Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS i/yywi ií'~\ 'u ir Fyrstu stjömur síðsumars Til Velvakanda. Arktúrus í Hjarðmannsmerki er ein fegursta stjarna himins. I. Tímans straumur stöðvast ekki. Áfram heldur hann allar stundir. Og nú var farið að verða lítilsháttar skuggsýnt um nætur. Mér varð gengið út um lágnættið þann 1. ágúst. Himinn var alheið- ur. Sól var hnigin til viðar. Rósrauð- ur bjarmi var í lofti lágt yfir sjóndeildarhring í norðri. Snæfell- sjökull skartaði dimmblár og bar við himinjöður. Birtu dags lagði enn hátt á himin. I raun var hann hvergi almyrkur, ekki einu sinni í suðri. Undanfarið hafði verið skýjað nokkuð á kvöldin, en nú var al- heiðskírt. Ég fór að svipast um, ef vera kynni að einhver stjama him- ins væri þegar sýnileg, þrátt fyrir helst til ljósan himin. Og er ég hafði rýnt um stund út í himinfjarskann mátti sjá fáeinar þeirra, þær allra björtustu. Hátt á lofti, í suðurátt gat að líta þtjár stjömur, sem mynda stóran þríhyrning á himni, og eru ávallt þær stjörnur, sem von er til að sjá fyrstar, er dimma tek- ur. Þetta voru þær Deneb í Svanin- um, Vega (Blástjarnan) í Hörpunni og Altair í Eminum. Þama birtust þær augum mínum, þessar þijár fögru himinstjörnur, í fyrsta sinn á þessu síðsumri, og sannarlega fagn- aði hugur minn að sjá þessa fögru sjón. Þær vom nú hér eins og gaml- ir vinir, endurséðir eftir nokkurra mánaða brottveru. Og er ég enn um stund hafði rýnt út í heiði himins gat ég séð tvær stjörnur til viðbótar. Sú fyrri var jarðstjarnan Júpiter. Hún var mjög lágt á lofti beint í austurátt, svo ljómandi hvít og björt og hún blikaði ekki. Við flest veðurskilyrði em það aðeins sólstjömur sem blika. Hin stjaman var beint í vestur- átt og ekki mjög hátt á himni. Þetta var Arktúrus, í Hjarðmannsmerki, hin ljómandi sól, þótt ekki sýndist hún mjög björt nú, er himinn var aðeins hálfrökkvaður. Þarna stóð hún nú, á heiðum næturhimninum, þessi fagra stjarna, sem aðeins sést frameftir haustmánuðum. Frá mér að sjá var hún nú beint yfir kirkjunni á Borg- arholtinu í Kópavogi, enda á ég heima rétt austan við hana. Mig langar að segja nokkur nán- ari deili á þessari merkisstjömu og frá því stjömumerki, sem hún til- heyrir. II. Arktúrus er bjartasta stjaman í stjömumerkinu Hjarðmanninum, (Boötes) og er sú stjama sem mest hefur sýndarbirtu á norðurhveli himins eða 0,06 stig. Hún er í 36 ljósára fjarlægð og geislar frá sér rauðgulu ljósi, en það táknar, að yfirborðshiti hennar er um það bil 4.000 gráður á Celsíus. Raunbirta Arktúmsar er 0,2 stig eða um 120 föld á við birtu okkar sólar. Þar sem vel nýtur sýnis til stjama, þegar lengra kemur fram á haust, er mjög heillandi að horfa á Arktúms, því þá blikar hann svo skært og fagurlega, flestum öðmm stjömum fremur. Hjarðmaðurinn í heild er líkur útlits stómm flugdreka og er Arkt- úms neðsta stjarna hans. Aðrar stjömur þessa merkis em fremur daufar í samanburði við Arktúms, en allmargar þó vel bjartar að sjá og áhugaverðar að skoða. Átta stjömur merkisins em yfir fjórða birtustigi og því allar vel sjáanlegar bemm augum. Bjartastar að sjá em stjömumar Seginus, Zsar, Nekk- ar og Alkalurops, sem em í raun