Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 Fiskeldi — vaxtarmögii- leikar og rannsóknarþörf •• eftir Ossur Skarphéðinsson Engin ný atvinnugrein hefur þró- ast jafn gífurlega hratt hin seinni ár og fiskeldi. Það gildir jafnt um frændlöndin Færeyjar, Noreg, ír- land, Skotland — sem ísland. Það er heldur ekki að ófýrirsynju, að í þessum löndum er fiskeldi flokkað undir svokallaða „sunrise industry", eða sólrisuiðnað, og fær sums stað- ar sérstakan stuðning af þeim sökum. Því miður hefur fískeldi ekki fengið jafn góða aðstoð hér á landi og víða annars staðar og það verð- ur að segjast eins og er, að við erum vegna langvarandi sinnuleysis og skilningsskorts þar sem síst skyldi komin helsti aftarlega miðað við grannþjóðir. Á meðan við höfum farið fetið hafa frændþjóðir náð ótrúlegum framförum, sem engan hefði rennt grun í fyrir nokkrum árum. Flestir þekkja norska ævin- týrið, sem að vísu hefur lent í kröppum dansi síðustu misserin. En hvem hefði fyrir hálfum áratug órað fýrir að 1988 hyggist þjóðir á borð við Færeyinga framleiða 4—6 j)úsund tonn af laxi, írar um sex púsund tonn og frændur vorir Skot- ar hvorki meira né minna en 20 oúsund tonn? Fiskeldi er hins vegar atvinnu- grein sem þarf meira á bjartsýni að halda en eilífum barlómi og því Dest að hætta hér rauntölum. Sem »etur fer virðast nú ráðamenn skilja betur en áður að meðan greinin er að komast á legg þarf hún vissa nærgætni og hlýju eins og önnur reifaböm. Þannig hefur Rannsókn- arráð ríkisins, með Vilhjálm H. Lúðvíksson í broddi fylkingar, sýnt fískeldi mikinn skilning og fýrir atbeina Vilhjálms öðrum fremur hefur rannsóknarfé til greinarinnar vaxið verulega allra síðustu árin. Þá er líka skylt að geta þess, að fyrrverandi forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, sýndi dijúgan skilning á þörfum þessarar nýju og ört vaxandi greinar. Fiskeldi hefur þrátt fyrir allt vaxið nokkuð hratt hin síðustu ár. Það kemur meðal annars fram í geysilegri fjölgun eldisstöðva. Árið 1984 voru þannig skráðar 40 stöðv- ar — í dag eru þær orðnar rösklega 130 talsins. Framleiðslan skiptist í þrennt: (1) Seiðaeldi, til heimabrúks og út- flutnings. Árið 1985 voru alin 800 þúsund gönguseiði. Á þessu ári hefur talan fímmfaldast — er orðin 4 milljónir. Að öllum líkindum verða framleiddar um 8 milljónir á næsta árí. (2) Matfískeldi sem náði sér þó ekki á strik fyrr en á þessu ári. Þannig voru framleidd 250 tonn af eldislaxi í fyrra, en á þessu ári hef- ur framleiðslan fjórfaldast, og er nú 1.000 tonn. Á næsta ári er gert ráð fyrir að 1.500 laxatonn verði framleidd. (3) Hafbeit — sem ef til vill er ævintýrið í íslensku fiskeldi um þessar mundir. Hafbeitarheimtur hafa verið ótrúlega góðar hin síðustu árin og hjá stöku stöð legið í 14 prósentum ár eftir ár sem er hærra en þekkist nokkurs staðar í heiminum. í ár var sleppt næstum milljón gönguseiðum, en þegar á næsta ári er áætlað að sleppa 2 milljónum. Innan tíðar hyggst eitt íslensku hafbeitarfyrirtækjanna, Vogalax, sleppa hvorki meira né minna en röskum tveimur milljón- um seiða árlega. íslenska aðferðin — stórseiðaferillinn Hverjir eru þá vaxtarmöguleik- arnir : íslensku fiskeldi í dag? í stuttu máli: Þeir eru gífurlegir — og að verulegu leyti eru þeir háðir jarðvarma. Mestir möguleikar liggja að minni hyggju í sjávareldi. Til skamms tíma virtist, sem við gæt- um ekki fetað í fótspor frænda vorra Norðmanna og hafið stófellt kvíaeldi í sjó. En eins og kunnugt er, þá er nær öll laxaframleiðsla þeirra í sjókvíum. Ástæðan fyrir því, að við gátum ekki fylgt þeim eftir I sjóinn var fyrst og fremst sú að við búum við allt aðrar að- stæður frá náttúrunnar hendi. Okkur skortir var — hina löngu, þröngu og vel vörðu firði sem Norð- menn hafa til eldisins er ekki að fínna á íslandi. Þessi skortur á vari gerir að verkum, að illvíg vetrarveð- ur hafa komið í veg fyrir að hægt sé að stunda heilsárseldi hér við land í umtalsverðum