Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 33 Reuter Loftmynd af slysstaðnum í Lerum rétt utan við Gautaborg. Rúmenía: Erfiður vet- urframundan Búkarest, Reuter. Rúmenar búa sig nú undir vet- urinn, sem kann að verða einn sá ömurlegasti í manna minn- um. Enn á ný hafa stjómvöld nefnilega þurft að grípa til orkuskömmtunar og var orku- framboðið þó ekki upp á marga fiska fyrir. í vetur verður sumsé 30% minna af rafmagni og gasi til skiptanna handa heimilum og þeim fyrirtœlgum, sem ekki nota orkuna til fram- leiðslu, svo sem verslana og menntastofnana. Frá árinu 1982 hefur orkuskortur verið rúmenskum yfirvöldum óyfirstíganlegt vandamál, með þeim afleiðingum að allri lýs- ingpi er haldið í lágmarki — bæði á heimilum og á götum úti — sjónvarpsútsendingar eru aðeins í tvo tíma á dag og upp- hitun er af svo skornu skammti að nú þegar er hrollur í mönn- um frá morgni til kvölds og nóttina alla þess á milli. „Við erum þegar famir að hafa áhyggjur af vetrinum," sagði vest- rænn stjómarerindreki í Búkarest. Samkvæmt nýju reglunum getur eigandi þriggja herbergja íbúðar aðeins fengið 35 kw-stundir raf- magns á mánuði. Það þýðir að aðeins er hægt að lýsa hana upp um 2-3 klukkustundir á dag og vonlaust er að hafa heimilistæki eins og ísskápa og þvottavélar í gangi. Nú þegar er ólöglegt að hafa rafmagnsofn undir höndum. 25 kerta perur einar leyfilegar Um nokkurt skeið hefur ekki mátt nota sterkari ljósapemr en 25 kerta, en nú er byijað að tala um að leyfa einungis 15 kerta pemr. Gasnotkun er bundin við 80-250 rúmmetra á mánuði, eftir stærð og íbúafjölda íbúðarinnar. Vest- rænir sérfræðingar segja að lægri talan myndi ekki endast vísitölu- fjölskyldunni í Vínarborg út vikuna, en loftslag í borgunum er svipað. Sérstakir eftirlitsmenn knýja fyrirvarlaust dyra til þess að kanna hvort staðið sé við settar reglur. Reynist orkunotkunin vera hærri en leyfilegt er þarf viðkomandi að greiða 50% hærra fyrir orkuna. Sé umframnotkunin meiri en 10% hækkar orkureikningurinn um 200% og sé hún öllu hærri á not- andinn á hættu að einfaldlega verði skrúfað fyrir allt saman. Ofangreindar ráðstafanir em hinar síðustu í röð margra, sem stjómvöld hafa gripið til undanfar- in fimm ár vegna orkuskorts. Sérstaklega hefur hann þó gert vart við sig á vetuma, einmitt þeg- ar orkuþörfin er mest. í fyrravetur, sem var einn sá harðasti, var akst- ur einkabíla (sem þó em ekki margir) og annarra „ónauðsyn- legra bifreiða bannaður í nokkrar vikur til þess að spara benzín. Ekki er ljóst hvort hið sama verður upp á teningnum í vetur. Fyrir tveimur ámm vom orku- stöðvar landsins settar undir stjóm hersins, en ástandið hefur ekkert skánað, versnað ef eitthvað er. Vítahringur Eins og vanalega hefur Ceau- cescu, einræðisherra landsins, bmgðist við síðasta hallærinu með því að reka ráðherra og aðra emb- ættismenn í kippum, en vandinn virðist þó eiga sér dýpri rætur en óstjóm í rekstri orkustöðvanna. I rúmenskum fjölmiðlum var það til að mynda upplýst fyrir skömmu að ein stærsta orkustöð landsins framleiddi aðeins um 16% þeirrar orku, sem hægt væri. Ástæðan var sögð skortur á tækjum og vara- hlutum, en vegna orkuskorts geta vélsmiðjur landsins ekki leyst úr þeim skorti. Hægt væri að ijúfa þann vítahring með því að kaupa tæki frá Vesturlöndum, en stjómin hefur stöðvað nær allan innflutn- ing til þess að geta greitt erlendar skuldir sínar. „Við höldum alltaf að ástandið geti ekki versnað, en það gerir það alltaf," hafði Eeuíers-fréttastofan eftir vestrænum stjórnarerindreka. Lestarslysið í Svíþjóð: Orsakir slyssins raktar til viðgerða á raf streng Vanræksla járnbrautarstarfsmanna gæti hafavaldið slysinu Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. LESTARSLYSIÐ sem varð utan við Gautaborg í fyrradag kostaði tíu manns lífið. Ekki tókst að losa alla úr brakinu fyrr en í gærmorgun, en af þeim eitt hundrað sem slösuðust liggja 20 enn á sjúkrahúsi. Fullvíst er talið að fleiri hefðu farist við árekst- urinn ef fremstu vagnarnir i báðum lestunum hefðu ekki verið nýir stálvagnar. Orsakir lestarslyssins eru raktar til mistaka við lagfæringar á raf- streng við jámbrautimar, sem varð til þess að báðar lestimar fengu grænt ljós sem merki um að þær mættu halda áfram för sinni, þrátt fyrir að teinamir lágu vitlaust. Rannsókn fer nú fram á hvort þessi mistök í ljósmerkjum megi rekja til vanrækslu jámbrautarstarfsmann- anna sem unnu að viðgerðum á rafstrengjunum. Stéttarfélag jámbrautarstarfs- manna krafðist þess á þriðjudag að öryggiseftirlit yrði aukið við jámbrautimar. Segjast jámbraut- arstarfsmenn ekki vera ánægðir með núverandi öryggiskerfi, sem fram til þessa hefur þótt vera mjög gott. Stjóm járnbrautanna vísar gagnrýni stéttarfélagsins á bug og segir öryggiskerfíð hið besta í heimi og að orsaka slyssins sé að leita annars staðar. E1 Salvador Snarpur jarðskjálfti hræðir landsmenn - fannst mjög víða í Mið-Ameríku Managua, Reuter. SNARPUR jarðskjálfti hræddi íbúa höfuðborga Nicaragua og E1 Salvador í gær. Þustu íbúar borganna út á götur við skjálft- ann. Engan sakaði og skemmdir á mannvirkjum urðu litlar. Bandaríska jarðfræðistofnunin sagði að samkvæmt mælingum jarðskjálftamælistöðvarinnar í Golden í Colorado hefðu upptök skjálftans verið á hafi úti, um 80 km suð-vestur af Managua, höfuð- borg Nicaragua. Jarðskjálftinn mældist 6,1 á Richterskvarða, sem er nægilegur styrkur til að valda skemmdum á þéttbýlissvæðum. Skjálftinn fannst víðar í Mið- Ameríku. Útvarpið í EL Salvador sagði að skjálftinn, sem varð um klukkan tíu að morgni, hefði skelft fólk um allt landið. Fólk í höfuðborginni, San Salvador, þusti skelfingu lostið út á götur. Hús í Leon-bæ skammt norðan höfuðborgarinnar féll, en engin slys urðu á fólki. íbúar E1 Salvador eru enn að ná sér eftir jarðskjálftann sem varð þar í októ- ber í fyrra, en þá létust 1500 manns og 200.000 misstu heimili sín. Ritaraskólinn tekur til starfa 6. og 18. janúar. Kennt er alla virka daga vikunnar, þrjár klukkustundir í senn og hægt að velja á milli tveggja mismunandi dagtíma. Markmið skólans er að út- skrifa sjálfstæða starfskrafta sem hafa tileinkað sér af sam- viskusemi það námsefni sem skólinn leggur til grund- vallar, en kröíúr skólans til sinna nemenda eru ávallt miklar. Til þess að ljúka prófi írá Ritaraskólanum þarf lágmarkseinkunn- ina 7.0 í öllum námsgreinum. 'ntun v*£e$to ‘Járu iS&SSS&te* setur fcngið Sern n°kh,að eru ^skólj Námsefni: □ íslenska............................... 76 klst bókfærsla ............................. 72 klst. □ reikningur ............................. 36 klst. □ tölvur ................................. 39 klst. □ vélritun ............................... 24 klst □ tollur ................................ 33 klst. □ lög og formálar........................ 12 klst □ enska ................................. 21 klst. □ skjalavarsla ........................... 9 klst. □ verðbréfamarkaður........................ 3 klst. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 10004 OG 21655 76 klst. Framhaldsbrautir í beinu framhaldi af námi í Ritara- 72 klst. skólanum getur þú valið um tvær 36 klst. ffamhaldsbrautir: fjármálabraut og 39 klst. sölubraut. Með þessum nýju brautum 24 klst. er námið í Ritaraskólanum orðið 2ja 33 klst. ára nám. Sérmenntun íyrir nútíma 12 klst. skrifstofúfólk. 21 klst. 9 klst. 3 klst. JVlimir Li ÁNANAUSTUM 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.