álíka bjartar og Arktúms, þótt miklu daufari sýnist vegna meiri fjarlægðar, sem er allt upp í 230 ljósár (Neckar). Margt er fleira að sjá merkilegt í Hjarðmannsmerki. Mörg em hér tvístirni, stjömur sem ganga hver um aðra á ákveðnum umferðar- brautum og skyggja hver á aðra að meira eða minna leyti héðan að sjá við hverja umferð. Má í því sam- bandi nefna tvístimin Epsylon Boötis og Jóta Boötis, sem bæði em björt og breyta um birtu úr 2,7 niður í 5,1 stig og úr 4,8 niður í 8,3 stig og verða þannig margfalt daufari að sjá meðan myrkvunin stendur yfir, þ.e. meðan dimmari stjaman gengur að hluta fyrir kringlu þeirrar bjartari og skyggir á hana að nokkm leyti. í Hjarðmannsmerki em einnig nokkrar myrkvastjörnur af Mira- gerð og breyta mjög um birtu með reglulegu millibili. III. Vissulega er stjömugeimurinn hinn mesti furðuheimur og verður þess að við reynum að kynnast dásemdum hans sem best. Og í samanburði við víðáttur hans og stórfengleika, er jörð okkar og sól- hverfí sem óendanlega smátt sóiar-ar. Þó má telja alveg víst að tilvist mannkyns okkar og hvers einstakl- ings þess, sé ekki þýðingarlaus þáttur I þessari mikilfenglegu til- vem alheimsheildarinnar. Hveijum einum og öllum sameiginlega mun okkur hlutverk ætlað og ekki þýð- ingarlítið. Tilgangur sköpunarverksins mun vera sá, að samhæfa efni, orku og líf til alsamstillingar og alsambands við alvemnd allrar tilvem. Fyrr verður ekki rétt stefnt, en slíkt fer að takast. Ingvar Agnarsson Sjómenn Slys á mönnum í höfnum inni eru mjög tíð. Oft má rekja orsakir til lélegs frágangs hafnarmannvirkja og björgunartækja. Fylgist með lýsingu á bryggjum og umhirðu björgun- ar- og öryggistækja. Athugið einkum þau sem ætluð eru til að ná mönnum úr sjó. Að uppgöngustigar nái vel nið- ur fyrir yfirborð sjávar og að þeir séu auðkenndir sem best, svo ætla megi að stigamir sáist af manni sem fellur í sjóinn. Undirbúningur og íhugun þín geta ráðið úrslitum um björgun. ÓKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsframa og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima hjá þér á þeim hraöa sem þór hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- ir manna nám i gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréfaskólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini i lok námskeiða. Sendu miöann strax í dag og þú færö ÓKEYPIS BÆKLING sendan í flugpósti. (Setjiö kross í aöeins einn reit). Námskeiöin eru öll á ensku. □ Tölvuforritun O Almenntnám □ Rafvirkjun □ Bifvólavirkjun □ Ritstörf □ Nytjalist □ Bókhald □ Stjórnun □ Vélvirkjun tyrirtækja □ Garóyrkja □ Kjólasaumur Nafn:......................... Heimilisfang:................. ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. □ Innanhús- arkitektúr □ Stjórnun hótela og veitingastaöa □ Blaöamennska □ Kælitækní og loftræsting Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR KOPAVOGUR Lindargata 39-63 o.fl. Hgltagerði VESTURBÆR Ásbraut Bræðratungu Skjólbraut Ægisíða 80-98 o.fl. Nýlendugata Einarsnes GARÐABÆR ÚTHVERFI Háholt Hrísholt Eskiholt Skeifan Langholtsvegur 1 -62 Birkihlíð SELTJNES ' Grænahlíð Sæbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.