mæli. Á allra síðustu árum hafa hins vegar komið fram mjög stórar og sterkar sjávarkvíar, svokallaðar stórkvíar, sem þola öldu upp á nærfellt tug metra. Reynslan sýnir að stórkvíamar eru kjömar til físk- eldis við íslenskar aðstæður. Flest bendir því til, að í framtíðinni muni stórkvíaeldi vaxa mjög fískur um hrygg við suðvesturhomið og fáir staðir eru raunar á landinu öllu jafn hentugir til þess og Kollafjörður og Faxaflóinn. í einni slíkri kví er hægt að ala allt að 200 tonn af laxi. Það þarf því ekki nema tíu kvíar til að fram- leiða 2.000 tonn af laxi ef allt gengur vel. Ekkert mælir í mót því, að úti fyrir Reykjavík muni innan nokk- urra ára vera 20 til 30 kvíar og ekki fráleitt að í fyllingu tímans munu allt að 100 stórkvíar staðsett- ar við strendur landsins alls. Við skjóta yfírsýn greinast ekki nein rök, sem vegna náttúrulegra að- stæðna í sjónum hníga gegn slíkum fjölda kvía. Einungis stórkvíaeldið gæti því gefíð okkur 20 þúsund tonn þegar upp verður staðið. Hvaða aðferð er þá best til að framleiða laxinn? — Sá eldisferill sem ég hef löngum haldið fram er alíslenskur, byggist ekki á reynslu Norðmanna, heldur grundvallast á stórseiðahugtakinu svokallaða, sem aftur grundast alfarið á nýtingu íslensks lághita (0—40 gráður). Venjuleg sjógönguseiði, sem hafa verið notuð í hefðbundnu eldi, em 40—80 grömm að þyngd. Til að ná slíkum seiðum í sláturstærð þarf lágmark 2 ára eldi í sjó. Ef seiðin em hins vegar við sjósetningu vem- lega stærri, þá tekur miklu skemmri tíma að ná þeim í sláturstærð. íslenska aðferðin, sem ég kalla svo, byggist á því að nota hinar séríslensku aðstæður — hitaorkuna til að gera ódýr stórseiði sem em allt að 400 til 700 grömm að þyngd. Með því að hafa seiðaeldi á stöð- um, þar sem er gnótt hita við kjörhitastig laxanna, (10—14 gráð- ur), er hægt að framleiða stórseiði á 12—15 mánuðum. Með því að flytja þau svo að vorlagi — ekki síðar en júníbyijun — í hlýja sum- arsjóinn við suðvesturströndina em stórseiðin komin í sláturstærð fyrir jól. Með því að nota þannig sérís- lenskar aðstæður; lághita sem nóg er til af og sumarhita sjávar, má búa til eldisferil, sem er að minnsta kosti ári skemmri en hjá keppinaut- um okkar. Með íslensku aðferðinni ætti því að vera hægt að búa til lax, sem er ódýrari í framleiðslu en hjá keppinautunum, og þannig vinna þá í samkeppninni þegar hún harðnar á næstu árum. í þessum eldisferli tel ég mestu möguleikana liggja til að skapa vemleg verðmæti í laxeldi á íslandi. Fjöldi ónýttra möguleika Strandeldi virðist ganga betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona og á því sviði emm við íslend- ingar sannir fmmkvöðlar. Strandeldið er að því leyti við- ráðanlegra en sjókvíaeldið, að með því er hægt að skapa kjörskilyrði fyrir laxinn. En það byggist hins vegar á geysilegri sjódælingu, sem vitaskuld er mjög orkufrek. Reynsla síðustu ára hefur að vísu leitt til þess, að nú er hægt að hanna strandeldisstöðvar, sem em miklu nýtnari á orkuna en í hinum fyrstu. Eigi að síður er geysilegur orku- kostnaður líklegur til að verða ljón í vegi æskilegs vaxtar strandeldis á íslandi, og skilyrði þess að sú grein eldisins nái nægilegum þroska er lægra orkuverð. Hvemig er það hins vegar hægt? Mig langar til að varpa fram hrárri hugmynd — en tek fram að hún er frá minni hálfu lítt gmnduð: Má ekki láta fískeldið sitja við sama borð og stóriðjuna? Getur ekki Landssamband fiskeldis og hafbeitarstöðva orðið samningsaðili um stórfelld orkukaup gagnvart ríkinu fyrir hönd allra strandeldis- stöðvanna í landinu og þannig samið um svipað verð og stóriðjan í landinu? Ég fullyrði, að fengist raforka til dælingar á sama verði og álverið kaupir við sína raforku myndi það skipta sköpum fyrir eldi í strandstöðvum. Hafbeit virðist einnig vænleg leið til framleiðslu á alilaxi við suðvest- urhomið og ekki fjarri lagi að hægt verði að framleiða með þeirri aðferð 3—6 þúsund tonn í fyllingu