLUAÐILAR: SKRIFSTOFUVÉLAR H.F m i GISLI J. JOHNSEN Hverfisgötu 33, simi: 62-37-37 y" Akureyri:Tölvutæki-Bókval Kaupvangsstræti 4, sími: 26100 Nýbylavegi 16, Kópavogi Sími 641222 Bjóðum eigendum stærri IBM tölvukerfa nýja hagstæða magnkaupasamninga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.