Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 72
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA 1S GuðjónÓ.hf. J 91-27233 | Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Vestfirðir: Tillögum um 'hópbónus mjög vel tekið - segir Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vestfjarða TILLÖGUR bónusnefndar samningsaðila á Vestfjörðum hafa mælst mjög vel fyrir í þeim fyrirtækjum, þar sem þær hafa verið kynntar, að sögn Péturs Sigurðssonar, forseta Alþýðusambands Vestfjarða. Tillögur hennar varðandi sameiginlegan heildarbónus í hverri fram-: leiðslulínu i stað einstaklingsbónuss hafa verið kynntar starfsfólkij í þremur stórum fyrirtækjum og verða kynntar víðar á næstunni. Að því búnu verður boðað til fundar samningsaðila, Alþýðusam-j bands Vestfjarða og Vinnuveitendafélags Vestfjarða, öðru hvoru megin við helgina. „Við erum að gera tilraun til þess að bylta þessu margfræga og alræmda bónuskerfi. Ef vel tekst til og þetta dæmi gengur upp, eins og allar vonir standa til miðað við undirtektirnar undanfarið, þá vil ég meina að við séum að vinna þama að framkvæmd á mesta launajöfn- uði, sem hefur orðið, að minnsta '”'**kosti í fiskvinnslunni," sagði Pétur Sigurðsson. Hins vegar sagði hann að það ætti eftir að semja um launagrunn- inn og greiðslu fyrir afköstin í bónusnum eða launaiínuna, eins og það er kallað, og það yrði auðvitað afgerandi um endanlega niður- stöðu. Þá sagði Pétur að Alþýðu- samband Vestfjarða myndi leggja áherslu á að ná fram leiðréttingum á ýmsum kjaraatriðum, þar sem almennt verkafólk væri aftur úr miðað við aðrar stéttir. Til dæmis tíðkaðist ennþá eftirvinna í tvo tíma fjóra daga vikunnar hjá verkafólki, en það væri orðið óþekkt annars staðar. Sama gilti um orlof verka- fólks, það hefði lágmarksorlof sama hve lengi það hefði unnið. Þá hefði það ekki greiddan matartíma á laugardögum, ef hann félli inn í vinnutímabilið, en aðrar stéttir hefðu haft það ákvæði í áratugi í sínum samningum. „Það eru ýmis önnur slík atriði sem við viljum taka á. Þama er um að ræða réttlætismál burtséð frá öllum peningaupphæðum. Það er erfitt fyrir fjölmennar stéttir að vera á eftir hvað þessi atriði snert- ir og mega ekki hreyfa sig hvað launaliðinn varðar öðruvísi en aðrir noti það sem viðmiðun. Mér finnst að það þurfi að jafna þessi kjör fyrst og gera þau sambærileg, úr því að aðrir hópar nota alltaf launa- breytingar hjá almennu verkafólki til hlutfallslega sömu hækkunar á sínum launum, sem em þó miklu hærri fyrir,“ sagði Pétur að lokum. Stórvirkar vinnuvélar moka olíumenguðum jarðveginum upp á bílpalla. Á minni myndinni er olíuleiðslan sem lak. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Olíulekinn á Keflavíkurflugvelli: Jarðvegurinn brenndur í malbikunarstöðinni Keflavík. FRAMKVÆMDIR hófust seinni- partinn í gær við að flylja burtu olíumengaðan jarðveg af svæð- inu þar sem olíulekinn varð. Unnið verður á vöktum í alla nótt við að flytja efni í malbikun- arstöð Aðalverktaka þar sem reynt verður að brenna olíuna úr honum. Ekki er vitað að svo komnu máli hversu mikið magn þarf að flytja, en talað er um hundruð og jafnvel þúsund tonn. Gunnar Sigfússon stöðvarstjóri malbikunar og steypustöðvar Aðal- verktaka sagði að til verksins yrði notuð gamla malbikunarstöðin, en hér væri um algera tilraunastarf- semi að ræða. Efnið væri aðallega mold og grús hefði ekki farið í gegn- um tækjasamstæðuna og mætti búast við ýmsum erfiðleikum. Gunnar sagði að annar þurrkarinn í gömlu stöðinni yrði notaður og bjóst