tímans. Seiðamarkaðurinn erlendis hefur til þessa skilað dijúgum upphæðum í hirslur fískeldismanna. En flest bendir til að markaður fyrir hefð- bundin seiði í Noregi og írlandi lokist á næstu ámm. Ef við getum á hinn bóginn fram- leitt seiði, sem að einhveiju leyti taka seiðum annarra fram eða em sérlega eftirsóknarverð, þá er líklegt að okkur takist að halda þessum mörkuðum opnum lengur. Fyrir því liggja meðal annars orð írskra yfírvalda. Og þetta getum við: Þannig er ljóst, að írar hafa hrifíst mjög af hinni íslensku hugmynd um eldis- feril sem byggist á stórseiðunum og þá fysir mjög að kaupa héðan stórseiði til sjávareldis. Sömuleiðis er mikil eftirspum eftir geldseiðum í Evrópu sem innan skamms verða framleidd hér á landi. Össur Skarphéðinsson „Með því að nota þannig séríslenskar aðstæður; lághita sem nóg er til af og sumarhita sjávar, má búa til eldisferil, sem er að minnsta kosti ári skemmri en hjá keppinautum okkar. Með íslensku aðferðinni ætti því að vera hægt að búa til lax, sem er ódýrari í framleiðslu en hjá keppinautunum, og þannig vinna þá í sam- keppninni.“ Mig langar til að nefna nokkrar aðrar smærri hugmyndir, til að sýna það vaxtarmegn sem býr í fískeld- inu. Við eigum í iandinu regnbogasil- ung, hið sjógengna afbrigði tegund-_ arinnar, sem vex geysivel í sjó. I Bandaríkjunum er mikill markaður fyrir sjóalinn regnboga, en hins vegar bannað sökum sjúkdóma að flytja inn ferskvatnsalinn regnboga frá Evrópu. Heppilegasta stærðin á regnboga fyrir Ámeríkumarkað er 350—700 grömm. Með því að ala seiði upp í 70—90 grömm í hæfilega heitu vatni yfír haust og vetur og setja síðan í sjóinn að vori er hægt að nota sumarhita sjávar hvar sem er við landið til að ná þeim upp í söluhæfa stærð. Bændur eða aðrir gætu þá með litlum tilkostnaði kom- ið sér upp kvíum til sjávareldis og alið meðfram öðru 5—20 tonn yfir sumarið. Mætti ekki framleiða með þessum hætti 2—3.000 tonn af sjáv- arsilungi, sem Bandaríkjamenn myndu fúsir kaupa? En til að svona framkvæmd Eru hreinlætismál ís- lendinga í kaldakoli? Alfa heldur basar SYSTRAFÉLAGIÐ Alfa heldur sinn árlega basar sunnudaginn 22. nóvember kl. 14.00 að Ing- ólfsstræti 19. Allur ágóði af basamum rennur til líknarstarfa. Á basamum verður margt muna, pijónavörur, leikföng, kökur og fleira. eftir Benedikt Gunnarsson Umgengnisvenjur og hreinlæti íslendinga hafa fengið all alvarlega umfjöllun í ijölmiðlum að undan- fömu. Fer það vart milli mála að erlendis viðskipta- eða samkeppnis- aðilar okkar, sem eiga aðgang að þýðingum á þessum fréttaþáttum geta talið afstöðu okkar til heil- brigðis- og hreinlætismála furðu- legri en annars staðar gerist í hinum siðmenntaða heimi, (hvað sem það nú þýðir). Þetta mál hafa nokkrir opinberir aðilar tekið til umfjöllunar og gert þessa mynd æði litríka. Að aflíðandi síðastliðnu sumri lét Ríkismat sjávarafurða frá sér fara frétt um úttekt, sem það stóð fyrir á 100 frystihúsum eða öllum þeim, sem á þeim tíma vom starfrækt. Þessi fyrstihús hafa það sammerkt að vinna matvæli á erlendan mark- að, sem er viðkvæmur fyrir öllu því, sem viðkemur snyrtimennsku og hreinlæti, að vísu nokkuð mis- kröfuharður en kröfuharður og auk þess í mjög harðri samkeppni. Þessi athugun ber það með sér að í 23 atriðum af 1500, sem athugunin náði til em frystihúsin óhæf að mati stofnunarinnar. Þessi atriði verða þó að teljast mjög mis veiga- mikil og vafasamt að meta þau saman með sama mælikvarða. Þessi hús em áframhaldandi í rekstri. Nú er því þannig háttað að er- lendir kaupendur vita ekki frá hvað framleiðanda afurðin kemur, enda em þessi „óhæfu“ frystihús ekki nafngreind. Fyrir erlenda markað- inn verða því öll frystihúsin merkt þessum stimpli. Fréttin á þann hátt, sem hún birtist, gefur tilefni til þess að hún sé þýdd í útdrætti, sem frétt eða til þess að klekkja á íslenskum útflutningi annað hvort vegna samkeppnissjónarmiða eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.