hann við að vinnsla hæfist í dag. Hann bjóst við að unnt yrði að vinna um 100 tonn á dag. Talið er að um 75 þúsund lítrar af díselolíu hafí lekið í jarðveginn úr leiðslu sem menn voru búnir að gleyma að væri til. Það tók heila viku að fínna lekann og þá kom í ljós að gatið á leiðslunni var örlítið eða svipað og nögl á litla fingri. BB 10,7 kílóum af hassi smyglað í málningu Gert við vélarbilun í Jökulfelli JÖKULFELL, skip Sambands íslenskra samvinnufélaga, hélt áfram siglingu fyrir eigin vél- arafli skömmu eftir kl. 2 aðfaranótt þriðjudags, eftir að tekist hafði að gera við bilun í vél skipsins. Skipið hafði þá verið á reki vél- arvana frá því um kvöldmatarleyt- ið síðastliðinn sunnudag um 850 sjómílur suðvestur af landinu á leið frá Bandaríkjunum til íslands. Að sögn Þorsteins Péturssonar hjá Skipadeild Sambandsins siglir skipið fyrir hálfu vélarafli. Var veður þokkalegt þar sem skipið er statt, sunnan 6-7 vindstig. Skip- ið er væntanlegt til landsins á laugardag. Fíkniefnadeild lögreglunnar i Reykjavík, í samvinnu við rann- sóknardeild Tollgæslunnar, kom á mánudag upp um smygl á 10,7 kilóum af hassi til landsins. Tveir karlmenn, 44 og 39 ára, og ein kona, 30 ára, voru handtekin og hefur verið gerð krafa um að þau sitji í gæsluvarðhaldi næstu vikurnar. Fyrir skömmu stofnuðu mennim- ir tveir fyrirtæki hérlendis, í þeim tilgangi að stunda innflutning. Fyr- irtækið var skráð á nafn þriðja mannsins, en sá vissi ekkert af því. í síðustu viku kom sending í skipi frá Belgíu. Það reyndust vera 12 kassar af málningu, en við athugun kom í ljós, að ekki var eingöngu um málningu að ræða, heldur leynd- ust 10,7 kíló af hassi í kössunum. Lögreglan fylgdist með sending- unni, til að komast að því hver tæki við henni. Skömmu eftir hádegi á mánudag kom karlmaður, annar innflytjend- anna, á Nýju sendibflastöðiná við Knarrarvog og óskaði eftir að sótt yrði fyrir hann vörusending, sem fyrirtæki hans ætti í Hafnarfirði. Bflstjóri á stöðinni, sem ekki vissi um að neitt gmnsamlegt væri á seyði, sá um að leysa vörumar út úr tolli og ók þeim síðan að bílskúr í Fossvogi, sem smyglarinn hafði til umráða. Þar hófust þeir handal við að afferma bflinn. Þegar hluti kassanna var kominn í bflskúrinn lét lögreglan til skarar skríða. Báðir mennimir, smyglarinn og sendibílstjórinn, voru handteknir á staðnum, en bflstjóranum var sleppt eftir yfirheyrslur, þar sem í ljós kom að hann var ekki á nokk- um hátt viðriðinn málið. Á sama tíma voru hinn karlmaðurinn og konan handtekin á heimilum sínum. Konan er grunuð um að hafa ætlað að vera mönnunum innan handar við að koma efninu á markað. Þetta er eitt stærsta hassmál sem komið hefur upp hér á landi. Sem dæmi má nefna, að allt síðasta ár var lagt hald á minna magn, eða . tæp 10,4 kíló, sem var þó meira ' en árin þar á undan. Eitt gramm af hassi er selt á allt að 1000 krón- ur, svo verðmæti sendingarinnar eru tæpar 11 milljónir. í gær var lögð fram krafa um að karlmennimir tveir yrðu úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 5. janúar. Þá var einnig í undirbúningi krafa um gæsluvarðhald yfir kon- unni, en að sögn Arnars Jenssonar, lögreglufulltrúa, verður hún að öll- um líkindum úrskurðuð í gæslu til skemmri tíma en mennimir. Sjá samtal á bls. 2: Mér var skellt á gólfið og sett á mig handjám. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Fíkniefnadeild lögreglunnar og rannsóknardeild Tollgæslunnar komu á mánudag upp um smygl á 10,7 kilóum af hassi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.